Morgunblaðið - 24.02.1971, Síða 12

Morgunblaðið - 24.02.1971, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1971 Skúl! Benediktsson, kennari; POPP- SKÓLA- FRUM- VARPIÐ TVÍHÖFÐAÐ SKRlMSLI í MLSTERI ÓTTANS Nú nýlega hefur verið lagt íram á Alþingi frumvarp um ný- skipan fræðslumála. Reyndar ei það að formi tvö frumvörp, en er þó aðeins einn óskapnaður, tvíhöfðaður. Áróðursskrumið um þetta frumvarp, sem nú gengur undir nafninu poppskólafrum- varpið, minnir óneitanlega á aug lýsingaáróðurinn kringum breyt ingu á tilhögun landsprófs mið- skóla haustið 1968. Og vissulega hefur aðstandendum frumvarps- ins tekizt vel, hvað áróðurinn snertir; á ytra borðinu er það þakið skrautfjöðrum, en þegar að er gáð loðið og lubbalegt. Menntamálaráðherra og „fræð ingar“ hans liéldu að visu lok- aðan „kynningarfund“ um frurn varpið, áður en það var lagí fram á Alþingi. Til fundarins var boðið fulltrúum ýmissa stéttasamtaka. Það þarf engau speking til þess að sjá tilgang fundarins. Þessa aðila átti að blekkja til fylgis við frumvarp ið á einni kvöldstund. Frumvarp ið er þó svo flókið — eða rétt- ara sagt loðið,— að engin von var til þess, að neinir nema þeir, sem þaulkunnugir eru fræðslu lögum og skóiastarfi, hefðu minnstu möguleika á að kynna sér það og taka afstöðu til þes& á einu kvöldi. En nú átti að nota forvígismenn fjölmennustu hagsmunasamtaka landsins til þess að knýja þingmenn til að afgreiða það, — óbreytt a.m.k. í meginatriðum, —á þinginu, sem nú er rétt að ljúka. Á fundinn var boðið nokkrum reyndum skólamönnum, sem sáu fyrir, hvers konar skemmdarverk hér var á ferðinni. En ákveðnum mótmælum þeirra og rökum gegn frumvarpinu var engu skeytt. Einræðishneigðin sýndi sitt rétta andlit. Það sýnir ennfremur lævísi, að poppskólafrumvarpinu skuli fleygt inn á Alþingi rétt fyrir kosningar, einmitt þegar hús ið, sem blasir við Jóni Sigurðs- syni, við Austurvöll hefur um- hverfzt í musteri óttans. Margir þingmenn, sem þekkja að vonum lítt til fræðslumála og skólastarfs, hafa annaðhvort orð ið að taka afstöðu til frum varpsins að lítt athuguðu máli eða teljast ella áhugalausari um fræðslumál en pólitískir anc^ stæðingar, sem hafa látið kylfu ráða kasti. En á Alþingi virðist sú siðaregla gilda, a.m.k. i þessu tilviki, að ekki megi lofa eitt, svo að annað sé ei lastað. Jafn- framt því að poppskólafrumvarp ið veldur þingmönnum slikum of skynjunum, að þeir greina enga hættu því samfara, keppast þeir um að hella úr skálum reiði sinn ar yfir „kerfið“ illræmda, þ.e.a. s. fræðslulögin frá 1946. Hinu ættu þeir og aðrir samt að gera sér grein fyrir, að hið sama gild ir um skólamál og svo margt ann að, að þeim verður ekki stjórn- að eftir neinu einstrengingsiegu kerfi, svo að vel fari. Reynsla og brjóstvit þeirra, sem með mál in fara, er það sem úrslitum ræður. Kreddur hafa jafnan ver ið framþróun fjötur um fót. En víkjum næst að þessu ógnvekj- andi „kerfi". KERFIÐ — OG LÖG TIL A» FRAMKVÆMA LÖG í október 1968 skrifaðí ég grein, er ég nefndi Skólamál og skinhelgi. Birtist hún i þremur reykvísku dagblaðanna (i Mbl. 16. okt.). Tilefni greinarinnar voru ■ breytingar á tilhögun landsprófs miðskóla, er ég sýndi fram á, að væri ýmist til bölvun ar eða gerðar í blekkingarskyni. Þar benti ég á, að einskis verð- ar formbreytingar á fræðslulög- um yrðu aðeins til þess að draga á langinn, að raunhæfar umbæt- ur í skólamálum væru gerðar. Ég drap á skipulagsleysi sjálfs skólastarfsins, agaleysi og ó- stjórn. Síðan segir orðrétt: „Ófremdarástandið í skólamál um hefur að sjálfsögðu haft á- hrif á árangur nemenda og vald ið óánægju meðal almennings. Aldrei er samt ráðizt gegn sjálfri meinsemdinni. Hins vegar hefur það verið gert að nokkurs kon- ar þjóðlygi, að skólakerfið og fræðsluiögin standi í vegi fyrir því, að nýjungar séu gerðar á kennsluháttum. Landsprófið á að vera eitthvert ógnvekjandi pyntingartæki. Þjóðiygi þessi hefur fallið í góðan jarðveg hjá foreldrum, sem hafa slæma reynslu af starfsemi skólanna, en gera sér ekki grein fyrir or- sökinni. Áróðurinn gegn fræðslu lögunum og landsprófinu hefur orðið svo vinsæll, að jafnvel þjóðmálaskúmar, sem ekkert þekkja til kennslumála, oft und- irmálsmenn líka svo, hafa tekið undir þjóðlygina og kryddað hana með sínu lagi.“ Allir, sem tala af hreinskilni, viðurkenna, að einmitt hið innra starf skólanna þarf endurbóta við. Blaðamenn og ritstjór- ar, sem áttu tal við mig um grein ina sögðu eitthvað á þessa leið: „Þetta er alveg satt, sem þú segir, þetta vita allir, — en þetta má ekki seg.ja.“ Með því áttu þeir að sjálfsögðu við, að blöðin mættu ekki gera svo viðkvæm mál að umræðuefni; engan má meiða. Poppskólafrumvarpið er að- eins til þess gert að slá ryki i augu almennings. Það umrót og ringulreiðin, sem yrði við fram- kvæmd þess, tefði hins vegar fyrir nauðsynlegum umbótum, sem þola ekki bið. En mér er spurn: Eru lög eins og fræðslulögin frá 1946 þannig gerð, að á þeim sé engar minnstu breytingar hægt að géra að fenginni reynslu, þau verði að fella úr gildi í heild, ef alvarlegur ann- marki finnst á þeim? Á hvern hátt hafa þessi si- rægðu lög komið í veg fyr- ir nauðsynlegar breytingar á kennsluháttum og kennsluaðferð um? Standa þau í vegi fyrir, að gefnar séu út kennslubækur, t. a.m. fleiri en ein í sömu grein með tilliti til mismunandi náms- hæfni nemenda? Er það í anda fræðslulaganna, að tekið skuli að kenna ólæsum og flámæltum 10 ára börnum ensku í sumum barnaskólum Reykjavíkur? Þannig mætti lengi spyrja. En að síðustu langar mig að vita, hvort menntamálaráðherra og ráðgjafar hans, séu þess fullviss ir, að hin illræmdu fræðslulög hafi verið framkvæmd, svo sem gert var ráð fyrir á sínum tíma. Ég er a.m.k. á þeirri skoðun, að allt bröltið og auglýsingaskrum ið, sem birtist með poppskóla- frumvarpinu, sé sprottið af því, að látið hefur verið undir höfuð leggjast í aldarfjórðung að fram kvæma þau fræðslulög, sem enn eru í gildi. En árinni kennir ill- ur ræðari. Þegar allt er svo í óefni komið, láta axarsköftin ekki bíða eftir sér. Ýmis ákvæði núgildandi fræðslulaga, sem yfirstjórn menntamála hefur látið undir höfuð leggjast að framkvæma, eru tekin í poppskólafrumvarp- ið. Formælendur þess segja, að tiltekin ákvæði þess séu að vísu í lögum, en nú EIGI að fram- kvæma þau. Þeir eru ekki spé- hræddir menntamálaráðherra og sveinar hans. Nú þykjast þeir þurfa að setja lög, sem geri þeim ókleift að svíkjast lengur um að koma í framkvæmd lagaákvæð- um, sem verið Itafa lög árum saman. Hve fullkominn þarf sýndar- leikurinn að vera, til þess að fólk sjái í gegnum hann? Nýtt tökuorð úr dönsku, grunnskóli, virðist jafnvel eiga að setja heill andi töfrablæ á frumvarpið, sem Skúli Benediktsson. ylli menntun og menningu þjóð- arinnar óbætanlegu tjóni, ef að lögum yrði. (Þess ber að geta, að í frumvarpinu merkir orðið grunnskóli, hið sama og popp- skóli. Ég nota hins vegar orðið poppskóli, enda er miklu lík- legra, að það orð festi rætur i málinu, þar sem margir áhrifa- menn vinna nú ötullega að amr- íkönuni íslenzkukemnslu í skó'l- um). NÁMSST.IÓRAR ÞIJRFTU A» VÍK.IA í grein minni, sem áður er nefnd, gerði ég að umræðuefni tengsl yfirstjómar fræðslumála við starfsfólk skólastofnana. Þar segir svo orðrétt: „Það er mikill siður þeirra, sem hvergi koma nærri kennslu og skólastarfi, að belgja sig út og þykjast vita betur en þeir, sem við skólana vinna. Fræðslu- yfirvöldin eru í engum tengslum við skólana og hafa ekkert eftir lit með kennslu í skólum lands- ins. Hvar eru námsstjórarnir? Aðeins einn námsstjóri i bók- legri grein hefur komið hingað til Akraness, frá þvi er ég hóf kennslu hér. Síðan hann kom, eru bráðum tvö ár. Þetta var námsstjóri í íslenzku. Dvaldist hann hér einn morgun og hlýddi m.a. á mig kenna eina klukku- stund. Námsstjórinn héit fund með okkur kennurunum rétt fyr ir hádegið. Þótt stuttur tími værí til viðræðna, mátti margt af hon um læra, enda er hann góður og gegn skólamaður. En hann var timabundinn, starf hans var að- eins „hálft“. 1 lok fundarins sagði hann þær fréttir, að starf sitt sém námsstjóra yrði lagt nið- ur að fullu þá innan skamms. Enginn námsstjóri hefur birzt hér síðan." Þetta er ritað fyrir rúmlega tveimur árum, en er jafnsatt nú og það var þá. Ég átti tal við námsstjóra þann, sem í tilvitnun inni er getið, nokkru eftir að greinin birtist. Sagði hann mér þá, að starf sitt sem námsstjóra, hefði verið lagt niður, er hann var í þann veginn að öðlast þekkingu og reýnslu í starfinu. En hvers vegna voru námsstjór- arnir látnir víkja? Þurftu þeir kannski að víkja, til þess að ákveðnir menn í Menntamálaráðuneytinu gætu farið sinu fram án tillits til þess, sem athuganir námsstjóranna leiddu í ljós? Hvers vegna var nauðsynlegt að rjúfa einu tengsl in, sem verið höfðu milli yfir- stjórnar fræðslumálanna annars vegar og starfandi skólamanna hins vegar? Voru einhverjar þær breytingar á „kerfinu“ í vændum, er gerðu það nauðsyn- legt? í poppskólafrumvarpinu í upp- hafi 59. greinar segir svo: „Til að leiðbeina um kennslu í grunnskóla og fylgjast með ár- angri hennar, skulu vera náms- stjórar í einstökum greinum, eft- ir því sem þörf er á og fé er veitt til í fjárlögum. Þó skal eigi var- ið til námsstjórnar lægri fjár- hæð en sem nemur sex náms- stjóralaunum, þótt starfinu sé ef til vill skipt milli fleiri nianna." (Leturbr. er mín.) Síðar í sömu grein segir svo: „Heimilt er ráðuneytinu að greiða þeim (þ.e. námsstjórum) laun og gera þeim á annan hátt kleift að verja allt að sex nián- uðiiin í iinilirbúning, áður en starf þeirra hefst, enda sé þeim eingöngu varið í því skyni í sam ráði við skólarannsóknadeild . .“ (Það, sem er innan sviga, er frá mér). í fyrri hluta greinarinnar (59. gr.) er fyllilega gefið í skyn, ef ég skil orðalag hennar rétt, að til greina komi að skipta náms- stjórn í sömu námsgrein milli fleiri manna, þá sennilega tveggja. 1 síðari hluta greinarinnar er gert ráð fyrir, að námsstjóri þurfi allt að sex mánaða undlr- búningstíma, áður en hann get- ur tekið til starfa. Ef námsstjóri þarf þennan undirbúning, er þá æskilegt, að starfi sé skipt milli fleiri manna á sama árinu? Hins vegar álit ég, að námsstjóri, sé hann á ann að borð hæfur til þessa ábyrgð- armikla starfs, læri mest af starf inu sjálfu. Óskar Halldórsson, námsstjór- inn, sem ég vitnaði til framar í þessum greinarkafla, hafði næga menntun og kennslureynslu til þess að gegna starfi námsstjóra. Ég veit þvi miður ekki, hve lengi hann hafði unnið að náms- stjórastarfinu, er starf hans var lagt niður fyrir fimm árum. En að hans eigin sögn, svo sem að framan greinir, taldi hann sig þá loks hafa verið orðinn sæmi- lega kunnugan þeim viðfangs- efnum, sem námsstjóri þyrfti að leysa. Ég man ekki ummæli hans orðrétt, en efnislega er hér rétt með farið. Mér væri það óblandið gleði- efni, að loksins yrðu ráðnir náms stjórar, sem virðist heimilt sam- kvæmt gildandi lögum, ef ég treysti þeim, sem með völdin fara, til þess að sjá um fram- kvæmdina. Ætli skólarann- sóknamenn geri sér grein fyrir, að það er sitthvað að kunna eða kenna? ST.IÓRNAB VI» SKRII’BORH Á undanförnum árum og einn ig í tið fyrirrennara núverandl menntamálaráðherra hefur Fræðslumálaskrifstofan verií gerð valdalaus. 1 þeirri stofnun eru þó öll meiri háttar embætti skipuð mönnum, sem eru reynd ir skólamenn og hafa hagnýta starfsreynslu, eftir að hafa unn ið við skólastofnanir um árabil. Sumir þeirra hafa jafnvel unn- ið á Fræðslumálaskrifstofunni nær heilan starfsaldur. Þeir eiga meiri og minni skipti við skóla- menn viðs vegar um landið. 1 stað þess að efla Fræðslu málaskrifstofuna að nýjum starfskröftum, hefur Mennta- málaráðuneytið sölsað undir sig völd, sem eðlilegt væri, afl heyrðu undir eina sjálfstæða stofnun, Fræðslumálaskrifstol una. Ef vel er leitað, mun einn Framih. á blis. 23

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.