Morgunblaðið - 15.11.1970, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.11.1970, Blaðsíða 22
22 MORGU3STBLAÐ1Ð, SUN’NUDAGUR 15. NÓVKMBER 1970 Matthías Guðmunds- son — Minning Matthías Guðmundsson var íæddur á Bálkastöðúm í Hrúta- íirði 3. júní 1895. Hann dó á Elliheimilinu Grund 12. okt. i haust. Matthías var sonur hjón- anna Jófríðar Sigríðar Jónsdótt ur og Guðmundar Ingva Björns- sonar. Systkinin voru 6: Stefanía, Matthías, Björn, Jón, Helga og Valgerður. Vorið 1903 fluttust þau hjónin Jófriður og Guðmundur, ásamt 4 börnum sín um að Fallandastöðum, og þar fæddust þær systurnar Helga og Valgerður. Af þessum systkina- hópi lifa nú Björn og Helga. Matthías veiktist af heila- himnubólgu á fermingaraldri, og afleiðingar af þeim sjúkdómi bar hann alla ævi. Strax í æsku var hann alvörumaður og eignaðist aldrei þá gleði, em einkennir þroskaárin. í framkomu var hann hægur og fáskiptinn og leit aði lítt á aðra, en ef hann var ávarpaður, var hann þægilegur og viðræð'ugóður. Ef mfinm beindu gáskafullum orðum til Matta, svo var hann oftast kall- aður af kunnugum, þá svaraði hann fljótt og vel þeim, er skeyt ið sendi og varð sá hinn sami feginn að þagna. Örvarnar hans Matta hittu jafnan í mark og gleymast ekki þeim er heyrðu. Eftir að foreldrar Matthiasar og systkinanna dóu bjó Matthías á jörðinni Fallandastöðum á móti Birni bróður sinum. Helga syst- ir hans matreiddi, þjónaði hon- um og sá um heimilið. Búið var lítið en vel um það hirt og gaf því góðan arð. Alltaf átti Matti liðleg reiðhross og fóðraði þau og hirti af snilld og nákvæmni. Að loknum önnum dagsins lét Matti það oft eftir sér að bregða sér á hestbak, og á þessum stuttu reiðtúrum tamdi og þjálfaði hann hesta sina. Einn af beztu reiðhestum Matta var jarpur hestur, sem hann nefndi Ófeig. Myndin sem fylgir þessum línum, er af hon- um og Matta. Það sést glöggt á myndinni að samkomulagið milli hests og manns er gott, þar eiga sér óklki stað átök eða sviptinig- ar. Meðan Matti var heima lagði hanm milkla alúð við fóðrun og hirðingu á Ófeigi, og það svo, að orð var á gert. Það voru ekki stjúpmóðurhendur, sem struku um háls, bak og lendar Ófeigs í þá daga. Nei, það voru hlýjar hendur Matta, sem voru að votta gæðingnum þakklæti hans fyrir ógleymanlega spretti. Oft kom það fyrir, er Matthías var á ferðinni á Ófeigi, að hann tók lagið um leið og hesturinn þaut á sprett. Lund knapans léttist i samskiptum við góðhestinn og hann sjálfur verður stærri og betri maður. En nú eru þeir báð ir horfnir og söngur Matthíasar og hófadynur Ófeigs þagnaðir á reiðgötum Hrútafjarðar. Þegar mæðiveikin geisaði um sveitir landsins hjó hún stórt skarð í lítil og stór bú, varð þá margur bóndinn að leita sér at- vinnu fjarri heimili sínu, um lengri eða skemmri tíma. Litla búið hans Matta á Fallandastöð t Eiginmaður minn, Axel Schiöth Lárusson, Ásgarði 2, Garðahreppi, andaðist 13. þ. m. á Landa- gotsspítala. Jarðarförin ákveð in síðar. Eagnheiður Jónsdóttir. t Útför elskulegrar eiginkonú minnar, móður. okkar og tengdamóður, Vilborgar Jónsdóttur, ljósnióður, Hátúni 17, fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 16. nóv. kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar er vinsamlega bent á Líknarsjóð ljósmæðra. Sigurður Marteinsson, börn og tengdaböm. t Hjartanlegt þakklæti flytj- um við öllum þeim mörgu, sem sýndu okkur samúð og margháttaða vináttu við and- lát og jarðarför, Halldóru Maríasdóttur, Bolungarvík. Fátækleg orð megna ekki að tjá þakklæti okkar þeim mörgu vinum okkar, bæði hér heima og víða um land, sem við stöndum í þakklætisskuld við, — en biðjum þeim ölium Guðs blessunar. Kjartan Guðjónsson og aðstandendur, Bolungarvík. um varð fyrir þungum áföllum af fjárpest þessari og varð þess valdandi að Matti varð að leita hingað til Reykjavíkurborgar eftir atvinnu. Á fyrsta eða öðru ári, sem Matti dvaldi hér syðra, vann hann á Keflavíkurflugvelli og hafði það ár allgóðar tekjur. En næstu árin á eftir var at- vinna lítil og tekjur rýrar. En einmitt þá varð Matti að bera há gjöld, hann var annar hæsti gjaldandi Staðarhrepps það ár, og ennfremur átti hann að greiða háar upphæðir til Reykja víkurborgar. , Þegar allar þessar kröfur dundu á Matta tók einn kunn- ingi hans að sér að fara til borg arstjórans, sem þá var Gunnar Thoroddsen, og skýra fjárhag Matta fyrir honum. Borgarstjór inn gaf verjanda Matta góða á- heyrn. Og eftir að hafa hlustað á sögu hans og athugað allar að- stæður, lét hann allar kröfur Reykjavíkurborgar á hendur Matthiasi niður falla. Fyrir þenn an mannlega skilning og drengi lega þátt Gunnars Thoroddsen var Matthias honum þakklátur alla ævi. Já, hér var vissulega nóg að gera þótt Reykjavíkur- borg færi ekki að bæta pinklum á Skjónu. Á næstu árum hnignaði heilsu Matta, svo að hann varð að fara á Elliheimilið Grund. Á fyrstu árum Matta hér í borginni, bjó hann í litlu húsi, sem stóð við hliðina á Hallgríms kirkju, sem þá var.að rísa af grunni. Þetta hús var svo lítið, að aðeins komst einn dívan með hvorri hlið og ef setið var á þeim komu hnén saman. En þó húsið væri lítið var hjarta Matt- híasar stórt og hlýtt. Þarna inni í litla húsinu á Skólavörðuholt- inu fékk margur inni hjá Matt- híasi um lengri eða skemmri tima án endurgjalds. MYNDAMÓTHF. AÐALSTRÆTI 6 — REYKJAVIK PRENTMYNDAGERÐ SlMI 17152 OFFSET-FILMUR OG PLÖTUR AUGLÝSINGATEIKNISTOFA SIMI 25810 Fyrstu árin sem Matthías dvaldi á Elliheimilinu Grund var hann það hress, að hann gat far ið um borgina og litið ínn til kunningjanna og var það föst venja hjá honum, að hann kom I þrjú hús. En það sem var merkilegt við þetta, var það, að þessi hús voru öll með götunúm- erinu 14. Fyrst kom Matti á Grjótárgötu 14 til Guðbjargar Ólafsdóttur, sem ávallt tók mjög vel á móti honum. Næst kom Matti á Kirkjuteig 14 til Helgu systur sinnar og svo á Óðins- götu 14, sem þá var heimili mitt. Venjulega hafði Matti ekki langa viðstöðu 1-2 klst. og ferðaðist gangandi nema ef það bar við, að kunnugur tæki hann upp í bil, er leiðir lágu saman. Ég veit að aliir íbúarnir á 14 hafa fund- ið það sameiginlega, er Matti var á ferð að þar gekk vinur í hlað, er hann bar að garði. En allt breytist og nú býr enginn af þessu fólki á 14. Heilsu Matta hnignaði og ferðum hans til kunn ingjanna fækkaði og lögðust svo niður. En ef maður leit inn til Matta, þá mundi hann fólkið á 14 og bað mann að flytja því kveðju. Gott þykir mér að minn ast þess að hafa átt heima á 14 og heimsókna Matta. Vinátta hans entist mér vel. 1 þann mund, sem heiðar voru smalaðar i haust, búsmalinn rek inn til byggða og heiðarsvanur- inn þagnaður komu jarðnesk ar leifar Matthíasar heim í átt- hagana eftir 30 ára útlegð. Hann bað Helgu systur sina, að sjá um að líkami sinn fengi að blandast hrútfirzkri moldu. Já, „römm er sú taug er rekka dregur föður túna til“. Helga var hin góða og stóra systir, sem Matthías gat ávallt leitað til með smátt og stórt, og hjá henni fann hann skjól í stormum og næð- ingum lífsins. Nú í banalegunni var Helga hverja stund, sem hún gat misst frá starfi sínu, hjá rúmi bróður sins, reiðubúin til þjón- ustu eins og alltaf. Helga er ein af þeim fáu manneskjum, sem ég þekki, er vex við hverja raun, sem mætir henni. Nú er ég rifja upp liðna tíma þá kemur fram mynd af Matt- híasi, er hann söng viðkvæm ljóð og lög með sinni björtu ten- orrödd. Þeir hvítu svanir syngja í sárum ljóð sín hlý þótt bjartar f jaðrir felli þeir fleygir verða á ný. (Hannes Hafstein). Nú eru hvítu svanirnir horfn- ir af heiðum Hrútafjarðar og jarðneskar leifar Matthíasar komnar heim i átthagana. Sár þeirra gróin og fiugfjaðrirnar vaxnar. Br. Biiason. Viiborg Sigurveig Jónsdóttir, HÚN var fædd á Garðskaga 2. október 1902, dóttir hjónanna Agn esar og Jónis, vitavarðar á Reykja nesi. Kæra vinkona og samstarfsljós móðir. Ég minnist þín, er við hitt umist í fyrsta sinni á Ríkisspítalan um í Kaupmannahöfn. Ég var feg- in, að fá íslenzka ljósmóður, þar sem ég var einii islenzki nerninn, og bundumst við órjúfandi vin- áttubönduim frá þeirri tíð. Við áttum þúsund áætlanir, en him- ininn bara eina. Við færðumst ósjálfrátt nær hvor annarri þar sem þú varðst fyrir þeirri sorg, að miissa bróður þinn á þessu tímiabili. Orð sikáldsins segja: Vinur þinn er þér allt. Hann er akur sálar þinnar, þar sem samúð þinnii er sáð og gleði þín upp- skorin. Ljósmóðurstarfið var hennar ævistarf, rúmlega 17 ára varð hún Ijósmóðir fyrir tilmæli Magn úsar Jónssonar, sýslumanns í Hafnarfirði, og fékk hún veit- ingu fyrir Garðahreppi sama ár. Síðar vann hún hjá Gíisia John- sen og hjúkraði Ásdísi Johnsen af kærleJka og samvizkusemi og urðu hún og fjölskyldan vinir frá þeiim tírna. Frú Ásdís bað vin konu sína, sem var forstöðukona á Vejlefjord, Sanatorium, fyrir Vilborgu og vann hún þar í tvö ár eða þar til hún kom á Ríkis- spítalann. í Vejlefjord eignaðist hún vinkonur, þær Margreti Hald og Bolette Nilsen, sem hafa æ síðan bundið tryggð við ís- land og íslendinga. Þegar Vilborg byrjaðd ljós- móðurstörf í Reykjavík 1927, þá var engin Fæðingardeild og öll hjálp fór fram í heimahúsum, voru þá ekki 8 tíma vaktir og var vakað nótt og dag þar til allt var afstaðið og móðir og barn í ör- uggri höfn. Hún var óskipt í starfi frá byrjun til enda. Hún var skipuð ljósmóðir í Seltjarnar neshreppi 1931 og var hún í starfi þar og í Reykjavík yfir 40 ár. 50 ára starfsafmæli átti hún í apríl sl. Hún tók á móti hundruðum barna eða sem skipta Ijósmóðir þúsundum, en tölurnar skipta ekki méli í því tilfelli, heldur hvemig verbin voru unnin. — Sögðu margar bonumar að þraut irnar hyrfu, þegar hún var kom- in, Hjartahlýja hennar bætti öll mein. Hún var gift Sigurði Marteins syni og eignuðust þau þrjú mann vænleg börn og mörg barnaböm. Öll fjölskyldan var henni mjög kær og hjálpleg ög eftir að heils an bilaði var fjölskyldan sam- huga um að létta henni lífið eftár því sem hægt var. Frú Vilborg var einn af stofn endum Ljósmæðrafélags Reykja- víkur, sem var stofnað árið 1942. Þar sem annars staðar var hún hinn góði andi, sem ætíð lét gott af sér leiða. Hún var gerð að heiðursfélaga á 25 ára afmæli félagsins. Eins og garnal máltæki segir: Grenitréð stendur grænt í vetr- arhörkunum. Vizkan í mannraun unum. Himinninn lánar þér sái, en jörðin lánar þér gröf. Það er vissulega leið til þroska, að rækja sikyldur sínar og leggja eigin óskir til hliðar. Hún fór með sitt hlutverk sem viljugt verkfæri Guðs. Hafðu hjartans þökk fyrir starf þitt á þessari jörð. InniJleg hluttekning til allrar íjölskyldunnar og allra vina. Helga M. Níelsdóttir, ljósmóðir. Ci/AD AÆITT J VAK IHII / EFTIR BILLY GRAHAM mwf ÉG HEF heyrt yður, hr. Graham, nefna næstum allar syndir nema ofbeldi feðra. Ég á fjóra synl. Þrír þeirra hafa verið reknir úr skóla vegna hrottaskapar og grimmdar, og nú á sá fjórði, sem er nýbyrjaður í menntaskóla, í andlegum erfiðleikum. Ég elska mann- inn minn, en hvað á ég að gera við þessi „bækluðu böm“? MAÐUR yðar drýgir mikla synd gegn Guði og gegn fjölskyldu sinni. Ég mundi fyrst reyna að leiða eiginmanni yðar fyrir sjónir, að fá orð tung- unnar enu eins innihaldsrík og tákna jafn mikla blíðu og orðið „faðir“. Jafnvei Guð, sem er kær- leikur, valdi þetta orð sem nafn á sjálfasn sig. Orðið „faðir“ felur í sér þolinmæði, lamglundargeð, skilning og sanngirni, undir öllum kringumstæð- um. Hegðun hans gagnvart drengjum sínum varp- ar rýrð á þetta orð. Einhvern tíma fyrrum hlýtur maðurinn yðar að hafa komizt á þá skoðun, að það sé veikieikamerki að elska. Hugsaniegt er, að faðir hans hafi kennt honum, að máttur væri ástinni æðri. En Biblían var að tala við feður, þegar hún sagði: „Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. .... nú varir trú, von og kærieikur, þetta þrennt, og þeirra er kærieikurinn mestur“. Ég bið þesis, að maður yðar komi aiuga á kær- leika Guðs og læ-ri að veita og þiggja elsku. Synir yðar eiga skilið föðurelsku, og ég vona innilega, að þeir öðlist hana. Þeir hafa farið mikils á mis, af því að þeir hafa átt ástlausan föður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.