Morgunblaðið - 15.11.1970, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.11.1970, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. NÓVBMBER 1970 7 Brosir veröld víða” Einhvern tíma í gamla daga var manni kennt, að lengst inni í Glerárdal, þar sem Eambárjökull skreið niður undan Kerlingu, væri að finna steingerða iurksbúta* og svo dreymdi mig þá alltaf um að komast inn í Lambár- dalsbotn og finna þessa lurka. Ég var þá svo heppinn að kvænast inn í Akureyri, og einmitt þess vegna bryddaði ég i eina tíð á því við minn ágæta tengdaföður, hvort við ættum ekki að ganga inn í Glerárdal inn að Lambárdal og freista þess að finna lurka. Báðir vorum við til í tusk- ið, hann að sjálfsögðu nokkr- um árum eldri, en mér fannst þó þá, að ég gæti gengið á við hann, og nú segir frá sgg i/fim ' Þegar staðið er á Súlum, er eins og maður geti kiappað á kollinn á Bónda og Kerlingm jafnvel Þríklökkum. Vigfús Sigurgeirsson tók myndina. á Kerlingu, sem er hæsta f jall á Norðurlandi; allt virtist þetta frá Súlum vera stein- snar og ekkert mái. Við kus- um þó þann kostinn að ganga niður líparitskriðurnar aftur niður í Glerárdal. Og svo var þá stefnan tek- in inn i Lambárdal, og nú skyldu skoðaðir steingerðir lurkar. Þvi miður fundum við enga, og borðuðum nesti okk ar lengst frammi í dal. Og lögðum svo þá af stað heimleiðis. Það var löng leið, og þá held ég, að Helgi hafi staðið sig betur en fjallgarp urinn ég, eftir 40 kilómetra göngu, allan daginn, munaði engu, að lögreglan kæmist í spilið að leita að okkur, og var svo engin vanþörf á, við höfðum verið burtu i 12 tíma. —Fr. S. en hið skrýtna gerðist, að við tókum þá ákvörðun að ganga á Súlur í leiðinni, þótt þær væru 1400 metrar á hæð. Og áfram príluðum við upp þennan fjallhnjúk. Eng- um held ég vildi heldur ganga með úti í náttúrunni, sem þó gerist allt of sjaldan, heldur en með Helga, með því að ég veit, að hann þekk- ir allar íslenzkar plöntur. Og á leið okkar í það sinnið upp á Súlur, urðu á vegi okkar margar plöntur. Mér eru þó sérstaklega minnisstæðar jöklasóléyjar, litprúðar, ljós- fjólurauðar, þarna rétt upp undir efstu tindum. Skrýtið er það, að á vegi þeirra, sem leggja fyrir sig göngur og náttúruskoðun, verða alltaf fleiri og fleiri fallegar plöntur, margir fugl ar, og einstaka grjót, sem máski er mér hugstæðast. Þegar upp á Súlur var kom ið, skrifuðum við nöfnin okk ar i gestabókina, það er mjög hugulsamt af þeim, að hafa þarna gestabók. Svo var þá vandinn meiri, að ákveða sig að halda ekki upp á tindinn Bónda, jafnvel alla leið upp Það var snemma morguns, að við drifum okkur i göngu inn í Glerárdal. Við gengum þarna upp framhjá öskuhaugum þeirra Akureyringa, þar sem hettu- máfurinn sá fyrir þeirra sorphreinsun. Svona eru margir fuglar okkur hjálpleg ir við að eyða mengun. Þegar við komum upp á fjallið, þar sem gömlu skíða- skálarnir voru, virtist okkur leiðin greið inn i Glerárdal. Okkur fannst alit í einu þetta vera bein braut, eilift sumar, enda skein sólin á móti okkur og við mundum allt í einu eftir kvæðinu hans Steingríms Thorsteinssonar, sem svo gengur: „Nú er sumar> gleðjist gumar, gaman er í dag. Brosir veröld víða, veðurlagsins blíða eykur yndishag.“ Og svo blasti þá Glerár- dalur við okkur, bein var brautin inn að Lambárdal, VIÐAVANGl <• .- ■ Hér sér inn í Glerárdal. Súlur eru á vinstri bönd. Mats Wibe Lund tók myndina úr flugvél. GAMALT OG GOTT Niðursetningurinn Hjartað kalið höfuð þreytt, hugann sorgir beygja. Ég á ekki eftir neitt, annað en að deyja. Hendur knýttar, bogið bak, blaktir líf á skari, hjálparvana flýtur flak, feigðar út að mari. Senn er úti æviskeið, elli kennir dofa, vöku þreyttur lífs á leið, langar því að sofa. FRÉTTIR Kvenfélag Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík. Fundur félagsins vei’ður mánudaginn 16. nóv. kl. 8.30 i Iðnó uppi. Sýnd verður kvikmynd. Kvennadeild Borgfirðingafélagsins Fundur verður i Hagaskóla þriðjudaginn 17. nóvember kl. 8.30. LE5IÐ DRGLEGR mAlmar Kaupi allan brotamálm, nema járn, allra hæsta verði. Stað- greitt. Opið alla virka dagp kl. 9-12 og 1-5, nema laug-'s ard. ki. 9-12. Arinco, Skúlag. ' 55, símar 12806 og 33821. íbúð til leigu Mjög góð fjögurra herbergja íbúð í Hlíðar- hverfi til leigu nú þegar. Tilboð leggist inn á afgr. blaðsins merkt: );SLK43V — 6106“. Akranes — Akranes Sjálfstæðisfélögin halda félagsvist í Sjálfstæðishúsinu, Heiðarbraut 20, klukkan 4.00 sunnudaginn 15. okt. ALLIR VELKOMNIR. Sjálfstæðisfélögin. Hlíðarhverfi OPNUÐ VERÐUIÍ Á MORGUN mánudag ný verzlun að Blönduhlíð 35 (á horni Blönduhlíðar og Stakkahlíðar). BÚSÁHÖLD RITFÖNC LEIKFÖNC í ÚRVALI Verzlunin VALBÆR ARABIA - hreinlætistæki Hljóðlaus W.C.-Kassi. nýkomið: W.C. Bidet Handlaugar Baðker Fætur f. do. W.C. skálar & setur. Fullkomin varahlutaþjónusta. Clœsileg vara — Verð hvergi lœgra Einkaumboð fyrir fsland HANNES ÞORSTEINSSON heildv., Haflveigarstig 10, sími 2-44-55.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.