Alþýðublaðið - 03.07.1930, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.07.1930, Blaðsíða 2
2’ ALPYÐUBLAÐIÐ Þingræði afnnmið I Finnlandi. fiðtal ¥iöIrú MargretheBrock-NMsen Kaupmannahöfn, 2. júlí, FB. Finska aukaþingið var sett í gær. Stjórnin lagði til, í fyrsta lagi, að láta ekki koma til fram- kvæmda fyrst um sinn nokkur þýðingarmikil stjórnarskrár- ákvæði um réttindi borgaranna og heimila ríkisforsetanum að gefa út bráðabirgðatilskipun, þeg- ar ríkið sé í hættu statt, í öðru Jagi, að breyta kosningalögunum svo að byitingaundirróðursmenn verði sviftir kjörgengi til' þings, í þriðja lagi, að heimila stjórn- inni að banna blaðaútkomu. Lundúnum (UP.) 3. júlí. FB. Kveðja til islenzkca jalnaðar- manna! í nafni jafnaðarmannaflokksins í lýðveldinu Tékkó-Slovakia, sem liggur í Norðurálfunni miðri, og sem meðlimur í framkvæmda- nefnd alþjóðasambands jafnaðar- manna flyt ,ég okkar kæru fé- lögum á íslandi innilega kveöju. Ég kem frá landi, þar sem jafnaðarstefnan, eftir 60 ára bar- áttu, er orðin sterk og áhrifarík. Við síðustu kosningar til þingsins fengu jafnaðarmenn í Tékkó-Slo- vakiu yfir 2^2 milljön atkvæða. Við höfum tekið þátt í myndun samsteypu-stjórnar, og 6 af ráð- herrunum eru jafnaðarmenn. Okkur vex fylgi, og við næstu kosningar verðum við stærsti og styrkasti stjórnmálaflokkurinn í unga lýðveldinu okkar. Hinn mikli heimspekíngur og stjórn- málamaður, sem nú er orðinn unj áttrætt, Mazaryk, berst enn í brjósti fylkingar. Með baráttu okkar höfum við þegar komið á lýðstjórnarfyrirkomulagi í land- inu, bætt stórum kjör verkalýðs- ins og undirbúið á mörgum svið- um framkværtid jafnaðarstefn- unnar. Mér hefir verið það hin mesta gleði að fá að sjá ísland og að taka þátt í hinni stórkostlegu al- þingishátíð ykkar ásamt 3 öðr- um sendimönnum frá Tékko-Slo-, vakíu: Malypetr og forsetum beggja þingdeilda okkar. Ég fyllist takmarkalausri að- cláun, þegar ég hugsa til hinnar einstöku þrautsegju og atorku ís- lenzkrar alþýðu, og þegar ég kem heim til ættlands míns mun ég halda fyrirlestra um ísland og segja þjóð minni frá íslenzkri alþýðu, lífi hennar og starfi. Þess- ir þrír dagar á fslandi verða mér ógleymanlegir. Ég bið Alþýðu- blaðið að færa íslenzku þjóðinni innilegustu þakkir fyrir þá nhklu mnáttu og ástúð, sem við höfum hvarvetna orðið fyrir. Ég hefi kynst íslenzkum mönn- um, sem vekja virðingu og að- I Frá Helsingfors er símað: Stjórn- in hefir beðist lausnar. Búist er við, að öflug borgaraleg sam- steypustjórn muni taka við af Kallio-stjórninni, sem hefir verið við völd síðan í ágúst 1929. Bú- ist er við, að Svinhufvud efri- deildarþingmaður eða Passikivi, fyrrv. forsætisráðherra, geri til- raun til stjórnarmyndunar. Khöfn, FB., s. d. Frá Helsing- fors er símað: Þingið hefir felt vantraustsyfirlýsingu til stjórnar- innar. Stjórnin baðst samt lausn- ar í gærkveldi. dáun. ísland má vera stolt af sonum sínum og dætrum. Hugfangnir höldum við heim- leiðis og sendum hugheilar árn- aðaróskir til íslenzku þjóðarinnar. Við erum þess fullvissir, að hún sækir enn fram til meiri og meiri þroska, tekur og heldur sæti í bræðralagi þjóðanna, hefir áhrif á það með sinni fornu menn- ingu og lýðræðisanda. Beztu óskir til þjóðarinnar, allra hinna vinnandi stétta á ís- landi. Reykjavík, 28. maí 1930. D. Fr. Soakup, formaður jafnaðarmannaflokksins 1 Tjekko-Slovakíu. Efloert Stefánsson hinn góðkunni söngvari, er nú hingað aftur kominn og ætlar að halda hljómleika annað kvöld. Verður þetta eina tækifærið um langt skeið til að fá að heyra þennan söngvara. Uppreisn æsknnnar heitir rit, sem ungir* jafnaðar- menn hafa gefið út, og verður það selt á götunum og í AlþýðU- 'húsinu í dag og næstu daga. Rit- ið er fjörlega ritað og prýði- legt að öllu útliti. Ættu sem flestir ungir menn og stúlkur að kaupa það og lesa. Það fæst framvegis í bókaverzlunum. Ég hitti frú Brock-Nielsen eftir að hún kom frá Þingvöllum og spurði hana um álit hennar á al- þingishátíðinni. „Ég kom hingað í byrjun þessa mánaðar og hefi haldið nokkrar sýningar og verð ég strax að segja, að mér var ánægja að Reykvíkingar höfðu ekki gleymt mér. Ég fór til Þingvalla fyrir hátíðina og var svo heppin, að komast í tjald á. Leirunum. Skal ég strax taka það fram, að mér •þótti hátíðin takast vel, einkum þegar tekið er tillit til alls þess mannfjölda, sem flytja varð fram og aftur svo langan veg og þótt einhverjar misfellur hafi oröið, þá voru þær smávægilegar. Há- tíðasvæðið er svo stórfenglegt og hrífandi, að um víða veröld mun varla finnast slíkur samkomu- staður. Get ég skilið að íslend- ingum muni Þingvellir kær stað- ur, þar sem alþing var háð um margar aldir.“ „Hvernig falla yður íslending- ;ar í geð?“ „Mér virðist íslenzka þjóðin, geta vel unað hag sínum. Þér eruð djarfir og ákveðnir, íslend- ingar, og eftir því sem mér virð- ist á hröðu framfaraskeiði. Ég kyntist íslentíingum dálítið er ég var hér 1928 og sýndi ballet. Var mér þá alls staðar tekið með hinni mestu vináttu." „Hvernig finst yður að danza á sviðum þeim, sem hér eru?“ „Ja — auðvitað er erfitt að sýna ballett hér til fullnustu fyr en þjóðleikhúsið er komið, en eftir ástæðum falla mér þau vel. Mér finst þjóðleikhúsið vera menningaratriði íslenzku þjóðinni og verðið þið að velja því góð- an og öllu fremur fagran stað. Ég gekk suður að Tjörn skömmu eftir að ég kom og dáðist að fjallahringnum. Fanst mér engin þjóð í heimi vera betur sett Is- lendingum hvaö snertir fagran stað fyrir miðstöð leiklistarinn- ar. Suður við Tjörn er tilvalinn staður, nálægt skemtistað, sem ég tel víst að muni koma þar áður en langt um líður. Þar blas- ir við fjallhringurinn heiðblár og fagur og svo'Tjörnin sjálf fram undan. Vona ég að' þar muni í framtíðinni verða mistöð lista og menningar Reykvíkinga." I kvöld kl. 10 danzar frúin í Iðnó ásamt Ástu Norðmann, auk þess aðstoða Gellin & Borgström. J. N. . Norðmland og Snðurland, Frá Akureyri er símað að grasspretta sé þar yfirleitt góð, og að túnasló/ttur sé í byrjun þar. Hér var byrjað að slá fyrir hálfum mánuði. v ’Sp'j Sfeipulagsiepsi anðvaldspjððféiagsins. Akureyri, FB., 2. júlí. Beitulaust í rúma viku. Bátar hafa orðið að liggja í landi þrátt fyrir góðviðri. 901 er tala kaupendanna, sem vantar til þess að Alþýðublaðið geti. stækkað. Komið með fleiri. Ó. F. Um da$gÍBi«t og vegfasn&« St. 1930. Fundur föstudagskvöld 4. júlí kl. 81/2 stundvíslega. Æt. Næturlæknir er í nótt Sveinn Gunnarsson„ Óðinsgötu 1, sími 2263. Úr Húnaþingi er FB. skrífað': Otvarpstækjum fjölgar hér, einkum í kaupstöð- um. — í sjógangi 27. maí braut bátabryggjuna á Blönduósi. Ó- nýttist af henni 6—8 metra stykki. — Um mánaðamótin mai og júní , var byrjað að leggja Vatnsness-símann. Húnversúur bóndi, Björn Eysteinsson á Mosfelli, brá búi í vor. Hann er á 82. ári, byrjaði búskap árið 1874. Hann misti tvívegis nær aleigu sína, fyrst í frostunum miklu 1882 — þá var hann í Víðidalstungu — og aftur nokkru síðar, 1884—85.. Vorið 1886 flutti hann upp í ó- bygðir ásamt konu sinni og tveimur börnum, öðru á 1. ári, hinu á 11. ári. Var hann þá alveg efnalaus. Bygði hann sér bæ á svo nefndum Réttarhóli, sem er þrjá kílómetra inn af fremstu bæjum. Þar bjó hann í fimm ár og réttust við efni hans. FlUtti hann þá aftur í bygð. Varð hann velefnaður bóndi er fram liðu stundir. Svo hefir maður nokkur sagt, er kunnugur var þar nyrðra,, að grasgott var í nýbýli Bjarn- ar og veiðiföng góð þar í grend- inni, og hafi hann stundað þau: vel. Eigi muni hann hafa þurft. að borga jarðarafgjald í óbygð- inni 0g hafi það verið honum góður búléttir. Björn var talinn einkennilegur um suma hluti.. Maður sá, er áður greínír, kvað það verið hafa hátt hans eftir að honum bættust efni áð birgja. heimilið svovel að matvælum, aö ekki væVi hætta á matar- eða fóður-skorti á bæ hans, þó að harðæri kæmu nokkur í senn og hafís tepti aðdrætti. Taldi hann, að Björn myndi lítt eða ekki hafa þurft mat að kaupa til bús- ins nokkur fyrstu stríðsárin með-.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.