Morgunblaðið - 16.02.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.02.1971, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR lfl. FEBRÚAR 1971 Minning; Halldóra Guðrún Halldórsdóttir Faedd 6. janúar 1912. Dáin 6. febrúar 1971. 1 dag fer fram frá Fossvogs- kirkju jarðarför frú Halldóru Guðrúnar Halldórsdóttur Anda- kílsárvirkjun. Halldóra var fædd að Odda- stöðum í Hnappadal í Kolbeins- staðahreppi 6. janúar 1912. Foreldrar Halldóru voru Hall- dór bóndi þar Jónsson frá Hlíð í Hnappadal, verða ættir hans ekki raktar hér, en 5. maður var hann frá Finni biskupi í Skál- holti. Um bróður Halldórs, Jón í Skjálg hefur listamaðurinn Rík- arður Jónsson ort mikið og gott kvæði, gert af honum mynd, og sagt skemmtilega frá honum, hin um meinyrtu snillisvörum Jóns þegar við hann var rætt. Ekki voru þeir í þessu ólíkir bræður Jón og Halldór á Odda- stöðum. Móðir Halldóru, kona Hall- dórs var Guðríður Jónsdóttir borgfirzkrar ættar fædd að Dals mynni í Norðurárdal, en fluttist bam að aldri með foreldrum sín um Jóni Jónssyni og Guðríði Guðmundsdóttur að Landbroti i Hnappadalssýslu. Upp úr aldamótunum, eftir eins árs búskap í sveitinni flutt- ust foreldrar Halldóru að Odda- stöðutó, harðbýlli fjallajörð en með veiðivatni. Svo til eignalaus taka þau jörðina á leigu, og má segja að það helzta sem þau hafi flutt með sér þangað, hafi verið bjart sýni, kjarkur og dugnaður, því fátt var um kvikfénað til að byrja með. Sívökul árvekni og þrotlaust starf bjargaði þessu öllu, og það svo rækilega að síðar keyptu þau jörðina, og voru ávallt veit- endur en ekki þiggjendur, þrátt fyrir vaxandi ómegð. Af ellefu börnum þeirra hjóna komust átta til fullorðins ára. Gestagangur var alltaf mik- ill á Oddastöðum, jörðin lá við alfaraleið er fara skyldi fjall- vegina Heydalsveg og Rauða- melsheiði, var þá mikið ferðazt um báða þessa fjallvegi. Þó að gestagangur væri mikill á Odda- stöðum var gestrisnin þó miklu meiri. • Þegar systkinin á Oddastöðum voru komin á unglingsár, var það ekki sjaldan að við unga fólkið neðan úr sveitinni eins og það var kailað færum fram að Oddastöðum um helgar á sumrin og oftar, var þá e.t.v. tekin upp harmonikkan eða aðrir leikír hafðir í frammi, verið gat, að báðir húsbændumir væru nieð í leiknum, víst var um það að aldrei var vandað um við okkur vegna hávaða, en gleði okkar imga fólksins var ánægja hús- bændanna. Þó komu veitingam- ar (kræsingar) án þess að gest- ir yrðu varir við fjarveru húsmóðurinnar, svo hljóðlega og látlaust veitti hún gest- um sínum beina, þetta sér- staklega fyrirferðarlausa lát- leysi gestrisninnar hafa allar þrjár dætur hennar erft ríku- lega. Sagt var það um Jón í Land- brotum móðurafa Halldóru, að er honum fannst tilbreytingalít- ið á vetrum hafi hann í vöku- iok gengið út fyrir dyr, horft til allra átta og óskað sér gesta. Oft sátu þar gestir næsta dag eða kvöld. Ég hef dvalið nokkuð við æskuheimili Halldóru heitinnar, sem stafar af því, að þaðan á ég sjálfur svo góðar minningar. Þótt Oddastaðir séu nú komnirí eyði, (en ekki úr eign fjöl- skyldunnar) þykir mér silung- urinn úr Oddastaðavatni beztur ef ég borða hann í gamla bæn- um á Oddastöðum með systkin- unum, þó þau geti nú líka boðið ið hann á sínum ágætu heimil- um. Við þær aðstæður, sem al- gengastar voru í sveítinni ólst Halldóra upp, þá var ekki um það að ræða almennt að foreldr- ar í sveit gætu kostað dætur sínar í skóla, aðal undirbúning- ur þeirra undir lífið og hús- freyjustörfin var oftast að kom- ast á góð heimili, og þá helzt í Reykjavík, þessa naut Halldóra eins og fleiri. Þegar Halldóra var um tví- tugt bar fundum hennar saman við ungan Hafnfirðing Óskar Eggertsson sem þá var hér við nám. Leiddi það til þess, að hún var heitbundin honum þegar hún kom heim næsta vor. Hún sagði lika frá þvi, að þessi ungi maður væri sveitungi sinn, þvi fæddur var hann í Kolbeinsstaðahreppi þó að flutzt hefði til Hafnarfjarðar ungur að aldri. Um þessar mundir fékk Halldóra óvænt boð frá frænd- um og vinum í Ameríku, (en þangað höfðu systkiní beggja foreldra hennar flutzt á sínum tima). Buðu þeir henni frítt far og dvöl þar hjá sér og varð það að ráði milli hennar og unnust- ans og fjölskyldu hennar, að hún þægi boðið meðan hann enn væri við nám. Fátt er betra fyrir unga stúlku, sem ekki á kost á námi, en að fá að sjá og reyna líf og starf annarra þjóða, og fá þannig innsýn í starf húsmóð- urinnar og víðari sjóndeildar- hring á fleiri sviðum. Eftir heimkomuna eða í des- ember giftist Halldóra unn- usta sínum Óskari Eggertssyni Benjaminssonar frá Hróbjargar- stöðum í Kolbeinsstaðahreppi sem þá var orðinn vélstjóri. Var það gæfuspor beggja. Búskapur var hafinn í Reykjavík, síðan á írafossi, en frá þvi að fyrstu vélar komu í Andakílsárvirkjun hefur heimili þeirra staðið þar, eða um tutt- ugu og fímm ára skeið, þar sem Óskar hefur frá upphafi verið rafveitustjóri Andakílsárvirkj- unar og er það enn. Heimili þeirra hjóna bar hús- freyjunni fagurt vitni um frá- bæra snyrtimennsku og um- gengni alla. Ekki er því veitt eftirtekt sem skyldi, að konur embættis- og sýslunarmanna í strjálbýli. sveitanna eru í allt annarri að- stöðu en stalisystur þeirra.í þétt býli. T.d. hvert er farið með þá mörgu gesti sem óhjákvæmilega koma vegna stöðu og starfs slíkra manna í kaupstaðnum? Á hótel, en í sveitinni inn á einka- heimilið. Það er því ekki lítill styrkur og stuðningur sem Halldóra heitin hefur veitt manni sínum á þessu sviði og þar með aukið á farsæld hans og lífsgæfu, enda er mér kunnugt, að það kunni maður hennar vel að meta. Hve mikill styrkur er það ekki húsbóndanum í miklum umsvif- um sínum, að geta gengið beint til komumannsins, hvort sem hér er um að ræða menn í embættis- Lokað verður eftir hádegi miðvikudaginn 17. febrúar vegna jarðar- farar bræðranna Elíasar og Ragnars Stefánssonar. BUKKSMIÐJAN GRETTIR. erindum vegna stöðvar og starfs! hans, eða annarra erinda og leitt þá fyrirvaralaust til stofu, þvi þar var allt til reiðu, jafnt þó húsfreyja yrði fyrst gestsins vör í andyri heimilisíns. Gátu þvi gestirnir jafnt notið hinna gestrisnu hjóna, hvort sem hér var um langa eða skamma dvöl að ræða. Alltaf viðbúin, þannig starf- aði hin vökula húsmóðir, þannig starfaði samstilltur hugur og hönd þeirra hjóna, er báru gagnkvæmt traust og virðingu fyrir hvort öðru, og störfuðu á þann hátt saman að velferð og sóma heimilisíns. Gestanauð er hvergi nema þar sem gestum er fagnað, þess vegna var aldrei gestalaust hjá Halldóru og Óskari, það vitum við sem reyndum. Halldóra var fríð kona og vel á sig komin, viðrasðugóð og skemmtilegt að vera með henni, átti gott með að blanda geði við annað fólk, jafnan hógvær, en átti líka gott með að láta mein- ingu sína í ijós, því skaplaus var hún ekkí. Um félagsmál hennar er mér ekki kunnugt, vissi þó að hún var í reglu Oddfellow-systra á Akranesi Þótt andlát Halldóru heitinnar hafi borið fyrr að en okkur varði, þá var það öllum ljóst er hana þekktu bezt að fjöldamörg ár eru liðin frá því að hún fann fyrst til þess sjúk- dóms, sem ekki varð við ráðið. Margar sjúkrahúsvistir, og ferðir til annarra landa hafa verið reyndar, nú síðast gengið undir mikla aðgerð á s.l. hausti í London. Hitt er okkur vinum hennar hulið, hve mikilli vinnu hún gat afkastað, með oft marga menn í heimili auk gesta og annarra umsvifa. Sálarþrek hennar var mikið, sérstaklega var það eftirtektar- vert hve lítið hún ónáðaði aðra með sjúkdómstali, og hafði hún þó oft ríka ástæðu til þess svo sem heilsu hennar var hátt- að. Þar kom líka til eins og áð- ur er sagt hin gagnkvæma vin- átta hjónanna. Með rósemi og traustleik tók maður hennar fylista þátt í sjúkdómsstríði konu sinnar og öllum tilraunum til bættrar heilsu. „Þátttaka mannsins míns og fórnfýsi í sjúkdómsbaráttu minni er minn bezti styrk- ur,“ sagði Halldóra eitt sinn við mig. Halldóra andaðist á Akranes- spítala aðfararnótt laugardags- ins 6. febrúar, en á Akranes kom hún daginn áður í heim- sókn til manns síns, sem þá lá þar á spítaianum. Þrjú eru börn þeirra hjóna: Rósa gift Sverri Hallgrímssyni 1. vélstjóra í Andakílsárvirkj- un. Alda gift Magnúsi Sveins- syni bónda á Slitvindastöðum á Snæfellsnesi áður gift Georg Ólafssyni véistjóra, og Kolbeinn er enn býr heima. Fjögur eru barnabörnin. Harmur er nú kveðinn að systkinum Halldóru heitinnar, börnum, barnabömum og tengda fólki, en mest hefur sá misst, sem mest átti. Megi minningin um góða konu og vissan um end- urfundi vera þér huggun í harmi. Ykkur öllum sendum við hjónin og fjölskyldur okkar, innilegar samúðarkveðjur. Signrður Árnason. HEIMILI frú Halldóru og henn ar ágæta eiginmanna Óskars Eggertssonalr, stöðvarstjóra er löngu iandsþekkt fyrir rausn og myndarskap. Halldóra var traust og góð kona, sem vildi öllum gott gera, það sýndi hún bæði í orði og verki. Ég gleymi ekki þegar dóttir okkar átti í miklum erfiðleikum, þá bauð Halldóra henni að koma til sín með börn in og dvelja hjá sér. í þessu sem öðru kom ávallt í ljós hjálpsemi hennar. Við vinir hennar viss- um, að hún var lengi búin að þjást af lasleika, en hún lét lít ið á því bera. í staðinn reyndi hún ávallt að hjálpa öðrum, sem hún taldi að ættu í meiri erfið leikum en hún sjálf. Ég gleymi heldur aldrei þegar ég síðastlið ið sumar varð fyrir óhappi og varð að 'leggjast inn á sjúkrahús Akraness, og er Halldóra frétti það, þá kom hún strax að heim sækja mig, þó vissi ég að Hall dóra var sjálf nýkomin heim frá sjúkrahúsi. Svona var hún alltaf tilbúin til að hjálpa. Við heimili hennar eru tengdar marg ar og góðar minningar. Þar var gott að koma. Með þessum fáu línum vil ég þakka Halldóru fyrir tryggð hennar við mig og fjölskyldu mína. Vini okkar Óskari og fjöl skyldu harvs og öðrum vanda- mönnum sendum við okkar inni legustu samúðarkveðju. I. I. „Sumarglaðir svanir kvaka suður um heiðavötnln blá“. HNAPPADALURINN á Snæ- fellsnesi er fögur sveit, en ef til vill nokkuð harðbýl. Hrikaleg fjöll, mikílúðug hraun, fagurblá vötn prýða landið og Rauðamels heiði liggur upp frá byggðinni. Oddastaðir er einn af innstu bæjum í sveitinni. Þaðan er fög ur útsýn, en erfitt til búskapar. Þar bjuggu um langt skeið hjón in Guðríður Jónsdóttir og Hall dór Jónsson, og munu þau mörgum minnisstæð, er þar áttu leið ura. Veraldarauður þeirra var að vísu oft af skornum skammti og stundum ekki meiri en til hnífs og skeiðar. Slíkt var ekki óalgengt hér á landi fyrir svo sem hálfri öld. En samt sem áður voru þau rík. Auðæfi þeirra voru fólgin í stórum og mannvænlegum barna hópi. Þau voru fólgin í miklum dugnaði og útsjónarsemi í því að sjá stóru barnaheimili far- borða og ekki sízt kom ríkidæm ið fram í gestrisni og myndar- skap, svo að af bar. Höfðings- lund hefur jafnan einkennt ís- lenzka bændastétt. Og hún réð sannarlega rikjum hjá þeim Guðríði og Halldóri á Oddastöð um. Hjónin á Oddastöðum eignuð- alls 11 börn, þar af komust 8 til fullorðinsára. Eitt þeirra var Halldóra Guðrún. Var hún fimmta bamið í þe&sari stóru fjölskyldu. Halidóra ólst upp heima á Oddastöðum, en um tvítugsald- ur fór hún til Reykjavíkur, var einn vetur í Samvínnuskólan- um, en dvaldist eftir það um tveggja ára skeíð hjá frænd- fóiki sínu í Kanada. Þaðan kom hún haustið 1935 rneð aukið víð sýni og reynslu. Ári síðar, hinn 19. - desember 1936, giftist hún eftiriifandi eiginmanni sínum, og sveitunga, Oddi Óskari Egg ertssyni frá Hróbjargarstöðum. Hafði hann lokið vélstjóraprófi þá um vorið. Stofnuðu þau heim ili, þótt efni væru af skornum skammti, og bjuggu í Reykja- vík til ársins 1943. Þá fluttust þau að Ljósafossi, þar var Ósk ar vélstjóri til 1946, en þá var hann ráðinn forstjóri hinnar nýju Andakílsárvirkjunar í Borg arfirði og hefur verið það síð- an. Börn þeirra Halldóru og Ósk ars eru þrjú, tvær dætur og fóstursonur. Rósa Guðríður sem gift er Sverri Hallgrímssyni vél stjóra í Andakílsárvirkj un og eiga þau tvo syni, Óskar Eggerts og Hallgrím. Alda, sem gift er Magnúsi Sveinssyni bónda að Slitvin dastöðum í Staða^sveit. Hún á tvær dætur, Guðrúnu og Halldóru. Kolbeinn er kjör sonur þeirra. Hann er um tví- tugt og er ókvæntur heima. Þegar Oddfellowstúka fyrir konur var stofnuð á Akranesi, var Halldóra eitn af stofnendum hennar og studdi starf hennar af alúð. Hún bar mjög fyrir brjósti hvers konar líknarmál, m.a. sjúkrahúsið á AkranesL Hafði hún forgöngu um það, og átti sjálf þar stóran hlut, að konur í Andakílshreppi gáfu sjúkrahúsinu sjóð að upphæð 75 þúsund kr., og átti að verja honum til tækjakaupa. Á þessu ári eru liðin 25 ár síðan að þau Halldóra og Óskar fluttust í Borgarfjörð. Þau hafa átt þátt í því meira en nokkrir aðrir, að orkuverið við Anda- kílsá hefur verið rekið með framúrskarandi dugnaði og hag- sýni. Raforkunni hefur á þess- um tíma verið dreift um gjör- vallan Borgarfjörð og __ hún reynzt örugg og ódýr. f öllu uppbyggingarstarfi þarf að leggja fram hug og hönd. Það gerðu þau hjón bæði af mikl- um dugnaði og einlægum áhuga. Oft var þá gestkvæmt á hinu fagra heimili þeirra. Þar fór vel saman ágæt þekking og at- orka forstjórans og myndarskap ur og gestrisni húsfreyjunnar. Þar mátti glöggt greina einkenn in frá Oddastöðum, góðvild, myndarskap og höfðingslund. Um alllangt árabil hafði Hall- dóra ekki verið heil heilsu. Það var æðakerfið til höfuðsrns, sem ekkí var í því lagi, sem vera óttL Leitaði hún margra lækna utan lands og innan, og sl. haust gekk hún undir áhættusaman uppskurð í London og fylgdi maður hennar henni þangað. Uppskurðurinn lánaðist að vísu, en hún fékk ekki þann bata, sem hún hafði vonazt eftir. Banamein hennar var heilablóð fall. Kveðjuathöfn fór fram frá Hvanneyrarkirkju 11. þ.m. Hana flutti sr. Sigurður Pálsson vígslubiskup á Selfossi. í dag er hún tii moldar borin í Foss- vogskirkjugarði í Reykjavík. Halldóra Guðrún var fríð kona og frjálsmannleg. Hún undi sér vel í vinahópi, en var ekki gjörm til þess að láta mik- ið á sér bera. Verkin hennar voru vel af hendi leyst og með skörungsskap. Það var gott að vera gestur þeirra hjóna, Hall- dóru og Óskars. Hún var trygg- lynd og vinaföst. Manni sínum var Halldóra svo traustur og heilsteyptur lífsförunautur, að vart verður á betra kosið. Sjúk- leika sinn bar hún framúrskar- andi vel, og oftast urðu gestir hennar ekki annars varir en að hún væri alheil heilsu. Margir vinir þeirra hjóna hafa þessa síðustu daga sent Óskari Eggertssyni hlýjar sam- úðarkveðjur og gert sitt til að styrkja hann og fjölskyldur þeirra í þungri sorg. Slíkar hugsanir og bænir hafa vissu- lega áhrif í þá átt, sem þeim er bernt í, og það hefur einnig átt sér stað hér. Fyrir hönd vina þinna og fé- laga vil ég að lokúm mtóma þig á þetta: Þú ert fátækur við missi góSrar eiginkonu, en þú hefðír verið miklu fátækari, ef þú hefðir aldrei eignazt hana. Hvanneyri, 15. febr. 1971 Guðm. Jónsson. Hún Dóra frá Oddastöðum er dáin. Frá bernsku hennar 1 Hnappadal höfum við ailtaf kallað hana þvi nafni, þó hún héti fullu nafni Halldóra Guð- rún. Við fráfall hennar verður mér hugsað til Hnappadals, þessa óreglulegá og sundurleita dals ■við innsta hluta Snæfellsnes- fjallgarðs að sunnanverðu, sem tekur þó flestum öðrum dölum fram að fjölbreytni í landslagi og náttúrufari. Þar eru háar og hrikalegar fjallseggjar og gníp- ur með hamrastöllum og djúp- um gljúfrum, eldgígar og brunahraun, stórir hraunhellar og neðanjarðarvatnsföll, hamra- borgir og sandfelL En þar eru Framhald á bls. 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.