Morgunblaðið - 07.02.1971, Page 8

Morgunblaðið - 07.02.1971, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR T. BEBRÚAR 19TL er okkar stoð segir Davíð Sch. Thorsteins son, forstjóri R.K.Í. — Viðbrög'ð almennings við grjafaalmanaki okkar hafa verið ágæt, sagði Davíð Sch. Thorsteinsson, formaður Rauða kross íslands í viðtali við Morgunblaðið fyrir skömmu. — Það hefur sannarlega glatt okkur að fylgjast með fjárframlögunum, þegar þau berast að. Það styrkir okkur í þeirri trú, að við séum á réttri leið. Það er og ánægju- legt að sjá, að ágætisfólk um land allt hefur þessa trú á okkur. Með framlögum sínum hjálpar það okkur til að vinna ætlunarverk okkar. Já, það gerir meira, — það brýn- ir okkur til starfa — sumir skilja almanakið ekki fylli- lega. Engirnn er skyldugur að senda okkur fé. Við erum hér á ferðinni með nýstárlega kynningaraðferð, sem jafn- framt opnar leið fyrir fólk til að senda okkur fjárstuðning, ef það kærir sig um. Þeir, sem kæra sig ekki um að veita okkur hann, geta að sjálfsögðu látið það vera. Með gjafaalmanakinu er- um við að taka upp hugmynd, er reynzt hefur vel á Norður- löndunum, og aflað fjár til líknairstarfa. Við höfum fulla ástæðu til að ætla að þetta takist einnig hjá okkur. Þetta er dýrt fyrirtæki fyrir fátækt félag. — Við eru-n ekki að sækj- ast eftir stórum framlögum. Tuttugu og fimm, fiimmtíu, hundrað króna framlag mán- aðarlega, ársfjórðungslega eða árlega, væri okkur mik- il njálp. Skki er annað en að fyila út póstávísunareyðu- blað, fara með það í pósthús og senda okkur fjárframlag- ið. Að sjálfsögðu má einnig senda okkur peningana með öðrum hætti. —• Eins og ég sagði áður, gleður það okkur mjög að sjá hvaða fólk styður okkur Við sjáum t.d., að heimilisfólk skiptist á með að senda okk- ur framlag. Einmig er hægt að senda okkur áheit með þess- ari aðferð eða gjafir til sér- stakra verkefna. Fólk getur skrifað á eyðublaðið, til hvers féð sé. og við munum að sjálfsögðu reyna að koma því til slkila. Ýmsir hafa notað siðustu póstávísunina og gerzt félagar. — Hvort sem menn nota gjafaalmanökin í þessum tilgangi eða ekki, er sjálfsagt að geyma þau og nota, er dregið verður um listaverk frú Barböru Árnason I árs- lok. — Þá er annað, sem valdið hefur nokkrum misskilningi úti á landi, og það er, að ver- ið sé að flytja féð tii Reykja- víkur, þar sem gnótt fjár sé fyrir. Með fjáröflun þessari er það ætlun stjórnar R.K.I. að auka starfið hérna innan- lands og séistaklega þjón- ustu félagsins úti um byggðir landsins. — Rauði Krossinn hefur mjög ákveðnu hlutverki að gegna i heirninum. Undirstaða starfs hans eru landsfélögin, deildir þeirra og vel skipu- lagt starf þessara aðila inn- byrðis. Á því byggist að hægt sé að veita öðrum þjóðum hjálp þegar í nauðir rekur hjá þeim. Á því byggist, að hægt sé að miðla þeirri hjálp innanlands, sem okkur kynni að berast, ef illa færi hér á landi. Sú hjalp yrði veruleg, ef þörf gerðist. STJÓRN R.K.Í. á fundi. F.v.: Torfi Bjarnason, læknir, séra Jón Auðitns varaformaður, Óli J. Ólason, form. Reykja- víkurdeildar, Davíð Scli. Thor stcinsson, form. R.K.Í., Kjart- an Jóhannsson héraðslæknir, María Pétursdóttir, lijúkrunar kona. A myndina vantar Stef án Bogason, lækni. — 1 flestöllum Iöndum axl- ar Rauða kross félaig landsins hluta ábyrgðar af neyðarvömum, en einungis hluta. Heildarskipulagið er að sjálfsögðu í höndum ríkis- ins, en ýmislegt af því, sem stuðlar að bjarga mannslífum á fyrsta skeiði hjálparstarfs- ins er oft fengið í hendur Rauða krossinum með sínum sjálfboðaliðum. Meðal þess má nefna það, að fólki er séð fyrir húsaskjóli, sem það hef- ur misst, dreifingu matar og fatnaðar, og er þá fátt eití nefnrt. Margt í þessu sam- bandi krefst mikillar sér- þekkingar eða sérþjálfunar og hlýtur það að vera unn- ið af starfsmönnum, sem til þess eru ráðnir, t.d. starfs- mönnum í þjónustu ríkis og sveitarfélaga. — I svo mörg horn er að líta, að allir þeir aðilar, sem leggja vilja hönd á plóginn, geta fengið nóg verkefni án þess að rekast hver á annars horn. — Raiuði kross ísfands býr sig undir þetta starf með því að kynna þeim aðilum, sem mál þetta snertir, hvert geti verið hlutverk Rauða Kross- ins. Nýlega er komin út neyð- arvamahandbók Alþjóða- rauðakrossins, sem fjallar um þessi mál. Höfundurinn er Hákon Mathiesen fram- kvæmdastjóri Rauða kross Noregs, en hann hefur kom- ið hingað íslendiogum til ráðuneytis varðandi styrk- veitingar S.Þ. til neyðar- vamaáætlana hérna. Styrk- urinn hefur þegar verið veittur og sérfræðingur væntanlegur á vegum Al- mannavarnaráðs. — Ef fjáröflun okkar tckst, sem v.ð skulum vona, munum við ráða mann og sérmennta til neyðarvama- Rauði kross íslands starfa. Að’ þetta megi takast er grundvallamauðsyn R.K.t. og þeirri þjóð, sem hatm þjónar. Því miður höfum við allt of mörg dæmi úr sögunni um að neyðarhjálp hafi tek- izt illa fyrir undirbúnings- leysi fyrst eftir að ógæfa hefur skollið yfir. Þau mannslíf eru ótalin, sem fórn- að hefur verið fyrir andvara- leysi. Við hjá Rauða krossi t»- lands viljum óska þess, að slikt eigi sér ekki stað, sem svo víða hefur gerzt, að þá fyrst er neyðarástand hefur skapazt, sé stofrwett saitn- vinnunefnd um neyðarvarnir. — Við viljum ráða í þjón- ustu okkar mann, sem þjálf- að getur fólk til starfa hér innanlands. Hann yrði e.t.v. sendur til útlanda til starfa, þar sem náttúruhamfarir hafa átt sér stað. Með því veitt- um við öðrum hjálp. En heim kæmi hann aftur reynslunni ríkari. — Þetta er dýrt fyrirtæki, en yrði kostað af ölhwn þeim, seim senda okkur fjár- framlög, sagði Davíð Sch. Thorsteinsson að lokum. Sveinn Kristinsson: Skákþáttur Friðrik Ólafsson er nýkominn heim frá erfiðu stórmeistara- móti í Hollandi. Fischer er líka nýbúinn að standa í býsna ströngu, þótt hann virtist raunar ekki hafa mikið fyrir því að innbyrða sína vinninga. Friðrik og Fischer hafa marga hildi háð sín í mílli fram til þessa, og hefur Fischer oftast haft vinninginn, hafi þeim lent saman hin síðari árin. — Hins vegar vann Friðrik fyrstu og þriðju skákina, sem hann tefldi við Fischér (í Portoroz 1958 og á kandídatamótinu 1959). Báðar þessar skákir eru hinar athyglis- verðustu, og meðan ég bíð 3káka frá mótinu í Hollandi, lagar mig til að birta hér hina síðarnefndu. Fischer beitir þar uppáhald3- vörn sirani, Sikileyjarvörn, og fórnar snemma skiptamun fyrir öfluga miðborðsstöðu með frí- peð. Hiras vegar nær Friðrik að þrengja að svarta kóngnum (hefur hvítt) og þvingar Fischer með því í drottningakaup. — Eftir það er eftirleikurinn auð- veldur, þótt Fischer verjist af þraut3eigju: Hvítt: Friðrik Ólafsson Svart: Robert Fischer Sikileyjarvörn. 1. e4, c5 2. RfS, d6 3. dt. cxd4 4. Rxdf, Rf6 5. Rc3, a6 6. Bc4, e6 7. a3 (Þessi leikur var leikinm nokkr- um sÍTUium á kandídatamótinu. í staðiain fyrir 7. Bb3. Báðum leíkjunum er ætlað að draga úr áhrifum leikja, eins og — b5 eða d5, en leikur Friðriks hindr- ar auk þess b4. Þó sézt 7. a3 sjaldan leikið núorðíð). 7. — Be7 8. 0 0, 0 9 9. Ba2, h5 10. f4, Bb7 11. Í5! (Friðrik teflir af dirfsku til sóknar og fómar peði í því skyni). 11. — e5 12. Rd-e2, Rb-d7 (Fischer leggur ekki í að hirða peðið. Hvítur fengi mjög álit- lega sóknarmöguleika, eftir 12. — Rxe4, 13. Rxe4, Bxe4 14. Rg3, Bb7, 15. Rh5 o.s.frv.). 13. Rg3, Hc8 14. Bg5, Rb6 15. Rh5, Hxc3 (Þessi skiptamunarfóm er vafa- söm, enda reynist hún ekki veL Hima vegar virðist svartur standa þolanlega, eftír 15. — Rc4). 16. bxc3, Rxh5 (Gallinn er sá fyrir Fischer, að hann gat ekki leikið 16. — Rxe4, 17. Bxe7, Dxe7, 18. f6, Rxf6, 19. Hxf6! og vinnur). 17. Bxe7, Dxe7 18. Dxh5, Bxe4 19. Dg4, d5 20. f6. Dc5f 21. Khl, B® 22. Ha-el, HeS (Fischer hefur greinilega feng- ið of Iítið upp í skiptamuramn. Hann hefur að vísu allsterkt miðborð og frípeð þar, en kóngs sóknarfæri Friðrika vega þyngra). 23. Dh4, h5 24. Dg5, Rc4 25. Bxcl, bxc4 26. He3, Df8 27. Hbl, Hb8 28. He-el, Hxbl 29. Hxbi, Bxc2 30. Hb7 (Staða Friðriks er strategiskt unnin, og auk þess er Fischer 9vo bundinn við völduin kóngs- ina, að hann getur ekki stofnað til mikilla taktiskra vendinga. Fischer Friðrik Ólafsson — Fischer er þó hreint ekki á því að gefast upp). 30. — BfS 31. De3 (Meginhótun: Da7). 31. — Be6 32. Dxe5, Dxa3 33. h3, Dclf 34. Kh2, g5 35. Ha7, ht 36. Hxa6, KhT 37. Hal! Df4f (Að sjálfsögðu strandar: Dxal á Dxg5, og hvítur mátar. Svart- ur á því ekki betri úrkost, þótt lokataflið sé auðveldlega uranið fyrir hvítam). 38. Dxf4, gxft 39. Hfl, d4 40. cxd4, KgS 41. Hxft, BfS 42. Hf3, Kxf6 43. He3, Kg5 44. g3, mas 45. d5, og lok3 gafat Fiach- er upp. ÓDÝRT ódýrast er að gera víð bílínn sjálfur. þvo, bóna og ryksuga. Við veitum yður aðstöðuna og aðstoð. NÝJA BÍLAÞJÓIMUSTAN. Skúlatúni 4, símí 22830. Opið alla virka daga frá kl. 8—23 .bugaidaga og sunmKÍaga frá W. 10—21.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.