Morgunblaðið - 15.11.1970, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.11.1970, Blaðsíða 19
MORGUNRLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1970 19 Myndin er af fyrrverandi formanni og núverandi formanni LÍÚ, framkvæmdastjóra LÍÚ og formönnum hinna ýmsu útvegsmannafélaga, sem aðild eiga að LfÚ. Frá vinstri: Guðmundur Guðmundsson fsafirði, Þórður Stefánsson Hafnarfirði, Bjarni Jó- hannesson Akureyri, Sverrir Júliusson fyrrv. formaður. Svanur Sigurðsson Breiðdalsvík, Víg- lundur Jónsson Ólafsvík, Andrés Finnbogason Beykjavík, Sigurður H. Egilsson forstjóri LfÚ, Xryggvi Sigurjónsson Hornafirði, Þórður Óskarsson, Akranesi,Kristján Bagnarsson nýkjör- inn formaður LfÚ, Ingólfur Arnarson Vestmannaeyjum, og Jón Ægir Ólafsson Sandgerði. Á myndina vantar Loft Bjarnason Hafnarfirði og Benedikt Thorarensen Þorlákshöfn. Ljósmynd Mbl. Sigurgeir. Brýn mál frá L.Í.Ú. Á aðalfundi L.Í.Ú., sem liald- inn var í Vestmannaeyjum 5.—7. nóvember s.l., voru m.a. eftirfar andi ályktanir samþykktar: ÚM BEKSTBABGBUNDVÖLL FISKISKIPAFLOTANS Á NÆSTA ÁBI O.FL.: „Aðalfundur L.f.Ú., haldinn í Vestmannaeyjum 5.—7. nóv. 1970 telur að fiskverð þurfi að hækka verulega um næstu ára- mót til þess að jafna þann kostn aðarauka, sem útgerðin hefur orðið fyrir vegna kaup- og verð lagshækkana á þessu ári. Bæta þarf hag útgerðarinnar frá því sem verið hefur til þess að áhugi glæðist til að endur- nýja fiskiskipaflotann, en mikið hefur skort á að rekstrargrund völlur væri fyrir hendi til reksturs nýrra báta. Samningar vinnuveitenda og launþega frá s.l. vori gengu á yztu mörk þess, sem mögulegt var. Með samningum um fullar vísitölubætur, sem nú valda stöðugum vixlhækkunum kaup- gjalds og verðlags, var gengið lengra en greiðslugeta sjávarút vegsins nær. Fundurinn átelur hvernig þjónustufyrirtæki og hið opin- bera hafa hömlulaust velt öll- um hækkunum á rekstrarút- gjöldum út i yerðlagið. Þeir einu, sem raunverulega kaup hækkun taka á sínar herðareru sjávarútvegurinn og sá vísir, sem nú er að útflutningsiðnaði. Vegna verðhækkana á afurð- um sjávarútvegsins væntir fund urinn þess, að sjómenn geti, með hækkuðu fiskverði um næstu áramót, fengið viðunandi kaup- hækkun. Fundurinn lýstir fullum stuðn- ingi við aðgerðir til að koma í veg fyrir víxlhækkanir kaup- gjalds og verðlags, sem verða mættu til þess að *koma í veg fyrir áframhaldandi verðbólgu. Fundurinn beinir þeim ein- dregnu tilmælum til hinna ýmsu útvegsmannafélaga, að þau hlut ist til um, að ekki verði hafnir róðrar á komandi vetrarvertíð fyrr en fyrir liggja kjarasamn- ingar við sjómenn og verð ákvörðun á fiski, og felur stjórn L.l.Ú. að vinna að fram- gangi þess. Jafnframt lýsir fundurinn því yfir, að ekki sé unnt að láta af hendi meiri hlutdeild i aflaverð mætinu til sjómanna en nú á sér stað.“ UM LANDHELGISMÁLIN „Aðalfundur L.f.Ú. samþykk- ir að skora á Alþingi og ríkis stjórn, að nú þegar verði hafin sókn í landhelgismálinu, og ekki verði látið staðar numið fyrr en landgrunnið allt er kom ið undir íslenzka fiskveiðilög- sögu. Ennfremur að tryggja, að þjóðin geti nýtt önnur hugsan leg auðæfi landgrunnsins. Fundurinn bendir á, að ekki er útlit fyrir annað, en að fisk- veiðar og vinnsla sjávarafurða Verði um ókomna framtíð sem hingað til þær atvinnugreinar, seim íslenzka þjóðin nrnrn byggja lífsafkomu sína á. Fundurinn varar alvarlega við hinni sívax andi sókn erlendra veiðiskipa á íslenzk fiskimið, sem nú þegar hefur stórskaðað hina ýmsu fiskstofna við strendur landsins. Aðalfundurinn felur stjórn samtakanna að beita sér fyrir viðræðum fulltrúa ríkisstjórnar- innar annars vegar og fulltrúa hinna ýmsu greina sjávarútvegs ins og sjómanna hins vegar um landhelgismálin almennt, og að öðru leyti að vinna ötullega að aðgerðum í máli þessu. Þá telur fundurinn nauðsyn legt, að strangt eftirlit verði haft með þvi, að hafið verði ekki mengað með skaðlegum úr gangsefnum og óhreinindum." UM EÁNYBKJU FISKSTOFNA „Aðalfundur L.Í.Ú., haldinn I Vestmannaeyjum 5.—7. nóv. 1970 lýsir ánægju sinni yfir þeim friðunarráðstöfunum, sem gerðar hafa verið til verndar síldarstofninum við strendur ís- lands og telur, að ekki eigi að veita neinar undanþágur fyrir síldveiðar á friðunartimabilinu. Jafnframt bendir fundurinn á, að mikið skortir á, að gerðar hafa verið raunhæfar aðgerðir til verndar öðrum fiskstofnum. Fundurinn beinir því til Haf rannsóknarstofnunarinnar að gefnu tilefni, að hún láti fylgj- ast vel með öllum tilvikum, er hníga að rányrkju og leggi til, að gerðar verði allar nauðsyn- legar ráðstafanir, sem koma í veg fyrir slíkt. Að fengnum upplýsingum átel ur fundurinn harðlega sinnu- leysi Hafrannsóknarstofnunar- innar varðandi gegndarlaust dráp á ýsu- og þorskseiðum, sem átt hefur sér stað í Isa- fjarðardjúpi frá upphafi rækju vertíðar í haust.“ UM AFLATRYGGINGABSJ ÓÐ SJÁVARÚTVEGSINS „Aðalfundur L.Í.Ú., haldinn í Vestmannaeyjum 5.—7. nóv. 1970 mótmælir harðlega þeirri skerðingu, sem átt hefur sér stað á framlagi ríkissjóðs til aflatryggingarsjóðs og krefst þess, að framlag ríkissjóðs verði í samræmi við það, sem nefnd sú, er endurskoðaði lögin um aflatryggingasjóð, lagði til.“ UM LÁN ÚR FISKVEIÐASJÓÐI VEGNA ELDBI SKIPA „Aðalfundur L.Í.Ú., haldinn 5.—7. nóv. 1970 beinir því til stjórnar L.Í.Ú., að fylgjast vel með því, að ekki verði gengið á tekjur Fiskveiðasjóðs af hálfu þess opinbera, eins og fram kom 1968 og 1968 með frumvarpi þar að lútandi. Þvi skorar fundurinn á stjórn ina að vinna að þvt, að Fisk- veiðasjóður verði efldur og starfsreglur sjóðsins heimill að útvegsmenn eigi þess kost að fá allt að 60% lán út á eldri' fiskiskip, miðað við vátrygging armatsverð." Auk framangreindra ályktana voru fjölmargar aðrar ályktan- ir samþykktar, en alls komu fram á fundinum um 40 tillög- ur. Sverrir Júlíusson, alþingis- maður gat þess í upphafi aðal- fundarins, að hann myndi eigi oftar gefa kost á sér sem for- manni stjórnar samtakanna, en hann hefur gegnt þeim starfa s.l. 26 ár. Formaður var kjörinn með samhljóða atkvæðum, Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri bátadeildar Landssambandsins. Að þessu sinni gengu 6 menn úr stjórn, en aðalstjórn samtak anna skipa nú, auk formanns: Frá bátadeild: Baldur Guðmundsson, Reykja vík. Björn Guðmundsson, Vest- mannaeyjum. Finnbogi Guð- mundsson, Reykjavík. Ágúst Flygenring, Hafnarfirði. Mar- geir Jónsson, Keflavík. Stefán Pétursson, Húsavík. Hallgrímur Jónasson, Reyðarfirði. Jón Árnason, Akranesi, Matthías Bjarnason, ísafirði. Andrés Finnbogason, Reykjavík. Frá Togaradeild: : Loftur Bjarnason, Hafnar firði. Sveinn Benediktsson, Reykjavík. Vilhelm Þorsteins- son, Akureyri. Ólafur Tr. Ein- arsson, Hafnarfirði. Á fyrsta stjórnarfundi hinn- ar nýkjörnu stjórnar, sem hald inn var í dag, 10. nóvember, var varaformaður stjórnar kjör inn Loftur Bjarnason, Hafnar- firði. Aðalfundur Stéttarfélags barnakennara AÐALFUNDUR Stéttarfélaga barniakenn ar a í Reýkjavfk vair haldirun 28. október síðastliðimn. í Norraena húsimu. Á fuindinium fór fnaim stjórnarkjör. Fráfar- andi formiaðuir, Steinar Þorfinns- son, gaif ekki kost á sér til end- urlkjörs. Nýr formaðuir var kos- imn Teitur Þorleifsson. Hin ný- kjönna stjórn hefuir skipt mieð sér verlkum þannig: Ásdís Skúla- dóttir, varaformiaðuir, Ragnar Gu/ðmiundsson, gjaJldkeri, Helga IGuininiaarsdáttir, ritari, Steifáin Hal'Mórssoit meðstjóirnaindi. Fuindurinn samþykkti eftir- faramidi tillögu: Aðaifundur S.B.R. ’70 vítir harðHega þau vininuibrögð, sem niú eiga sér stað varðandi samninga opinbeirra starfsmanna þar sem aðildarfé- lög’um B.S.R.B. er ekki gefinin kostur á að kyrana sér þær til- lögur sem fram hafa komið. Sveitarstjórnar- námskeið SAMBAND íslenzkra sveitarfé- laga efnir til fjögrurra daga námskeiðs í sveitarstjómarmál- um dagana 23.—26. nóvember nk. í Beykjavík. Námskeið þetta er einkum sniðið við þarfir bæjar- stjóra, sveitarstjóra og annarra sveitarstjómarmanna í þéttbýli. Á mámskeiðinu verða flutt 24 eriradi um aUa hedztu þætti sveit- arstjórnar, svo sem bókfhalld, gerð fjárlbaigs- og framkvæmdaáaetl- araa, fjármáil skóla, félaigsmál, brunavarnir. tæknflegan uradir- búnimig fraimikvæmda, stjómun- armál og nýja fasteignairaaitið. Á ofaraverðum vetri miun sam- bandiið haldá hliðstætt raám- Skeið, ætlað oddvitum og brepps- mefndarimöninium í strjálbýli. NÝLEGA barst Morgunblað- inu skemmtileg grein um stúlku, sem er skiptinemi í Bandaríkjunum. Hún er í Wood'bine í Iowa-ríki á stór- um búgarði hjá hjónunum Nadine og Virgil Mahan og börnum þeirra þremur, Donnu, David og Batti. Tvær dætur Mahan hjónanna eru giftar og búa ekki lengur heima. ísl'enzka stúlkan heitir Guð ný Helga Guðimundsdóttir og er frá Reykjavík. Þeir eiga erfitt með að bera nafnið hennar fram vestur þar, og eftir nokkur heilabrot Nadine og Virgil Mahan, Donna dóttir þeirra (t.v.) og Guðnýí Helga Guðmundsdóttir Geta ekki sagt Guðný kalla hana „Gus“ ákváðu þeir að kalla hana Gus, því að Guðný er svo vandimeðfarið. Hún er, segja þeir, lítil og ljósbrúnhærð, kvenlegur ynd isþokki uppmálaður og þótt henni líki ekki nýja gælunafn ið, af því að það er svo stráka legt, segja heimamenn þar, að ekki sé mikil hætta á því, að það fari neitt á milli má'la, að þar fer indælli fulltrúi kven- þjóðarinnar. Henni líkar maturinn vel núorðið, þótt hún sakni þess áð fá ekki fisk eins og heima, og segi, að þeir fái sunnudaga mat á hverjum degi. Henni fannst fleira skrítið í Bandaríkjunum en matur- inn, nefnilega þessi flatneskja í landslagi og trjágróð'urinn og runnarnir og heitir ágúst dagarnir með loftraka þeim, sem þar til heyrix á þessum árstíma. Emgin fjöll eða stöðu vötn til að setja svip á lands lagið. Henni fanrast hún vera að kafna í öllum gróðrinum, bæði nytjajurtum og illgresi. Hún segist jafn vel vera farin að umbera svínin, sem hún kallar „peegs“. I greininni gefur hún allgóða lýsingu á landi og lifnaðar- háttum okkar íslendinga, og er rétt með alla hluti farið í henni. Segja blaðamenn þar, aí borgarstúlkan úr henn: Reykjavík sé furðufljót ac laga sig að sveit'alífirau Iowa. Þegar hún hefur dvalizt Bandaríkjunum í ár, kemui hún aftur heim til Reykjaví! ur til að hefja nám í hjúkr- un.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.