Morgunblaðið - 16.02.1971, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 16.02.1971, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1971 17 Ráðstefna FAO um mengun heimshafanna DAGANA 9.—18. desember var haldin í Rómaborg á vegum Matvæla- og landbún- aðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) ráðstefna um mengun heimshafanna, áhrif mengunarinnar á lífið í sjónum og fiskveiðamar. Ráðstefnuna sóttu rösklega 300 fuiltrúar viðs vegar að úr veröldinni, þar á meðal þeir Svend Aage Malmberg, haffræðingur og Geir Arne- sen, efnaverkfræðingur frá íslandi. Fyrir ráðstefnunni lágu um 150 rannsóknaskýrsl ur, sem skipt var niður í eftirfarandi sjö málaflokka: 1. Mengunarástand sjávarins nú á dögum. 2. Ferill og afdrif mengunar- efna í sjónum. 3. Áhrif mengunar á lífsferil lífveranna í sjónum. 4. Umhverfisbreytingar og áhrif þeirra á samfélög líf veranna í sjónum. 5. Tæknileg vandamál við að draga úr mengun og vinna gegn áhrifum henn- ar. 6. Áhrif megunarefna á gæði fiskafurða og fiskveiðar. 7. Vísindalegur grundvöllur fyriar alþjóðlegri löggjöf um eftirlit með mengun vegna varðveizlu auðæfa sjávarins og fiskveiðanna. Eftir að aðalatriði skýral- anna höfðu verið kynnt fund armönnum voru þau rædd á almennum fundum og sam- þykktir gerðar um margvis- leg atriði. Þessar samþykkir eru ábendingar og tillögur til úrbóta, sem vísindamenn vona að geti einnig orðið grundvöllur að alþjóðasam- þykktum um þessi vanda- sömu mál áður en langt um líður. M.a. skýrsla var bráða- birgðaskýrsla norskra og sænskra vísindamanna um mengun af völdum klórkol- vatnsefina, sem eru úrgangs- efni frá plastframleiðslu. Ástæðan fyrir rannsóknum vísindamannanna voru frétt- ir er bárust í maí sl. um að miklu magni af þessum efn- um hefði verið kastað í sjó- inin, án þess að nokkuð væri vitað um hugsanleg áhrif á Klórkolvatnsmengun í Atlantshafi rannsökuð líf í sjónum. Rannsóknirnar voru tvíþættar, staðarrann- sóknir og rannsóknir á rann- sóknastofu. Rannsóknirnar voru gerðar á tímabilinu 18. júní til 28. september sl. og voru tekin sýnishorn á stóru svæði á N.-Atlantshafi. Bráðabirgða- niðurstöður af rannsóknum þessum, sem enn eru stutt á veg komnar, benda til að klórkolvatnsefni sé að finna Kortið sýnir svæðið, sem rannsakað var. X þýðir að sýnishorn hafi verið neikvæð eða ekki rannsökuð enn. X með svörtum depli þýðir að sýnishorn hafi innihaldið klórkol- vatnsefni. kortinu, sem fylgir hér er norður úr Barentshafi, suð- ur með Noregsströnd að austurströnd íslands, suður með landinu að Faxaflóa og þaðan til Grænlands. Á nær öllu þessu svæði kemur í ljós vísbending tun að um. nokkra klórkolvatnsefna- mengun sé að ræða, þó að rannsóknir séu enn það skammt á veg komnar, að ekki sé hægt að segja til um hversu alvarleg mengunim sé. Það er heldur ekki vitað hver skaðsemismörkin eru af völdum klórkolvatnsefna- mengunar. Engu að síður telja vísindamennimir sig vita að þessi efni geta verið hættuleg fiskum og sjávar- gróðri og því sé nauðsynlegt að halda áfram rannsóknum á þessu sviði. mjög víða í N.-Atlantshafi og Berentshafi. Norska hafrannsóknarskip- ið Johan Hjort tók m.a. þátt í rannsóknum þessum og í fyrstu skýrslunni frá skipinu segir m.a.: „Mikið magn af ögnum var að sjá í sjónum, þar sem rannsóknir voru gerðar á 57. gráðu norðlægr- ar breiddar og 4. gráðu aust- lægrar lengdar. Lituðu agn- ir þessar sjóinn rauðan og hvítan á ýmsum svæðum. Agnir þessar virtust vera dauð svif og sáust niður á 2-3 metra dýpi. í yfirborði sjávarins mátti einnig sjá fisk illa á sig kominn. Við frekari rannsókn kom í ljós að agnimar voru svif og fiskurinn, sem var 3 cm þorskseiði og vatnssýnishorn innihéldu klórkolvatnsefni.“ Rannsóknarsvæðið sem um er' að ræða og fram kemur á Notkun hafsins sem ruslakistu - EIN af skýrslunum, sem lögð var fram á FAO-ráðstefn- unni var samin af þremur starfsmönnum norsku Haf- rannsóknarstofnunarinnar og fjallaðl um losun iðnaðarúr- gangsefna í Norðursjóinn. 1 upphafi skýrslunar segir að hin mikla upphygging efna- iðnaðar í heiminum hafi haft í för með sér mikið vanda- mál í sambandi við losun úr- gangsefna. Nú sé svo komið að almenningsálitið í iðnaðar löndum leggist svo sterkt gegn því að þessi árgangs- efni séu losuð á landi eða brennd, að iðnfyrirtæki hafi nú snúið sér að hafinu sem ruslakistu. Yfirleitt er úr- gangsefnum sökkt, á úthöf- um sem engin lög eða reglu- gerðir nái yfir. Úrgangsefni þessi eru yfir- leitt sett í 200 lítra járntunn ur, avipaðar þeim, sem not- aðar eru til að geyma geisla- virk úrgangsefni. í tunnur þessar er sett 10 cm þykkt steypulag og þær fylltar vel, til að tryggja að þær sökkvi. Svo virðist þó sem ekki sé jafn vel vandað í sambandi við staðarval til að sökkva þessum tunnum, því að tals- vert magn af twnnunum hef- ur komið upp I botnvörpum togara á miðum í Norðursjó. Fyrst varð vart við þessar tunnur fyrir 10 árum, en ekkert gert í málinu vegna þess að þá var aðeins um eina og eina tunnu að ræða. Undanfarið hefur þetta aftur á móti aukizt og nýlega fékk einn togari 8 slíkar tunnur á einum degi i vörpuna. Rannsóknir á innihaldi tunnanna hafa leitt í ljós, að þær innihalda bæði úrgangs- efni frá olíuiðnaðarfram- leiðslu og plastiðnaði. Fiski- menn hafa sagt að önnur úr- gangsefni sé einnig að finna í Norðursjó, en þau hafa enn ekki verið rannsökuð. Upplýsingar um magnið, sem kastað er í sjóinn eru mjög takmarkaðar, en vitað er að eitt olíuiðnaðarfyrir- tæki í Evrópu áætlaði að það hefði sent um 10 þúsund tunnur með úrgangsefnum á einu ári. Fyrirtækið hafði þanm hátt á að það samdi við verktaka, sem starfaði í samvinnu við skipamiðlara. Skipamiðlarinn sá síðan um að útvega skip til að flytja tunnumar á losunarstaðinn. Mjög algengur losunarstaður er á svæði norður af 65. gráðu norður breiddar, þar sem dýpi er um 2000 m. Eft- ir að skipið hafði losað farm- inn, gaf skipstjórinn skipa- miðlaranum skýrslu er kom- ið var í land og þá um leið afrit af leiðarbók skipsins. Svo virðist þó, sem að ekki hafi allir farið eftir fyrir- mælum um losunarstað, ef dæma á af tunmum sem fundizt hafa í Norðursjó. Hugsanlegt er líka að sumir verktakar noti raunverulega Norðursjóinn sem losunar- stað. í lokaorði skýrslunnar seg ir að berjast verði gegn því að Norðursjór og hafið und- an ströndum Noregs sé notað sem ruslakista fyrir iðnaðar- úrgang. Tunnurnar, sem koma í botnvörpuna, sem er algengasta veiðarfærið á þessum slóðum, tefja veið- arnar og innihald tunnanna getur einnig verið hættulegt fiskimönnum. Á það er bent, að um helmingur tunnanna sem komið hafa upp í vörp- unni voru lekar og innihald þeirra skaðvænlegt mönnum, hvað þá þegar það blandast fiskinum er hann kemur á þilfarið. Ekkert sé þó eins alvarlegt og uggvænlegt og það sem gerzt getur, ef mik- ið magn af þessum skaðvæn- legu efnum losnar úr umbúð unum og dreifist yfir hafs- botinin. Slíkt geti eyðilagt Kortið sýnir losunarstaði úrgangsefna í N.-Atlantshafi. X undan suðurströnd Noregs sýna staði, þar sem tunnur hafa komið upp í botnvörpum. Krossinn á hafinu milli tslands og Noregs sýnir staðinn, sem vitað er að er notaður sem rustakista fyrlr úrgangsefni. örvarnar sýna strauma. góð fiskimið auk þess sem efnin geti borizt langa leið með straumum og haft skað- vænleg áhrif á hrogn og fiskseiði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.