Morgunblaðið - 07.02.1971, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.02.1971, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. BEBRÚAR 1971 13 við stöku tilraunir aftur 1 enn stærri stíl, ef nauðsynlegt er. Ég reikna til dæmis með að litla tilraunaverksmiðju þurfi fyrir þetta stig, þ.e. magnesíumklóríð- og sódaframleiðsluna. Jú hún kostar nokkrar milljónir, svarar Baldur innskotsspumingu okk- ar. — En allt á þetta að borga eig í lokin? — Já, það er einmitt það sem við vonum. — Hvenær verður það? Þessu svarar Baldur ekki beint i fyrstu. Þetta tekur allt sinn tíma, segir hann. Kísilgúr- inn tók nú tímann sinn. Ég held að við höfum byrjað á að vinna við hann að ráði 1955 og verk- smiðjan tók endanlega til starfa 1968, svo það voru 13—14 ár. Og hann tekur hliðstætt dæmi frá Bandaríkjunum. Þar hefur und- anfarin ár verið unnið að því að vinna magnesíumklóríð úr vatni Great Salt Lake. Við það hefur verið unnið í 6—8 ár nú þegar og engin verksmiðja hafið fram leiðslu. Sú fyrsta tekur ekki til starfa fyrr en i vor. En við höldum áfram að krefj ast einhvers svars. — Verður efnaverksmiðja komin upp á mæsta áratug? — Ég verð fyrir vonbrigðum ef það verður ekki, svarar Bald ur snögglega. Ég vona að svo geti orðið eftir 5 ár, ef allt geng ur snurðulaust. Annars er þessi undirbúningsvinna þróun á mörgum þáttum, sem fylgjast að, bætir Baldur við. Það er t.d. unnið að borun á Reykjanesi og Vilhjálmur Lúðvíksson o.fl. eru að vinna að markaðsleit. Þetta eru margir þættir, sem koma saman, segir hann. — Nú höfum við taiað um þann lið í vinnslu efnaverk- smiðjunnar, þegar unnið er úr saltinu og sjónum, sódi og magne sínumklóríð. Hvað verður um það? Fer það beint á markaðinn héðan? — Sótánm seilst beöint á aflmeinin- um markaði, svarar Baldur. En úr magnesíumklóríðinu verður að framleiða magnesíum hér. Við það eru notaðar hefðbundnar aðferðir og á þvi stigi kemur fremur til verkfræðileg úr- vinnsla en að það sé rannsókn aratriði. Svona rannsóknir, eins og þær sem við erum nú að vinna hér, þarf ekki að gera nema þegar afbrigðileg efni og afbrigðilegar aðferðir eru notað- ar. Og eins og ég sagði áðan, þá miðum við við að notfæra okk- ur séraðstæður hér á Íamdi. Þær kalla á nýjar aðferðir og þvi reynum við að leysa verk- efnið á okkar eigin hátt, sagði Baldur að lokum. — E.PÁ. Hárgreiðsludömur Hárgreiðslusvein vantar á hárgreiðslustofu. hálfan eða allan daginn. Tilboð leggist inn á afgreiðslu blaðsins fyrir þriðjudagskvöld, merkt: „Hárgreiðsla — 6980'. Brú í Fljótshverfi Vegagerð ríkisins óskar að selja til niðurrifs og fjarlægingar yfirbyggingu gömlu Brunnárbrúarinnar í Fljótshverfi. Brúin er byggð 1913, — yfirbygging stálgrindarbiti með timburgólfi yfir eitt haf 22,8 m. að lengd. Stálgrindarbitinn er byggður upp af prófiljárnum og stálþungi alls áætlaður um 6 tonn. Kauptilboð í yfirbyggingu brúarinnar, eins og ástand hennar er í dag, þurfa að berast skrifstofu vorri fyrir kl. 11 f.h. 22. febrúar 1971. Tilboðsgjafi skal skuldbundinn til að fjarlægja yfirbyggingu og allt, sem henni tilheyrir, á sinn kostnað fyrir 1. október 1971. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI7 SlMI 10140 Þekktur danskur félagsfræðingur og fyririesari. ERIK MANNICHE heldur fjögur erindi í Norræna Húsinu sem hér segir Mánudaginn 8. febrúar kl. 20.30: HVAÐ ER FÉLAGSFRÆÐI? STÉTTASKIPTING FRÁ FÉLAGSFRÆÐILEGU SJÓNARMIÐI. Þriðjudaginn 9. febrúar kl. 20.30: HLUTVERK FJÖLSKYLDUNNAR. Miðvikudaginn 10. febrúar kl. 20.30: BREYTINGAR I FJÖLSKYLDUHÁTTUM UNDAN- FARNA ÁRATUGI. Laugardaginn 13. febrúar kl. 16.00: AFBRIGÐILEGT ATFERLI. Frjálsar umræður verða eftir hvern fyrirlestur. öllum er heimill aðgangur. IMORRÆNA HÚSIÐ. Sgjg^. EINANGRUNARGLER Framleitt með Aðferö npioiDi inniiiBiBt nnnimfi ["nHiinn 10 ára ábyrgð mm dðir EINANGRUNARGLER Skeifon 3B - Reykjavík - Sfmi 84481 L0FTLEIDIR Eitthvað við þitt hasfi? LOFTLEIÐIR HF. óska eftir að ráða starfsfólk í eftirtaldar stöður: Bókhald endurskoðun Nokkrar stöður verða lausar i farmiðaeftirliti endurskoðunardeiidar frá maí n.k. Samvinnu- skóla- eða Verzlunarskólapróf æskilegt. Vilj- um jafnframt ráða nokkra unga menn irá sama tíma með staðgóða bókhaldsþekkingu til full- trúastarfa í bókhaldsdeild. Farskrá Tvær stúlkur og tvo karla vantar til starfa i farskrárdeild félagsins I Fleykjavik. Verzlunar-, Samvinnuskóla- eða stúdentspróf æskilegt. Stöðurnar eru lausar strax. Hlaðfreyjur • aðstoðarstúlkur - afgreiðslumenn (Keflavik) Nokkrar stöður verða lausar á Keflavlkurflug- velli. Nauðsynlegt er, að viðkomandi hafi gott vald á ensku og allgóða vélritunarkunnáttu (hlaðfreyjur og aðstoðarstúlkur). Lágmarks- aldur 19 ára. Stöðurnar veitast frá og með marz/aprll n.k., en ráðning gildir til okt./nóv. i haust. Hótet Loftleiðir Staða forstöðumanns þvottahússins er laus írá og með 1. apríl n.k. Þá verða lausar nokkrar stöður við gestamóttöku frá april/maí. Ein- ungis fólk með mjög góða tungumálakunnáttu kemur til greina við gestamóttökuna. Með íil- komu hins nýja hluta hótelsins í maí verða allmargar herbergisþernur ráðnar, og er hér með auglýst eftir umsækjendum. Ritarar/skrifstof ustúlkur Ritarastaða er laus í skrifstofu framkvæmda- stjóra félagsins á Keflavíkurflugvelli, svo og nokkrar ritarastöður í aðalskrifstofu f Reykja- vfk. Einungis mjög hæfar stúlkur koma til greina bæði f vélritun og iungumálum. Skýrsluvélar Nokkrar götunarstúlkur óskast frá og með aprilmánuði n.k. Þá verða einnig lausar nokkrar stöður kerfisfræðinga og skýrsluvélar- manna frá maímánuði. Hér er ýmist um sumar- störf eða fastráðningar að ræða, en þarf helzt að vera vant fólk. Umsóknareyðublöð fást f skrifstofum félagsins á Reykjavikur- og Keflavíkurflugvelli, afgreiðsl- unni Vesturgötu 2, svo og hjá umboðsmönn- um félagsins úti um land, og skulu umsóknir hafa borizt ráðningardeild félagsins, Reykja- víkurflugvelli fyrir 15. febrúar n.k. Fyrri umsóknir óskast staðfestar bréflega eða með símtali fyrir 15. febrúar n.k. Upplýsingar aS öSru leyti verSa ekki veittar I sima.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.