Morgunblaðið - 24.02.1971, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.02.1971, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRUAR 1971 ytt • • tt ,, ■ ,, ttt^tttttt,r> ■ „,,/; John Rhode: BLOÐ- TURNINN ..21.. bara, að enn væri turninn uppi- standandi, sagði Appleyard. — Jú, grundaði mig ekki! sagði lögfræðingurinn. — Þessi tum og þessi déskotans áletrun er orðinn að þráhyggju hjá hon- um. En nú þegar Caleb er úr sögunni, verður hann að hlusta á holl ráð og komast úr þessum vandræðum sínum, eins og bezt gengur, og lifa það sem etftir er ævimniar í tveitmiur herbergjum einhvers staðar. Undir eins og ég get, eftir jarð- arförina, ætla ég að heimsækja hann og setja honum úrslita- kosti i þá átt. — Hvaða áhrif hefur fráfall Calebs á hag hans? spurði Appleyard. Ueizlumatur Smurt bruuð og Snittur SÍLD § FISKUR — Ég var nú alveg að koma að því, sagði Templecombe. — Símon giftist Mary nokkurri Matfield, dóttur eiinihvers kon- ar verksmiðjueiganda 1 Miðlönd unum. Hún átti einhverjar eign- ir, út af fyrir sig — ekki mik- ið, en þó nóg til þess að þau þyrftu ekki að svelta — að minnsta kosti ekki fyrstu árin. Enda þótt hún væri aldrei heilsuhraust — því að hún var tæringarveik, þegar Símon gekk að eiga hana -— þá var hún samt manneskja með viti. Hún gerði sér ljósan þann mögu leika, að hún mundi deyja á und an manninum sínum og ef hún arfleiddi hann, mundi hann eyða öllum arfinum i það vonlausa verk að haJda eigninni uppi. Þvi var það, að skömmu fyrir andlát sitt keypti hún lifeyri handa manni sínum og sonum þannig að Símon fékk þrjú hundruð pund á ári og Caleb tvö hundruð, en Benjamín eitt hundrað. Fráfall Calebs skerðir því tekjur heimilisins um tvö hundruð pund á ári. — Það eru ískyggilegar horf- ur, sagði Appleyard hugsi. Það hefur víst verið fullerfitt hjá Simoni að komast af fyrr, en nú verður það óhugsandi. — Hann hefur hingað til að- eins getað komizt af með því að 'selja allt, sem gæti gefið nokkra skildinga i aðra hönd. Það hef- ur verið hreinasta hryggðar- mynd að sjá Farningcote rúið öllu sem þar var til. Einu sinni voru þar mjög vönduð húsgögn, en þau eru öll farin, smám sam an, þangað til að nú er ekkert eftir. Einn af ættinni — líklega sonur Thaddeusar — kom sér upp sæmilegu bókasafni. En nú er Woodspring búinn að kaupa ÁRSHÁTÍD - ÞORRABLÓT lUiðjasamtök Gunnlaugsstaðaættar halda árshátið sína laugardagínn 27. febrúar kl. 19,30 að Brautarholti 6, Rvik. Verið velkomin. SKEMMTINEFNDIN. PLASTDREGLAR PLASTDREGLAR í BÖÐ OG ELDHÚS FALLEGIR OG MJÖG STERKIR /p\ J. Þorláksson V /j-n\ & Norðmann hf. allar bækumar, og sagt, að hann hafi haft vel upp úr þeim. — Eftir því, sem við höfum heyrt, hefur hr. Woodspring ver ið fús til að láta fjölskylduna hafa nokkur pund öðru hverju, sagði Appleyard. — Virkilega? Ég hefði nú seint trúað honum til slikrar göfugmennsku. Hver sagði yður þetta, ef ég má spyrja? — Horning bryti. Hann sagði mér, að hann hefði fengið ein fjögur pund hjá Woodspring, og ekki lengra síðan en á laugar- daginn var. — Ja, nú er ég hissa. Wood- spring hefur orð á sér fyrir að vera heldur fastheldinn á aur- ana, og enga von getur hann haft um að fá þetta nokkurn tíma aftur. En kannski er þetta örlæti hans Joyce Black- brook að þakka. Svo að þið er- uð búnir að tala við Horning, eða hvað? Mér þætti gaman að vita, hvað hann og konan hans taka sér fyrir hendur, þegar hið óumtflýjanlega gerist. — Mér skilst þau hafi verið hjá fjölskyldunni alla sína ævi? sagði Appleyard. — Það er rétt. Annars get ég ekki skilið hvers vegna þau hafa verið þar áfrajn, eftir að fyrstu hættumerkin komu í ljós. Og nú er auðvitað allt orðið um seinan, því að héðan af fengju þau aldrei neina atvinnu. En ég efast annars um, að þau hafi nokkurn tíma fengið nokkurt kaup, öll þessi mörgu ár. — Ég vorkenni nú mest hon- um Horning, sagði Jimmy. — Hann virðist vera almennileg- asti kall. — Ég skil nú ekki, hvernig Simon gámli gæti nokkum tíma komizt af án hans, sagði Temple combe. — Horning hefur stjan- að kring um hann síðan hann fékk slagið, og það er meira en Caleb hefði nokkurn tima lagt á sig að gera. Þið hatfið sjálf- sagt tekið eftir þvi, að það var heidur köld ástin hjá þeim feðg um. — Var nokkur sérstök ástæða til þessarar óvildar hjá þeim? spurði Appleyard. -— Að þvi er ég bezt veit, var ekkert sérstakt bitbein hjá þeim að keppa um, ef þér eigið við það. En þeir voru of svipað innrættir, og það var nú meinið. Báðir eigingjarnir, þverir og ólæknandi iatir. Þið getið alveg hugsað ykkur, hvernig það hef ur verið hjá þeim að lifa svona dag eftir dag í þessu umhverfi og þurfa beinlinis að vera upp á Horning komnir um næstu máltíð. — Horning? spurði Jimmy steinhissa. — Já, því að það var alltaf Horning, sem seldi húsgögnin og bækurnar. Hvorugur þeirra feðga hefði látið svo lítið. Ég held beinlínis, að heldur hefðu þeir soltið eða stolið, en gera nokkurt handtak að gagni. En Benjamín var allt öðruvísi. Hann fór sína leið, strax á unga aldri og mér er sagt, að honum gangi vel. — Ég viidi giarna fá eitthvað áð vita um Benjamín Glapt- horne, sagði Appleyard. —Að því er ég bezt hef munað, hef ég aldrei taiað við hann nema þá örfá orð. Það er trúlegt, því að hann er að mestu fjarverandi og kem ur ekki heim oftar en hann þarf. Sannast að segja hefur hann aldrei talið Klaustrið heim ili sitt, því að móðir hans dó þegar hann var tveggja ára og frænka hans, frú Blaekbrook tók hann að sér. Hún var ágæt is ,kona, enda þótt hún væri systir Símonar. En svo kom hún sér alveg út úr húsi hjá Simoni, þegar hún giftist John Blackbrook, sem átti leirverk- stæði hérna í nokkurra mílna fjarlægð. Símon taldi það hrein ustu dauðasynd að giftast manni sem hafði ofan af fyrir sér með þvi að framleiða skolprör. — Að minnsta kosti var það svo, að þegar móðir Benjamíns dó, þá lagði frú Blackbrook leið sína í Klaustrið og hreif barnið úr örmum frú Horning, sem lét sér það vist vel líka. Arthur sonur hennar var ekki nema nokkurra mánaða gamall og lík lega hefur hún haldið, að tveir krakkar gerðu lítið meira ónæði en einn. í þá daga voru Black- brookhjónin vel efnuð, því að John var duglegur maður og leirsmiðin blómgaðist vel undir hans stjórn. Þau bjuggu í einu þessara gömlu húsa, sem borgar stjórnin vill nú rífa til þess að fá bílastæði. Þagar Benjamin óx upp fékkst hann aðallega við að sigia smá- bátum og svo við uppdregna hreyfivél. Frænka hans og frændi tóku eftir þessum til- hneigingum hans og kostuðu hann til vélstjóranáms. Þetta tókst vel og Benjamin gekk ágætlega frá fyrstu byrjun. Og hafi Símon gamli nokkurn tíma séð í anda son sinn í samfest- ingi og með skrúflykii í hendi, við heiðarlega vinnu, þá lét hann að minnsta kosti ekki á því bera. Benjamín er nú þrjá- tíu og fjögra ára gamali, og fé- iagið, sem hann vinnur hjá er liklega hrifið af honum, þvi að nýlega er hann orðinn annar vélstjóri á nýju skipi þess, sem heitir Niphetos. — Hvar er þetta skip statt núna? spurði Appleyard. — Það veit ég ekki, sagði Templecombe en skrifstofa fé- lagsins getur sagt yður það, tel ég víst. Skipið gengur reglu- lega milli London og Liverpool og vesturstrandar Norður-Am- eríku. -r- Þér sögðuð áðan, að Black- brookhjónin hefðu verið vel efn uð. Hvernig stendur þá á þvi, að dóttir þeirra vinnur sem bóka- vörður hjá hr. Woodspring? — Það er nú heil saga að segja frá þvi. Eins og ég sagði, gekk leirsmíðin ágætlega undir stjórn Johns Blackbrook. En svo kom allt í einu reiðarslag- ið. Ég þekki þetta nú ekki í smá atriðum, en mér skilst, að leir- birgðirnar hafi þrotið. Svo mik ið er víst, að eftir miklar þreng ingar, neyddist John til að hætta rekstri sínuna, og hafði þá ekki annað eftir en ónýta leir- smiðju og svo húsið í York- stræti. —| Þetta gerðist fyrir tiu ár- um. Ég skal játa, að þá datt mér meir en í hug, hvort bölvun Glapthorneættarinnar gengi líka í kvenlegg. John missti þarna allt sitt, án eigin tilverkn aðar. Hann hafði nú aldrei ver- ið sérlega sterkbyggður og það var rétt eins og hjartað hefði bilað upp úr öllu þessu mót- læti. Hann dó háifu ári eftir að hann hætti rekstrinum, og kon- an fylgdi honum í gröfina áður en ár var liðið. Þau létu eftir sig soninn, Art- hur, tuttugu og tveggja ára gamlan og dótturina Joyce, sautján ára. Arthur var í Cam- bridge og það var alltaf ætlun in, að hann tæki við rekstrinum af föður sínum. Ég man eftir honum sem feimniim og ófram- færnum unglingi, sem hafði smekk fyrir meiniausum skemmtunum eins og badminton. Skömmu eftir fráfall Johns, bauð einhver vinur hans piltin um skrifstofustarf í London, og mér er sagt, að það starf hafi hann enn og lifi í hamingjusömu hjónabandi í einhverri útborg- inni. Undir eins og Lea Black- brook gat, eftir andlát manns síns, seldi hún húsið og keypti í staðinn lítið hús, eða kofa við Hanoverveginn og fluttist þang að ásamt dóttur sinni. En um þær mundir reyndi Joyce, sem hefur alltaf verið dugleg stúlka að ná sér í starf, sem gæti fram fleytt þeim mæðgum. Hún hafði alitaf haft gaman af bókum, og sneri sér því til Woodspring. Ég man eftir, að flestir urðu hissa, þegar hann lét til leiðast að taka hana í vinnu. — Hvers vegna hissa? sagði Appleyard. — Það lágu nú tvær ástæður til þess, svaraði lögfræðingur- inn. — í fyrsta lagi höfðu þeir Blackbrook og Woodspring ver- ið upp á kant árum saman. Báð ir voru þeir í borgarstjórninni og virtust hafa þveröfugar skoðanir á hverjum einasta hlut. Það þurfti ekki annað en ann- ar væri hlynntur einhverri til- lögu, þá var hinn á móti henni. Og þetta var orðjð að djúp- stæðu persónulegu hatri og síð- ustu tvö árin, sem John Black- brook lifði, töluðust þeir ekki við. Hin ástæðan var alþekkt óbeit Woodsprings á allri fjár- eyðslu. Meira að segja hafði það heyrzt eftir honum, að hann og Horace sonur hans væru fullfær ir um að reka búðina án allrar aðkeyptrar hjálpar. Samt sem áður réð hann nú l NÝJAR KAPUR BERNHARÐ LAXDAL 1 ÐAG * ’ * * ! KJÖRGARÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.