Morgunblaðið - 26.02.1971, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 26.02.1971, Qupperneq 1
28 SIÐUR 47. tbl. 58. árg. FÖSTUDAGUR 26. FEBRUAR 1971 ________________________Prentsmiðja MorgunblaSsins Sudur-Afríka: Húsrannsókn i kirkjum og hjá prestum Jóhannesarborg, 23. febrúar. NTB. ÖRYGGISLÖGREGLAN í Suð- ur-Afríku réðst í morgun inn í kirkjur mótmælenda, og heim ili presta, og gerði þar ná- kvæma húsrannsókn. Talsmað- ur kirkjunnar sagði að þeim skildist að fyrst og fremst hefði Frá heinisþingi Gyðinga í Brússel. — Myndin sýnir VVUli am A. Wexler (t.h.) forseta sambands Gyðinga í Bandarikj I unum í deilu við einn þingfuil trúanna vegna brottvísunar Meir Kahane, leiðtoga öfga- sinnaðra Gyðinga í Bandaríkj 1 unum, frá Belgíu. Nokkur ó- j kyrrð var á þinginu vegna i Kahane, sem reynt hafði að ' komast á þingið án þess að ) vera til þess rétt kjörinn full- j trúi. Bretland: Harðnandi verkfall LUNDUNUM 25. febrúar, NTB. Verkfall póstmanna í Bretiandi, sem nú hefur staðið í sex vikur, harðnaði enn í dag, er tækni- menn hjá brezku póst- og síma- þjónustunni báru fram hótun um að fara í verkfall. Tom Jaokson, sem er leiðtogi þeirra 200.000 póstmanma, sem í verkfalli eru, sagði á fundi með um 14.000 verfcfadlsimöininiuim í Hyde Paik í Lundúnutm í daig, Pramh. á bls. 17 Heimsþing Gyðinga: Meðferðin í Sovét glæp- ur gegn mannkyninu Brússel, 25. febr. — NTB HEIMSMNG Gyðinga í Brússel lýsti í dag meðferðinni á Gyð- ingum í Sovétríkjunum sem glæp gegn mannkyninu og hét þvi að vinna sleitulaust að því að fá því framgengt, að Gyðing- ar bak við jámtjaldið fengju frjálsir að ákveða framtíð sína. Þing Gyðinga stóð í þrjá daga og iauk með því, að fulltrúamir, 750 að tölu, samþykktu yfirlýs- ingu varðandi stöðu Gyðinga í Sovétrikjunum, sem þegar var gefið nafnið Brússelyfirlýsingin. í>ar segir m. a.: Við fordæmum afstöðu sov- ézkra stjórnvalda gagnvart Gyð ingum, sem hefur það að mark- miði að undiroka sögufræga menningu Gyðinga og trúar- brögð þeirra. Þessi afstaða er fullkomið brot á mannréttindum og það er óforsvaranlegt að ein angra Gyðinga í Sovétríkjunum frá öðrum Gyðingum með þeim | yfirlýsingu, þrátt fyrir það að á hætti, sem sovézk stjórnarvöid meðan þingið stóð yfir, hafði gera. skorizt hvað éftir annað í odda Mikil samstaða varð um þessa ' naeð þingfulltrúunum. verið leitað að ólögiegum áróð- ursritum sem eru stjórn lands- ins mikiil þyrnir í augum. Þessar húsrannsóknir eru gerðar dagmn áður en dómpró- fasturinn í Jóhannesarborg verð ur leiddur fyrir rétt, s_akaður um undirróðursstarfsemi gegn stjórnvöldum. Neil Harrisom, einn af prestum mótmælenda, sagði fréttamönnum að haren hefði ekki uggað að sér fyrr en lögreglumenn þustu inn í hús hans og hófu að leita. Þeir sneru öllu við frá risi til kjallara, rótuðu gegnum skjöl, myndir og hækur; yfir- fóru bílinn eins og þeir væru að leita að fingraförum. Leitin tók rúma tvo tíma og fóru lög- reglumennirnir á braut að henmi lokinni. Harrison sagði að eér væri kunnugt um marga aðra presta og annað starfsíólk kirkjunnar, sem hefði hiotið svipaða meðferð. Enginn árangur til friðar í Vietnam Mestu vonbrigðin á tveggja ára forsetaferli — sagði Nixon forseti í skýrslu til þingsins Washington, 25. febrúar. AP. NIXON Bandaríkjaforseti ásak- aði í dag Hanoistjórnina um að hafa gert stríðið í Víetnam að styrjöld í öllu Indókína og sagði, að framundan væru margar erfiðar ákvarðanir, sem Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra í Asíu yrðu að taka gegn hugsanlegum nýjum aðgerðum kommúnista í Suður-Víetnam, Kambódíu og Laos. í skýrslu til Vonast eftir samkomu- lagi um 12 m landhelgi — sagði Nixon forseti í ræðu sinni — Viðurkennuni aldrei einhliða ákvarðanir um 200 mílna landhelgi eða því um líkt Washington, 25. febrúar. AP í GREINARGERÐ sinni um utanríkismál, fjallaði Nixon forseti uni nýtingu auðæfa bafsins og rétt einstakra landa í sambandi við landa- helgi og Iandgrunn. Ilann lagði til að gerður yrði al- þjóðasáttmáli sem tryggði ■vanþróaðri ríkjum baeismuni beirra í sambandi við nýt- ingu auðlinda þess. Hins vegar sagði hann að Bandarikin myndu ails ekki við urkenna rétt ríkja til að færa landhelgi sína út í 200 mflur, eins og Equador og nokkur fleiri ríki hafa gert. Hann nefndi þó ekki beinum orðum deilu Bandaríkjanna og Equa- dor um þetta efni, en Equador hefur tekið í landhelgi banda- rísk fiskiskip, sem komið hafa inn fyrir 200 mílna línuna. For- setinn kvaðst vona að allar þjóðir féllust á 12 mílna land- heigi, og sagði að Bandaríkin myndu styðja þá tillögu. Hann kvað mikið verkefr(i framundan þár sem hafið væri annars vegar. Þjóðir heimsins yrðu að vera samtaka um að vernda auðlindir þess og auka þær með öllum tiltækum ráð- um svo hægt væri að nýta þær til góðs fyrir allt mannkynið. Forsetinn minnti á ráðstefn- una sem Sameinuðu þjóði'rnar Framhald á bls. 12 Reyndi flugrán Tel Aviv, 25. febr. — NTB ÖRYGGISVERÐIR um borð i far þegaþotu frá svissneska flugfé- laginu Swissair handtóku í dag ungan Araha, sem staðið hafði úr sæti Sínu og hlaupið með hníf í hendi í áttina að fiugstjórnar- kiefanum. Öryggisverðir, sem allt af eru með flugvélum Swissair á fflugleiðum, þar sem reynsian hefur sýnt, að flugrán eru tíð, yfirhuguðu manninn. Flugvélin var á ieið frá Genf til Tel Aviv. Nixon Bandaríkjaforseti bandaríska þingsins drap for- setinn á öll helztu deilumál á alþjóðavettvangi og sagði, að mestu vonbrigði sín á tveggja ára forsetaferli væru þau, að sér hefði ekki tekizt að koma á friði í Víetnam. Nixon hét því að halda áfram brottflutningi bandarísks her- liðs frá Vietnam, en hann lagði samt áherzlu á, að svo virtist sem styrjöldin í Indókina myndi í framtíðinni verða enn um- fangsmeiri og að Bandaríkja- menn yrðu að veita enn meiri hjálp og hernaðarstuðning úr lofti fy*rir hersveitir banda- manna á jörðu niðri. í ræðu forsetans kenndi ann- ars vonbrigða yfir litlum ár- angri í þeirri viðleitni að efla frið í heiminum. Hann ræddi um tilraunir Sovétstjórnarinnar til þess að auka áhrif sín fyrir botni Méijarðarhafsins og aagði Framh. á bls. 12 Desmaisor bjargað Ohamonix, 25. febr. NTB FRANSKA fjallagarpinum Rene Desmaison var í dag bjargað með óvenjulega djarf legum hætti ofan frá tindi Mont Blanc, þar sem hann hafði verið í sjáílfheldu í meira en eina viku. Féiagi hans, Serge Gouseault, sem var 24 ára gamall, var hins vegar lát inn, er hjálpin barst. Desmaison var bjargað á þann hátt, að tvær þyrlur 1 flugu upp að f jalltindinum og svifu þar yfir, á meðan fimm sérfræðingar í björgunarað- gerðum i Ölpunum létu sigí síga niður og tókst þeim að ná Desmaison um borð og líki félaga hans. Var Desmaison fluttur í skyndi á sjúkraiiús í Ohamonix og standa vonir til þess, að hann muni lifa hrakningana af. — Hann er 41 árs að aldri. Matarforöi fjailgöngumann- anna tveggja rann til þurrð ar fyrir sex dögum og Desmai son hélt í sér lífinu með því að sjúga snjó og ísmola.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.