Morgunblaðið - 24.02.1971, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MH>VIKUÐAGUR 24. FEBRÚAR 1971
Björn Sigfússon, háskólabókavörður:
„Nú er dimmt um Norðurver.."
Fyrri hluti
Undir þorralok 1971, eftir
áralangt þóf, mun í hæglæti
fastlega unnið að vopna-
hléi, með lokaákvörðun um
deilukjarna, á norðaustur-
skikum tveggja smálanda
Atlantshafs. Greinarheitið að
ofan gæti minna skoðana vegna
átt við landshorn beggja þess-
ara frændþjóða; önnur er írar.
Merking stefs þessa, sem er ný-
ort vísuupphaf, er samt þrengri,
því í og með samheitinu Norð-
urver=norðurbyggðir — er nafn
gáta fólgin=GIjúfurver, eftir að-
ferð, sem Snorra-Edda nefnir
tækniheitinu að kveða ofljost.
Norður þar fær visan gegn sér
þau lastyrði ein, sem stafa af
tilfinningum, og mun hún gerð
á þingeysku héraðsskólasetri.
Innanhéraðsraddir, sem krafizt
hafa skynsamlegra loka á þófi,
þannig að hver hafi nokkuð síns
máls, eru fleiri nú en fyrr, ég
get nefnt Kára Arnórsson
skólastjóra á Húsavík, en til eru
aðrir, sem finst áhættusamara
nú en áður að semja nokkurn
hlut.
Um leið og ég slæst í þeirra
h6p, sem telja úrslit um deilu-
kjarnann enga bið þola og að
semja beri, en gera enga íhlut-
un í samningsatriðin sjálf, er
skyit, að ég geri mér og öðrum
þess grein, hví Laxárdeilur eru
nú orðnar landsmál fremur en
einkadeila milli landeigendafé-
lags og þeirra, sem stækka
þurfa Gljúfurverksvirkjun.
Lesendur trua því margir, að
eitt smæsta auk»<itriði við-
burðasögunar, sprenging Mið-
kvislarstíflu, hafi breytt þessu
í landsmál. Rétt er það, að
sprengingin var fyrirtaks aug-
lýsing, verður fyrirgefin af al-
menningsáliti alla tíð og ætti að
fá að gleymast sem afleiðinga-
minnst fyrir báða málsparta,
jafnskjótt og auglýsingastríð er
afstaðið (sá, sem þetta ritar,
kann ekki stakt orð í lögum).
Auglýsing neikvæðrar verk-
unar, spellvirki á vinnutækjum
við Gljúfurver, án þess landeig-
endur geti borið ábyrgð á til-
tækinu, vekur upp samanburð-
inn við írland, og er nóg komið.
Stórt landsmál er deilan
vegna tvenns: Nú er hún loks
búin að sýna, að svo alger inn-
ankjördæmishagmál, sem þetta
mál var, eiga ekkert það vald
yfir sér í kjördæmi neinu (nema
Reykjavík), sem jafnað geti
árekstur né knúið fram lausn, og
enn fjarstæðara er, að sýsla út
af fyrir sig ráðið við slikt. Af-
leiðing mistakanna fyrir lands-
hlutasjálfstæði er djúptæk, og
kemur seinni hluti greinar að
henni. 1 öðru lagi er ríki og Al-
þingi skylt i ljósi heildarsýnar
um náttúruvernd, eflingu at-
vinnugreina og búsetu, ennfrem-
ur réttargæzlu, að láta mál til
sín taka melra en hingað til.
Tólfta öld landsbyggðar er
sögð hefjast innan 3 ára og er
landnámsöld ný. Hún mun
skipta ítökum í náttúruöfl og
landsgæði annan veg með börn-
um vorum en kaup og sala
milli Péturs og Páls á jarðar-
skikum hefur hingað til skipt,
og eru völd Alþingis þar mikil
og þurfa að vera það. Afrás frá
Mývatni er ekki framar Laxá
með gæði þau ein, sem löngu
eru metin inn í verð jarða á
bökkum hennar. Önnur afrás er
straumur kísilgúrs á leiðina um
Húsavíkurhöfn, og eftir um-
breyting i gjaideyri streym-
ir þaðan í þjóðarbú eftir von-
um. Þriðja afrás, fallorkan úr
ánni, streymir sem rafmagn um
allt kjördæmið. Þetta er eitt
dæmið um nýskipt ítök í nátt-
úruöflin, og án nýskipta yrðu
engar framfarir.
Við sættir 1971 þarf hver af
fjórum aðilum að ávinna nokkuð
og finna, að hann sættist skamm
laust: orkuþegar, sem fyrir eru,
Laxárbændur, aðrir viðriðnir
einstaklingar, sem telja sjálfs-
virðing sína við liggja, þó pen-
ingahliðin á málum sé ekki það,
sem mest komi þeim við, og loks
þeir aðilar í kjördæminu, sem
eiga atvinnuframför undir raf-
orkuaukningu komna. Hæpið er,
að það borgi sig í blöðum að
fjölyrða vandann, hvernig jafn-
sættistilraunir megi fram fara
og handsðl öll haldast þaðan af,
ef nást. Urgur mun haldast með
sumum mönnum, en mér dettur
i hug, að frá ómunatíð hefur
streymt öðru hverju frá Mý-
vatni fjórða afrásin, sem ég
kalla: skopvísur og önnur hálf-
gróf gamansemi, sem gerði menn
sambúðarhæfari en án henn-
ar gæti orðið. Eftir þessu von-
ast ég enn.
II
VEL MÆLT AF SKÁLDKON—
UNGI.
LANDSHLUTAFÓSTRUN —
Náttúra móðir þarf meira lið-
sinni og stjórnun við okkar hrá-
köldu aðstæður en virzt hef
ur þurfa, umfram afskiptalausa
friðun, hjá þeim vestrænu há-
skólabæjum og náttúrurann-
sóknastöðvum, sem fóstrað hafa
þorrann af beztu náttúruunn-
endum vorum og „ekólógum."
Fóstrun er hins vegar mark-
vissari og nýtilegri björg alls
gróðurs og lífs, einnig mannlífs,
heldur en hið þokukennda vasa-
brots-darvinska sjálfþróunar-
hugtak „náttúruvernd" tákn-
ar yfirleitt. Auk almennrar jarð
ræktar og fiskiræktar, sem ríða
talsvert í bága við „náttúru-
verndina", eru sandrækt frá
fjörum allt til jökla og barr-
skógarækt í nokkrum hlýsveit-
um íslenzk dæmi um íóstrun,
sem náttúra alls okkar hnatt-
beltis vill, en er hvergi nærri
einfær um. Uppblástur Þingey-
inga og Norðmýlinga i hálendi
og við sjó og feyskingu strjál-
ustu byggðarlaganna þarf ýmist
að stöðva með valdi, eins og
mannahöndum tókst, er í óefni
var komið á Hólssandi, eða
ávinna margföld endurgjöld
hins feyskna í nýjum lífsskil-
yrðum landshlutans.
Þorrasamkoma, sótt af rúmu
þúsundi höfuðstaðarbúa í bíó
háskólans í Reykjavik, var á
Björn Sigfússon.
vegum „almannasamtaka" um
náttúruvernd, og svo sund-
urleitar velviljastefnur þurftu
að freista þar einingar um
ályktun sína, að innleiða þurfti
málin með hásætisræðu. Hásæt-
isræðu flytja konungar, og er
lögfræði i henni á ráðgjafans
ábyrgð eingöngu, en hauk-
skyggn sjón yfir eðli og umfang
vandans er konungsins. Skáld-
konungurinn Gunnar Gunnars-
son var til fenginn og
ræða hans Þorraþula, birtist í
Mbl. 9. febrúar.
Eigi skortir Þorraþulu glæsi-
leik (að útdrætti réttarskjala-
málþófs fráteknum). Þeim
Mývetningum er þar brigzlað
um bleyði, sem ætlað höfðu að
biða sem haldbezts árangurs
væntanlegs samkomulags um
Miðeyjarkvisl, fremur en
sprengja. Tilfinningasamasti
hluti áheyrendaskarans í bíóinu
fékk líka það, sem hann þurfti,
móðursýkisvarasjóð sinn fengu
þeir nú brúk fyrir, geta fram-
vegis losað stíflu hans. Eitthvað
er þetta gleðilegra en móður-
sýkisvarasjóðurinn hinn, sem
skáldið þakkaði Mývetning-
um fyrir að vilja ekki hafa. Ég
finn ekki að fleiru.
Gunnar konungur Atlakviðu
kemur mér samt 1 hug. Hart
kvaddi hann menn sina trega
með sér að þyrja yfir fiöllin,
sást naumt fyrir:
kvaddi þá Gunnar
sem konungritr skyldi
mær í mjöðranni
móði stórum.
Niðurstaða af naumt forsjálli
hreysti og skjótræði til afreka
(sem báðir málspartar Laxár-
deilu er kunnir að) varð þessi
dapurvitri úrskurður Gunnars
konungs Gjúkasonar á bana-
dægri, að engir aðilanna skyldu
njóta arfs, sem nægt hefði
beggja börnum:
Rín skal ráða
rógmálmi skatna,
svinn áskunna
arfi Nifluritfa,
i veltanda vatnim . ..
Vitu þér enn eða hvat? —
Um rýrnun á hag og á getu
til sjálfdæmishanda Norður-
landi um eigin efni vil ég sízt
flytja hrakspár, með þess-
um orðum. Slysum má afstýra.
En ræðum ekki hér, hve sum-
um þætti óvandur eftirleik-
urinn, ef nú þokar engu sam-
an, og mig langar í léttara hjal.
Landshlutafóstrun sú, sem
Gunnar skáld ann af heitu
hjarta og ber samnorrænna,
evrópskara skyn á gam-
all en velviljuðustu vinstraaft-
urhaldsmenn í ungri kyn-
slóð eru færir um, þarfnast for-
ystu fyrir meirihlutavaldi, sem
brýnt væri að geta framleitt
innan norður, og austurhelftar-
innar á landinu, eina landsvæð-
isins, sem fóstrar arftekinn vilja
til mótvægis við höfuðstaðar-
vald, þjóðríkinu til styrks og
auðgunar. Því vill Þorraþula
mæla með fyíkjum, fyrirbyggja
undirokun á lítilmazna eða
hugsanlegum innfluttum verka-
lýð og það, að þegnar geti sagt
sig úr lögum hverjir við aðra;
þar talaði konungurinn. — Frh.
í næsta blaði.
Ný 5 ára áætlun
í Sovétríkjunum
íbúö óskast til leigu
4ra—5 herbergja íbúð óskast til leigu fyrir 1. maí næstkom-
andi. Þrennt í heimili. Til greina kæmi að ganga frá íbúð,
sem nú þegar er tilbúin undir tréverk og máiningu.
Tilboð leggist inn á afgreiðslu blaðsins fyrir 1. marz, merkt:
„1. maí — 6886".
Teiknun
Tek að mér teiknun auglýsinga og myndskreytinga.
Ódýr en vönduð vinna.
Upplýsingar í síma 17977.
Vön vélritunarstúlka óskast
Tilboð merkt: „6750" sendist afgr. Mbl. fyrir 1. marz.
ALMENIMAR TRYGGINGAR H.F.
Halló krakkar
ÖSKUDAGSGLEDIN í dag hefst kl. 2 með skrúðgöngu frá
Kennaraskóla íslands.
Skemmtunin sett í Austurbæjarbiói kl. 2,30.
Aðg. 50 kr. fyrir böm,
KENNARANEMAR.
EINS og kunnugt er, hafa ný-
lega verið birt drög að nýrri
fimm ára áætlun um efnahags-
þróun í Sovétríkjunum tímabil-
ið 1971—1975. Þessi nýja áætl-
un verður Iðgð fyrir 24. þing
kommúnistaflokks Sovétríkj-
anna, sem hefst í Moskvu 30.
marz næstkomandi og verður
tekin þar til umræðu og sam-
þykktar.
Sovézk blöð hafa að undan-
förnu birt upplýsingar um efni
áætlunarinnar og kemur þar
fram, að sovézk hagþróun sam-
kvæmt hinni nýju áætlun, á að
byggjast á þeim árangri, sem
náðst hefur í hinni nýloknu
fimm ára áætlun, sem var sú
áttunda í röðinni. 1 áætluninni
er tekið fram, að allar helztu
fyrirætlanir og markmið, sem
sett hafi verið á 23. flokksþing-
inu á sviði efnahags- og þjóðfé-
lagsmála hafi tekizt að fram-
kvæma,- Á tímabilinu 1965—1970
jukust þjóðartekjur um 41 af
hundraði, iðnaðarframleiðsla
jókst 1,5 falt segir í áætlun-
inni. Árleg framleiðsla á neyzlu-
varningi þjóðarinnar 6x að með-
altali um 8,3% samanborið við
fyrri fimm ára áætlun — 6,3%.
Aðalframleiðslusjóðir ríkisins í
siðustu fimm ára áætlun 1,5 föld
uðust og að meðaltali jókst fram
leiðsla landbúnaðarafurða um
21% á ári, framleiðni jókst um
33 af hundraði, en gert var ráð
fyrir 30% aukningu.
Veruleg aukning varð á bygg-
ingu íbúðarhúsnæðis í síðustu
fimm ára áætlun eða 518 milljón
íermetrar. Einnig var um aukn-
ingu að ræða á ýmsum þjón-
ustufyrirtækjum í þágu íbúanna
eða rúmlega 100 prósent.
Reistir voru skólar fyrir 8,1
milljón nemenda, barnaheimili
fyrir 2,5 milljónir barna, fram-
leiðsla á neyzluvarningi 1,5 fald-
aðist. Aukning varð á sviði al-
mennrar menntunar. Frá ýms-
um menntastofnunum voru
brautskráðar 2,6 milljónir sér-
fræðinga með æðri menntun og
4,5 milljónir manna með mið-
skólamenntun. Starfsmenntun
hlutu og 7 milljónir iðnverka-
manna að því er segir í áætlun-
inni.
Aðalverkefni 9. fimm ára áætl
unarinnar segir ennfremur í
uppkastinu, er að skapa bætt lifs
kjör almennings. Eitt af aðal-
verkefnum hennar er fyrirhug-
uð 37—40% aukning á þjóðar-
tekjum. Mikil áherzla er lögð
á framleiðslu framleiðslutækja
um 41—45%, aukning á fram-
leiðslu neyzluvarnings um 44—
48%, allt að 90% aukningarinn-
ar fæst vegna meiri framleiðni
í iðnaðinum, að þvi er segir í
nýju fimm ára áætluninni. Ár-
ið 1975 er gert ráð fyrir, að ár-
leg raforkuframleiðsla verði
1030—1070 milljarðar kílówatt-
stunda, framleiðsla oliu 480—
500 milljón tonn, gasi 300—320
milljarða rúmmetra, stáli 142—
140 millión tonn og kolum 685—
695 milljón tonn. í áætluninni
er gert ráð fyrir, að framleiðsla
á vélum og málmvinnslu auk-
ist 1,7 sinnum.
Gert er ráð fyrir, að aukin
tækni og vélvæðing í þágu land-
búnaðarins geri kleift að auka
meðalársframleiðslu hans um
20—22%. Áætlað er, að meðal-
kornuppskera á ári í næstu fimm
ára áætlun muni ekki verða und-
ir 195 milljón tonnum. Fjárfest-
ing ríkisins í landbúnaðinum
mun nema 82,2 milljörðum
rúblna, ríkis- og samyrkjubú fá
1.700.000 dráttarvélar, 1.100.000
vörubíla, 541.000 kornuppskeru-
vélar og 100.000 annarra land-
búnaðarvéla. Árið 1975 mun land
búnaðurinn fá 72 milljón tonn
áburðar.
Sérstök grein I uppkaslinu af
næstu fimm ára áætlun fjallar
um lífskjarabætur almenningi til
handa. Er stefnt að því með
áætluninni að auka raunveruleg-
ar tekjur um 30 af hundraði.
Það mark er sett að hækka li.un
verkamanna og annarra starfs-
manna um 20—22 af hundraði, en
laun samyrkjubænda um 30—35
af hundraði. Gert er ráð fyrir
að greiðslur úr félagslegum
neyzlusjóði muni aukast um 40
af hundraði, að þvi er segir í á-
ætluninni. Á næsta áætlunar-
tímabili munu verða reist íbúð-
arhús um 565—575 milljónir fer-
metra að flatarmáli.
Sjúkrarúm verða 3 milljónir
talsins árið 1975, að því er segir
í áætluninni. Reist verða heilsu-
hæli og hvíldarheimili. Áætlað
er að reisa ríkisskóla fyrir um
6 milljónir nemenda og tóm-
stundaheimili og aðrar stofnan-
ir tengdar uppeldi barna. 9 mill-
jónir sérfræðinga með æðri
menntun og miðskólamenntun
og tækniskólar útskrifa ekki
færri en 7,5 milljónir iðnlærðra
verkamanna. Mikil áherzla verð-
ur lögð á þróun og iðnvæðingu
austursvæða landsins, segir l
nýju fimm ára áætlun Sovétríkj-
anna.
Þá er stefnt að þvi að auka
tengsl milli Sovétríkjanna og
hinna sósialísku rikjanna á sviði
efnahagsmála, tækni og yísinda
og aukin verði samvinna á sviði
iðnaðar varðandi tækni, vísindi
og utanrikisverzlun. Gert er ráð
fyrir „að auka hagkvæm utan-
ríkisviðskipti og sambönd á sviði
vísinda og tækni við iðnþróuð
kapitalísk ríki, sem reiðubúin
eru til slíkra samskipta á þess-
um sviðum." Viðskiptavelta Sov-
étrikjanna við útlönd mun auk-
ast um 33—35 af hundraði segir
í áætluninni. Þá er og f jallað um
að fullkomna stjórnun og áætl-
unargerð þjóðarbúskapar Sovél
ríkjanna. Loks er talað um, aí
framkvæmd 9. fimm ára áætlun-
arinnar muni hafa mikið alþjöð
legt gildi.