Morgunblaðið - 23.01.1971, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.01.1971, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1971 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavtk. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Rítstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulitrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Bjötn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kiistinsson. Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 22-4-80. Áskriftargjald 195,00 kr. á mánuði ínnanlands. I lausasölu 12,00 kr. eintakið. JAFNARI GREIÐSLUR OPINBERRA GJALDA ¥jað er alkunna, að oft verða *■ miklar sveiflur í tekjum manna, á milli ára, og hefur það m.a. þau óheppilegu áhrif í sambandi við skatt- heimtu ,að hún dreifist ekki jafnt yfir árið. Fyrirfram- greiðsla fyrri hluta ársins er miðuð við álögð gjöld fyrra árs, sem aftur eru byggð á tekjum tveimur árum áður en fyrirframgreiðslan fer fram. Af þessum sökum hafa margir gjaldendur orðið fyr- ir því, að skattabyrðin síðari hluta ársins verður hlutfalls- lega alltof þung. Jafnframt þessum óhagstæðu áhrifum fyrir gjaldendur hefur þetta fyrirkomulag einnig slæm áhrif á fjárhagsstöðu hins opinbera og þá fyrst og fremst sveitarfélaganna. Þau eiga oft í mjög miklum fjár- hagserfiðleikum fyrri hluta ársins vegna þess, að tiltölu- ,lega HtiU hluti gjaldanna kemur inn þá, og í Reykjavík hafa t.d. ekki innheimzt nema 32%—38% fyrri helm- ing ársins á undanförnum árum. Af þessum ástæðum lagði ríkisstjómin fyrir Alþingi frumvarp um breytingu á þessu fyrirkomulagi og var þar gert ráð fyrir, að inn- heimta mætti meira en 50% af gjöldum fyrra árs í fyrir- framgreiðslu, ef kaupgjald hefði almennt hækkað um meira en 15% árið áður, og skyldi það lagt á vald fjár- málaráðuneytis að úrskurða um þessa hækkun. Þingnefnd, sem um málið fjallaði lagði fram þá breytingartillögu við frumvarpið, að þegar svona stæði á, mætti inn- heimta allt að 57% af gjöld- um fyrra árs. Að breytingar- tillögunni stóðu þingmenn Sjálfstæðisflokks, Alþýðu- flokks og Framsóknarflokks. Ekki tókst að afgreiða þetta frumvarp á Alþingi fyrir jól. Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkiu- í fyrradag var svo samþykkt áskorun til Alþingis um að samþykkja hækkun á fyrirfram- greiðslu opiuberra gjalda. í ræðu, sem Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, hélt á fundi borgarstjórnar af þessu til- efni, skýrði hann frá því, að eftir greiðsluáætlun Reykja- víkurborgar fyrir fyrra helm- ing þessa árs mundi skorta um 183 milljónir króna fyrri hluta ársins til þess að tekj- ur borgarsjóðs gætu staðið undir fyrirsjáanlegum gjöld- um. Ef breyting yrði ekki á þessu, gæti það orðið til þess að dregið yrði úr verklegum framkvæmdum yfir sumar- mánuðina. Hér væri um stærri sveiflu að ræða en svo, að lánastofnanir gætu undir því staðið að brúa bilið. Geir Hallgrímsson benti ennfremur á, að þótt borg- in hefði hér hagsmuna að gæta hefðu gjaldendur sjálf- ir það ekki síður. Það væri þeirra hagur, að gjöld þeirra mundu jafnast yfir árið. Öll launþegafélög hefðu lagt áherzlu á staðgreiðslukerfi skatta og sú breyting, sem hér væri farið fram á, nálg- aðist einmitt það fyrirkomu- lag. Ekki verður anað séð, en að það sé gjaldendum opin- berra gjalda í hag að jafna greiðslur þeirra yfir árið með þeim hætti, sem hér er gert ráð fyrir, og um leið er það hagur heildarinnar, að fjár- hagsleg staða sveitarfélag- anna sé traust. Það er ekki aðeins hagsmunamál höfuð- borgarinnar, að þessi skipan mála verði upp tekin. Sveit- arfélög, sem búa við stjórn ólíkra stjórnmálaflokka, eins og Akureyri, Neskaupstaður og Kópavogur hafa Iýst fylgi við þessa breytingu. EFTIB ELÍNU VÁLMADÓTTUR. Orður og orðuveitingar voru til um- ræðu. Menn voru með og á móti, orðu- menn og ekkiorðumenn, þó þarna væru alls ekki eintómir kratar. Óljóst minnt- ist ég þess, að náttúrufræðingurinn Þor- valdur Thoroddsen hafði sagt eitthvað skemmtilegt um þetta eíni. Og næst þeg- ar ég kom i Borgarbókasafnið, fletti ég þessum ummælum upp i Minningabók ha .is. Þetta er ekki mikið notuð bók, eng- mn hafði litið i hana síðan 1962. Tilvitn- unin er þá a.m.k. ekki sínotuð, þó ég skiiji ekki almennilega af hverju hún rifjaðist svona upp fyrir mér. 1 raun- inni er ég henni alls ekki sammála. Þor- va'dur segir: ,.í einu tilliti hafa danskir „radikalir" st:órnmálamenn staðið fastar en hinir ísænzku. Það var ein af kenningum þeirra, að frjálslyndir menn ættu að fyrirlíta orður og titla, enda hafna flest- ir þeirra því að taka við þess konar. Undantekning er þó Georg Brandes. Hann hefur með ánægju hengt á sig alia krossa, sem hann hefur getað feng- ið. íslenzkir stjórnmálamenn og skáld, sem hafa skrifað og ort um fyrirlitn- ingu sína á orðuglingri, hafa allir und- antekningarlaust með mestu auðmýkt og ánægju tekið við öllum orðum, sem þeim voru réttar, og stundum jafnvel sótzt ákaft eftir þeim. Ekkert íslenzkt yfir- vald hefur útbýtt jafnmörgum krossum eins og Hannes Hafstein og hengt jafn- m&rgar á sjálfan sig. Jafnvel þjóðskáld- ið Steingrímur, sem orti hið nafnfræga: Orður, titlar úrelt þing eins og dæmin sanna. notast oft sem uppfylling í eyður verðleikanna. tók á móti orðum. Það er sjaldan mikið að marka fleipur skáldanna". Þetta sagði Þorvaidur. Ádeilan er eig- irJega tviþætt, þegar betur er að gáð. Iíann metur ekki hátt orður og heldur ekki orð skáldanna. Sýnist ekki nauð- syn'egt að fara að taka. þau svo bókstaf- lega þó þau skrifi skemmtilega. Er ég sagði áðan að ég væri honum ekki sam- rr.áia, getur það reyndar átt við hvort tveggja. Mér finnst að allir eigi að fá orður, þ e.a.s. allir þeir sem geía notað þær og fá tækifæri til að bera slíkt, svoújg allir ssm langar í orðu og geta glaðzt af því að fá hana. Fylgir það ekki siðaboðskap okkar hér að gleðja þá sem hægt er — ég tala nú ekki um ef það er ekki út- látasamt. Mér sýnist að fyrir þessu sé vel séð hér á landi. Flestir þeir, sem yfirleitt kemur til greina að boðnir séu í orðu- veizlur, fá Fálkaorðuna áður en alltoí langt er liðið á ævina. Það eru þá helzt etnbættismenn og diplomatar, sem flest tækifærin fá til að bera orður, svo og enendir gestir, sem þarf að gleðja. Nú og þeir, sem langar í orðu, ættu að minnsta kosti að geta eignast hana. Hverjir vita betur en vinir og kunningj- ar hvað getur glatt einn mann. Einhverj um þeirra hlýtur þá að detta í hug að stinga upp á því við Orðunefnd og fá meðmælendí'r til að koma því í kring f yrir eitthvert tiivalið tækifæri. Að sjálfsögðu e,- málið rannsakað vel og vandlega. Ef hvorki finnst blettur eða hrukka á ævi- ferli viðkomandi manns, og hann hefur siurdað sitt starf með sóma alla sína ævi, nú þá er ekkert á móti því að hann fái orðu. Og jafnvel þó eitthvað smá- vegis finnist, þá er ekki víst að þurfi að fara svo náið út í það. Orðan er hvort serr. er tekin aftur áður en maðurinn fer í gröfina. Hún á bara að gilda i þessum syrduga heimi. Þetta sýnist ágætt og liðiegt fyrirkomulag. Þó stungið sé upp á einhverjum, sem rétt sé að veita orðu- fyrir ákveðin störf, t.d. blaðamennsku, þá er alveg óþarfi að heil nefnd fari að leita að þeim, sem Iengst og bezt hefur unnið að blaðamennsku á Islandi, eins og t.d. Árni Óla. Enda yrði það sjálf- sagt erfiður úrskurð'. r. Og ekki er þar með sagt að ekki megi heiðra fleiri en þá albeztu í hverri greln. Mér finnst þetts sem sagt alveg eins og það á að vera -—og allir lifa glaðir það sem eftir er ævinnar, eins og segir í ævintýrun- um. En þá er það hitt. Þorvaldur Thorodd- srn segir að sjaldan sé mikið að marka f'eipur skáldanna. Eigum við þá ekki að réðast á garðinn þar sem hann er hæst- ur, og lita á síðasta verk Nóbelsskálds- ins okkar, greinina í Mbl. um náttúru- vernd. Þar ber að sama brunni. Ég er Þorvaldi alveg ósammála og blandast í einróma kór þeirra, sem lagt hafa bless- un sína yfir það, sem kemur fram í um- ræddri grein. Auðvitað eigum við að gæta landsins, láta ekki rollur naga nið- ur í fósturmoldina, mýrar þorrna og rennandi vafn heftast með virkjunum, sem jafnvel útlendingar geta notað raf- magnið úr. Að sjálfsögðu eigum við að búa að okkar og Akureyringar að halda áfram að auka sinn iðnað sem hingað til með rafmagninu, sem ekki á að fram- leiða, og úr ullinni af rollunum, sem ekki á að setja á. Þar er ég skáldinu alveg sammála. Ég er sjálfsagt oft búin að segja eitthvað svipað. En einhvem veg- inn held ég að þetta fari betur á papp- írnum en i framkvæmdinni og það breytir alls ekki skemmtilegri grein. sem til eru vegna skorts á hjúkrunarliði. Þar við bætist, að búist er við fámennari ár- göngum hjúkrunarkvenna á næstunni en verið hefur síð- ustu árin. Heilbrigðisyfir- völdin verða að taka þetta vandamál mjög föstum tök- um og gera þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru til þess að fá menntaðar hjúkrunar- konur til starfa og auka áhuga á hjúkrunarnáminu. Flugvélarán í Eþíópíu Beirut, 22. janúar AP—NTB. STÚDENTAB frá Eritreu rændu í dag eþíópskri farþegaflugvél i Skortur á hjúkrunarkonum Til fyrirmyndar k síðustu árum hefur skort- ** ur á hjúkrunarliði í vax- andi mæli haft áhrif á starf- rækslu sjúkrahúsanna. Borg- arsjúkrahúsið í Reykjavík hefur t.d. hvað eftir annað orðið fyrir miklum töfum í sambandi við starfrækslu nýrra deilda vegna skorts á hjúkrunarkonum. Nú hefur framkvæmdastjóri ríkisspítal anna skýrt frá því, að engin deild Landspítalans sé í fullri starfrækslu af þessum sökum og hluta Barnaspítala Hringsins hefur verið lokað, þ.e. sjúkrarúmum fækkað, þótt biðlisti sé eftir plássi, vegna skorts á hjúkrunarliði. Ýmsar ráðstafanir hafa ver- ið gerðar til þess að laða menntaðar hjúkrunarkonur, sem hætt höfðu starfi vegna heimilisanna, til starfa á ný m.a. með því að sjá fyrir barnagæzlu, en bersýnilegt er, að meira þarf til að koma, ef duga skal. Það er auðvit- að óhæft ástand, að ekki sé hægt að nýta þau sjúkrarúm, T gærkvöldi bauð Eimskipa- *■ félag íslands öllum fast- ráðnum vöruafgreiðslumönn- um sínum í Þjóðleikhúsið. Er hér um 340 manns að ræða eða 680 með mökum. Var þetta gert í tilefni af því, að fimm ár eru nú liðin síðan félagið kom á þeirri ný- breytni í starfsmannahaldi að fastráða stóran hóp verka- manna. Hefur það að sjálf- sögðu bætt hag þeirra veru- lega, svo að ekki sé talað um átvinnuöryggi þeirra manna, sem áður vissu ekki hvað hver dagur mundi bera í skauti sér í tekjum. Slík samskipti stórra fyr- irtækja við starfsmannahópa eru mjög til fyrirmyndar og munu fara vaxandi um þess- ar mundir. Eftir því sem fyr- irtækin verða stærri er nauð- synlegt að taka upp marg- víslega nýbreytni til þess að tryggja tengsl fyrirtækjanna og starfsfólksins, og það hef- ur Eimskipafélagið einmitt gert í þessu tilviki. innanlandsflugi og neyddu flug- niennina til að fljúga til Kirar- toum, liöfiiðiiorgar Súdan. Þar var tekið eldsneyti og eftlr tvegg-ja tíma viðdvöl lagði flug- vélin af stað áleiðis til Libýu, að því er fregnir herma. 20 farþegar voru með flugvél- inni og fengu þeir ekki að yf- irgefa flugvélina í Khartoum, því stúdentamir hótuðu að sprengja flugvélina í loft upp ef nokkur kæmi nálægt henni, aðr- ir en bensínafgreiðslumennimir. Frelsishreyfing Eritreu, setn berst fyrir aðskitnaði frá Eþí- ópíu gaf út yfirlýsingu í dag, þar sem sagði að hún stæði ekki að baki ráninu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.