Morgunblaðið - 24.02.1971, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.02.1971, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MJOVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1971 25 Nú þegar fólk almennt, hefur fengið svo mikinn áhuga fyrir aukinni hreyfingu og útivist, er eðlilegt, að við, sem höfum stundað skíðaíþróttina, fáum álhuga á að lengja tímabil það, sem hægt er að stunda skíða- ferðir. Fullyrt er að skiðaiþrótt- in sé sú íþrótt, sem flestir taka þátt í. Þetta eru orð að sönnu, þvi á góðviðrisdögum kem- ur fólk þúsundum saman í skíða löndin, og þetta er ein af þeim iþróttum, sem fjölskyldan getur ÖU sameinast um að stunda. Það er líka enginn vafi á, að áhug- inn fyrir þessari iþrótt fer stöð- ugt vaxandi, því bæði eru skiða- ferðir skemmtilegar og svo er fólk alltaf að gera sér betur og Trimmið mitt Rúnar Guöbjartsson, flugstjóri; Allra veðra flugvöll- ur fyrir Reykjavík betur grein fyrir þörf á auk- inni hreyfingu. En gallinn við þessa íþrótt a.m.k. fyrir okkur hér á þéttbýlissvæðinu suð- vestanlands — er, að timinn, sem hægt er að stunda skíðaferð ir hefur verið svo stuttur. Stað- reynd er þó, að tiltölulega fá- mennur hópur fólks, bæði kepp- endur og áhugafólk hefur stundað skíðaferðir miklu lengri tíma en allur almenningur, en til þess hefur þurft að leggja á sig svo og svo mikla göngu til að komast í nægan snjó. Fölk missir oft af langskemmti- legasta tímabilinu, sem hægt er að stunda skíðaferðir héðan úr Reykjavík og nágrenni, en það er á vorin, vegna þess að vegi vantar á þau svæði, sem nægur snjór er á. Yfir veturinn er aðal lega farið á skíði frá höfuðborg arsvæðinu á þau svæði, sem skíðafélögin hafa aðsetur sitt á, en á haustin áður en snjór er kominn á þessa staði og eins á vorin eftir að snjór er horfinn úr þessum skíðalöndum, er samt oftast til nægur snjór, bæði ofarlega í Skálafellinu og i Bláfjöllum. Skálafellið er mjög skemmtilegt skíðaland og þaðan er fagurt útsýni. I>ar er hægt að færa sig ofar eftir þvi sem snjóa leysir. En eftir að veginum að K.R.-skálanum sleppir og snjór er horfinn þaðan, hefur fólk orðið að ganga upp fjallið, að vísu eftir ágætum bílvegi, sem er einkavegur Landssímans, en bannaður bilaumferð. Nú í haust brá svo við að vegurinn var ekki tokaður með keðju eins og áður, svo menn héldu að nú væri búið að kippa þessu í lag, og skíðafólk fengi nú loks að nota þennan ágæta veg. En Ad- am var ekki lengi í Paradis, nú eru hlekkirnir komnir upp aft- ur. Gallinn við Skálafell sem Skíðaland er að þar er ekki ver- andi nema í góðu veðri. Þar er oft vonzku veður, þegar dágott veður og skjól er í hinum skíða löndunum. Þess vegna hafa margir áhuga á svæði suðvest- an í Bláfjöllum, sem verður oft snjóhvítt snemma á haustin og helzt þannig langt frarn á vor. Þeir, sem hafa lagt leið sína þangað á haustin og vorin, en til þess þarf annað hvort að leggja á sig langa göngu eða að aka illfæra jeppaslóð, hafa get- að lengt tímabil skiðaferða, stundum allt að fjórum mánuð- um. Svæði þetta er beint á móti Kóngsfelli. Ég veit ekki hvað það heitir, en hef heyrt það nefnt Draumaland og verður það nafn notað hér. Nafnið er sjálfsagt nýnefni, tilkomið frá skíðamönnum. Nú um miðjan febrúar hefur ekki verið hægt að fara á skíði það sem af er vetri með góðu móti vegna snjóleysis. En í Draumalandi hefur verið að sögn gott skiðafæri í tvo mán- uði. Þar er ekki aðeins um að ræða snjóskafla heldur geysi- lega stórt svæði sem rúmað get- ur margar þúsundir manna, og þar eru brekkur við allra hæfi. Það fer að verða aðkallandi og er jafnvel þegar orðið, að ákveða framtíðarskíðaland fyr- ir Reykjavík og nágrenni. Það nær ekki nokkurri átt að byggja upp aðstöðu fyrir skíða fólk á svæði, sem getur verið nær snjólaust mestan hluta vetr ar, þegar við höfum annað svæði, nær höfuðborginni sem er miklu viðáttumeira og snjóöruggara. Margir þeirra, sem hafa komið inn í Drauma- land, eru ekki í neinum vafa að þar muni vera framtíðarskíða Iandið, en ekki er þó hægt að ákveða slíkt fyrr en að fenginni meiri reynslu. Það, sem þarf að gera nú, og ég vil leggja alveg sérstaka áherzlu á, er, að lagfæra jeppa slóðina, sem liggur inn i Draumaland, þannig að hún verði fær flestum bilum, vor og haust. Þetta er ekki svo mikið fyrirtæki, en er alveg nauðsyn- Iegt, svo að sem flestir skíða- unnendur fái tækifæri til að kynnast svæðinu og að sem bezt reynsla fáist, hvar snjóalög og skjól er bezt, áður en ákvörðun er tekin um frefcari framkvæmd ir, ef þetta svæði reynist vera heppilegasta svaeðið sem framtíð arskíðaland. Nú eru að koma í notkun hér á R.víkursvæðinu, einar 6 hand hægar skiðalyftur, sem þægi- legt er að flytja og setja upp hvar sem er. Reynsla hefur sýnt, að fólkið Ieitar á þau svæði sem lyftur eru, svo það er enginn vafi, að það mun auka mikið skíðaiðkanir, ef hægt verður að komast inn á þetta svæði með góðu móti. Nú vil ég leggja til að Skíðaráð Reykjavíkur bjóði aðilum eins og samgöngumála- ráðherra, borgarstjóra, vega- málastjóra og ýmsum íþróttafull trúum, sem gætu stutt þetta mál, í bilferð i góðum fjallabil, inn í Draumaland og sýni þessum að- ilum, muninn á snjóalögum þar og í gömlu skíðalöndunum, svo þeir kynnist og sjái án milli- Biða mismuninn, sem þar er á. Annað, sem þarf að gera, og það strax fyrir vorið, er að sjá til þess að vegurinn upp Skála- fellið verði hafður opinn fyrir skíðafólk á góðviðrisdögum um helgar í vor svo að við fáum að njóta lífsins í góðu skíðalandi um páskana eins og ferðamenn irnir með Gullfossi. Áxui S. ValdiiuarseHMi. Það er búið að ræða og rita mikið um byggingu nýs flugvall- ar fyrir Reykjavík. Hefur komið fram að hægt er að byggja flug- völl á Álftanesi, sem uppfyllir þær kröfur, sem i dag eru gerð- ar til fyrsta flokks flugvallar. En nú langar mig að vekja máls á hvort við getum ekki gert enn betur. Og vil ég útskýra þetta nán- ar; í dag hafa flestir góðir flug- vellir aðflug að einni eða fleiri flugbrautum, sem leyfa aðflug og Iendingu í 200 feta skýjahæð og % mílu brautarskyggni, en næsta skref er, að með betri að- flugstækjum og fullkomnari brautar- bg aðflugsljósum verði þessi lágmörk færð ofan í 100 fet og % úr mílu og eru nokkrir vellir þegar komn- ir með þessi nýju tæki og verð- ur þetta án efa næsta skref á undan algjörri blindlendingu. Það er ekkert því til fyrir- stöðu að hægt verði að nota 100 fet og % úr mílu lágmörk við að flug á Álftanesi, og mjög líklegt þegar sá völlur verður tekinn í notkun, að þá verði þessi lág- mörk algeng á öllum betri völl- um. En hvað er það sem veldur okkur mestum erfiðleikum t.d. hér á Reykjavikurflugvelli og lokar honum oftast. Það eru fyrst og fremst 2 atriði, og þau eru: 1 fyrsta lagi snjór og hálka á flugbrautunum og myndi þá einn ig alger blindlending ekki koma að neinum notum frekar, og í öðru lagi lág þoka eða sjávar- þoka, sem læðist hér inn af fló- anum, eða í vissum skilyrðum, hreinlega myndast á örskömmum tíma yfir vellinum og lokar hon- um algerlega, skýjahæð er eng- in og skyggni oftast um eða inn- an við 100 metrar. Sést af þessu að 100 fet og % mílu lágmörk eða alger blind- lending koma þarna að litlum notum, sérstaklega ef um hálku er að ræða. Ef hægt væri að ráða bót á þessum 2 atriðum þá yrði hér völlur, sem væri einsdæmi, hér yrði völlur sem væri opinn i öll- um veðrum, nema hreinum fár- viðrum. En hvernig getum við gert þetta? Á þann hátt að hita upp flugbrautirnar, og þá auðvitað með heita vatninu, sem við er- um frægir fyrir nýtingu á. Það er liklega tæknilega séð engum vandkvæðum bundið að leggja leiðslur í flugbrautir, til að hita þær upp og þetta hefur verið gert í smáum stíl t.d. hjá Reykjavíkurborg, sem lagði hita leiðslur í bakkana kringum Laugardalssundlaug og fékk. með því snjólausan þurran og og hálkulausan stíg í kringum laugina í hvaða veðri sem er. Ég álít mikla möguleika á, að þetta sé einnig hægt að gera við f lugbrautir. Sá aukakostnaður sem þetta hefði í för með sér myndi fljót- lega sparast i minni reksturs- kostnaði vallarins, því að snjó- mokstur og sandburður, sem þar að auki er mjög óheppilegur fyrir flugvélar, kostar mikið fé áríega og getur aldrei orðið full komlega öruggt. Þá er það þokan, hún mynd- ast yfirleitt í Reykjavík i alveg kyrru og heiðskíru veðri, og oftast er það þannig að hún kemur inn af sjónum þegar kvölda tekur, og loftið yfir landinu tekur að kólna, vegna þess að sól lækkar á lofti. Það er t.d. algengt þegar þokuveður er í Reykjavík að þofca er fyrst yfir sjónum allt i kringum Reykjavík og eftir því sem landið kólnar, þá færir hún sig hægt imt yfir landið, þegar hún kemur að flugbrautunucn í Reykjavík, þá gerist dálitið merki legt, hún hreínlega stanzar við þær smástund. Stafar þetta af því að svartar brautirnar hald- ast lengur heitar en jörðin í kring. Þegar svo hitastig loftsins yfir brautunum er komið ofaní dagg- armark þokuloftsins allt í kring, þá hylur þokan þær á auga bragði. Ef að brautunum er haldið það heitum með hitalögn i þær. þannig að smá hitauppstreymi myndist yfir þeim, þá finnst mér ekki f jarstæðukennt að halda að hægt væri aðeyða að minnsta kosti lyfta þokunni um 100 fet og þá fengist líka betre skyggni, þess má líka geta að þessi jarð- þoka, sem oftast lokar hér vell- inum er yfirleitt ákaflega þunn ekki meira en 100 til 300 feta Þy Nú myndu margir spyrja hvort að til sé heitt vatn til að gera allt þetta, það er efa- laust ekki til í dag, en gæti orðið það á næstu árum, þvi fáar þjóðir eiga fleiri sérfræðinga og möguleika í nýt- ingu jarðhita en íslendingar. En á það má líka benda að snjókoma hér i Reykjavík er yfirleitt í hlýrri vindátt í suðlægri og sérstaklega í s.v.-átt og er þá sjaldan mjög kalt hér og mætti álíta að þá væri meiri möguleikar á að fá heitt vatn í brautirnar, en kuldaköst eru yfirleitt í norð- lægum áttum hér í Reykjavík með litilli eða engri úrkomu, þyrfti þá lítið heitt vatn í braut- irnar þar eð þær væru þá auð- ar og hálkulausar. Nú hvað þokunnt viðvíkur þá er hún algengust yfir sumar- mánuðina' og þá er sjaldan skortur á heitu vatni. Ég skal viðurkenna að hversu áhrifaríkt heita vatnið yrði, sem þokueyðir, er ekki hægt að full- yrða um, það yrði reynslan að skera úr um, en þess má geta að þetta er ekki ný hugmynd t.d. var á Suður Englandi byggður flugvöllur í síðustu heimsstyrj- öld, sem var með hitaútbúnaði til að eyða þoku. Voru þar kynntir miklir olíueldar með- fram brautunum og þokunni eytt þannig, en þetta gafst ekki alls kostar vel, bæði myndaðist mik- iU reykur og einnig töiu- verð eldhætta og síðast en ekki hvað sízt, kostaði þetta óhemju fé, og var þessi útbún- aður lagður niður 1956. Auðvitað er ekki hægt að ætlast til að þetta yrði gert án ítarlegra rannsókna og til- rauna, og þá væri heppilegt að reyna þennan útbúnað á flug- braut 32 í Reykjavík t.d. á fyrstu 200 metrunum, sem hvort sem er þarfnast mikilla lagfæringa við. Þetta myndi að vísu kosta all mikið fé, en ef í Ijós kæmi að þetta væri framkvæmanlegt, þá myndi þetta valda algjörri bylt- ingu í flugmálum okkar Islend- inga. Við yrðum þá fyrstir með vðll, sem hægt væri að kalla með réttu, altra veðra flugvöll. Kúnar Giiðbjartsson. Skíðasamband íslands gengst fyrir 2 fjögurra daga þiálfunamámskeiðum fyrir væntanlega þátttakendur í Norðuriandameistaramóti unglinga sem fram fer á Akureyri um páskana. Námskeiðin fara fram á Akureyri dagana 1t.—14. marz og á ísafirði 25.—28. marz. Leiðbeinendur verða Ámi Sigurðsson, Viðar Garðarsson og Árni Óðinsson. Þátttaka tilkynnist til SKI sem fyrst. Skiðasanrtband Islands. FELAOSUI I.O.O.F. 7 = 1522248y2 = Sp. Farfuglar Mynda- og spilakvöld verð- ur föstudaginn 26. febrúar kl. 20.30 að Laufásvegi 41. Spiluð verður félagsvist, kaffi, veitingar. Mætið vel og stundvíslega. Stjórnin. Kvenféiag Neskh-kiu heldur fund fimmtudaginn 25. febrúar kl. 8.30 í félags heimilinu. Skemmtiatriði, kaffi, mætið vel. Stjórnin. Óháði söfnuðurinn Fétagsvist n.k. fimmtudags- kvöld kl. 8.30 (25. febrúar) Góð verðlaun. Kaffiveiting- ar. Kvenfélag og Bræðrafélag Safnaðarins. KmmiiVlajr Keflavikur Slysavarnafélag Keflavíkur Systrafélag Keflavikurkirkjn efna til sameiginlegrar leik húsferðar föstudaginn 5. marz á leikrrtið Kristni- hald undir Jökli. Miðapant anir á sérleyfisstöð Kefla- vikur, í síðasta lagi fyrtr föstudaginn 26. febrúar. BH^HSSwMlaMH 8 Hclffaf.'ll 59712247 IV/ V — 3. I.O.O.F. 9 = 1522248y2 = 9.0. Stúkan Einingm nr. 14. Öskudagsfundur í Templ- arahöllinni í kvöld kl. 8.30. Æ.T. Hörgshlíð IX Almenn samkoma, boðun fagnaðarerindisins I kvöld miðvikudag kl. 8. Kristniboðssambandið Almenn samkoma verður í kristniboðshúsinu Betaníu Laufásveg 13 í kvöld kl. 8.30. — Halila Bachmann kristniboði talar. AUir eru hjartanlega velkomnir. Heimatrúboðið Almenn samkoma að Óðins götu 6a í kvöld kl.. 20.30. Ræðumaður Sigurður Jóns- rjsn. Allir velkomnir. Spilakvöld Tei Hafnarfirði Félagsvistin í kvöid mið- vikudag 24. febrúar. Fjölmennið. Mtnniitffarspjöld Hallffrímskirkiu fást hjá Bókabúð Braga Brynjólfssonar, Blómabúð- inni Eden (í Domus Med- ica), Minningabúðtoni Lauga- veg 56 og hjá frú Halldóru Óiafsdóttur Grettisgötu 26.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.