Morgunblaðið - 24.02.1971, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 24.02.1971, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1971 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1971 17 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavlk. Framkvæmdastjóri Hsraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthias Johannessen. Eyjóifur Konráð Jónsson. Aðstoöarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100 Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 196,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 12,00 kr. eintakið. BÚNAÐARÞING ¥slenzkir atvinnuvegir eiga ■*■ mikið undir árferðinu. Það á ekki sízt við um land- búnaðinn, og síðustu fimm ár- in hafa verið honum erfið vegná misjafns árferðis. Kal og grasbrestur hefur herjað á ýmsa landshluta og valdið bændum verulegum búsifj- um. Sérstök harðærisnefnd hefur verið starfandi til þess að gera tillögur til ríkisstjóm- arinnar um nauðsynlegar að- gerðir til aðstoðar landbúnað- inum eftir því, sem nauðsyn- legt hefur verið, og hefur rík- isstjórnin jafnan fallizt á þær tillögur, sem harðærisnefnd hefur gert. Ingólfur Jónsson, landbún- aðarráðherra, gerði þessi vandamál landbúnaðarins að umtalsefni í setningarræðu sinni á Búnaðarþingi í fyrra- dag og sagði þá m.a.: „Harð- ærisnefnd gerði einnig tillög- ur um úrbætur vegna eldgos- ins og öskufallsins. Hefur rík- ið lagt fram fé vegna eldgos- ins og þess tjóns, sem það hefur valdið. Er þar um að ræða flutningastyrk, lækn- ingaþjónustu, afurðatjón, áburðarkaup og styrk vegna grænfóðursræktunar. Það sem hér er talið nemur um 45 milljónum króna, og er það óafturkræft framlag. Þá hef- ur harðærisnefnd lagt til, að vegna kalsins á sl. ári verði veitt lán, að upphæð 59 millj- ónir króna til sjö ára, vaxta- laust. Bjargráðasjóður annast þessar lánveitingar nú eins og að undanfömu." Þá gerði landbúnaðarráð- herra að umtalsefni í ræðu sinni rr.nnsóknir í þágu land- búnaðarins og ræktunarstarf. Hann minnti á, að Rann- sóknastofnun landbúnaðarins hefði talsvert fjármagn og það, sem mest riði á í sam- bandi við rannsóknastörf, væri að koma í veg fyrir kal, ef mögulegt væri, þar sem það væri nú stærsti ógnvald- ur íslenzks landbúnaðar. Benti ráðherrann á, að Rann- sóknastofnun landbúnaðarins hefði á þessu ári 17,5 milljón- ir til rannsókna fyrir utan launagreiðslur til starfsfólks stofnunarinnar. Síðan sagði Ingólfur Jónsson: „Þrátt fyr- ir kuldann og kalið, hafa bændur haldið áfram ræktun- arstarfinu. Það þarf engan að undra, þótt eftirtekjan sé nokkru minni í þeirri kulda- tíð, sem verið hefur heldur en áður, á meðan árferði var í meðallagi eða betra en það. Fjögur til fimm þúsund hekt- arar eru ræktaðir árlega, og er enginn vafi á því, að hin mikla ræktun undanfarinna ára hefur bjr.rgað landbúnað- inium frá verulegum sam- KEMUR SAMAN drætti á þeim kuldatíma, sem nú hefur staðið yfir. Þegar aftur tekur að hlýna og búið verður við meðal árferði mun landbúnaðurinn njóta góðs af hinni miklu ræktun, sem orð- ið hefur undanfarin ár og uppskerunnar af þeim fram- kvæmdum, sem gerðar hafa verið.“ Ingólfur Jónsson, landbún- aðarráðherra, ræddi í ræðu sinni um fjárhag bænda og skýrði fraá því, að fram- kvæmdastjóri Stéttarsam- bands bænda hefði gert skýrslu yfir 152 bændur, sem virtust vera í svo erfiðri að- stöðu fjárhagslega, að vonlít- ið væri, að þeir kæmust út úr þeim erfiðlei'kum, sem þeir væru í. Auk þess væru 50—70 bændur, sem ekki fylgir skýrsla um, sem eru taldir á mörkum þess að ráða við skuldir sínar. Um þetta sagði landbúnaðarráðherra: „Mér þykir ástæða til að lýsa því yfir, að ég er reiðubúinn að ræða þessi mál og vinna að heilbrigðum aðgerðum. Mér er ljóst, alveg eins og öðrum, sem um þessi mál hafa fjall- að, að hluti þessara bænda er þannig settur, að ekki er ráð- legt eða hyggilegt að hvetja þá til að halda áfram búskap, heldur gera eitthvað annað, þar sem þeir gætu notið sín betur.“ Loks fjallaði ráðherrann um fræðslumál landbúnaðar- ins í setningarræðu sinni á Búnaðarþingi og sagði, að bændaskólamir væru nú full- setnir og bæri því að nota sem fyrst heimild í lögum um búnaðarskóla á Suðurlandi. Skýrði hann frá því, að skip- uð hefði verið nefnd til þess að athuga staðarval og fyrir- komulag búnaðarskóla á Suð- urlandi. ' „Landbúnaðurinn verður að tileinka sér vísindi, þekkingu og tækni,“ sagði Ingólfur Jónsson. Það er jafnan merkur við- burður, þegar Búnaðarþing kemur saman. Þar sitja full- trúar bænda hvaðanæva að af landinu og bera saman bækur sínar um málefni bænda. Þrátt íyrir erfitt ár- ferði undanfarin ár, stendur landbúnaðurinn á traustum grunni, uppbygging hefur verið mikil á síðustu árum í vélum og byggingum og rækt- un mikil. En „það er örlaga- ríkt fyrir landbúnaðinn, þeg- ar meðalhitinn lækkar um eina gráðu“ eins og Þorsteinn Sigurðæon, bóndi á Vatns- leysu, forseti Búnaðarþings, sagði við setningu þingsins. Hætt er við, að tæknin muni seint vinna bug á því vanda- máli í búrekstri, að allt er undir árferðinu komið. Jerúsalem og Kaíró í febr. _ — OFNS. ÍSRAELAR á austurbakkan- um og Egyptar á vesturbakk anum vilja nú báðir opna Súezskurðinn á ný, og reynd- ar er því fátt til fyrirstöðu, að stjórnmálunum slepptum. Aðeins er um að ræða nokk- ur skipsflök, sem ná þarf upp, og vegna þess að engin umferð skipa hefur verið um skurðinn í 3'/2 ár hefur nær enginn sandur setzt til í botni hans. Talið er að ekki tæki nema um fjóra mánuði að opna skurðinn, og tækist það mundi hann veita Egypt- um um 2.1 milljarð ísl. kr. í tekjur á ári — en sá tekju- missir er nú bættur Egypt- um af Arabaríkjum, sem framleiða olíu. Auk þess mundi opnun skurðarins spara Evrópuríkjum milljón- ir sterlingspunda á ári, þ.e. aukakostnað þann, sem fylg- ir því að sigla með olíu fyrir Góðrarvonarhöfða. En enduropnun skurðarins byggist að nokkru leyti á ísraelum, sem hafa austur- bakka hans á valdi sínu og hafa haft frá því að Sex daga stríðinu lauk í júní 1967. Anwar Sadat, Egypta- landsforseti, hefur boðið að hafizt verið handa um að opna hann ef ísraelar fallist á að draga lið sitt að nokkru til baka á Sínaiskaga. ísrael- ar segja hins vegar að slík heimkvaðning liðs þeirra verði að vera í tengslum við algjöran friðarsamning, en ekki í sambandi við opnun skurðarins eina sem slíka. Þeir halda því fram, að hægt sé að opna skurðinn enda þótt þeir sjálfir haldi bakk- anum Sínaimegin. MARGIR HAFA ÁHUGA En það eru fleiri lönd en þau, sem ráða ríkjum með- fram skurðinum, sem hafa áhuga á því að hann verði opnaður á ný, og það hið bráðasta. Rússar þurfa á skurðinum að halda til þess að efla flota sinn á Persa- flóa (Bretar eru í þann mund að hverfa af þeim vettvangi, svo Rússum liggur mjög á í þeim efnum) og Indlands- hafi, og þeir líta á skurðinn sem mikilvægan hlekk varð- andi birgðaflutninga til Indó- kína. Bendaríkj amönnum hefur ekki veríð eins umhugað um opnun skurðarins einfaldlega vegna þess hve Rússum er það mikið í mun, en þó virð- ast þeir nú reiðubúnir að fallast á opnun til þess að draga úr spennuástandinu í Austurlöndum nær, sem gæti leitt til að risaveldin tvö rækjust beinlínis á í þeim málum. Bretar og aðrar þjóðir í Evrópu, sem olíu fá frá Aust urlöndum nær, vilja skurð- inn opnaðan vegna þess að það mundi að líkindum leiða til þess að draga mundi úr þrýstingi af hálfu olíufram- leiðslulandanna við Persa- flóa ef hægt væri að hefja siglingar é ný um hina hefð- bundnu „stuttu leið“. ísraelar sjálfir vilja fá skurðinn opnaðan, því þar sem þeir eru sjálfir hernáms veldi á Sínaiskaga og á öðr- um arabiskum landssvæðum, hafa þeir áhuga á því, að sem mest staðfesta og jafn- vægi fáist í málin. í Jerúsal- em eru margir þeirrar skoð- unar, að heppilegt sé að láta Rússa fá það, sem þeir sækj- ast nú mest eftir, í því skyni að draga úr áhrifum þeirra að öðru leyti í þessum heims hluta. DEILUMÁL OG MISSKILNINGUR En naumast er þó hægt að segja að opnun Súezskurðar Hér sjást nokkur þeirra 14 skipa, sem setið hafa föst í Bitter Lakes í Súezskurði frá 5. júní 1967, er Sex daga stríðið hófst. Myndin var tekin 8. febrúar sl. Nú vilja allir opna Súezskurð Það mundi opna Rússum leið til Indlandshafs og spara Evrópuríkjum stórfé í olíuflutningum Egypzkir verkfræðingar ráðgera stækkun Súezskurðar fyrir risaolíuskip sé í augsýn. Ljónin á vegin- um eru ekki varðandi skurð- inn sjálfan, heldur stjórnmál og hugsanagang ráðamanna. Deilur og misskilningur varð andi enduropnun skurðarins eru jafngamlar hernámi Isra- ela á austurbakka hans. Vandamálið varðandi Súez- skurð eru vandamál Austur- landa nær í hnotskurn. Ekki voru nema nokkrir mánuðir liðnir frá lokum Sex daga striðsins er fyrsti misskilningurinn skaut upp kollinum. Fyrsta vandamálið snerist um 14 erlend skip, sem innilokuð voru í svo- nefndum Bitter Lakes, ekki langt frá syðri enda skurðar- ins. ísraelar sögðu að þeir hefðu ekkert við það að at- huga að skipum þessum yrði siglt burt, svo fremi að sam- ráð væri haft við þá um mál ið. ísraelar höfðu heldur ekk ert við það að athuga að skurðurinn yrði opnaður á ný, að því tilskildu að þeirra eigin skip gætu siglt þar um. Með milligöngu Odd Bull, hershöfðingja, yfirmanns vopnahlésgæzlusveita Samein uðu þjóðanna, var samþykkt að hinum innilokuðu skipum yrði leyft að sigla út úr suð- urenda skipaskurðarins. Á síðustu stundu fór málið í baklás hjá Egyptum, sem skyndilega brugðust hinir verstu við því, að aðgerðir í þeirra eigin skipaskurði skyldu eiga sér stað með „leyfi fsraela". Könnunar- skip voru send til norður- enda skurðarins í stað suður enda. ísraelar, sem halda því fram að þá þegar hafi verið búið að skjóta á þeirra eigin skip, skutu á könnunarskip- in. Þar með lauk þessum björgunaraðgerðum, og hin erlendu skip setja enn föst í Bitter Lakes. STÓÐU BANDARÍKIN I VEGI? Þe93ir atburðir hafa síðan orðið tilefni til orðahnippinga og deilna. Egyptar kvarta yfir því, að fsraelar hafi af ásettu ráði komið í veg fyrir að hægt yrði að opna skurð- inn til þess að þóknast Bandaríkjamönnum. Sumir ísraelar, sem eru andsnúnir stefnu stjórnar sinnar, eru sömu skoðunar og sagt hefur verið, að Moshe Dayan, varn arntálaráðherra, sé þeirrar skoðunar, að sú staðreynd að fsrael hafi á þessum tíma „beygt sig fyrir bandarísk- um hagsmunum“ hafi verið örlagarík og kannski stór- hættuleg skyssa, því þetta hafi ýtt undir Rússa að hjálpa Egyptum við að fram kvæma þær áætlanir sínar að koma ísaelum með öllu á brott frá skurðinum. En þetta er í mesta lagi aðeins hluti heildarmyndar- innar, Hann gerir ekki ráð fyrir þeirri staðreynd, að Nasser Egyptalandsforseti, átti mikilla stjórnmálalegra hagsmuna að gæta í því að skurðurinn yrði ekki opnað- ur á þessum tíma og hin erlendu skip sætu þar föst, og að þessir stjórnmálahags- munir hafa verið a.m.k. jafn- þungir á metunum og hinir efnahagslegu kostir, sem myndu hafa orðið samfara því, að skurðurinn yrði opn- aður. Nasser hafði beðið ósig ur í styrjöld, og nú var hann að kalla á alþjóðlegan stuðn- ing við að fá aftur hertekin landssvæði, þannig að hann átti mikilla hagsmuna að gæta í því að ástandið væri ávallt við suðumarkið og að eins margir erlendir aðilar væru í málið flæktir og kost ur var. Ofan é allt bætist að talsmenn ísraels neita því nú, að það hafi nokkru sinni komið til mála að opna skurðinn 1967. Þeir segja að hér sé um misskilning að ræða, sem byggist aðeins á hinni misheppnuðu tilraun til þess að losa hin erlendu skip úr prísundinni í Bitter Lakes. „DAYAN-ÁÆTLUNIN“ Og þar við situr. Er Egypt- ar hófu „skæruhernað“ sinn á næsta ári, sem þróaðist í „heita sumarið við skurðinn" eins og Dayan spáði vorið 1970, varð það til þess að allar hugmyndir manna og vonir um að skurðurinn yrði opnaður, urðu að engu. Vopnahléið, sem gert var 1970, og framlengt um 30 daga, 4. febrúar sl., hefur vakið vonir manna og at- hygli á ný. Fyrsta sporið var stigið af Dayan í september sl., og var þar um að ræða leynilega áætlun um að væri að opna skurðinn á ný. Enginn veit með vissu hvað fyrir Dayan vakti — kannski ekki einu sinni Dayan sjálf- ur, því hann hefur þann ávana að hugsa upphátt í hópi vina og við unga áheyr- endur, sem hann hefur yndi af að ávarpa, án þess þó að fylgja hugsunum sínum til enda. Eftir því, sem næst verður komizt hjá áreiðanlegum heimildum í kunningjahópi Dayans, mun hann aðeins hafa lagt til að stærri fall- byssur og skriðdrekar yrðu fluttir brott frfe bökkum skurðarins beggja vegna — en ekki að hermönnum yrði fækkað þar. Aðrar heimildir segja, að hann hafi gengið enn lengra og boðið að fremsta víglína ísraela yrði yfirgefin ef á móti kæmi eðlilegt ástand og friður á svæðinu. Líklegt er að um hafi verið að ræða fleiri en eina „Dayan-áætlun“, en það sem máli skiptir er að henni, eða þeim, var hafnað. Hver hafnaði þessu? Einnig um það atriði standa deilur. ísraelskir blaðamenn eru helzt á þeirri skoðun að Bandaríkj amenn haf i stöðv- að málið er Dayan fór í heimsókn til Washington til þess að ræða þessa hug- mynd. Abba Eban, utanríkisráð- herra ísraels, hefur sagt að Egyptar hafi hafnað tillög- unum. Vitað var að Eban var þegar frá upphafi and- snúinn þessum hugmyndum — og hann hefur einnig mikla andúð á þeim sið hers höfðingjans að „hugsa upp- hátt“ um viðkvæm mál. FRIÐ FYRST Líklegast er að áætluninni hafi verið vísað á bug af samráðherrum Dayans. Golda Meir, forsætisráðherra, minn ist enn heimhvarfs Israela frá Sínai 1956 á grundvelli „ábyrgðar“ af hálfu Banda- ríkjanna, sem síðar reyndist einskis virði. Það er allt að því trúaratriði hjá henni að ísraelar verði að standa með alvæpni og við öllu búnir við núverandi vopnahléslínur, þar til fyrir liggur undir- ritaður friðarsamningur við Arabaríkin. Eban, utan- ríkisráðherra, sem á öðrum sviðum er álitin „dúfa“ í her málum, er Goldu Meir sam- mála um þetta. Golda Meir ur, sem talar oft fyrir munn herforingjanna, heldúr því einnig til streitu að Súez- skurður sé „fullkomin vörn gegn skriðdrekum“, og ekki megi undir neinum kringum- stæðum afsala sér stöðunni við hann áður en samið er um frið. „TILBOГ SADATS Þann 4. febrúar sl. var spurningin um Súezskurð vakin upp enn á ný, að þessu sinni af Anwar Sadat, for- seta Egyptalands. Hann bauð að „reynt yrði að opna skurð inn til siglinga" ef ísraelar féllust á „að draga sig til baka að nokkru." Þetta var djarfur leikur af hans hálfu og til þess gerður að koma ísraelum — og þó einkum Dayan — í vörn, og jafn- framt höfðaði egypzki for- setinn til eiginhagsmuna olíu notenda í Vestur-Evrópu. Enda þótt hugmyndin sem slík væri góð, virtust ísra- elar telja hana klaufalega fram setta. Staðreyndin er að í langri ræðu um stefnu Eg- ypta vék Sadat ekki einu orði að hugsanlegum friðar- samningum við Israel, né heldur að því, hvort skipum ísraels yrði leyft að sigla um skurðinn er hann hefði verið opnaður. Varð þetta til þess að ísraelar höfnuðu þessu þegar í stað. Hershöfðingjar í fsrael voru fljótir að benda á að „önnur víglína" í Sínai- eyðimörkinni yrði mun lengri og dýrari í rekstri. bæði að þvi er tekur til pen- inga og mannafla, en núver- andi „Bar-lev“-víglína við Kortið sýnir legu Súezskurðar, en það er gert eftir ljósmynd, sem tekin var ur banda- rísku geimfari 1965. Myndin var tekin á ská inn yfir Nílarósa í átt til suðausturs. Moslve Dayan ásteytingarsteinn í þessum efnum kom fram í ræðu, sem Golda Meir flutti á þingi í ísrael fimm dögu«v eftir að Sadat flutti ræðu sína, en í ræðu sinni sagði frú Meir að tilboð Sadats væri „gegnsæ tilraun til þess að tryggja heimkvaðn- ingu liðs ísraels án þess að bjóða frið í staðinn.“ Þrátt fyrir þetta var ber- sýnilegt að ísraelski forsætis ráðherrann vildi ekki skella hurðinni með öllu í |ás. P'rú Meir staðfesti, að ísrael væri reiðubúið að semja um opn- un Súezskurðar, jafnvel án þess að semja þyrfti um önn ur mál jafnhliða. Hún kvaðst vona að „draga mundi úr vígbúnaði" og á bakka Súez- skurðar kæmist „lífið í samt lag“, og hér var um að ræða eins konar bergmál frá „Dayan-áætluninni“. Með þessum ummælum átti hún við að egypzkir flóttamenn, sem orðið hafa að yfirgefa Súez og Ismalia vegna árása ísraela, gætu snúið heim. En boltann sló hún kyrfilega aftur til Sadats. Það væri hlutverk Kaíró að setja fram áætlun í smáatriðum: Hvers langt ættu ísraelar að hörfa inn í Sínai, hvað á að koma í stað ísraelsku hermann- anna; verður skipum ísraels frjálst að sigla um skurðinn, og síðast en ekki sízt, mundi samkomlag um þessi atriði verða undanfari alvarlegra samningaviðræðna um öll mál, þar á meðal um landa- mæri ríkjanna, sem ljúka mundi með endanlegum frið arsamningum við ísrael? Ef Sadat getur mætt þess- um óskum ísraela, ætti fátt að standa í vegi fyrir því, að hann geti opnað Súez- skurðinn bráðlega á ný. FJÓRIR MÁNUÐIR Hin egypzka stjórn Súez- skurðar, skipuleggjendur hennar og verkfræðingar, beita nú kröftum sínum að undirbúningi þess að skurð- urinn verði opnaður, og þeir gæta þess að láta engin orð falla um hinar stjórnmála- legu hliðar málsins. f bráðabirgðaaðalstöðvum stjórnar Súezskurðar skammt norðan Kaíró, er andrúms- loftið þannig, að engu er lík ara en menn séu við „öllu búnir“ og viðræður við emb- ættismenn og verkfræðinga vérða til þess, að menn fá hugboð um að fyrirmæli um að hefjast handa um að opna skurðinn séu á næsta leiti. „Við bíðum aðeins eftir grænu ljósi,“ segir embættis maður einn. „Við getum haf- ið störf fyrirvaralaust. Skurð urinn mundi þola umferð á borð við þá, sem var 1967, um fjórum mánuðum eftir að hafizt verður handa um að hreinsa hann og opna.“ Verk fræðingur einn sagði, að það hefði tekið 103 daga að hreina á brott 54 „fyrirstöð- ur“ 1957, en nú ætti þetta að taka skemmri tíma. Skips flökin í skurðinum eru færri, og tækninni við að ná þeim hefur fleygt fram. Þessi verkfræðingur taldi að hægt væri að hreinsa skurðinn á þremur mánuðum. Eina vandamálið er að ná upp skipaflökunum, og stjórn Súezskurðar hefur þegar haft samband við fyr- irtæki þau, sem önnuðust hreinsunarstörfin 1957. Eitt helzta vandamálið við rekst- ur Súezskurðar var að sand- ur settist til í botni hans. Aðalástæðan til þessa var sjálf skipaumferðin sem kom hreyfingu á vatnið og skurð bakkana. Nú er skurðinn hef ur verið lokaður svo lengi, er sagt að mjög lítill sandur hafi setzt til í honum og sé hann ekki vandamál. Talið er að það muni kosta um 6 milljónir sterlings- punda að hreinsa skurðinn og 10 til 15 milljónir að opna hann endanlega til umferð- ar. Skurðurinn mundi í fyrstu verða opnaður til sigl- inga á borð við þær, sem tíðkuðust fyrir júní 1967, þ.e. að stærstu skipin, sem um hann kæmust, væru 75.000 smálestir. SKURÐURINN STÆKKAÐ- UR? En þá 45 mánuði, sem skurðurinn hefur verið lok- aður, hafa skipuleggjendur stjórnar hans ekki setið auð um höndum. Þeir hafa litið til framtíðarinnar, rannsakað olíuframleiðslumál heimsins, neyzlumarkaði og fram- leiðslulönd og fylgzt með þró uninni í smíði olíuskipa, sem skapað hefur slík risa- skip, að með engu móti kæm ust um skurðinn í núverandi mynd. Framtíðarskipulag og áætlanir varðandi skurðinn hafa verið gerðar með tilliti til þessa. Stjórnendur skurðarins gera lítið úr þeim spádóm- um, að risaolíuskipin hafi leyst Súezskurð af hólmi. Bent er á að þegar hafi ver- ið hafizt handa um hina svokölluðu „Nasser-áætlun'* um stækkun Súezskurðarins í febrúar 1967, en fram- kvæmdir stöðvuðust í júní sama ár vegna Sex daga stríð3Íns. Fyrsta skref Nass- er-áætlunarinnar var að breikka skurðinn úr 195 m í 285 m, þannig að allt að 200.000 smálesta skip kæmust þar um. Síðara skrefið, sem upphaflega var ráðgert að lokið yrði við 1975, gerði ráð fyrir stækkun þannig að 250.000 tonna skip kæmust um skurðinn. Nú er fyrir hendi endurskoðuð áætlun um að ljúka þessu verki á fimm til sex árum eftir að skúrðurinn hefur verið opn- aður á ný. (Observer — öll réttindi áskilin).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.