Morgunblaðið - 07.02.1971, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.02.1971, Blaðsíða 6
6 MORGU NBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. BEBRtJAR 1971 HÚSMÆÐUR Stórkostleg lækkun ð stykkja þvotti 30 stk. á 300 kr. Þvott ur sem kemur í dag, titoútnn á morgun. Þvottahúsið Eimir, Síðumúla 12, sími 31460. SJÖMENN SUÐURNESJUM Bjóðið konunni í þorramat á laugardags- og sunnudags- kvötd í Sjómannastofunni, uppi. Matstofan Vík, Keflavík. FLATNINGSVÉL óskast keypt eða leigð. Símar 34349, 30505. AMERfSKIR BREMSUBORÐAR HemlastilRng hf, Súðavogi 14 sími 30135. RAFVIRKI óskar eftir starfi, margt kemur ti! greina,- Tilboð sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 12. þ. m. merkt „6685." FYRIRTÆKI Óska eftir að gerast kaup- andi að t'rtfu iðnfyrirtæki. Tilboð teggist inn tíl afgr. Morgunbf. fyrir 12. þ. m. merkt „Rekstur 6967." TRÉSMIÐIR Vil ráða 1—2 trésmiði vana innréttingavinnu. Upplýsing- ar í síma 17888. FISKBÚÐ TIL SÖLU Upptýsingar eftir kl. 8 í síma 37563. BÚÐARBORÐ Til sölu notað búðarborð og skápar. Selst ódýrt. Til sýnis. Fálkinn, hf, útibú Laugavegi 24, sími 18670. TIL SÖLU Btið notuð Hadzt Ijósavéla- samstæða, KW 220 v. Uppl. í síma 41258 eftir kl. 8 á kvöldin. HÚSBYGGJENDUR — húseigendur. Vinnum afta trésmíðavinnu innréttingar og fleira. Áherzia lögð ð vandvirkni, s. 82923. Geymið auglýsinguna. MULTIMIXER grænmetissaxari óskast til kaups. Hunangsbúðin sími 12614. MÚRVERK ÓSKAST Aílar tegundir múrvinnu fram kvæmdar. Tilto. sendist Mbl. sem fyrst, merkt „Múrvinna 6584." FRfMERKI — FRlMERKI Tíl sýnis og sölu á sunnu- dag eftir hádegi. Tækifærisverð. Grettisg. 45. WILLYS Samstæða (eða samstæðu- tolutir) á nýrri gerð Willys- jeppa óskast. Ttlboð sendist MW. fyrir 17. þ. m., merkt: „Willys 6587." Á Hólmasundi héldu „pörin“ leynifund Löngtim hefur skammdegið skapað skugga á mannsálina; eins og einhver deyfð ríki, eins og allt falli í dróma, og menn dragnast varla á lapp- ir á morgnana vegna skammdegisins, og þó mega menn til, því að allt lífið þarfnast starfs, endalauss og þrotlauss starfs, til starfa fyr ir hið góða vitt um heim og geim. Um daginn talaði ég um snjóinn, en sást yfir eitt al- fallegasta erindi um mjöllina, sem fellur, eftir Tómas, sem svó gengur: „Og mjöllin, mjöllin hnígur hægt og rótt. Og hvert sem augað lítur fellur mjölL Og hvítum svefni sefur borgin öll. f svefni gengur tíminn hjá í nótt.“ Tómas hefur eins og fleiri hrifizt af þessari unaðslegu sýn. ★ En nú hefur þorri völdin og til að lyfta skapi okkar, varpa frá okkur vetrarkviða, segja með Ólöfu frá Hlöðum: „Veltu burtu vetrarþunga, vorið, vorið mitt. Leiddu mig nú eins og unga inn í draumland þitt,“ ætla ég að segja ykkur frá ofurlítilli gönguferð minni, frá síðasta sumri, út í guðs- græna náttúruna, „þar sem heima blítt við blómin sín brekkurnar allar sungu,“ eins og Þorsteinn kvað, — segja ykkur frá férð minni eitt júlíkvöld niður að ánni okk- ar, sem liðast þar prúð milli grasivaxinna bakka, — og liggur þá ferð mín fyrst nið- ur alla „mýri“, sem nú er ekki lengur nein mýri; hún hefur verið þurrkuð, og þar sem áður var blautlent karga ir og jötunuxar, köngulær spunnu vefi sína milli stráa og skrattapunta, óðinshanar „skrifuðu" I óðaönn á mógröf unum, spóinn vall graut úti 1 mýri, og tregablandin rödd heiðlóunnar heyrðist í fjarska uppi á melnum, sand lóan sópaði sandinn með stél- inu uppi í Mjósundunum, tjaldurinn sat eins og frí- múrari í kjól og hvitu uppi á Arnarnefi og lagði til hvelit píp annað slagið, en sumar- nóttin var enn ekki komin, enda sól ekki hnigin, en samt átti vel við þarna á leið okkar yfir „mýrina“, að minnast fyrsta erindis í kvæð inu Vor eftir Guðmund Böðvarsson frá Kirkjubóli á Hvitársíðu, en þar segir svo fagurlega: „í nótt urðu allar gnmdir grænar í dalnum, þvi gróðursins drottinn kom sunnan af hafi og hafði um langvegu sótt. Og fljótið strauk boganum blitt yfir fiðlustrenginn og bláar dúnmjúkar skúrir liðu yfir engin í nótt“ Og brátt erum við komin að þeim áfangastað, sem ákveðinn var, Hólmasundi í Kiðafellsá. Þetta er eiginlega lygn hylur, allur á langveg- inn, sem liggur meðfram ali- háum moldar- og grasbakka, og eitt sinn fyrir löngu hafði einn gríðarstór hluti af bakk anum fallið í ána, og setið kyix í hylnum í mörg ár, og við krakkarnir kölluðum þetta hólma, og af því fékk þessi fallegi hylur, sem rann á móhellu, þetta göfuga nafn Hólmasund, — og heitir því síðan, þótt haustflóð og vor- leysingar hafi fyrir löngu skolað hólmanum burtu, og á honum sneri enginn Gunnar aftur. Stokkandarh jönin syntu prúð og ástfangin á Hólmasundi. Málverk eftir John Gould. þýfi, illfært nema á vaðstígvél- um, eru nú eggsléttar túna- sléttur milli skurða, enda hef ur „mýrin" nú til dags hlotið göfugra nafn, og nefnist nú Árdalur með stórum staf. ★ Þetta júlikvöld var allur gróður í essinu sinu. Fífutet- ur og flóasund, mógrafir og melar, alis staðar var gróður að sjá, og allt var fullt af lífi. Á jörðu skriðu járnsmið- Ég undi mér oft við Hólma sund hér áður fyrri, ýmist við að skoða fuglalifið á ánni og i kringum hana, ellegar þá bleyta línu í von um að sjó- birtingur eða þá urriði, já, eða ef um allt þryti, ein- hver iækjarlontan, gleptist á því að festa sig á önglinum mínum. Stundum reyndi ég að festa „herlegheitin" í lands- laginu með litum á léreft, sem tókst misjafnlega. Stokkandarsteggurinn lióf sig til flugs eins og Apolloeld- flaug frá Hólmasundi. (Mál verk eftir J. Crawliall.) Þegar mig bar að Hólma- sundi þetta kvöld, og okkur fleiri, sem með mér voru, — mér þykir raunar gott að ganga á vit hinnar fögru nátt úru í fylgd með fjölskyldu minni eða þá einum eða tveimur völdum vinum, — sá- um við, að stokkandarpar var að æfa „trim“-sund á sundinu, svo að við lædd- umst varlega fram á bakk ann, settumst og nutum þess að athuga, hversu dug- leg þau voru að synda. Að visu hafði sennilega engin „ráðstefna“ verið undanfari sundsins, eða þá nokkur snjór, sem hægt væri 'að velta sér upp úr, svona til að sýna hreystina, — en þau syntu þarna svo undur fínt og nett, fram og aftur, aftur og fram. Stokkandarsteggur- inn var búinn sínu fegursta skarti, eins og hofmaður fyrri alda og „parrukið" var grænt, og sló á það slikju. Öndin var i „beige“ og brúnu, með bláan spegil við síðuna,' klædd í „maxi“. Kári vinur minn frá Viðikeri lét ekki sitt eftir liggja að yrkja um stokköndina og segir: „Stokköndin er stór og falleg, stundum nokkuð hrokagjörn. Snemma hér á vorin vaggar virðuleg, með grænan koll. Rymur hátt, og rambar síðan roggin út á hlákupoll. Man ég vel, hve mér fannst stundum mikið til um hennar skraut. Þegar ég, sem lítill lalli, lá á njósn og heilann braut. Norðan undir Húsahólnum liéldu „pörin" leynifund. Og á vorsins kyrru kvöldum kom ég þangað marga stund." ★ Þetta minnir mig svolítið á, þegar við Björn bróðir minn gengum fram á andarhreiðrið í bakkanum hjá Rauðalæk UTI A VlÐAVANGl sem við svo nefndum, en það var lækur, sem rann niður úr Móhvamminum og Kerbarð inu, einkennilega litaður af mýrarrauða. Við hrukkum í kút, þegar öndin flaug af, en urðum i senn bæði hissa og hrifnir að skyggnast inn í hreiðrið hennar i lækjarbakk anum, eins og andaði til okk ar gömlu og velþekktu stefi Þorsteins, þó af öðru tilefni væri ort: „Þér frjálst er að sjá, hve ég bólið mitt bjó, ef börnin mín smáu þú lætur í ró. Þú manst, að þau eiga sér móður.“ En þetta var nú útúrdúr, eins og svo margt við nátt- úruskoðun. Raunar er svo margt að sjá, að menn verða að fara hægt yfir. Innan skamms fengu stokkandar- hjónin á Hólmasundi eitt- hvert veður af veru okkar þarna uppi á bakkanum, skimuðu snöggt í átt til okk- ar, — og eins og kólfi væri skotið, tóku þau sig upp af vatnsfletinum, eins og Apollo flaug suður á Kennedyhöfða, — og hurfu gargandi fyrir næsta leiti. Og þar með var draumurinn búinn, og við héldum aftur heim á leið. Lengri þarf ekki náttúruskoð unarferð að vera. Hún nægir þeim, sem njóta, og með þvi er allt fengið. — Fr. S. FRÉTTIR Prentarakonur Fundur verður í Féiagsheimil- inu Hverfisgötu 21 mánudag- inn 8. febrúar kl. 8.30. Mynda- sýning og kaffi. Kvenfélag Bústaðasóknar Fundur verður haldinn í Rétt- artioltsskðla mánudaginn 8. febrúar kl. 8.30. Ostakynning. SÁ NÆST BEZTI Tveir kjötkaupmenn voru að tala saman um ástandið í verzl- unarmálum. Báðir voru nokkuð óánægðir. Annar sagði, að það væri svo mikil rýrnun í kjötinu hjá sér, en hinn sagði, að það væri öðru nær hjá sér. „Dettur ekki bara út af vigtinni hjá þér, þegar þú ert að afgreiða? Það vill stundum gera það,“ sagði sá fyrrnefndi. „Ég styð alltaf vel við kjötið á vigtinni, og puttarnir eru nokkuð stórir,“ brosti um leið nokkuð tsmeygi lega. „Taktu eftir, að það vigtast betur, ef þú styður við kjötið." GAMALT OG GOTT Rauð jól: hvitir páskar. Hvít jól: rauðir páskar. Kvöldroðinn bætir. Morgunroð- inn vætir. Sjaldan er gíll fyrir góðu, nema úlfur á eftir renni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.