Morgunblaðið - 07.02.1971, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.02.1971, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. BEBRÚAR 1971 17 Atvinnulýðræði í áramótahugleiðingum sinum vék Jóhann Hafstein, forsætis- ráðherra, nokkuð að þátttöku starfsmanna í stjórnun atvinnu fyrirtækja og sagði m.a.: „Hlutdeild verkamanna I at- vinnurekstri var hugsjón, sem ungir Sjálfstæðismenn á slnum tíma, eins og Thor Thors og Jóhann G. Möller settu fram, en hefur koðnað niður í hönd- um okkar hinna, sem við tókum og þeirra, sem nú eru oddvitar þeirra ungu. „Atvinnulýðræði" er hugmynd af sömu rót og hef- ur það rutt sér nokkuð til rúms á Norðurlöndum. Innviðurinn í því hugtaki er hlutdeild launa- mannsins í stjórnun þess fyrir- tækis, sem hann vinnur hjá." Eins og forsætisráðherra drepur á, eru hugmyndirnar um þátttöku verkamanna í stjórn atvinnufyrirtækja ekki nýjar af nálinni. Um þetta mál hefur margt verið ritað og rætt á und- angengnum áratugum, og nokkr ar tilraunir hafa erlendis verið gerðar til þess að auka áhrif starfsmanna á stjórn fyrirtækja. En hér hefur lítið á þessu bor- ið. Það leikur ekki á tveim tung- um, að áfram munu verða gerð- ar tilraunir til þess að „sætta vinnu og fjármagn", eins og stundum er komizt að orði, og þátttaka starfsmanna i stjórn fyrirtækja er þáttur i þeirri við- leitni. Hinu er ekki að leyna, að þeir, sem mesta trú hafa haft á því, að þessi stefna mundi leysa allan vanda, hafa oft og tiðum orðið fyrir vonbrigðum. Áburðar- verksmiðjan og starfsfólkið Benedikt Gröndal, hefur á Alþingi flutt um það tillögu, að starfsfólki Áburðarverksmiðj- unnar verði heimiluð þátttaka í stjórn fyrirtækisins, en eins og kunnugt er, hefur Áburðarverk smiðjunni nú verið breytt úr hlutafélagi í algjört rikisfyrir- tæki. Ekki er óeðlilegt, að til- raun verði gerð til þess að reyna, hvernig þátttaka starfs- manna i stjórnun fyrirtækja muni gefast einmitt í Áburðar- verksmiðjunni. Að vísu er ekki ástæða til að ætla, að Áburðarverksmiðjunni verði betur stjórnað sem ríkis- fyrirtæki en áður var, hvort sem starfsmenn taka þátt í stjórninni eða ekki. Þvert á móti má við þvi búast, að ver verði þar haldið á málum, þvi að nokk- urt aðhald var i því fólgið, að hluthafar gætu fylgzt með fram- kvæmdum og látið til sin heyra á aðalf undum. Hitt er þó aðalatriðið, að at- vinnufyrirtæki, sem rekin eru af einstaklingum og félagasam- tökum leitist við að finna leiðir til að bæta samvinnu yfirmanna og undirmanna. Sumir halda því að vísu fram, að fulltrúar starfs- manna í stjórnum fyrirtækja muni hugsa um það eitt að bæta hag launalólksins og ekki hirða um, hver áhrif það muni hafa á afkomu fyrirtækisins. Áreiðan- lega er of mikið úr þessu gert, því að sannleikurinn er sá, að i fyrirtækjum, þar sem góður starfsandi rikir, þykir flestum vænt um sinn vinnustað og yf- irboðarar og annað starfsfólk hafa af því sameiginlega hags- muni að efla fyrirtækið, þótt eðlilega vilji hver og einn bera úr býtum, eftir því sem með góðu móti er hægt að heimta af fyrirtækinu. Rétt er þó að vara við allt of miklum og skjótum árangri af þessari stefnu í atvinnurekstrin um.. Hitt er líklegra, að bein eignaraðild fólksins að atvinnu fyrirtækjum i formi almennings- hlutafélaga muni bera meiri ár- angur, en hvort tveggja, sam- starfsnefndir launþega og virnuveitenda og almenn eignar aðild að atvinnufyrirtækjum, miðar að hinu sama, að styrkja svonefnt atvinnulýðræði. Merk ræða í umræðunum um skólamálin á Alþingi flutti Eysteinn Jóns- son athyglisverða ræðu, þar sem hanri benti á, að naumast væri uniflt að ætlast til þess af börnum og unglingum, að þau ynnu lengri vinnudag en hinir fullorðnu, en nám ungmennanna væri að sjálfsögðu hliðstætt við vinnu hinna eldri. Um þetta sagði ræðumaður m.a.: „Það kemur í Ijós, ef við skoð- um þetta, að ætlazt er til, að unglingar vinni 9—10 tíma á dag. Og hvernig eru svo vinnu- skilyrðin fyrir heimavinnuna, sem langflest ungmenni búa við? Þau eru oft hreinlega eng- in. Menn eiga margir heima, þar sem íbúðin er tvö herbergi eða þrjú og eldhús og það er sjón- varp og æði margt fólk og vinnuskilyrðin heima þvi hrein lega engin til þess að leysa af hendi erfiða heimavinnu. Það er náttúrulega nokkuð annað, þar sem unglingurinn getur haft einkaherbergi og verið algjör- lega ótruflaður. Þetta er oft svo geigvænlegt, að þegar maður fer að hugsa um það og vekja á þvi athygli, hljóta allir að sjá, að það er eitthvað meira en lítið bogið við þetta. Enda er sann- leikurinn sá, að fjöldinn allur af ungu fólki kemst ekki óskemmt í gegnum þessa raun. Það verður að finna leiðir til þess að breyta þessu og þær hljóta að vera til, því að í lönd- unum i kringum okkur er þetta viða þannig, að þar fara unglingarnir á morgnana á venjulegum vinnutíma og koma heim eins og annaS fólk úr vinnu (náminu) og eru þá búin að vinna þann dag. Auðvitað verður þetta að komast í slíkt horf hjá fólki, sem á að búa við þetta tíu til tuttugu ár ævinnar. Það er ef til vill hægt að þola m*%má *» ^F Heitt og kalt. komi i stað menntaþrár, er ekki þar með sagt, að íslenzkir skóla menn séu ekki vanda sinum vaxnir. Stundum heyrast að vísu þær raddir, að islenzkir skólar séu lélegir og kennararnir hugsi mest um það að hirða launin sín. Slíkar staðhæfingar eru frá- leitar og eiga enga aðra stoð í veruleikanum en þá, sem felast kann í undantekningunum, sem sanna regluna. Þeir sem börn eiga á skóla- aldri fá allgóðar upplýsingar um það, hvernig námi er hagað og hvernig námsandi er í skól- unum. Og treystir bréfritari sér til að fullyrða, að kennarar, ekki sízt hinir yngri, leggi sig mjög fram um það að kynnast nemendunum, leiðbeina þeim og örva áhuga þeirra á allan veg, um vegna flokkaskiptingar og þeirra kjara, sem hinum ein- stöku starfshópum eru ætluð. Erfitt er að leggja mat á rétt- mæti hinna ýmsu athugasemda og mótmæla, sem i blöðum hafa birzt. En einn er þó sá hópur, sem virðist með talsverðum rétti geta haldið þvi fram, að kjörin séu óeðlilega lág, og er þar átt við hjúkrunarkonur, en munur á þeim og svonefndum sjúkralið um er til dæmis mjög litill og kjörin naumast í samræmi við þá ábyrgð, erfiði og menntun, sem þessu starfi er fylgjandi. Niðurstaðan hefur líka orðið sú, að allmargar hjúkrunarkon- ur hafa sagt störfum sínum laus- um og er því viðbúið að til- finnanlegur skortur verði á hjúkrunarfólki. Vera má, að einhverjir „rauð- sokkutilburðir" séu undirrót Reykjavíkurbréf Laugardagur 6. febr. hina aðferðina i 1, 2 til 3 ár, en að búa við hana í 10—20 ár hlýt ur að fara illa með fólk." Flestir, sem langskólanám hafa stundað, hafa á einhverju skeiði námsins orðið varir við hinn svonefnda námsleiða. Menn grípa þá til þess ráðs að reyna að þvælast í gegnum ein hvern bekkinn með sem minnstri fyrirhöfn, lesa helzt það, sem reiknað er með að komi til prófs, en annað ekki og komast þannig á milli bekkja. Aðrir gefast upp við nám og sjá svo ef til vill eftir því allt sitt líf að hafa ekki náð því marki, sem þeir áður settu sér, til dæmis að taka stúdentspróf eða ljúka háskóla- námi. Hér er um að ræða viðkvæmt vandamál, sem engin algild lausn er á, en fyrsta skrefið er að vekja rækilega athygli á vandanum. Og það var einmitt það, sem Eysteinn Jónsson gerði í hnýttinni ræðu sinni. Skólamálin munu mjög verða til umræðu nú á næstunni, ekki sízt vegna þeirrar löggjafar, sem unnið er að og gjörbreyta mun skólakerfinu. Væri æskileg- ast, að sem flestar raddir heyrð- ust, því að fátt er mikilvægara en að búa skólakerfið þannig úr garði, að það verði æskulýðnum til þeirrar nytsemdar, sem að er stefnt. Gott skólaf ólk Þótt hér sé tekið undir þá að- vörun, að ekki megi íþyngja börnum og unglingum um of og umfram allt verði að leitast við að komast hjá því, að námsleiði samhliða því, sem þeir auðvitað reyna að auka þekkingu barn- anna i hverri kennslustund. Oft vill raunar svo fara, að menn taka meir eftir því, sem af laga fer en hinu, sem vel er gert. En þeir foreldrar eru marg ir, sem eiga það kennurunum og skólunum að þakka, að börn þeirra hafa komizt til þroska. Og á því leikur ekki efi, að bæði er agi og heilbrigt félags- lif meira í skólum hér en að minnsta kosti I sumum nágranna landanna, hvað svo sem þeir öf- uguggar segja, sem ekkert sjá gott við íslenzkt þjóðlíf, af því að þeir hafa ekki þau áhrif, sem þeim finnst að þeir ættu að hafa. Samningar opinberra starfsmanna Líklega gera menn sér al- mennt ekki grein fyrir því, hve gifurleg vinna er fólgin í samn- ingagerð eins og þeirri, sem tókst á milli Bandalags starfs- manna ríkis og bæja og rikis- ins núna um áramótin og stai'fs- mati því, sem til grundvallar er lagt. Eins og við var að búast, eru ýmsir óánægðir með niður- stöður þessara samninga, enda hlýtur það ætíð að vera svö að deilt sé um mikilvægi hinna ýmsu starfa, og auðvitað hafa allir tilhneigingu til að telja þann starfa, sem þeir sjálfir hafa valið sér, mikilvægari en hann kann að virðast í augum annarra. Þess vegna hefur líka borizt fjöldinn allur af mótmæl- þessara uppsagna, en jafnvel þótt svo sé, virðast hjúkrunar- konur hafa mikið til síns máls. Útgerðin f yrir öllu Um áramótin bárust þær ánægjulegu fréttir, að samninga- nefndir útvegsmanna og sjó- manna hefðu komizt að sam- komulagi um kjörin á fiskveiði- flotanum og einnig hefði sam- komulag orðið um fiskverð. Menn héldu þá, að engin upp- stytta mundi verða í útgerð. Svo fór þó því miður, að samkomu- lag samninganefndanna var ekki samþykkt i öllum félögum, og sums staðar var það fellt. Yfir- menn á togaraflotanum boðuðu verkfall, og enn er ekki ljóst, hvort bátaflotinn getur óhindr- að stundað veiðar eða hvort til verkfalla kunni þar að draga líka, sem vonandi tekst þó að sneiða hjá. 1 vinnudeilum vill oft fara svo, að meir gætir kappsins en forsjárinnar. Og stundum skerst í odda af litlu tilefni, ef til vill vegna þess að aðilar tala ekki nægilega hreinskilnislega saman og setja sig ekki hvor inn i vandamál hins. 1 viðræðum sjómanna og út- vegsmanna hafði sá árangur náðst, eins og áður greinir, að samkomulag varð milli samninga nefndanna um öll atriði, þótt samningarnir fengjust ekki sam þykktir i öllum félögunum. En þegar svo langt er komið, sem raunin er á hér, þá er útilokað annað en unnt sé að finna lausn, ef velvilji er nægur fyrir hendi Ljósm. Mats Vibe Lund. hjá báðum aðilum, og það er ósk og von landsmanna, að þeim takist að setja niður deilur sín- ar og firra þeim mikla vanda, sem við blasir, ef útgerð stöðv- ast, því að enn er það sem fyrr útgerðin, sem allt veltur á. Ríkið eða einkareksturinn Eins og kunnugt er, hefur rík isvaldið i nokkrum tilvikum hlaupið undir bagga, þegar einkafyrirtæki hafa verið kom- in í greiðsluþrot. Má þar til dæmis nefna Norðurstjörn- una i Hafnarfirði og Slippstöð- ina á Akureyri. Slík aðstoð rík- isins við einkafyrirtæki hefur mikið verið gagnrýnd og er það að vonum; en þó verður stund- um að gera fleira en gott þyk- ir. Hefur það bæði sannazt hér og í öðrum löndum, þar sem til svipaðra aðgerða hefur verið gripið af rikisins hálfu, til dæm- is nú nýlega varðandi Burmeist- er & Wein-skipasmiðastöðina í Danmörku og nú siðast Rolls Royce-verksmiðjurnar frægu í Bretlandi. Danski viðskiptamálaráðherr- ann, Knud Thomsen, hefur ny- lega látið í ljós það álit sitt, að hæpið sé að ríkið fari í rikum mæli inn á slíkt björgunarstarf við fyrirtæki. Hitt sé miklu eðli- legra, að einkareksturinn sé lát- inn glíma við vandamálin og bendir hann sérstaklega á mik- ilvægi þess, að fjármagnseigend ur og einkabankar hafi samtök um það að starfrækja öflug fjár- festingarfélög, sem gripið geti inn í, ef endurskipuleggja þarf fyrirtæki og f jármagna þau. Auðvitað eru þessi sjónarmið nákvæmlega jafn rétt hér á landi og þau eru ytra. Það hlýt- ur ætíð að teljast vafasamt, að ríkið gripi inn í með þeim hætti, sem raun hefur á orðið, enda er ráðamönnum jafnljóst og öðrum, lað hér er vandi á ferðum, og fegnastir mundu þeir verða, ef ekki þyrfti til þess að koma, að ríkið yrði að bjarga mikilvæg- um atvinnufyrirtækjum, vegna þess að ekki er við það unandi, að þau hætti starfrækslu. Sannleikurinn er raunar sá, að mörg íslenzk at vinnufyr- irtæki hafa yfir að ráða allt of litlu eigin fjármagni og eru þess vegna i stöðugum vandræðum. Hitt er líka rétt, að hagnaður fyrirtækja hér á landi er al- mennt minni en annars staðar gerist. Mönnum gengur hér erf- iðlega að skilja, að það er öll- um til hagsbóta, er til lengdar lætur, að fyrirtækjum sé gert unnt að skila sæmilegum arði, svo að þau geti bætt rekstur sinn og aukið, enda er með þeim hætti og þeim hætti einum unnt að bæta lífsafkomu fólksins ár frá ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.