Morgunblaðið - 24.02.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.02.1971, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1971 0fgtt*#fofeÍfr Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Rílstjórar Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. AöstoOarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson-. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100 Auglýsingar Aðalstræti 6, slmi 22-4-80. Áskriftargjald 195,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 12,00 kr. eintakiS. BUNAÐARÞING KEMUR SAMAN I5 [slenzkir atvinnuvegir eiga mikið undir árferðinu. Það á ekki sízt við um land- búnaðinn, og síðustu fimm ár- in hafa verið honum erfið vegná misjafns árferðis. Kal og grasbrestur hefur herjað á ýmsa landshluta og valdið bændum verulegum búsifj- um. Sérstök harðærisnefnd hefur verið starfandi til þess að gera tillögur til ríkisstjórn- * arinnar um nauðsynlegar að- gerðir til aðstoðar landbúnað- inum eftir því, sem nauðsyn- legt hefur verið, og hefur rík- isstjórnin jafnan fallizt á þær tillögur, sem harðærisnefnd hefur gert. Ingólfur Jónsson, landbún- aðarráðherra, gerði þessi vandamál landbúnaðarins að umtalsefni í setningarræðu simii á Búnaðarþingi í fyrra- dag og sagði þá m.a.: „Harð- ærisnefnd gerði einnig tillög- ur um úrbætur vegna eldgos- ins og öskufallsins. Hefur rík- ið lagt fram fé vegna eldgos- ins og þess tjóns, sem það hefur valdið. Er þar um að ræða flutningastyrk, lækn- ingaþjónustu, afurðatjón, áburðarkaup og styrk vegna -* grænfóðursræktunar. Það sem hér er talið nemur um 45 milljónum króna, og er það óafturkræft framlag. Þá hef- ur harðærisnefnd lagt til, að vegna kalsins á sl. ári verði veitt lán, að upphæð 59 millj- ónir króna til sjö ára, vaxta- laust. Bjargráðasjóður annast þessar lánveitingar nú eins og að undanförnu." Þá gerði landbúnaðarráð- herra að umtalsefni í ræðu sinni rr.nnsóknir í þágu land- búnaðarins og ræktunarstarf. Hann minnti á, að Rann- sóknastofnun landbúnaðarins * hefði talsvert fjármagn og það, sem mest riði á í sam- bandi við rannsóknastörf, væri að koma í veg fyrir kal, ef mögulegt væri, þar sem það væri nú stærsti ógnvald- ur íslenzks landbúnaðar. Benti ráðherrann á, að Rann- sóknastofnun landbúnaðarins hefði á þessu ári 17,5 milljón- ir til rannsókna fyrir utan launagreiðslur til starfsfólks stofnunarinnar. Síðan sagði Ingólfur Jónsson: „Þrátt fyr- ir kuldann og kalið, hafa bændur haldið áfram ræktun- * arstarfinu. Það þarf engan að undra, þótt eftirtekjan sé nokkru minni í þeirri kulda- tíð, sem verið hefur heldur en áður, á meðan árferði var í meðallagi eða betra en það. Fjögur til fimm þúsund hekt- arar eru ræktaðir árlega, og er enginn vafi á því, að hin mikla ræktun undanfarinna ára hefur bjrrgað landbúnað- inum frá verulegum sam- drætti á þeim kuldatíma, sem nú hefur staðið yfir. Þegar aftur tekur að hlýna og búið verður við meðal árferði mun landbúnaðurinn njóta góðs af hinni miklu ræktun, sem orð- ið hefur undanfarin ár og uppskerunnar af þeim fram- kvæmdum, sem gerðar hafa verið." Ingólfur Jónsson, landbún- aðarráðherra, ræddi í ræðu sinni um fjárhag bænda og skýrði fraá því, að fram- kvæmdastjóri Stéttarsam- bands bænda hefði gert skýrslu yfir 152 bændur, sem virtust vera í svo erfiðri að- stöðu fjárhagslega, að vonlít- ið væri, að þeir kæmust út úr þeim erfiðleikum, sem þeir væru í. Auk þess væru 50—70 bændur, sem ekki fylgir skýrsila um, sem eru taldir á mörkum þess að ráða við skuldir sínar. Um þetta sagði landbúnaðarráðherra: „Mér þykir ástæða til að lýsa því yfir, að ég er reiðubúinn að ræða þessi mál og vinna að heilbrigðum aðgerðum. Mér er ljóst, alveg eins og öðrum, sem um þessi mál hafa fjall- að, að hluti þessara bænda er þannig settur, að ekki er ráð- legt eða hyggilegt að hvetja þá til að halda áfram búskap, heldur gera eitthvað annað, þar sem þeir gætu notið sín betur." Loks fjallaði ráðherrann um fræðslumál landbúnaðar- ins í setningarræðu sinni á Búnaðarþingi og sagði, að bændaskólarnir væru nú full- setnir og bæri því að nota sem fyrst heimild í lögum um búnaðarskóla á Suðurlandi. Skýrði hann frá því, að skip- uð hefði verið nefnd til þess að athuga staðarval og fyrir- komulag búnaðarskóla á Suð- urlandi. ' „Landbúnaðurinn verður að tileinka sér vísindi, þekkingu og tækni," sagði Ingólfur Jónsson. Það er jafnan merkur við- burður, þegar Búnaðarþing kemur saman. Þar sitja full- trúar bænda hvaðanæva að af landinu og bera saman bækur sínar um málefni bænda. Þrátt fyrir erfitt ár- ferði undanfarin ár, stendur landbúnaðurinn á traustum grunni, uppbygging hefur verið mikil á síðustu árum í vélum og byggingum og rækt- un mikil. En „það er örlaga- ríkt fyrir landbúnaðinn, þeg- ar meðalhitinn lækkar um eina gráðu" eins og Þorsteinn Sigurðsson, bóndi á Vatns- leysu, forseti Búnaðarþings, sagði við setningu þingsins. Hætt er við, að tæknin muni seint vinna bug á því vanda- máli í búrekstri, að allt er undir árferðinu komið. til 'm%%%%%%%(t%^Qt%%(t%%%%%%%%%%%%%^Qt%%%%^í%(t%%%A Jerúsalem og Kaíró í febr. r — OFNS. fSRAELAR á austurbakkan- um og Egyptar á vesturbakk anum vilja nú báðir opna Súezskurðinn á ný, og reynd- ar er því fátt til fyrirstöðu, að stjórnmálunum slepptum. Aðeins er um að ræða nokk- ur skipsflök, sem ná þarf UPP> og vegna þess að engin umferð skipa hefur verið um skurðinn í 3'/2 ár hefur nær enginn sandur setzt til í botni hans. Talið er að ekki tæki nema um fjóra mánuði að opna skurðinn, og tækist það mundi hann veita Egypt- um um 2.1 milljarð ísl. kr. í tekjur á ári — en sá tekju- missir er nú bættur Egypt- um af Arabaríkjum, sem framleiða olíu. Auk þess mundi opnun skurðarins spara Evrópuríkjum milljón- ir sterlingspunda á ári, þ.e. aukakostnað þann, sem fylg- ir því að sigla með olíu fyrir Góðrarvonarhöfða. En enduropnun skurðarins byggist að nokkru leyti á ísraelum, sem hafa auatur- bakka hans á valdi *ínu og hafa haft frá því að Sex daga stríðinu lauk í júní 1967. Anwar Sadat, Egypta- landsforseti, hefur boðið að hafizt verið handa um að opna hann ef fsraelar fallist á að draga lið aitt að nokkru til baka á Sínaiskaga. fsrael- ar segja hins vegar að slík heimkvaðning liðs þeirra verði að vera í tengslum við algjöran friðarsamning, en ekki í sambandi við opnun skurðarins eina sem slíka. Þeir halda því fram, að hægt sé að opna skurðinn enda þótt þeir sjálfir haldi bakk- anum Sínaimegin. MARGIR HAFA ÁHUGA En það eru fleiri lönd en þau, «em ráða ríkjum með- fram skurðinum, sem hafa áhuga á því að hann verði opnaður á ný, og það hið bráðasta. Rússar þurfa á skurðinum að halda til þess að efla flota sinn á Persa- flóa (Bretar eru í þann mund að hverfa af þeim vettvangi, svo Rússum liggur mjög á í þeim efnum) og Indlands- hafi, og þeir líta á skurðinn sem mikilvægan hlekk varð- andi birgðaflutninga til Indó- kína. Bandaríkjamönnum hefur ekki verið eins umhugaS um opnun skurðarins einfaldlega vegna þess hve Rússum er það mikið í mun, en þó virð- ast þeir nú reiðubúnir að fallast á opnun til þess að draga úr spennuástandinu í Austurlöndum nær, sem gæti leitt til að risaveldin tvö rækjust beinlínis á í þeim málum. Bretar og aðrar þjóðir í Evrópu, sem olíu fá frá Aust urlöndum nær, vilja skurð- inn opnaðan vegna þess að það mundi að líkindum leiða til þess að draga mundi úr þrýstingi af hálfu olíufram- leiðslulandanna við Persa- flóa ef hægt væri að hefja siglingar é ný um hina hefð- bundnu „stuttu leið". ísraelar sjálfir vilja fá skurðinn opnaðan, því þar sem þeir eru sjálfir hernáms veldi á Sínaiskaga og á öðr- um arabiskum landssvæðum, hafa þeir áhuga á því, að sem mest staðfesta og jafn- vægi fáist í málin. í Jerúsal- em eru margir þeirrar skoð- unar, að heppilegt sé að láta Rússa fá það, sem þeir sækj- ast nú mest eftir, í því skyni að draga úr áhrifum þeirra að öðru leyti í þessum heims hluta. DEILUMÁL OG MISSKILNINGUR En naumast er þó hægt að segja að opnun Súezskurðar Hér sjást nokkur þeirra 14 skipa, sem setið hafa föst í Bitter Lal júní 1967, er Sex daga stríðið hófst. Myndin var tekin 8. febrúar Nú vilja al opna Súezs^ Það mundi opna Rússum leið til Ii og spara Evrópuríkjum stórfé í olíi Egypzkir verkfræðingar ráðgera s Súezskurðar fyrir risaolíuskip s sé í augsýn. Ljónin á vegin- um eru ekki varðandi skurð- inn sjálfan, heldur stjórnmál og hugsanagang ráðamanna. Deilur og misskilningur varð andi enduropnun skurðarins eru jafngamlar hernámi ísra- ela á austurbakka hans. Vandamálið varðandi Súez- skurð eru vandamal Austur- landa nær í hnotskurn. Ekki voru nema nokkrir mánuðir liðnir frá lokum Sex daga stríðsins er fyrsti misskilningurinn skaut upp kollinum. Fyrsta vandamálið snerist um 14 erlend skip, sem innilokuð voru í svo- nefndum Bitter Lakes, ekki langt frá syðri enda skurðar- ins. fsraelar sögðu að þeir hefðu ekkert við það að at- huga að skipum þessum yrði siglt burt, svo fremi að sam- ráð ^væri haft við þá um mál ið. ísraelar höfðu heldur ekk ert við það að athuga að skurðurinn yrði opnaður á ný, að því tilskildu að þeirra eigin skip gætu siglt þar um. Með milligöngu Odd Bull, hershöfðingja, yfirmanns vopnahlésgæzlusveita Samein uðu þjóðanna, var samþykkt að hinum innilokuðu skipum yrði leyft að sigla út úr suð- urenda skipaskurðarins. Á síðustu stundu fór málið í baklás hjá Egyptum, sem skyndilega brugðust hinir verstu við því, að aðgerðir í þeirra eigin skipaskurði skyldu eiga sér stað með „leyfi fsraela". Könnunar- skip voru send til norður- enda skurðarins í stað suður enda. fsraelar, sem halda því fram að þá þegar hafi verið búið að skjóta á þeirra eigin skip, skutu á könnunarskip- in. Þar með lauk þessum björgunaraðgerðum, og hin erlendu skip setja enn föst í Bitter Lakes. STÓÐU BANDARÍKIN í VEGI? Þessir atburðir hafa síðan orðið tilefni til orðahnippinga og deilna. Egyptar kvarta yfir því, að fsraelar hafi af ásettu ráði komið í veg fyrir að hægt yrði að opna skurð- inn til þess að þóknast Bandaríkjamónnum. Sumir ísraelar, sem eru andsnúnir stefnu stjórnar sinnar, eru sömu skoðunar og sagt hefur verið, að Moshe Dayan, varn armlálaráðherra, sé þeirrar skoðunar, að sú staðreynd að ísrael hafi á þessum tíma „beygt sig fyrir bandarísk- um hagsmunum" hafi verið örlagarík og kannski stór- hættuleg skyssa, þvi þetta hafi ýtt undir Rússa að hjálpa Egyptum við að fram kvæma þær áætlanir sínar að koma fsaelum með öllu á brott frá skurðinum. En þetta er í mesta lagi aðeins hluti heildarmyndar- innar, Hann gerir ekki ráð fyrir þeirri staðreynd, að Nasser Egyptalandsforseti, átti mikilla stjórnmálalegra hagsmuna að gæta í því að skurðurinn yrði ekki opnað- ur á þessum tíma og hin erlendu skip sætu þar föst, og að þessir stjórnmálahags- munir hafa veríð a.m.k. jafn- þungir á metunum og hinir efnahagslegu kostir, sem myndu hafa orðið samfara því, að skurðurinn yrði opn- aður. Nasser hafði beðið ósig ur í styrjöld, og nú var hann að kalla á alþjóðlegan stuðn- ing við að fá aftur hertekin landssvæði, þannig að hann átti mikilla hagsmuna að gæta í því að ástandið væri ávallt við suðumarkið og að eins margir erlendir aði'.ar væru í málið flæktir og kost ur var. Ofan 'á allt bætist að talsmenn ísraels neita þvi nú, að það hafi nokkru sinni komið til mála að opna skurðinn 1967. Þeir segja að hér sé um misskilning að ræða, sem byggist aðeins á hinni misheppnuðu tilraun til þess að losa hin erlendu ®^^^W^WW^#WW^^WW^^WW^W^^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.