Morgunblaðið - 07.02.1971, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.02.1971, Blaðsíða 21
MÖRGÚNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. BEBRÚAR 197T Sjálfsstjórn í storm viðrum lífsins Norman Vincent Peale: Sjálfsstjórn í stormviðrum lífs- ins. Baldvin Þ. Kristjánsson íslenzkaði. ÞAÐ HAFA farið fram umræð- ur um trú og siðgæði í landi hér að undanförnu. Hið kristna siðgæði hefur verið véfengt. Gildi kristinnar trúar hefur ver- ið dregið i efa. Meir en það. Henni hefur verið afneitað. Sorg má það heita. Hún kemur því i opna skjöldu bókin um sjálfsstjórn í storm- viðrum lífsins. Þetta mætti heita alþýðleg siðfræði, en er þó ekki rituð sem fræðirit. Bókin tekur föstum tökum á málunum. Sið- gæðiskröfurnar eru settar á ljósa stikuna. Höfundur hafði i huga að skrifa um siðferðisútboð vorra tima. Honum ægir upplausnin í siðferðinu, en sér þó bak við hana veginn út úr glundroðanum. Bak við losið og uppreisnarandann eygir hann bjarma betri dags. Hann leyfir sér að vona, að þetta sé nauðsynleg þróun frá ytri boð um til innri stjórnar. Skyldi hann hafa rétt fyrir sér, eða er útlitið enn verra? „Hin grundvallandi siðalögmál breytast ekki," segir hann (s. 77). Það kveður við annan tón en hjá þeim, sem hafa afnumið boðorðin. „Hinn siðferðilegi mæli kvarði, sem trúin lætur okkur í té, eru hin tiu boðorð og hin gullna regla" (s. 41). Hann and- mælir prestum, sem vilja slaka á kröfunum vegna tíðarandans. Dæmin, sem hann tekur um heið arleikann, minna á Oxford-hreyf- inguna og Siðvæðinguna. „Ef við skyggnumst djúpt niður í óheið- arleikann, munum við einu sinni enn komast að raun um, að Biblí- an hefur rétt fyrir sér: Laun syndarinnar er dauði" (s. 25). „Ef við höfum siðferðilegan mæli kvarða á annað borð, verður hann að vera fullkominn og nákvæm- ur — ella höfum við yfirleitt engan mælikvarða" (s. 79). Það er ekki óalgengt, að fjandmenn kristinnar trúar segi, að það eigi ekki að halda trú að börnum. En dr. Peale segir: „Kæfið ekki trúarþörf barna ykkar" (s. 158). Við þá, sem vilja slaka á kröfun um um hreinlífi, segir hann: „Það er of líkt þvi að ætla óvita að ákveða sjálfum, hvort hann vill eða vill ekki hlaupa yfir að- albraut í mikilli umferð" (s. 79). Hin langa reynsla höfundar af sálgæzlu og samstarf hans við sálfræðinga kemur honum að miklum notum í þessari bók. Hann virðist hafa óþrjótandi sjóð dæma um siðferðileg vanda- mál, sem hann hefur haft til með ferðar í þjónustunni eða hefur frá prestum og sálfræðingum. Á bls. 81 stendur þessi setn- ing: „Ef þú þekkir Krist og fylg- ir rödd samvizku þinnar, muntu aldrei lenda á villigötum." Ég vil bæta því við, að ðl'l von um sigur í siðferði er bundin við Jesúm Krist. Kristilegt siðgæði byggist ekki á mannle.arri getu, heldur á hjálpræði. Grundvöllur þess er trúin á frelsarann. Stundum er talað um, að skól- ana vanti fræðslu í siðfræði. Það má satt vera, nema sú setning eigi að vera krafa um afnám kristinfræðinnar. Vilji menn af- skrá hin tíu boðorð, er óþarft að tala um siðgæði, og vilji menn ekki fræðast um frelsarann, er jafngott að leggja niður alla fræðslu um rétta breytni. 1 gömlum sálmi um Heilagan anda segir: „Nema þér sé full- ting frá, finnst ei gott neitt mönnum hjá." Það er vissulega satt. Magmis Runólfsson. SPÓNAPLÖTUR Teguod Stærðir | Þykktir mm Bison Orkla Orkla 122x260 122x250 170x350 8, 10, 12, 16, 19, 22 10 12, 16, 19 16. 19 TIMBURVERZLUNIN VÖLUNDÍJR HF KLAPPARSTÍG 1 - SKEIFAN 79 Garðyrkjumaöur getur fengið atvinnu við Garðyrkjustöðina Neðra Ás í Hve>-a- gerði trá 1. apríl nk. Húsnæði er fyrir hendi. Upplýsingar gefur Reynir Pálsson, Hveragerði, sími: 99-4185 og skrifstofa vor ! Reykjavík, simi: 16318. Elli- og hjúkrunarheimilið GRUND. Til leigu Tveggja herbergja skemmtileg íbúð í fjölbýlishúsi í Laugar- neshverfi. Ibúðin er teppalögð og leigist með isskáp. Tilboð er greini fjölskyldustærð og atvinnu sendist Mbl. fyrir miðvikudagskvöld, merkt: „SÓLRÍK — 6586". Þekkt verzlunarfyrirtæki óskar að ráða sem fyrst vel menntaðan mann, helzt við- skiptafraeðing. 1 starfinu felst skrifstofustjórn, yfirumsjón með vélabókhaldi, skýrslugerð o. s. frv. Umsækjendur sendi nöfn ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf til Mbl. fyrir 10. þ. m. merkt: „Skrifstofustjórn — 6938". Yfirhjúkrunarkonustaða Staða yfirhjúkrunarkonu við Kleppsspítalann er laustil um- sóknar. Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist stjórnarnefnd rikisspítalanna, Klapparstíg 26, fyrir 17. febrúar næstkomandi. Reykjavík, 5. febrúar 1971 Skrifstofa ríkisspítalanna. Handhægt, rafhlöðuknúið NUDDTÆKI Verð aðeins 675,— krónur. Sendum í póstkröfu um land allt. Vinsamlega sendið mér í póstkröfu ofangreint nuddtæki. Nafn Heimili .................... PÓSTHÓLF 7131 — Reykjavík. Heilbrigðiseftirlitsstarf Staða við heilbrigðiseftirlitið i Reykjavík er laus til umsóknar. Umsækjandi skal vera á aldrinum 20—35 ára og hafa stúdents- próf, eða sambærilega menntun, vegna sérnáma er'.endis. Laun samkvæmt kjarasamningi borgarinnar. Frekari upplýsing- ar um starfið veitir framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist borgarlækni, Heilsuverndarstöðinni. fyrir 1. marz næstkom- andi. Reykjavik, 5. febrúar 1971 Borgarlæknir. *J»_?*J>s, Tilboð óskast í raflögn í hús fyrir verkfræði- og raunvísinda- deild Háskóla Islands við Hjarðaihaga. Útboðsgögn verða afhent í skrifstofu vorri frá þriðjudegi 9. febrúar, gegn 3.000— króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð fimmtudaginn 18. febrúar 1971, klukkan 11.00 fyrir hádegi. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI7 S.NI. 10140 Hinir þekktu hollenzku MAXIS brjóstahaldarar og teygjubuxur fyrirliggjandi í mörgum tegundum. Ódýr gæðavara. Haraldur Arnason, heildverzlun hf. Símar: 15583, 13255 og 12147. HAPPDRÆTTI HASKOLA ISLANDS Á miðvikudag verður dregið í 2. flokki. 4.000 vinningar að fjárhæð 13.600.000 krónur. Á þriðjudag er síðasti heili endurnýjunardagurinn. Happdrættí Háskóla ísiands 2. flokkur 4 - 500.000 kr. 2.000.000 kr. 4 - 100.000 — 400.000 — 160 - 10.000 — . 1.600.000 — 624 - 5.000 — . 3.120.000 — 3.200 - 2.000 — . 6.400.000 — Aukavinningar: 8 á 10.000 kr. 80.000 — 4.000 13.600.000 —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.