Morgunblaðið - 24.02.1971, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.02.1971, Blaðsíða 8
8 MORGUNBL.AÐIÐ, MIÖVIKUDAGUR 24. FÉBRÚAR 1971 Hægt að tala heimsálfa milli með rafreiknum IBM kynnir nýja f jarskiptatölvu ENNÞÁ styttast fjarlægðir milli íslands og annarra landa. IBM- umboðið á íslandi kynnti í gær fyrir blaðamönnum nýjan mögu leika til þess að komast í beint samband við hina gríðarstóru og fjölhæfu tölvu í Kaupmanna höfn, sem nærri samstundis skil ar útreikningum hinna flókn- ustu daema. Ottó Michelsen og tæknifræðingar hans kynntu danska verkfræðinginn Bent Rosenkranz, sem starfað hefur h.jtí IBM í 8 ár, og sýndi hann síðan tölvuna í notkun. Þegar skrifað er á reiknivélina eða öllu heldur ritvélina, því að tölvan skilar ekki síður frá sér orðum en tölum, er eins og hann sæti við sams konar vél úU í Kaupmannahöfn. Þarf auðvitað fyrst að ná símasambandi við númer tölvunnar og siðan mata hana á spurningum, og svarið kemur á augabragði, liklega líð * ur ekki sekúnda, þar til svar ið kemur fram. Allt þetta byggist á svoköll- uðu APL-tungumáli, sem stend ur fyrir „A Programming langu age", og með tilkomu þess er nú mögulegt fyrir skrifstofur, sjúkrahús, rannsóknastofur, teiknistofur o.fl. fyrirtæki að komast í beint samband við raf reikni á borð við IBM system 360/40, og fá á órskammri stund eins og áður segir svör við flóknum dæmum. Þeir, sem þekkja undirstöðu- atriði APL-tungumálsins þurfa nú ekki annað -en hringja og fá símasamband við tólvuna. Með því að stimpla tölur inn á stöð notandans (terminalinn), sem er nauðalík venjulegri raf magnsritvél, er hægt að láta raf reikninn framkvæma hina flókn ustu útreikninga, og svaríð skrif ast svo sjálfkrafa á sömu ritvél. APL-tungumálið mé nota á mörgum mismunandi stigum, — í einföldustu mynd má nota tölvuna sem borðreiknivél til að framkvæma venjulega útreikn- inga, en jafnframt er hægt að gera flóknustu vísinda- og tækni útreikninga á mjög hagkvæman hátt. Eigi hins vegar að vinna úr miklu magni af gögnum, hentar betur að nota venjulegt for- skriftarkerfi. Danmörk varð fyrst Evrópu- ianda til að taka þetta kerfi í notkun, eða fyrir rúmu ári, en þá voru liðin 3 ár, frá því að kerfið var tekið í notkun í Bandaríkjunum. Bent Rosenkranz sýndi blaða mönnum ýmíslegt í sambandi við þetta, og fengu þeir að leggja dæmi fyrir tölvuna, sem hún svaraði á augabragðí, og efnin, sem um var spurt voru hin margvíslegustu, allt frá út reikningi á því fræga stærð- fræði ,^Píi" og til vikudags ein- hvers fæðingaidags blaðamanns. Og þetta er ekki bundið við Reykjavík eina, því að fólk ut an af landi getur notað kerfið iíka, með því að hringja í tölv- una. Ekki hefur kerfi þetta ver ið tekið upp enn á íslandi, þótt það hafi þegar verið prófað við góða raun, en margir aðilar Bent Rosenkranz sýnir btaðamönnum á sjónvarpsskermum, hvernig kcríið' vinnur. gætu haft gagn af notkun þess, svo sem skólar, ýmis fyrirtæki og opinberar stofnanir við ýmsa áætlunargerð. Kerfi þetta er mikið notað i sambandi við sjukrahÚ3 í Danmörku, einkan lega við blóðrannsóknir og ým islegt fteiri. Eins í sambandi við skattaútreikning. Notkun slíks kerfis hfýtur alltaf að verða dýrari hér, vegna fjar- lægðarinnar, en sjálfsagt mætti fá lækkun á símtalagjaldi, t.d. ef „talað" yrði á næturnar. — G j aldey r isskil laxveiðimanna Nú um daginn sendi Seðla- bankinn frá sér tilkynningu til fjölmiðla um gjaldeyrisskil út- lendinga er hafa á leigu lax- veiðiréttindi í landinu. Ekki hef ég tölurnar við höndina enda skipta þær ekki máli en þegar sú viðbót, sem við fréttina var hnýtt, að sumir hverjir úr hópi þessarra útlendinga hefðu greitt leiguna í ísl. krónum þá rak mig í rogastanz. Hvaðan höfðu út- lendingar þessir fengið ísl. gjaldmiðil í svo stórum stíl? Varia hafa þeir labbað sér inn f banka og skipt sínum útlenda gjaldmiðli i íslenzkan til að greiða með leigugjöld sin og þaðan af síður hafa þeir komið með ísl. krónur að heiman frá Bér. Varia er um annað að ræða en að þessir peningar séu inn komnir fyrir veiðileyfi, sem menn þessir hafa selt Islending- um. Ef útlendingar selja veiðileyfi hér á Iandi þá eru þeir farnir «6 stunda atvinnurekstur, reka fyrirtæki. Samkvæmt ísl. lögum er það aftur á mótí bannað og varðar háum sektum að brjóta það bann. I lögum nr. 39 1951 um rétt eriendra manna tíl að stunda atvinnu á Islandi þarf serstakt leyfi, atvinnurekstrar leyfi, til að útlendir menn megi vinna sjálfstætt eða starf- rækja atvinnufyrirtæki og getur fétagsmálaráðherra ernn veitt það leyfi. Slík leyfi eru hreint ekki auðfengin og ýmsum skil- yrðum bundin t.d. verða menn að vera heimilisfastir hér á landi og ekki má veita leyfið til lengri tima en þriggja ára í senn. Spurningin er því þessi: getur það komið til mála að aMir þeir útlendingar sem hafa tekið lax- veiðiár á leigu hér á landi á undanförnum árum hafi fengið atvinnurekstrarleyfi. Ég leyfi mér mjög að efast um, að slíkt geti komið til mála. Það má heita augijóst að þeir útlendingar, sem greitt hafa leigu sina í ísl. krónum eru að brjóta lög. Og hvað þá um hina sem greiða í útlendum gjald- miðli. Ætli það sé vist að þeir séu á hreinu? Það leyfi ég mér einnig að efast um. Þau dæmi eru kunnug þar sem útlending- ar hafa tekið á leigu laxveiðiár beimlínis með það fyrir augum að endurleigja öðrum útlejiding- «*m og Islendingum e.t.v. lika. Hinir útlendu veiði- menn greiða að sjálfsögðu fyrir sín veiðileyfi með útlendum peningum sem síðan er að hluta skilað til Seðlabanka Islands. Að sjálfsögðu reyna hinir út- lendu leigutakar, sumir hverjir að minnsta kosti, að leyna um- svifum sínum hér og segjast að- eins vera að leyfa vinum sínum að renna færi og komi engin greiðsla fyrir. Það er þó senni- legra að fyrir komi full greiðsla og ekki nóg með það heldur eru þess dæmi að veiðimennirnir fái ekki að halda veiði sinni, eins og tíðkast víðast erlendis, en út- lendir menn selja síðan lax í stórum stíl til útflutnings héðan af landinu. Ekki nóg með þetta því önn- ur staðreynd Wasir við í málinu. Lögin frá 1951 sem vitnað var til að framan gera ekki ráð fyr- ir þeim möguleika að útlending- ar noti Islendinga sem leppa fyr- ir sig og láti þá að nafninu til reka fyrirtækin. Það mun á allra vitorði að í fjölda tilfeíla koma tilboð í laxveiði frá ísl. mönnum, sem hafa útlendinga á bak við sig og eru að ásælast hlunnindi, sem standa þeim lokuð alls stað- ar annars staðar í heiminum. Það er sannarlega ekki efnilegt að slíkt skuli vera látið viðgangast og ekkert er nærtækara en að hugsa sér að utlendingar geti á þennan hátt smeygt sér rnn á á fleiri svið íslenzks atvinnu- lífs. Hin geysilega uppsprenging verðs á veiðileyfum síðustu ár má með vissu að miklu leyti kenna hinni miklu útlendu eft- irspurn. Ekki er að neita því að laxveiðin er m.jög mikil ferðamannasegull og rmun er fram líða stundir verða kóróna þeirra landgæða, sem gera Is- land einstakt meðal heimsins landa, þegar aðrir eru að kafna í reyk og skít og allt villt líf er að deyja út. Ekki munu þó lax-veiðimenn verða nema lít- ill hluti ötlendra ferðamanna en það eru ferðamenn, sem gætu gef- ið af sér góðar fulgur í gjald- eyri og er það blálegt, að út- lendir atvinnuveiiBmenn fara með þann gjaldeyri úr landi a'ft- ur. önnur vandamál gera vart við sig í sambandi víð laxveiðimál- in, en þau snúa eingöngu að okkur Islendingum sjálfum. Á ég þar við þá óhæfu að einstakir aðilar, einstakliagar eða íyv- irtæki geti eignazt heilar lax- veiðiár en fjöldi þeirra er i einkaeigu. Er þar aðallega um að ræða arf frá þeim tíma þegar menn gátu keypt þessi hlunnindi út úr jörðunum ein sér, og kom ust þá ættir eða fyrirtæki yfir góðar ár sem síðan hafa verið lokaðar öðrum en eigendum þeirra. Skoðun mín er sú að slík- ir hlutir geti og eigi ekki að vera í einkaeign og ætti hiklaust að láta ríki eða sveitarfélög yfirtaka veiðirétt í ám og vötnum sem svo er háttað um. Má t.d. benda á fordæmi um það frá Bandaríkj- unium. Víkjum svo aftur að útlend- ingunum. Hvernig má vera að slikt andvaraleysi hefur við- gengizt. A.m.k. ein stofnun, emb- ætti veiðimálastjóra, á að hafa eftirlit með öllum slikum málum. Væri ekki rétt að stinga við fót- um og hætta að leyfa útlending- um að brjóta lög átölulaust, ekki einasta þau lög, sem hér hafa verið nefnd, heldur miklu fleiri lög s.s. skattafög og bókhaldslög. Skúli G. Johnsen. Laus úr haldi Tupamarosmainia Ríó de Janeiró, 22. febrúar. — AP, NTB. — RRASIUSKI læðtsoiaCurÍMB Aloi.sk> Dias Gomide, sem skæru- liðar Tupamaros hreyfingarinn- ar í Uruguay létu lausan úr haldi í gærkvöldi, kem í dag til Ríó de íaaeiró. Tupamaros-hreyfing- in hafði Gemide í hakti í 7 máon- uði og hefur enn ekki sleppt brezka sendiherranum, Geoffrey Jackson, og bandarískum búfræð ingi, C'laude 1«. Ily. Gomide ræðismaður kom til Páó í þotu, sem brasilíski fluig- herinn lét í té. Blaðamönnum var ekki íeyít a'5 tala við hann. Kotia Gomides mun hafa kom- ið því til lieiðar að horiíum var ssleppt úr haldi með samkormu- iagi, sem hún gerði við Tupa- maxos-mienin. óstaðfestar fréttir í Montevideo herina að Tupamaros hafi fengið 250.000 dollara í lausnargjald fyrir ratðismaran- inin. Laeknisskoðiin hefur leitt í Ljó», að Gomide er við tiltöliu- lega góða heilsu eftir fangaviait- ina. Jorge Pacheco Areco Uruguay- forseti hefur neitað að semja við Tupamaros og fyrirskipað um- fangsmiklar leitairaðigerðir. — Nokkur ákvæði stjórnarslkrárLnn- ar voru feild úr gildi í 40 daga eftir að Jackson sendiherra var rærtt í síðasta márnuði, en F)y hef ur verið í haldi síðan í agúst í fyrra. Áður en Gomide var lát- inin laus sagði Tupamaros-hreyf- ingin í bréfi, að honiuim yrði sleppt þar sem lokið væri við- ræðum uim mál hans og þar sem stjórnin hefði ákveðið að setja aftur í gildi maininréttinda- ákvæði stjórnarskrárinnar. Þrátefli í Finnlandi Helsingfors, 22. febrúar, NTB. VERKFALL málmiðnaðarmanna í Finnlandi hefur í dag staflið í þrjár vikur, og enn er óvíst hve- nær raunverulegar sátlatilraunir hefjast. Ahti Karjalainen hefur skýrt frá því á þingi, að stjórnin hafi ekki í hyggju að hlutast til um lausn deilumuwr i bráá. Um 70.000 starfsmenn málmiðnaAar hw era í rerkfalH, eg kemur verkfallíð þyngst niður á skipa- sjmiðastöðvum, námum og véla- verkstæSuoa. Til söiti Við Bergstaðast. 5 herb. 160 fm 2. baeð í góðu standi. 5 herb. 2. haeð, endaíbúð, við Álfheima í góðu standi með sérþvottahúsi á baeðinm. — Tvennar svatir. 4ra herb. risíbúð við Sogaveg. 3ja herb. t. haeð við Sörfaskjóí með stórum bítskúr, sértwti. Nýleg kjörverzl'un ásamt kjötiðn aðairplássi á góðum stað í Austurborginot. Höfum kaupendur að 3j-j tH 4r> herb. haeð, heHzt í Vesturbae með útborgun 1000^1200 b Höfum kaupendur að 5 herb. haeð, helzt í Háateitishverri eða í Hlíðunum. Útb. T20O— 1400 þús. [inar Sigurtsson, hdL Ingólfsstrsetl 4. Simi 16767. Kvóldsími 35993. Magnús' Magnússon prófessor og Jakob Björnsson verkfræðingur hafa báðir verið í Kaupmanna höfn til að kyrina sér þetta míál. Voru forráðamenn IBM á einu máli um, að margvísleg not mætti hafa af kerfi þessu, sér staklega vegna þess, að íslenzk ir rafreiknar eru ekki ennþá nógu fullkomnir. íbuðir fil solu 3ja herb. rishaeð, um 110 fm og 5 herb. íbúð, báðar á sama stað í Laugarásnum. Útsýrws- staður. ÍHAMRÁBORa Fasteigna- og verðbréfasala Laugavegi 3. Simi 25-444. Heimasími sölumanns 30534. og 42309 2ja h-;rb. góð kjallaraíbúð í fjöl- býtoshúsi í Vesturbænum. 3ja herb. kjalllaraíbúð í HWðun- um, sérinngangur, sérhitt. 3ja herb. íbúð á haeð í HKðun- um, 5 herb, sérhaeð í Kleppsholti. 5 herb. góð íbúð við Laugarnes- veg. 5 herb. haeð í Læk/unum. 5 herb. íbúðar- eða skrifstofu- hæð i M'iðbænum. Sanngjarnt verð. 5 herb. sérhæð í Htíðunum í skiptum fyrir góða 3ja herb. htt Einbýtishús í Kópavogi, hæð og porrbyggt ris. Á haeð eru 2 stofur, svefnherb., etdhús og bað, í risi 4 svefnherb. og srryrtiherb. I smíðum 4ra herb. sérhaeð í Kópavogi, að mestu titbúin undir tréverk Sanngjarnt verð. Hagstaeðir greiðsJusk i fmátar. Höfum fjárstcrka kaupendur að íbúðum, sérhaeðum og ein- býfehúsum af öíium staerð- um. Málilutníngs & [ffasteignastofa^ ilgnarGiíslafssonJáj Austurstræti 14 ! Símar 22S70 — 2T750., , Utan skrifstofutíma: J — ««a

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.