Morgunblaðið - 16.02.1971, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.02.1971, Blaðsíða 10
10 MOFA*JNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1971 Léttsteypan í Mývatnssveit Léttsteypan í Mývatnssveit. Um þessar mundir eru 10 ár síðan Léttsteypan h.f. var stofn- uð eða nánar tiltekið þann 3. febrúar 1961. Tildög þess voru sem hér seg ir: Föstudaginn 3. febrúar 1961, voru eftirgreindir aðilar saman komnir á Ægisgötu 48, Reykja- vík: Ámi Ámason Akureyri, Jónas G. Rafnar f.h. Kristínar Tómasdóttur Akureyri, Harald- ur Ásgeirsson, Reykjavík, Hall- dóra Jónasdóttir, Reykjavík og Loftur Jónsson Reykjavík. Sam- þykkt var af öllum viðstöddum að stofna hlutafélag undir firma nafninu Léttsteypan. Heimili þess og varnarþing yrði á Akur eyri. Tilgangur félagsins var ákveðinn, að annast framleiðslu og sölu á byggingarefnum og annan skyldan atvinnurekstur. Þá fór fram stjómarkosning. í aðalstjóm voru kosnir: Formað ur Haraldur Ásgeirsson og með- stjómendur þeir Árni Áraason og Loftur Jónsson. Þegar Létt- steypan var búin að starfa um tveggja ára skeið á Akureyri, var farið að ræða um það í al- vöru að flytja vélar hennar og vamarþing austur i Mývatns- sveit. Vitað var að þar voru miklar námur af hraunmöl, sem er aðalhráefni Léttsteypunnar fyrir utan sementið. Á meðan starfað var á Akureyri, fékk verksmiðjan mikið magn af hraunmöl úr námunum við Mý- vatn. Aðal framleiðsla hennar voru holsteinar í útveggi húsa svo og hellur i milliveggi. Eitt- hvað hafði hún fengið af vikri vestan af Snæfellsnesi með skip um. Stjórnendur Léttsteypunnar töldu, að hagkvæmara mundi að reka fyrirtækið austur í Mý- vatnssveit heldur en á Akur- eyri m.a. vegna hráefnisöflun- ar. Voru þeir því mjög fúsir að flytja það austur og selja sína hluti ef þar fengjust kaupend- ur. Hins vegar vildi þó Ámi Árnason eiga áfram sinn hlut að einhverju leyti. 1 ágústmánuði 1963, var hald- inn fundúr heimiiismanna i Vog um og Reykjahlíð: Á þeim fundi mættu auk framangreindra manna Árni Árnason kaupmað- ur á Akureyri. Rætt var um stofnun hlutafélags um rekstur Léttsteypunnar. Ákveðið var að festa kaup á fyrirtækinu, ef samningar tækjust við fyrri eig endur. Einnig var rætt um að fá Brennisteinsverksmiðjuna í Bjarnarflagi keypta eða leigða fyrir starfsemi Léttsteypunnar. Þó var vitað að þar mundi vart hæf aðstaða nema með miklum lagfæringum og breytingum. Niðurstaðan varð sú að samn- ingar tókust um kaup á Létt- steypunni svo og um húsnæði í Brennisteinsverksmiðjunni. Var því fljótlega hafizt handa um allar framkvæmdir við undir- búning að flutningi Léttsteyp- unnar. Sunnudaginn 3. desember 1963 var haldinn fundur í Reyni hlíð með þeim mönnum, 21 að tölu, er gefið höfðu loforð um hlutafjárkaup í Léttsteypunni. Ljóst var þá að öll hlutabréfin mundu seljast upp. Að loknu þvi undirbúningsstarfi, sem hér hefur lítillega verið rakið, voru vélar Léttsteypunnar og annar búnaður fluttur frá Akureyri og komið fyrir í húsum Brenni- steinsverksmiðjunnar 1 Bjarnar flagi, eins vel og kostur var. Síðan hefur framleiðslan farið fram á þessum stað. Um miðjan desember 1963 hófst svo fram- leiðsla á hellum í Léttsteypunni hér í Mývatnssveit. 1 fyrstu var Bóas Gunnarsson í Stuðlum ráð inn verkstjóri. Hafði hann það starf með höndum í nokkur ár. Síðan hafa þeir bræður Hall- grímur og Pétur Jónassynir í Vogum stjómað verki. Byrjað var að steypa hellur 50x50 sm, þykkt 7 sm, svo og 5 og 10 sm. Einnig hafa verið framleiddir holsteinar í út- veggi, lengd 45 sm, hæð 19,5 og breidd 20 sm. Alls er búið að steypa frá því framleiðsla hófst hér um 560 þús. hellur og steina. Á síðasta ári var framleiðslan 70 þús. st. og hellur. Eins og áður er sagt er mikið magn af hraunmöl hér og svo vel hagar til að hún er mjög skammt frá verksmiðjunni. Það er því til- tölulega þægilegt og raunar frekar ódýrt að koma henni inn í sérstakt malargeymsluhús, sem byggt er áfast verksmiðjunni. Að sjálfsögðu er mölinni ekið á bifreiðum og sturtað niður i hús ið. Þaðan er henni svo mokað i mulningsvél, sem áföst er sjálfri hræruvélinni, þar sem sement- inu er blandað saman við. Síð- an er hræran losuð í skúffu, og henni lyft upp með rafknúnu spili og síðast hellt niður í steypuvélina. Allar ganga þess ar vélar fyrir rafmagni. Ot úr sjálfri steypuvélinni koma stein arnir og hellumar á sérstökum flekum, sem svo er raðað á slár í jámbúkkum. Hver búkki tek- ur frá 36 til 42 steina eða hell ur. Þegar lokið er við að steypa í búkkann er honum ekið inn í klefa. Að loknu dagsverki, þeg ar klefinn er orðinn fullur er honum lokað, og síðan hleypt í hann gufu. Hún er svo látin vera í klefanum tll næsta dags eða 14 til 15 kl.stundir, þá er hann opnaður og ekið út úr hon um. Hitinn í klefanum er um 90 stig. Frá þvi fyrsta hefur verið mikill og góður markaður fyrir framleiðsluna á Akureyri. Þar hefur Byggingarvöruverzlun Tómasar Bjömssonar haft söl- una með höndum. Árni Áma- son forstjóri hennar er lika einn af eigendum Léttsteypunn ar og i stjóm þess fyrirtækis. Aðrir í stjórn Léttsteypunnar eru Snæbjöm Pétursson í Reyni hlíð og Þorlákur Jónasson Vog- um. Á undanförnum árum hef- ur verið ágæt sala á fram- leiðslu Léttsteypunnar víðs veg- ar á Norður- og Austurlandi. Byggingarfróðir menn telja líka margfalt ódýrara að koma upp húsum með að hlaða þau úr steinum, heldur en ef þau væru stoypt. Með því móti spar ast óhemju vinna við uppslátt Framhald á bls. 13. Beríínarviðræðurnar dragast á langinn Eftir Robert Stephens EITT mikilvægasta málið, sem tekið var til umræðu á fundi Brandts, kanslara Vestur-Þýzkalands og Pom- pidous Frakklandsforseta, er haldinn var í París fyrir skömmu, var sú tillaga þess fyrmefnda, að fjórveldavið ræðunum um Berlín yrði flýtt. Lagði Brandt til, að sendiherrar fjórveldanna — Bandaríkjanna, Sovétríkj- anna, Bretlands og Frakk- lands — sem haldið hafa með sér fundi alltaf öðru hvoru undanfarna sex mánuði og rætt leiðir til lausnar Berlín ardeilunni, komi nú saman til fundar, þar sem viðræð- um verði haldið áfram sam- fleytt í heila viku. Vestur-þýzki kanslarinn óskar eftir samkomulagi, þar ' sem bætt yrði úr möguleik- unum til umferðar til og frá Vestur-Berlín, en borgarhlut- inn hefur verið aðskilinn frá austurhlutanum allt frá 1961, er Berlínarmúrnum alræmda var komið upp. Ef ekki koma til einhverjar tilslakanir frá Rússum, verður Brandt það sennilega ókleift að tryggja staðfestingu þýzk-sovézka samningsins, sem undirritað- ur var í fyrra, jafnt sem stað festingu samnings Vestur- Þjóðverja og Pólverja. Eftir að Brandt hafði undirritað samninginn við Sovétríkin í Moskvu, sneri hann heirn sannfærður um, að Rússar skildu fullkomlega, að stað- festing samningsins væri komin undir viðunandi sam- komulagi um Berlín. Þar sem hann trúði því, að Rúss- um væri það sjálfum mikið kappsmál að fá samninginn staðfestan, ályktaði hann sem svo, að þeir yrðu reiðubúnir til einhverra tilslakana í Ber lín. En til þessa hafa viðræður fjórveldanna um Berlín bor- ið lítinn árangur. í fyrstu leit svo út sem aðalhindrunin væri sú tilraun austur-þýzkra ráðamanna að koma í veg fyrir tilslakanir Rússa gagn- vart Bonn-stjórninni og að notfæra sér Berlínarmálið til framdráttar sér og öðlast enn frekari viðurkenningu á fullveldi Austur-Þýzkalands. í viðræðum þeim, sem fram hafa farið milli stjórnar- valda í Vestur- og Austur- Þýzkalandi, hafa Austur- Þjóðverjar reynt að setja Berlínarmálið fram á þann veg, að þar yrði lögð áherzla á yfirráðarétt þeirra yfir samgönguleiðunum til borg- arinnar. Vestur-Þjóðverjar hafa hafnað þessu á þeim for sendum, að staða Berlínar og samgönguleiðir til borgarinn- ar væru málefni fjórveld- anna. En nú virðist sem tvennt annað hafi komið til, sem seinki fjórveldaviðræðunum um Berlín. Annað snertir Sovétríkin, en hitt Bandarík- in. Rússar virðast hafa kippt sér upp við þá ákvörðun Atlantshafsbandalagsins, sem íekin var á ráðherrafundi þess í desember sl. þess efn- is, að það hlyti að verða skil yrði fyrir samþykki Vestur- veldanna við tillögu Sovét- ríkjanna um öryggismálaráð- stefnu Evrópu, að viðunandi lausn fengist á Berlínarmál- inu. Rússar telja, að þarna sé gengið lengra en í sam- komulagi þeirra við Brandt kanslara um skilyrði varð- andi Berlín fyrir staðfestingu þýzk-sovézka samningsins. Sökum þess að Rússar telja, að Vestur-Þjóðverjar hafi ráðið miklu um framan greinda ákvörðun NATO, er svo að sjá, sem þeir álíti, að Bonnstjórnin hafi hert kröf ur sínar og gert erfiðar fyrir um viðræðumar um öryggis- málaráðstefnu, sem Sovét- stjórnin virðist telja mjög mikilvæga. Þarna virðist hafa átt sér stað misskilningur eða mis- reikningur, því að Vestur- Þjóðverjar halda þvi fram, að þeir hafi ekki gert annað en standa við samkomulag- ið við Sovétstjórnina og það sem þeir hafi síðan gert, sé einungis í rökréttu samræmi við fyrri afstöðu. Þeir halda því fram, að evrópsk örygg- ismálaráðstefna þjóni miklu Umferðartruflun við Vestur-Berlín. — Hvenær, sem austur-þýzkum og sovézkum stjóm- völdum sýuist, geta þau truflað samgöngur til og frá Vestur-Berlín. frekar tilgangi, eftir að þýzk-sovézki og þýzk-pólski samningurinn hafi verið stað festir, heldur en á meðan allt er óvíst um þá. En til þess að tryggja staðfestingu þeirra, þá er samkomulag um Berlín nauðsynlegt. Hjá NATO tryggðu Þjóðverjar sér viðurkenningu á því hjá bandamönnum sínum, að þeir hefðu farið rétt að. En samt sem áður virðist sem Rússar hafi vegna þessa ákveðið að flýta sér ekki í viðræðunum um Berlín og að herða jafn- vei við og við að samgöngu- leiðunum vestur á bóginn til og frá Berlín. Sumir vestur-þýzkir dipló- matar óttast, að Bandaríkja- menn kunni einnig að vera að hægja á sér í Berlínarvið- ræðunum og það sé þáttur í afstöðu þeirra varðandi samn ingaviðræður við Rússa á víðari grundvelli. Margir Vestur-Þjóðverjar ala þann grun með sér, að afstaða Bandaríkjamanna til Berlín- armálsins kunni að mótast af því, í hve ríkum mæli Rúss ar reynist samstarfsfúsir á öðrum sviðum, t.d. í viðræð- unum um takmörkun kjam- orkuvígbúnaðar (SALT) og að því er snertir löndin fyrir botni Miðj arðarhafs. Bandaríkin hafa aldrei ver- ið mjög áhugasöm um ör- yggismálaráðstefnu Evrópu, sem þau telja, að verði fyrst og fremst tæki í höndum Rússa til þess að ná form- legri viðurkenningu á valda- stöðu þeirra í Austur-Evr- ópu. í flestum öryggismálefn- um kjósa Bandaríkjamenn heldur að snúa sér beint til Moskvu, til dæmis í SALT- viðræðunum eða fyrir til- stilli NATO á grundvelli beggja bandalaganna. Og enda þótt Washington hafi opinberlega fallizt á „Ost- politik" Willys Brandts, þar sem leitað er betri samskipta við Austur-Evrópu, þá eru þeir til í höfuðborg Banda- ríkjanna, sem ekki myndu hryggjast yfir því, þótt þeir sæju, að hemlum yrði beitt við stefnu Brandts. OFNS— Einkaréttur Mbl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.