Morgunblaðið - 24.02.1971, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.02.1971, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÍHÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRUAR 1971 15 íslendingar verða að byggja upp nýja atvinnuvegi - óháða duttlungum náttúrunnar - sagði Erlendur Einarsson í ræðu hjá Verzlunarráði Lundúna í RÆÐU, sem Erlendur Einarsson, forsíjóri Sam- bands ísl. samvinnufélaga, flutti á aðalfundi Norður- Evrópudeildar Verzlunar- ráðs Lundúnaborgar í gær, sagði hann, að íslend- ingar yrðu að byggja upp nýja atvinnuvegi, óháða duttlungum náttúrunnar, til þess að sporna gegn þeirri hættu, sem því væri samfi -a að byggja um of á einhæfri útflutningsfram- leiðslu. Erlendur Einarsson sagði, að efnahagsbandalögin í Evrópu, EFTA og EBE hefðu stofnað iðnaðaruppbyggingu á Islandi i hættu og þess vegna hefði Is- land sótt um aðild að EFTA og gerzt fullgildur meðlimur 1. marz 1970. Augljóst er, að ís- land gerðist ekki aðili að EFT A til þess að fá skjóttekinn gróða á grundvelli núverandi útflutningsframleiðslu, sagði Erlendur Einarsson, heldur til þess að breyta henni með því aC koma upp nýjum iðngrein- um, en til þess þurfa Islend- ingar að hafa aðgang að stór- um markaði á jafnréttisgrund- velli. Forstjóri SlS sagði m.a. að reynsla Islendinga af EFTA væri of stutt til þess, að unnt væri að dæma um árangurinn. £>að liggur þó ljóst fyrir, sagði Erlendur Einarsson, að EFTA- aðild hjálpar ekki íslendingum, nema þeir geti haldið verðbólgu i skefjum og samkeppnisað- staða þeirra versni ekki í hlut- falli við aðrar EFTA-þjóðir. Framleðislukostnaður hækkaði almennt mikið á Islandi á s.l. ári og elti þannig þá verðhækk un, sem varð á fiskafurðum. Verðstöðvunarlög, sem sett voru í nóvember s.l. og gilda til ágústloka hefðu trúlega þurft að vera fyrr á ferðinni. Síðan sagði Erlendur Einars- son: ,,En nú, þegar Island er komið í EFTA, bendir margt til þess, að Bretland sé að ganga úr því og fara i Efnahagsbanda lagið. Sjálfsagt getur stórveldi eins og Bretland gengið í það og haldið sínum hlut, en smá- ríki eins og Island getur það ekki. Það getur ekki veitt öðr- um þjóðum ótakmörkuð réttindi til atvinnurekstrar í landi sínu og látið af hendi þá þætti full- veldis sins, sem Rómarsamning- urinn krefst. Það gætu orðið endalok sjálfstæðs ríkis á Is- landi. Ef Bretar ganga i EBE hljóta íslendingar að leggja mikið upp úr þvi, að revnt verði að tryggjá hagsmuni þeírra ríkja í EFTA, sem ekki treysta sér til að ganga í EBE. Fyrst væri þá um það að ræða, að sú frí- verzlun, sem komin er á milli íslands og þeirra EFTA-þjóða, sem ganga inn i EBE, falli ekki niður við það. Heldur þyrfti nú að reyna að stækka fríverzlun arsvæði EFTA, þannig að það næði einnig til EBE-landanna. 1 þessu sambandi er það einnig mikið hagsmunamál Islendinga, að stefna EBE i fiskveiðimálum og fiskverzlun verði ekki ákveðin þannig, að Islendingar geti ekki haldið áfram að veiða og verka fisk fyrir fólkið í Evrópu, en það hefur verið hlutverk þeirra um ár og ald- ir." I»NVÆ»ING 1 ræðu sinni f jallaði Erlend- ur Einarsson nokkuð um þá iðn væðingu, sem hann taldi nauð- synlega á Islandi. Hann sagði, að gera þyrfti stórt átak í fisk iðnaði. Mikið af fiskafurðum væri flutt úr landi, sem hráefni eða hálf unnið. Mest af fryst- um fiski fer nú á Bandaríkja- markað, en þar hafa tvö aðal- útflutningssamtök komið sér úpp verksmiðjum, sem vinna úr fiskblokkum, fiskstauta og Erlendur Einarsson. ýmsa aðra fiskrétti. Þetta hefur ekki verið hægt að gera á Is- landi m.a. vegna tollastefnunn ar í innkaupalöndunum. Erlendur Einarsson sagði, ennfremur að niðursuðuiðnað- ur hefði ekki náð að þróast á Islandi, sem skyldi, sama máli gegndi um landbúnaðarafurðir, en þar væri fyrst og fremst að ræða um sjávarafurðir. Ullar- og skinnaiðnaður er nú í örum vexti í landinu og er nú meira en helmingur, sem til fellur af ull og lambaskinnum unninn í landinu. Þá sagði forstjóri SÍS, að ekki væri óeðlilegt að líta til orkulinda landsins, fallvatna og jarðhitans, þegar rætt væri um iðnaðaruppbyggingu. Hann minnti á uppbyggingu álvers- ins, en sagði, að gallinn á þess- ari tegund iðnaðar fyrir fé- litla þjóð væri hinn geysimikli stofnkostnaður. 1 þessum orku freku iðngreinum mætti gera ráð fyrir 70—80 þúsund sterl- ingspunda fjárfestingu fyrir hvert starf, sem iðngreinin skap ar en það væri tifalt hærra en í flestum greinum léttaiðnaðar. En þessi orkufreki iðnaður mun hafa verulega þýðingu í sam- bandi við að koma upp orku- verum, sem framleitt geta ódýra raforku, er að hluta kem ur til góða almennum neytend- um raforku. Erlendur Einarsson sagði i ræðu sinni, að möguleiki væri á að nota jarðvarmann til auk- innar og fjölbreyttari ræktun- ar, auk þess, sem nær öll hús í Reykjavik væru hituð upp á þann hátt. Hins vegar er svo háþrýst jarðgufa, sem hentar bæði til raforkuframleiðslu og til ýmiss konar iðnaðar. Þetta háhita varmamagn er mjög mik ið og er talið, að það svari til þess, sem fæst við brennslu 7 milljóna tonna af olíu á ári. Þá ræddi Erlendur Einarsson einn ig um ferðamannastraum og sagði, að íslendingar gerðu sér vonir um aukningu hans. Loks sagði Erlendur Einars- son í ræðu sinni: „Vegna þess, hve fjármagnsmarkaður er lít- ill á Islandi, er æskilegt að finna nýjar iðngreinar, sem ekki eru fjárfrekar. I þessum efnum kemur að mínu áliti mjðg til greina að leita samvinnu viO aðrar þjóðir, bæði hvað varðar tækniaðstoð og sölumál og einn ig með beinni þátttöku erlendra aðila í sjálfum rekstrinum. 1 þessum efnum kemur samvinna við Breta mjög til álita, m.a. vegna þeirra nánu samskipta sem rikt hafa milli landanna í langan tíma." Kynnir negra- tónlist og Ijóð ^átáL%. NEGRASÖNGKONAN Rnth Heeses er komin hingað til lands á vegum Norræna hússins og heldur hér söngskemmtanir og kynningar á ýmsum tegundum negratónlistar og les einnig upp úr verkum nokkurra frægra blökkumanna. Ruth Reese er af bandarísk- um uppruna, gift norskum manni og er búsett í Noregi. — Hún hefur margsinnis komið fram í noreka ríkisútvarpifn<u, sungið í mörgum kirkjum, kom iö fram á leiksviði og er ný- komin úr tónleikaför í sambandi við „Rikskonserter" í Noregi. Einnig hefur hún ferðazt um Norðurlöndin með tónlistarrabb ið „Tónlistarsaga bandarískra blökkumanna í 360 ár" og Wrkjutónileikaefnissfkrána „Ævi Jesú í ljósi negrasálma". Hing- að kemur Ruth með nýja efnis skrá þar sem hún kynnir hinar ýmsu og ólíku tegundir negra- tónlistar og les upp úr verkum Pauls Luarences Dunbars, Jam es Weldons Johnsons og Lang- stons Huges o. fl. Ruth Reese mun rekja „Tón- listarsögu bandarískra blökku- manna í 360 ár" í orðum og tón um í Norræna húsinu fimmtu- daginm 25. febrúar kl. 20,30. Sunnudaginn 28. febrúar kl. 20,30 heldur Ruth Reese kirkju tónleika í Háteigskirkju. Á efn isskránni er „Ævi Jesú í ljósi negrasálma". Söngkonan hefur samið irngangsorð og skýringar sem Gunnar Björnsson stud. theol. mun flytja á íslenzku. — Mánudaginn 1. marz kl. 20,30 Ruth Reese kemur Kuth Reese fram í Iðnó. ilún mun syngja og lesa ljóð úr verkum þekktra blökku- manna. Undirleikari á píanó verður Carl BiWich. Blað burðar fólk óskast i eftir-talin hverfi Hverfisgötu, frá 63—125 Laufásveg, frá 2—57 ? Laugaveg III, frá 114-171 Talið við afgreiðsluna í síma 10100 ffot$wMfMb Eltikar Góð deiglögunarvél fyrlr 100—150 kg af méli til sölu. BAKARÍIÐ KRINGLAN Simi 30580. avogskaupstaður Kona óskast til starfa á leikvellinum við Hlíðargarð frá miðjum marz nk. Umsóknir á þar til gerð eyðublöð sendist Bæjarskrifstotum Kópavogs fyrir 1. marz n.k. merkt: „LeikvaWamefnd. Umsóknareyðublöð fást hjá Bæjarskrifstofum. Leikvailanefnd Kópavogs. KnofispyrRuíélogið VALUR I tilefni 60 ára afmælisins verður haldið hraðskákmót fyrir félagsmenn laugardaginn 27. febrúar kl. 14.00 í félagsheimilinu. Teflt verður um Vals-hrókinn. Þátttaka tilkynnist í síma 11134 fyrir föstudagskvöld. NEFNDIN. Hjúkrunnrkonur óskost Hjúkrunarkonur óskast nú þegar á Kleppsspítalann í fulla eoa hlutavinnu á kvöld- og næturvaktir. Nánari upplýsingar gefur forstöðukona á staðnum og í síma 38160. Reykjavik, 22. febrúar 1971 Skrifstofa rHtissprtalanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.