Morgunblaðið - 24.02.1971, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.02.1971, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MTOVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1971 Herdís Ólafsdóttir: Hvað er bónus bónuskerfi? og Ef ég mætti svara þessu i éihni setningu mundi ég segja: að er vinnuþrælkandi launa- kerfi. Það er kerfi sem sett er upþ ýmist einstaklingsbundið eða í litlum hópi undir þeim hvata og sálrænni spennu sem keppni og metnaður hvers eins skapar. Mælistika er sett uþp sem mælir og telur af- kðst hvers eins og allir eru und ir smásjá atvinnurekenda, verk- stjóra, framleiðslustjóra og ekki hvað sízt undir smásjá hvers eins meðal vinnufélaganna. Hver keppir við hinn, enginn vill vera minnstur ef þess er nokkur kostur. Þannig knýr kerfið áfram allan vinnuhópinn. Afköstin verða misjöfn eftir' getu hvers og eins, enginn er nú lengur á sama kaupi. Hags- munir stangast óþyrmilega á, helmings munur á kaupi fyrir þá sem gera báðir eins og þeir geta gerir skapið ekki létt, en það er Maðurinn minn, Lárus Samúelsson, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju fimmtudaginn 25. febrúar W. 13.30. Blóm og kransar afbeðnir, en þeim, sem vildu rninmast hins látna, er bent á Krabbameins- félagið Guðmunda Guðmundsdóttir og fjölskylda.____________ algengt að sú er útkoman. Mór- allinn verður eins . og krabba- mein sé á virku stigi í vinnu- hópnum og allir eru þreyttir, þreyttir. — Nú er horfinn glaði létti vinnuhópurinn, þar sem all ir unnu á sínu jafna að vísu allt of lága tímakaupi, misjafnir eins og í fyrra dæminu, en hver bætti annan upp eins og okkur hefur verið kennt að mæta mis- jöfnum hæfileikum í tilviljana- kenndu sköpunarverki almættis- ins. Nú hvað þá um launin sem greidd eru fyrir að kasta frá sér hinni hefðbundnu launa- greiðslu tímakaups. Þau hljóta að hafa freistað hins launalága til að gangast á hönd hinu nýja kerfi. Þau hljóta að vera það sem freistar manna til að taka upp það kerfi sem óumdeilan- lega færir yfir aukna spennu, aukið vinnuálag. Nú skal þvi lýst að nokkru og reynt að gera flókna hluti einfalda með nokkr um dæmum, en stuðzt er við upp lýsingaplagg sem Hagræðinga- deild A.S.l. hefur sent verka- lýðsfélögunum til leiðbeining- ar í þessum ef num. Fyrst mun ég minnast nokkuð á það launa- kerfi bónussins sem fyrst var Faðir minn, tenigdafaðir og af i okkar Bjorgvin Guðmundsson, trésmiður frá Seyðisfirði, verður jarðsungiran frá Foss- vogskirkju fimmtudaginn 25. þ. m. M. 15. Maria Björgvinsdóttir, Jón Guðbrandsson og dóttursynir. Þökkum inmilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginmainns máms, föður okkar, tenigdaföður og afa, Sigurðar Ámundasonar, Hávallagötu 7. Una Sigfúsdóttir, Amundi Óskar Sigurðsson, Kristín Helga Hjálmarsdótttr, Júlíana Sigurðardóttlr, Páll Sigurðsson, Sigríður Sigurðardóttir, Kristján Fr. Jónsson og barnabörn. Systir okkar INGIBJÖRG NIELSEN JÓNSDÓTTIR frá Neðra-Hrepp í Skorradal, andaðist að Hrafnistu 21. febrúar s.l, Cltför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju n.k. föstudag 26. febrúar kl. 3 e.h. Elka Jónsdóttir, Ingigerður Jónsdóttir, J6n G. Jónsson. Jarðarför mannsins míns SIGTRYGGS KLEMENZSONAR fer fram frá Dómkirkjunni I Reykjavík, fimmtudaginn 25. febrúar 1971, kl. 13,30. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeir, sem vildu minnast hans, eru beðnir að láta Hallgríms- kirkju i Reykjavík njóta þess. Unnur Pálsdóttir. Minningarathöfn um t eiginkonu mína og systur okkar GUÐRÚNU OELKERS f. Thorarensen, fer fram Dómkirkjunn föstudaginn 26. febrúar 1971 kl. 3 e.h. Laurentius Oelkers. Jóhanna Fossberg, Aðalheiður Thorarensen, Ragnar Thorarensen. sett upp, en i dag er unnið eftir á flestum þeim stöðum á landinu þar sem bónuskerfin eru í gangi. Dæmið er þannig: Staðalafköst eru sett 100 — en það er sú markalina sem segir að nú hafi viðkomandi unnið sér fyrir 10% launahækkun ofan á timakaupið. Við miklar og víð- tækar athuganir hefur það kom- ið i Ijós að afköst flestra starfs- hópa liggja í kringum 60 af stað alafköstum. Þegar launakerfið er athugað nánar kemur í ljós að enginn kaupauki er greidd- ur fyrir afkastaaukninguna alla leið að staðalafkðstum, en hún verður um 40% eins og áð- ur er sagt. Launþeginn fær ekk- ert í sinn hlut, ekkert fyrir svitadropa sína sem falla við að auka afkðstin um 40%, heldur fær fyrirtækið alla aukninguna í sinn hlut án þess að þurfa að greiða svo mikið sem eyrisvirði fyrir. Síðan fær launþeginn ákveðinn hluta af aukningunni sem heitir nú bónus sem er visst fyrir einingu hvort sem afköst- in verða meiri eða minni. Annað dæmi vil ég nefna úr nýrra og breyttu launakerfi bónussins, en það er talið það bezta sem hér á landi er notað og fólkinu hagstæðast. Það er kennt við Vestmannaeyjar og mun þar upprunnið og tekur bæði til nýtingar og hraða. Þar byrja bónusgreiðslur fyrr eða nær því sem venjuleg tímavinnu afköst segja til um eða milli 60 og 70 á klst., sem eru 14 unnar einingar á klst. Þegar unnar hafa verið 16 einingar á klst. er af- kastalínan orðin 80 og kominn bðnus ofan á tímakaupið sem nemur kr. 17.64, eða laun á klst. verða kr. 96.39. (Bónus í dæm- um þessum er samkv. upplýsinga plaggi því sem stuðzt er við er reiknaður á kr. 78.75 pr. klst. dagvinnukaup 3. taxta frá 19. júní 1970 og eru dæmin samkv. því og breytir það ekki hlutföll Okkar imnilegustu þaikkir flytjum við &llum þeim, er sýndu okkur vimáttu og hlý- hug við amdlát og útför Karls Guðmundssonar, fyrrv. lögreglumanns. Sérstafcar þakkir til saimatarfs manna hamis í Lögregliu Reykiaivík'ur fyrr og síðar, svo og til anmarra vina. Gunnlaug Karlotta Eggertsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, Snorri Karlsson, Bósabel Massip Karlsson, Hörður Karlsson, Bósa Björg Karlsdóttir, ll.jörtur Hjartarson, Sigurlaug Bagnheiðiir Karlsdóttir, Páil B. Helgason. um.) En nú sveigir launalinan heldur betur heim I garð til at- vinnurekandans. Ef nú einhverj um tekst að tvöfalda afköst sin sem stundum kemur fyrir í ákvæðisvinnu, þá verða launa- greiðslur til hans aðeins kr. 145,53 í staðinn fyrir ef um hreint ákvæði væri að ræða eins og flestir þekkja mundu launin líka tvöfaldast og verða kr. 192.96. Þetta væri svipað og ef síldarstúlkan sem fær ákveð- ið verð fyrir að salta 1 tunnu af sild, hefði saltað 10 tunnur og fengi greitt sitt ákveðna verð fyrir það. Nú tekst henni að tvö falda afköst sín og salta 20 tunnur en þá fengi hún aðeins greidd laun f yrir 15 tunnur. Þriðja launakerfið er líka í gangi í Neskaupstað og í Hafn- arfirði hefur það einnig verið reynt. Það er sömu sögu að segja af því, það fer af stað á svipuðum afköstum og í Vest- mannáeyjakerfinu en bónuslín- an er mun lægri og hallar heim i hlað hjá atvinnurekendum mun fyrr. Þetta er í grðfum dráttum saga bónussins og þess kerfis sem knýr hann áfram. Ekki að furða þó öllum þessum mörgu og flóknu línum sem fylgja þessu þrauthugsaða marg- slungna kerfi sé haldið saman i hnút eða flækju svo erfiðara sé fyrir fðlk að átta sig á þvi í hvers hlað launalínan fyrst og fremst liggur. Það er mín ákveðna skoðun og margra fleiri ekki sizt lækna, að bónogfeerfið, spenma þess og álag sé fólki, sem þannig vinn- ur, skaðsamlegt ef til lengdar lætur. Þetta er hægt að gera tímabundið á meðan fólk er ungt og hraust en þó ekki, því miður án þess það komi síðar fram. En ef fólk sem vinnur ákveð- inn vinnudag, hverja viku hvern mánuð, hvert ár treystir sér til að fara út i slík vinnubrögð, þá er þð lágmarkskrafa að það fái greitt fyrir afköst sín og álag- ið sem fylgir ákvæði í erfiðis- vinnu. Ég er ekki að efa það, að einhverjum, kannski mörgum tekst að ná sér í meira kaup á styttri tíma enda þótt kerfið mæli ekki rétt. En útreikningar atvinnurekenda sjálfra um bðn- uskerfi sem ég hefi I höndum mér, segja að það þýði fyrir at- vinnurekanda þriðjung lægri launagreiðslur fyrir sama unnið magn. Hver verður svo útkom- an í hráefnislitlum frystihúsum, ef það sem unnið er á tveimur dögum verður nú aðeins eins dags verkefni. Mikill má sá bón us vera sem vinnur það upp til þeirra sem eftir bónuskerfinu vinna, hvað þá um þann hóp sem kemur til með að fá engan bónus eins og oft er eða vinna áfram á tímakaupinu sínu og fær ef til viU helmingi skemmri vinnu. Ef verkalýðshreyfingin á að una því að þannig sé farið með fðlkið, að yfir það komi þetta mikla álag sem ákvæðisvinnunni fylgir, þá á hún sjálf að marka það kerfi að staðalafköst séu þau sömu og Alþjððavinnumála- stofnunin hefur viðurkennt og liggur á milli 60 og 70 sem er svipað eða þó heldur meira en meðalafköst hafa mælzt hér í frystihúsunum. Þetta yrði svo lagt til grundvallar tímakaup- inu. Síðan yrði fðst greiðsla & einingu sem fólkið fengi ðskerta í sinn hlut ef það vill leggja ennþá meira á sig en fasta greiðslan segir til um. Sem sagt í stuttu og einföldu máli: Lögð yrðu til grundvallar meðalaf- köst og síðan bein bðnuslina sem fengi svo við viss há af- köst, þak eða mark og eftir að því væri náð féllu bónusgreiðsl- ur niður. Þetta mundi jafna nokkuð aðstöðumun fólks og kannski geta varnað því að skefjalaus keppni yrði heilsu þess of skaðleg. Atvinnurekand- inn fengi samt alltaf stóran hlut til sín, sem er hraðari vinna og meiri afköst, yfir vertíðina, þeg- ar mikill afli berst að á stuttum tíma, getur hann komið miklu meira magni í gegn og þann tíma væri kerfinu leyft að vera i gangi, enda hefur verkafólk I sjávarplássum ekki talið það eft ir sér að bjarga afla úr sjð, þegar við hefur legið, en það á að fá skilyrðislaust greitt fyrir það, — greitt fyrir alla stóru svitadropana sem bónuskerfið byggist á. Allir vita hverjir þeir verka- menn eru, sem að lang stærstum hluta vinna eftir bónuskerfinu við þýðingarmikil framleiðslu- störf þjóðarinnar. — að eru konur, mikill hluti þeirra hús- mæður sem berjast við að drýgja lágar tekjur heimilisins. Fyrir 10—11 árum síðan, áður en launajafnaðarlög þau voru sett sem færðu laun kvenna til jafns við laun karla, eins og nú er, voru laun kvenna i flestri al gengri vinnu verkafólks þriðj- ungi lægri en karla. Eftir að þetta gerðist og laun jöfnuð- ust smám saman var bónuskerf- ið fundið upp og fyrsta lína þess lögð, sem segir á um það, að afköst fólksins skuli hækka um þriðjung eða meir, áður en til bónusgreiðslna komi. Þetta er sama tala og var áður en launa- mismunur kvenna og karla fðr verulega að minnka. Hefur verið leikið all hrotta- lega á okkur verkakonur með bónuskerfinu. Aður höfðum við þriðjungi minni laun, en sam- kvæmt bónuskerfinu þurfum við að skila þriðjungi meiri afköst- um fyrir jafnlaunatímakaupið okkar. Hver er munurinn? Launa- jöfnuðurinn sem við vorum stolt astar af að síðasti áratugur hefði fært okkur, honum hefur á þessu sviði verið skilað aftur, bónuskerfið hefur verið nógu útspekúlerað til þess. * • • Hélt 30 börnum í gíslingu Lyons, 22. febrúar. — NTB 43 ABA gamall verkamaður vopnaður handsprengjum hélt í dag 30 böriiiiiu og nokkrum koniun í gíslingu í þrjá klukku- tíma á barnaheimili í Boisse, um 16 km norðaustur af Lyons. Lögregliam umikringdi þegar I stað barnaiheimillið. Verkainað- urinn, Antoime Parla, hefur að undamförniu áitit í útistöðum við stjóm baomaheimiílisins. Maður- inn sleppti fyrst börniunum og lokaði sig síðam imnl í herbergi á anmainri hæð ásaimt barh- fóstru. Hamm lét hana lausa þegar gengið hafði verið að kröfu hans. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför VILHJÁLMS GUÐMUNDSSONAR frá Hamri. Ennfremur alúðarþakkir til herbergisfélaga, starfsfólks og hjúkrunarliðs Elliheimilisins Grundar Þórarínn Vilhjábnsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Þorgerður Vilhjálmsdóttir, Ámi Jónsson, Guðmundur Vilhjálmsson. Kristrún Sigurðardóttir, Bjami Vithjúlmsson, Ingunn Vilhjálmsdóttir, Axel Þóroddsson, Friðfinnur Vilhjálmsson, Vilborg Guðmundsdóttir, Guðmundur 1. Vilhjábnsson, Þómý Jónsdóttir og aðrír aðstandendur. » » • Til vísindarann- sókna í Danmörku Arósumi, 22. febr. NTB. V-ÞÝZKI stúdentaleiðtoginn Rudi rxutsdhike kom til Arósa sJ. föstu dag og hélt í dag f und með blaða mönnum, þar sem hann sagðist efeki kominn til Danmerkur til að taka þátt í stjórnmálum, held ur til að leggja stund á vfisinda- legar rannsóknir, alvarlegs eðl- is. Dutschike tekur við stöðu að- stoðarkennara við sögudeild Arósaháskóla 1. marz n.k. Hon- um var seim kunnugt er skipað að fara úr landi í Breöandi, þar aem hamn heÆur dvalizt s.L eiftf og hiálft ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.