Morgunblaðið - 31.12.1970, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 31. DBSEMBER 1970
Árið 1970 sérlega hagstætt
Tekjutapið frá 1968-1969 hefur unnizt upp
Samtal við Jóhannes Nordal, seðlabankastjóra
— Árið 1970 hefur verið sér-
staklega hagstœtt ár, bæði að
því er varðar þróun þjóðarfram
leiðslunnar og stöðu þjóðarbús
ins út á við, sagði Jóhannes
Nordal, seðlabankastjóri, er
Mbl. leitaði hjá honum frétta
af afkomu ársins. Jafnframt
bætti hann því við, að við-
dkiptajöifniuðurinin við útllönd
hlelfði farið aiftur versnandi á síð
aöta ársfjórðumgi.
— Þjóðarframleiðslan virðist
halfa aiuikizit um það bil 7%, en
þjóðartekjur hafa hækkað um
það bil uan 11%, en þá hef-
ur verið tekið tillit til hagstæð
ari viðskiptakjara. Mun láta
nærri að nú hafi unnizt upp
aftur það tekjutap, sem þjóðar
búið varð fyrir á áfunum 1967
og 1968 vegna lækkunar á út-
flutningsverðlagi og vegna síld
arhrunsins, sem þá átti sér stað.
— Sé litið á greiðslujöfnuð-
inn við útlönd sérstaklega,
hélt Jóhannes áfram, þá liggur
ljóst fyrir að hann verður mjög
hagstæður á árinu 1970. Skv.
greiðslujafnaðaráætlunum fyr-
ir fyrstu 3 ársfjórðungana, var
viðskiptajöfnuðurinn hagstæð-
ur um 1770 milljónir, en með
viðskiptajöfnuði er átt við vöru
viðskipti og þjónustuviðskipti
við útlönd.
— Ennþá er of snemmt að
sjá hver útkoman mun verða
fyrir árið í heild, sagði Jó-
hannes Nordal ennfremur. En
þó er allt útlit fyrir að við-
skiptajöfnuður á síðasta árs-
fjórðungi verði mun óhagstæð-
ari en fyrr á árinu. Veldur því
einkum mikil aukning innflutn
ings í kjölfar vaxandi tekna.
— Rétt er að geta þess, að
vegna hagstæðari markaðsskil-
yrða, hefur útflutningur verið
óvenjulega ör á þessu ári, svo
útflutningsvörubirgðir eru nú
mun lægri en á sama tíma í
fyrra.
-— Og hvaða útkomu gefur
þetta í árslok?
— Hinn hagstæði viðskipta-
jöfnuður á árinu hefur komið
fram bæði í lækkun erlendra
Skuilda og bættri gj'aldeyris-
stöðu. Síðustu gjaldeyristölur
eru frá nóvemberlokum, en þá
var nettó gjaldeyriseign bank
anna 3293 milljónir og hafði
hún aukizt um 1305 millj. frá
áramótum. Gjaldeyrisstaðan
hafði farið jafnt og þétt batn-
andi frá ársbyrjun til október
loka, en síðan hefur hún farið
nokkuð versnandi að nýju, en
áramótatölur liggja ekki enn
fyrir.
— Hvað vantar þá mikið
upp á, tii þess að gjaldeyris-
forðinn verði jafnmikill og
hann varð mestur áður en efna
hafserfiðleikamir dundu yfir á
árinu 1966?
— Sé miðað við núverandi
gengi, komst gjaldeyrisstaðan
snemma á árinu 1967 hæst i um
það bil 4000 milljónir króna.
Sá gjaldeyrisforði eyddist allur
upp á árinu 1967 og 1968. En
nú er hann, eins og ég sagði áð-
Jóliannes Nordal.
an, kominn upp í tæplega 3300
milljónir eða um það bil 82%
af því sem hann var mestur áð
ur. Það má því segja einnig um
gjaldeyrisstöðuna, að nú vanti
ekki mjög mikið á, að unnið sé
upp það sem tapaðist á erf-
iðleikaárunum, sagði Jóhannes
Nordal að lokum.
Veruleg aukn-
ing í iðnaði
Meiri en í nokkurri annarri grein
Samtal við Gunnar J. Friðriksson,
formann Félags ísl. iðnrekenda
Nýjar stórtækar spuna- og kembivélar.
Almennur inn-
flutningur óx
Batans fór að gæta á árinu 1970
Samtal við Hjört Hjartarsson,
*
formann Verzlunarráðs Islands
— Okkur sýnist að veruleg
aukning hafi orðið í iðnaðar-
framleiðslu á árinu 1970, sagði
Gunnar J. Friðriksson formað
ur Félags íslenzkra iðnrekenda,
er Mbl. ræddi við hann stöðu
iðnaðarins á sl. ári. — Að því
er virðist, hefur auknicpiin orð
ið mest þar af aðalatvinnu-
greinum okkar. Útlit er fyrir að
fiskveiðar og fiskvinnsla hafi
aukist um 8%, landbúnaður og
Gunnar J. Friðriksson.
vinnsla landbúnaðarafurða um
0%, almennur iðnaður um 10%
og er þá framleiðsla áls og kís-
ilgúrs ekki meðtalin, bygging-
arstarfsemi um 4—5% og aðrar
greinar, aðallega þjónusta, um
5—6%.
— Þessar upplýsingar höf-
um við fengið hjá Efnahags-
stofnuninni, hélt Gunnar
áfram. En samkvæmt niður-
stöðu okkar eigin hagsveiflu
vogar, hefur aukningin orðið svo
lítið meiri, allt að 15%. Nokkur
aukning varð í iðnaði árið 1969,
en beífuir orðið talsvert meiri í
ár. Þar að auki hefur aukning
in nú orðið all miklu almenn-
ari. Nú hefur t.d. orðið tals-
verð aukning í iðnaði, sem
tengdur er byggingarstarfsemi.
— Þessi aukning hef-ur aðal-
lega farið á innanlandsmarkað,
sagði Gunnar J. Friðriksson
ennfremur. En samt hefur út-
flutningur iðnaðarvara aukizt
verulega, þó að vísu sé ekki um
mjög háar tölur að ræða, ef ál-
ið er undanskiilið. Heildarútflutn
ingsaukning á iðnaðarvörum hef
ur orðið rúm 160%, en ef ál er
undanskilið, þá er aukningin
53%. Þarna hefur aukning út-
flutning3 orðið mest á loðsút-
uðum skinnum og húðum. Síðan
kemur kísilgúr. Og veruleg
aukning hefur orðið á útflutn-
ingi lopa og ullarbands. Aftur
á móti hefur útflutningur á
prjónavörum aukizt minna. Þá
hefur útflutningur á umbúðum
aukizt verulega eða að verð-
mæti úr 14 upp í 26 milljónir.
Af ýmsum öðrum iðnaðarvörum
má helzt nefna fiskinet og lín
ur, vélar og tæki, vörur úr loð-
skinnum, málningu og lökk og
alis konar vefnaðarvöru.
— Hvert fara þessar iðnaðar
vörur? Hvernig skiptist heild-
arútflutningurinn á lönd?
-— Ef álið er meðtalið, þá fer
helmingurinn til EFTA landa,
35% til Efnahagsbandalags-
landa, um 8% til Austur Ev-
rópulanda og 6% til Bandaríkj
anna.
i—• Heldurðu að þessi hag-
stæða þróun, í iðnaðarfram-
leiðslu haldi áfram?
— Ekki þorir maður að vona,
að þróunin verði svona hag-
stæð næsta ár. En vonir
standa til að það starf, sem
unnið hefur verið að undan-
fömu til að leita markaða er-
lendis, og hér heima til að fá
framleiðendur til að sinna út-
flutningi, fari að berá ár-
angur á næsta ári.
— Og hvaða vandamál eyg
irðu helzt í sambandi við þró-
un iðnaðáir og útflutnings á iðn
aðarvörum?
— Þann þröskuld sér maður
helzt, að þenslan hér innan-
lands verði það mikil að hún
rýri samkeppnisaðstöðu okkar
gagnvart erlendri vöru, bæði
hér heima fyrir og á erlendum
mörkuðum.
— Fyrir utan þá aukningu,
sem væntanleg er á álútflutn-
ingi, segir Gunnar J. Friðriks-
son ennfremur, þá geri ég mér
vonir um að mjög alvarleg til-
raun, sem verið er að gera um
útflutning húsgagna á Banda-
ríkjamarkað, muni bera árang-
ur. Nú, og þá geri ég ráð fyrir
að áframhald verfSi á útflutn-
ingsaukningu á sútuðum skinn-
um, m.a. vegna þesí> að sútun-
arverksmiðja Sambandsins
verður þá komin í fullan gang.
Þar að auki geri ég mér vonir
um að í hagtölum um útflutn
ing fari að gæta meira is-
lenzkra leirmuna, þegar nýja
Glitverksmiðjan kemur í gang.
Þá má minnast á ferðá/manna-
verzlunina á Keflavikurflug-
velli. Vonir standa til að hún
muni «tuðla að sotu á íslenzk-
um iðnaðarvörum til erlendra
ferðamanna og jafnframt auð-
velda markaðskönnun fyrir nýj
ar íslenzkar útflutningsvörur.
— Hins vegar verður að gera
ráð fyrir eitthvað aukinni sam-
keppni á innanlandsmarkaði,
því EFTA löndin fara vafa-
laust að búa sig undir að ná
meiri hlutdeild í sölunni hér þeg
ar tollar lækka aftur ef tir 3 ár,
sagði Gunnar að lokum. — En
nú er verið að undirbúa nokk-
urs konar úttekt á ýmsum iðn-
greinum með tilliti til þess aé
mæta þeirri samkeppni. Það
fyrsta, sem gert er í þá átt, er
að 11. janúar koma hingað sér
fræðingar frá norsku ráðu
nautafyrirtæki, til að gera út-
tekt á fataiðnaðinum. Síðan
munu þeir ráðleggja einstökum
fyrirtækjum og gera heildartil-
lögur um aðgerðir til að stuðla
að æskilegri þróun iðngrein
arinnar. Síðan standa vonir til
að sams konar úttekt verði
gerð á húsgagnaiðnaði, málm-
iðnaði og sælgætisgerð.
Ein nýjasta og stærsta verzlun
in.
— Endurbatinn í islenzku
efnahagslífi, sem m.a. á rót
sina að rekja til gengislækkun-
ar krónunnar, kom fyrst fram
í þeim atvinnugreinum, sem
selja á erlendum mörkuðum eða
eru i beinni samkeppni við út-
lönd, sagði Hjörtur Hjartarson,
form. Verzlunarráðs Islands, er
Mbl. spurði hann um afkomu
verzlunar á sl. ári.
— Sjávarútvegurinn náði sér
fljótt á strik, og á árinu 1970
jókst framleiðsla hans að gjald
eyrisverðmæti yfir 30%, þar
um % vegna verðhækkunar er-
lendis og þriðjungur vegna
magnaukningar. Svipaða sögu
er að segja um framleiðslu og
útflutning á iðnaðarvörum úr
ísl. hráefnum. Á1 varð mikil-
væg útflutningsvara, en útflutn
ingur landbúnaðarafurða dróst
saman.
— Innflutningsverzlunin og
verzluhin innanlands varð að