Morgunblaðið - 15.11.1970, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.11.1970, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1970 23 Gullfoss. (Ljósm. Gísli Gestsson). Skip ganga fljótt úr sér og það er lífsspursmál fyrir skipafélög, sem og önnur fyrirtæki að hagn- ast svo að þau geti endurnýjað flutninga- og framleiðslutæki. — Vinnudeila er nýafstaðin hjá ykkur. — Já, það er mjög ánægjulegt að sú deila er til lykta leidd. — Það er margt, sem við eig- um á óskalista okkar, sagði Ótt- arr i lok samtalsins. En til þess að óskirnar megi rætast, þarf að fella af okkur fjötrana. Við vilj- um geta byggt upp skipakostinn, gert nauðsynleg tækjakaup, unn ið að úrbótum á aðstöðunni til vöruafgreiðslu o.m.fl. Við viljum geta bætt þjónustuna og stefnt að enn örari skipaferðum. En undirstaða alls þessa er að rekst urinn skili hagnaði. Tilgangur Eimskipafélagsins er, að reka siglingar aðallega milli Islands og annarra landa og við strend- ur Islands. Að stuðla að bætt- um samgöngum og veita inn- og útflutningsverzlun og ferða- mönnum sem fullkomnasta þjón- ustu. Þegar þessi starfsemi er komin í það horf, sem bezt má vera, munum . við í auknum mæli taka að okkur flutninga- þjónustu fyrir aðrar þjóðir. — Yfir 11 þús. íslendingar eiga Eimskipafélag Islands. Fé- lagið er þvi þjóðarfyrirtæki. Þess vegna er hagur þess raun- verulegur hagur allrar þjóðar- innar. Við skulum vona, að sá hagur verði sem beztur. — Eimskip Framhald af bls. 10 greiði skemmdir á vegum í vor- leysingum eða á brúm, en skip greiða bryggjuskemmdir. 1 ljós kemur, að vörueigendur og skipafélögin greiða margfalt hærri gjöld til hins opinbera, bæjarfélaga og ríkis, en vöru- eigendur og keppinautar skipa- félaganna. Öllum flutningatækj- um ætti að sjálfsögðu að vera gert að greiða sambærileg gjöld til opinberra aðila. — Hvernig viltu láta ráða bót á þessu ? — Helztu ráð eru að afnema vörugjaldið og söluskattinn af upp- og útskipun, láta síðan skipin greiða hafnargjöld og bíla sambærilegan þungaskatt. Það þýðir að almannafé greiðir uppbyggingu hafnanna að mestu eins og vegakerfisins. Sé þetta gert ,kemur fyrst í Ijós hvers konar flutningatæki á rétt á sér í hverju tilviki. Bílar henta vissulega betur i vissum tilvikum en skip í öðrum. Hér er um stórmál að ræða, sem athuga þarf frá mörgum sjónarmiðum og mun sitt sýnast hverjum. Aðal- atriðið er að hið opinbera taki málið til rannsóknar, svo að rétt lát lausn fáist, sem allir mega við una og tryggir sem beztar samgöngur landsmanna í heild. — Hvaða tollar eru reiknaðir af flutningsgjöldum til landsins? — Þegar vörur eru fluttar með flugvélum, reiknast tollurinn af helmingi flutningsgjaldsins, en af vörum, sem fluttar eru með skipum reiknast tollurinn af öllu flutningsgjaldinu. Þetta get ur ekki talizt réttlátt, enda ættu sömu reglur að gilda um tolla- álagningu með hinum ýmsu flutn ingatækjum. — Við óskum ekki eftir fríð- indum, sagði Óttarr ennfremur, en biðjum um að fá að keppa við erlenda og innlenda aðila á jafnréttisgrundvelli. — Þið höfðuð þó dágóðan tekjuafgang á s.l. ári? — Það kann að sýnast svo, en ef við værum að byggja upp skipastól Eimskipafélagsins núna, þá kostaði hann vafalaust ekki minna en 3000 milljónir króna og þvi sjá allir að 150 milljónir í afskriftir og hagnað nær skammt og að um næga fjár magnsmyndun er ekki að ræða. HUOLVSmGRR H*r*2248Q Goðafoss leggur að brygg-ju. (Ljósm.: Glsli Gestsson). Klippingar - hórskurður KARLA-, KVENNA OG BARNA. Hef opnað stofu mína að VÍÐIMEL 35, Viðskiptasími er 15229. JÓN GEIR ÁRNASON hárskerameistari. COUPE-RASOIR. Kaupfélagsstjóri Starf kaupfélagsstjóra við Kaupfélag Stöðfirðinga, Stöðvar- firði, er laust til umsóknar, Umsóknir ásamt persónulegum upplýsingum um umsækjanda, menntun og starfsferii sendist starfsmannastjóra Sambands- ins, Gunnari Grímssyni, eða formanni félagsins Birni Krist- jánssyni, Bjarkarlundi, Stöðvarfirði. Umsóknarfrestur er til 1. desember n.k. STARFSMANNAHALD SÍS. Sveitarstjórnarnómskeið Almennt námskeið í sveitarstjórnarmálum verður haldið í Tjarnarbúð í Reykjavík dagana 23.—26. nóbember n.k. Námskeið þetta er einkum ætlað bæjarstjórum, sveitarstjór- um, oddvitum og öðrum sveitarstjórnarmönnum í þéttbýli, en síðar í vetur er fyrirhugað að halda hliðstáett námskeið ætlað oddvitum og hreppsnefndarmönnum ! strjálbýli. Haldin verða 24 erindi um helztu þætti sveitarstjórnar, svo sem bókhald, gerð fjárhags- og framkvæmdaáætlana, fjármál skóla, félagsmál, brunavarnir, tæknimál sveitarfélaga og fast- eignamatið nýja. Dagskrá námskeiðsins liggur frammi hjá bæjarstjórum, sveit- arstjórum og oddvitum. Þátttaka tilkynnist skrifstofu sambandsins sem fyrst. SAMBANDÍSLENZKRA SVEITARFÉLAGA Simí 10350 PóslhóH 1079 Reykjavik Jólaplata fjölskyldunnar ^Heims umbol KIRKJUKOR AKUREYRAR HigÓMSVEIT INGIMARS EYDAL jólasálma og jólalög Tónaútgófan sf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.