Morgunblaðið - 22.11.1970, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.11.1970, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1970 Jóhannes Bjarnason, verkfræðingur: Sements verksmið j a ríkisins á tímamótum Tekst henni að halda velli? Sementsverksmiðjan stpndur um þessar mundir á mjög þýð ingarmiklum tímamótum. Ýmis alvarleg vandamál blasa nú við henni. Verksmiðjan liggur und- ir margvíslegri gagnrýni. Gæði sementsins frá henni hafa verið véfengd, og íslenzka sementinu hreinlega verið hafnað í nýj- ustu og stærstu mannvirkin, sem reist hafa verið hér á landi, eins og t.d. Búrfellsvirkjunina og Á1 verið í Straumsvík. Sumir halda því fram, að framleiðsla hennar sé dýrari en erle«t sement þyrfti að kosta hér. Og jafnvel hafa ábyrgir kunnáttumenn á sviði sements og steinsteypu varpað fram þeirri spurningu, hvort ekki væri rétt að leggja starfsemi verksmiðjunnar nið- ur. Island hefur nýlega gengið í Fríverzlunarbandalagið (EFTA), sem hefur það að markmiði að fella niður verndartolla og mun það óhjákvæmilega gera sam keppnisaðstöðu verksmiðjunnar enn erfiðari en nú er. Til þess að mæta þessum vanda, verður verksmiðjan að endurskoða sín mál frá grunni, rekstur sinn, vörugæði og vöru- fjölbreytni. Til þeirra hluta verð ur að nýta til fullnustu þá reynslu, sem fengizt hefur á 12 ára reksturstímabili. Til þess að skilja betur stöðu verksmiðjunnar í dag er nauðsynlegt að skyggnast til baka og líta yfir farinn veg, og þá raunar nokkru lengra en það, sem rekstrarsaga hennar nær. Án þess að þekkja nokkuð bakgrunn hennar og forsögu verður staða hennar vart skoð uð í réttu ljósi. Án þekkingar á því liðna verður erfiðara að marka fram- tíðarstefnu hennar. Á þessum tímamótum í sögu verksmiðjunnar finnst mér hvíla nokkur skylda mér á herðum, að ræða og láta koma fram sumt af því mikilvægasta, sem ég tel að reynslan hafi kennt og gefið vís bendingu um, hvernig beri að bregðast við hinum ýmsu vanda- málum, sem nú hrjá verksmiðj- una. En í stuttri blaðagrein verð ur aðeins hægt að stikla á þvi stærsta. Ástæðan til þess að ég legg orð í belg nú, þegar málefni verksmiðjunnar eru svo mjög til umræðu og ýmislegt þar af ókunnugleika mælt, er fyrst og fremst sú, að ég er eini verk- fræðingurinn, sem hef verið fast ur starfsmaður verksmiðjunnar síðan reksturinn hófst. Hef ég verið ráðunautur Sementsverk- smiðjunnar varðandi vélar og vélaeftirlit frá upphafi, jafn- framt störfum minum við Áburð- arverksmiðjuna. Sem iðnaðar- verkfræðingur hef ég því haft gott tækifæri til þess að fylgjast með rekstri hennar, kynnast kostum hennar og göllum, sigr- um hennar og ósigrum. Auk þess var ég einn af þre- menningunum, ásamt þeim Har- aldi Ásgeirssyni og Jóni Vestdal í verkfræðinganefndinni, sem skipuð var fyrir rúmum tveim áratugum „til þess að ljúka rannsóknum og undirbúningi að byggingu sementsverksmiðju hér á landi.“ En eins og kunnugt er, lagði þessi verkfræðinganefnd fyrsta hagkvæma grundvöllinn að íslenzkri sementsframleiðslu. Hún hafði uppá, og kannaði hina miklu skeljasandsnámu í Faxaflóa, sem gjörbreytti allri aðstöðu til sementsvinnslu hér á landi. Þar með vaæ fundið nægi- legt hentugt og ódýrt aðalhrá- efni í sement, rétt við bæjar- dymar á helztu þéttbýlissvæð- uim landains. Fram til þess tíma höfðu augu manna helzt beinzt að skelja- sandi í fjörum á Vestfjörðum, sem hvorki var eins hreinn og Faxaflóasandurinn, né eins mik- ill að magni til, auk þess sem lega hans svo fjarri aðalmark- aðssvæðum semenitts hefði útilok- að samkeppnisfæra sementsfram- leiðslu úr honum, samkvæmt áliti erlendra sérfræðinga, sem um málið höfðu f jallað. FORSAGA: Elztu heimildir um tilraunir til framleiðslu varanlegs byggingar efnis á Islandi svo vitað sé eru frá því á 14. öld, þegar Auðunn biskup rauði hóf hér kalk- brennslu úr skeljum, en kalk- brennsla var undanfari og í ætt við nútíma sementsgerð. Áfram- hald varð þó ekki að þessari kalkbrennslu. Verksmiðjufram- leiðsla sements í þeirri mynd, sem við þekkjum, er frá því um miðja síðustu öld. Vitað er, að þegar í kringum síðustu aldamót fóru íslenzkir menn að hugleiða möguleika á íslenzkri sementtsframlieiðslu, er fyrstu afskipti íslenzkra stjórn- valda af málinu, svo vitað sé, voru árið 1935, er samþykkt var þingsályktunartillaga um að heimila ríkisstjóminni „að verja allt að 10 þúsund krónum úr rík issjóði til rannsókna á möguleik- um um framleiðslu sements hér á landi og undirbúningi um stofnun sementsverksmiðju." Voru i framhaldi af þessari samþykkt Alþingis gjörðar at- huganir og áætlun um íslenzka sementsverksmiðju. Var það árið 1936 og átti framleiðsla hennar að vera 20 þús. tonn á ári. Verksmiðjan var hugsuð stað- sett í nágrenni Reykjavíkur. Hráefni, sem nota átti, voru þau helztu, er þá var vitað um: Skeljasandur frá Patreksfirði, kísilsýruefnið átti að vera hvera hrúður frá Ölfusi og Geysi i Haukadal og leir úr Elliðaár- vogi. Eins og við er að búast, sýndi rekstursáætlun þessarar litlu verksmiðju, er átti að notast við þessi fjarlægu hráefni, nei- kvæða útkomu, og ekkert varð úr frekari framkvæmdum. Eftir þetta var unnið svo að segja óslitið að þessu máli, efn- isleit og athugun næsta hálfan annan áratuginn, þar til verk- fræðinganefndin, sem að framan var greint frá, lauk störfum sín- um 1949 með því að leggja fram 2 áætlanir um sementsverk- smiðju við Faxaflóa, á Akranesi og í Geldinganesi, sem báðar sýndu mjög hagkvæma útkomu hvað sementsverð snerti, miðað við þáverandi verð á innfluttu sementi. (Eða aðeins tæpan helm ing af verði innflutts sements). Sementsverksmiðjan á Akra- nesi tók ekki til starfa fyrr en tæpum áratug eftir að sements- verksmiðjunefndin lauk þessum störfum. Þanm árattuig hafði ég engin afskipti af þessum málum, þar sem ég á því tímabili starf- aði eingöngu að undirbúningi og uppbyggingu Áburðarverksmiðj unnar. Eflaust hafa einhverjar að- stæður breytzt frá því að nefnd okkar skilaði áliti sínu og athug unum og þar til verksmiðjan tók til starfa, þótt ég hafi ekki fylgzt með því i smáatriðum á því tímabili af ástæðum, er ég nefndi. Gengislækkanir og efna- hagssveiflur okkar þjóðfélags ba/fa að sjáiifsögðu orsakað, að áætlun okkar hafi verið endur- skoðuð oftar en einu sinni áður en verksmiðjan var endanlega reist. En ekki tel ég líklegt, að heildargrundvöllurinn um hag- kvæmni sementsverksmiðju við Faxaflóa hafi versnað svo neinu nemi við nærri áratugs viðbótar undirbúningsathuganir í sam- vinnu við eitt færasta sements- verksmiðju ráðgjafafélag heims. Bf athugun þess hefði ekki staðfest niðurstöður sements- verksmiðjunefndar um hag- kvæmni verksmiðjunnar, tel ég útilokað að úr framkvæmdum hefði orðið. En eins og stendur hef ég ekki undir höndum síð- ustu kostnaðaráætlunina. F.IÁRH AGSGRUND V ÖLLUR: Eftir að verksmiðjan hóf starf semi sína, minnist ég þess, er ég var orðinn fastur starfsmaður hennar, að því var yfir lýst á opinberum vettvangi, að verð- lagi sements frá verksmiðjunni væri þannig stillt, að það væri nokkru lægra en verð á inn- fluttu sementi, þannig að allir landsmenn hefðu hag af tilkomu hennar. Jafnframt notaði verk- smiðjan sinn ágóðahlut til þess að halda áfram uppbyggingu sinni. Minnist ég þess ekki, að þessu væri þá mótmælt með rök um. Hægt er að slá þvi föstu, að þegar verksmiðjan tók til starfa hafi hún verið fjárhagslega heil brigt fyrirtæki. Enda sýna reikningar verksmiðjunnar að á fyrri árum var afkoma hennar góð. En ein stærsta ógæfa verk smiðjunnar á þessu sviði var sú, að hún var aldrei nægilega fjár- mögnuð. Hún fékk aldrei nægi- legt fjármagn til þess að hægt væri að ljúka þeim framkvæmd- um, sem nauðsynlegar voru fyr- ir fullan og öruigigan rekstur, þess vegna var haldið áfram uppbyggingu verksmiðjunnar með þvi fjármagni, sem inn kom og ella hefði getað farið til greiðslu á stofnlánum og til af- skrifta. Lánin voru að mikl leyti i erlendum gjaldeyri og gengislækkanirnar sáu um, að sá baggi hlóð utan á sig. Á 12 ára tímabili hefur oltið á ýmsu, sem ekki var alltaf hægt að sjá fyrir m.a. vegna efnahags sveiflna í þjóðfélaginu. Rekst- ursgrundvöllur verksmiðjunnar hefur verið að breytast bæði vegna utanaðkomandi áhrifa og innanlands ástands. Þetta er ekki nema eðlilegt, og igeriist uim ftesta star'fsemi. Gegn slíku þurfa öll fyrirtæki að vera á verði og aðlaga sig breyttum aðstæðum, ef þau eiga að fá stað izt. Á seinni árum hafa æ oftar heyrzt raddir um. að íslenzka sementið sé orðið dýrara en inn flutt sement myndi kosta. Það er nokkuð, sem ekki á að þurfa að deila um, því einfalt er að kanna það á hverjum tíma og leggja fram staðreyndir í mál inu. En eitt vil ég benda á: Sem- entsverksmiðjan á Akranesi er hönnuð af einhverjum færustu sérfræðingum í heimi á sviði sementsverksmiðja. Hún er búin hinum fullkomnasta vélabúnaði og tækjum. Verksmiðjan er stað sett í næsta nágrenni við helztu markaðssvæði sements. Aðalhrá- efni sementsins liggur örstutt frá verksmiðjunni i mjög að- gengilegu formi. Eftir 12 ára reksturstíma hefur verksmiðjan á að skipa vel þjálfuðu liði. Með al annars á þessum staðreynd- um, svo og á þeim athugunum, er við gerðum í Sementsverk- smiðjunefndinni ásamt þeim nið- urstöðum, sem nefndin komst að, byggi ég þá trú mína, að með samstilltu átaki og gagngjörri endurskoðun á rekstri verk- smiðjunnar og sparnaði á þeim liðum, sem 12 ára reynsla gefur til kynna, að endurskoðunar sé þörf, þá muni verksmiðjan geta staðizt fjárhagslega samkeppn- ina við innflutt sement, þótt af- koma hennar nú síðustu árin verði að teljast slæm. En þá er Jöliannes Bjarnason. líka reiknað með því, að fram- leiðsla verksmiðjunnar verði gerð samkeppnisfær hvað gæði og fjölbreytni snertir, og er ég þar kominn að annarri hlið máls ins. Þar er ekki um siður alvar- legt vandamál að ræða, sem verð ur að leysa, eigi verksmiðjan að fá staðizt. Vil ég nú víkja að þeirri hlið málsins með nokkrum orðum. GÆÐI SEMENTSINS OG FJÖLBREYTNI: Á rekstrarævi verksmiðjunn- ar hafa öðru hverju heyrzt raddir, sem véfengt hafa gæði ís lenzka sementsins. Gagnrýni er eðlileg og nauðsynleg hverju fyrirtæki og við henni verður að bregðast á jákvæðw hátt. Alvarlegasta gagnrýnin, sem fram hefur komið,- er þó sú, sem sýndi sig i verki, þegar reist voru mannvirkin við Búrfell og Straium'Sivík. Þeir venkfræðingair, sem ábyrgð báru á framkvæmd- um, neituðu að samþykkja is- lenzkt sement í verkið vegna hins háa alkalíinnihalds þess, sem getur haft óheillavænleg á- hrif á steypumannvirki, og er það sérlega alvarlegt hvað snert ir stórar stíflugerðir og hafnar- virki, þvi öll viðhaldsvinna á slík um steypumannvirkjum er erfið í framkvæmd og kostnaðarsöm. Hér var uim alvarlegt mál að ræða fyrir verksmiðjuna, sem kom ýmsum nokkuð á óvart. Til þess að mæta þessum vanda var gripið til þess ráðs að flytja inn danskt, ómalað sement (gjall) af þeirri samsetningu, er hinir er- lendu eftirlitsmenn óskuðu eftir. Þetta sement var síðan malað hjá Sementsverksmiðjunni og selt í fyrmefndar framkvæmdir. 1 staðinn hrúgaðist upp íslenzkt sementsgjall, sem ekki var mark aður fyrir í landinu, og orsökuðust aukin fjárhagsvanda- mál hjá verksmiðjunni af þeim sökum. Að lokum var gripið til þeirra ráða að selja hluta af þessu gjalli til Danmerkur til að læfaka á birigðamiutm. Þetita var að sjálfsögðu neyðarúrræði, þvi útilokað er að selja íslenzkt sem ent úr landi nema með tapi. Hefði hag verksmiðjunnar verið ólíkt betur komið, ef hægt hefði verið að selja eigin framleiðslu til fyrrnefndra mannvirkja, En eins og á stóð áttu stjórnendur verksmiðjunnar ekki annarra kosta völ. Sumum mun finnast, að þetta sement hefði verið bet- ur komið í islenzka vegakerfið, en það mun vera á valdi ann- arra en ráðamanna verksmiðj- unnar að taka slíkar ákvarðan- ir. Ennþá liggur verksmiðjan með nokkrar umframbirgðir af gjalli, sem rekja má til þess áfalls að geta ekki framleitt sem ent af þeirri samsetningu, sem óákað vair eftir í stúrfram- í stórframkvæmdirnar við Búr- fell og Straumsvík. Nú munu meira en 4 ár sxðan það varð ljóst, að ekki var tal- ið æskilegt og því ekki sam- þykkt að nota núverandi fram leiðslu verksmiðjunnar í virkj- unarframkvæmdir og hafnar- mannvirki, þau sem nefnd voru. Frumvörp hafa verið lögð fyr ir Alþingi nýlega um geysimikl- ar raforkuframkvæmdir og vit- að er, að framhald verður á Framliald á bls. 17 Sementsverksmiðja ríkisins á Akranesi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.