Morgunblaðið - 26.02.1971, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.02.1971, Blaðsíða 11
MORGUNBLADIB, FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1971 11 Dr. Sigurður Samúelsson, próf essor: Hjartavika Evrópulanda Hjartalæknafélög Evrópu halda sameigimlegt hjartalækna- þing annað hvert ár i einhverju ianda Evrópu, nú síðast í London í september s.I. Þar áð- vir var þing þetta haldið li Aþenu og var þá áikveðið að stofna skyldi til svokallaðtr- ar hjartaviku á árinu 1971, sem mú kemur til framikvæmda 21.-28. lebrúar. Öll Evrópulönd ásamt Rúss- landi, Túnis og Aigier í Norður- Afríku taka þátt i fræðslu um hina ýmiss konar hjartasjúkdóma með blaðaskrifum, viðtölum í blöðum og í fjölmiðlum, íræðslumyndum og ítarlegri sjónvarpsmynd, saminni af þessu tilefni í aðaistöðvum al- þjóðahjartalæknasamtakanna í Genf, og mun verða sýnd í öll- um sjónvarpsstöðvum álfunn- ar og Rússlandi. Einnig mun hún birtast í íslenzkri þýðingu í sjónvarpinu hér á landi. Sjóin- varpsmynd þessi mun þvi ná til um 300 milljóna manna. Heiti myndarinnar er: Kransæðastífla. Plága tuttug- ustu aldarinnar. Aðalstöðvar hjartalæknafé- flaganna i Genf hefir staðið að öUlum undirbúningi og skipulagn imgu að framkvæmdum þessarar hjartaviku og fylgzt með og feng ið upplýsingar um aðgerðir í hjartamálumim, sem fram eiga að fara i hinum ýmsu löndum álfunnar. Hér á landi hefir Hjarta- vernd, samtök hjarta- og æða- verndaríélaga á Islandi, sent fréttatilkynningu um málefni hjartavikunnar til allra blaða í Reykjavik og haldin verða er- indi í hljóðvarp. Hrafnkell Helgason, yfirlæknir talar um skaðsemi reykinga á heilsu- far manna og dr. Gunnar Guð- mundsson, yfirlæknir, flytur er- indi um heilabíóðfall. Þá talar Snorri Páll Snorrason, læknir, um kransæðasjúkdóm. Einn- ig mun enskur hjartasér- fxæðingur frá hjartasjúkdóma deild Hammersmith-spítalans i Landom koma himgað og haflda tvo fyrirlestra fyrir lækna um hjartasjúkdóma. Ég vil nú leyfa mér að kynna hluta af þeim upplýsingum, sem aðalstjðrn hjartalæknafélaganna i Genf hefir látið f jölmiðlum í té í samibandi við téða hjartaviku: Með fyrirsögn: „Hin leynda hætta hjartaisiúfkdósmEr'', segiir framkvæmdastjórn Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar í Genf i febrúar 1969: Kölkunar- eða hrörnunarsjúk- dómur eða kransæðasjúkdómur hefir náð geysilegri útbreiðslu, og ræðst hann meira og meira á ymigra fólk. Þetta irmwi enda með hinni mestu farsótt, sem mann kynið hefir orðið fyrir, nema við verðum fær um að snúa við þessari þróun með hnitmiðuðum rannsóknum á orsökum sjúk- dómsins og vörnum gegn honum." I>á heldur aðalstjóm hjarta- læknafélaga Evrópu áf ram: Framfarir í læknisfxæði og hækkaður lífsstandard, sem sett hefir spor sin á tímabil eftir- striðsáranna, hafa hjálpað tíl að minnka ógnir margra tegunda sjúkdóma, sem einu sinni voru miklir vágestir i Evrópu. Smit- næmir sjúkdómar svo sem kúa- bóla og berklar hafa að mestu horfið, en við horfumst nú í augu við heilsufaxslega hættu, sem er samofin lifnaðarhátt- um hinna iðnþróuðu rikja, — sem sé hjartasjúkdóm. Hann er sem stendur hæstur á skrá sem dauðaorsök í Evrópu, Norður- Ameríku, og öðrum löndum með þróað hagkerfi. Hjartasjúk- dómur þessi er vandamál af þeirri stærð, að hag- fræðingar Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar hafa gef- ið honum nafnið, farsott tuttug- ustu aldarinnar. — Þetta er þögul hætta. Hjartakast get- ur skyndilega gripið mann í blóma lífsins án nokkurra ein- kenna eða fyrirboða. Þess vegna er þetta sannarlega óbætanlegt tjón eða blóðtaka, sem eng- in þjóð hefir ráð á. VANDKVÆDI NÆGTARÞJÓDFÉLAGSINS Hjartasjúkdómar fuilorð- inna, sem lýsa sér með hækk- uðum blóðþrýstingi, æðakölkun, Dr. Sigurður Samúelsson. drepi í hjartavöðva og krans- æðastíflu eru einmitt þau vand- ræði, sem nægtarþjóðfélagið hef ir í för með sér. — Þetta er bundið við þá svokölluðu „þægilegu lifnaðarhætti": Riku- lega fæðu, hreyfingarleysi, miklar reykingar, aukna lik- amsþyngd og andlega streitu. Dánartala af völdum hjarta- sjúkdóms lækkaði i Bvrópu á striðsárunum, eins mótsagna- kennt og þetta mætti virðast. Fækkun hitaeininga og sérlega þó minnkað fitumagn fæðu af völdum matarskðmmtunar stuðl- aði í sumum tilvikum að þvi að bæta heilsufar fólks. Dánartiðni af hjartsjúkdómi er í dag hlut- fallslega miklu lægri meðal fá- tækra þjóða í Afriku, Asíu og Suður-Ameríku heldur en í Evrópu og Norður-Ameríku. Bllar og sjónvörp, sem hvort tveggja eru talandi tákn bætts efnahags fólks, stuðla að kyrr- setum, sem hafa i för með sér aukna hættu á hjarta- og æða- sjúkdómum. BREYTTUB SJUKDÓMSHÁTTUR. 1 Evrópu var iöngum lægri tíðni hjartasjúkdóms en i Bandaríkjunum, en þetta hefir breytzt. Tölfræðilegar rann sóknir sýna, að dauðsföll af hjartasjúkdómum meðai Bandarikjamanna fara lækk- andi, þótt stöðugt sé þessi dán- artíðnd meira en helmingur af t&Ju allra dauðsfalla. Hins veg- ar fer dánartíðni þessi hækk- andi i Bvrópu. Árlega eru um 2O0.þúsund dauðsföll i Frakk- landi, og læknar í Frakklandi skrásetja um 50 þúsund nýja hjartasjúklinga árlega. Siðan 1955 hefir dánartiðni þessi i Bretlandi í aldurshópnum 45-55 ára hækkað um 35%. 1 Hollandi hefir dánartíðnin meira en tvö- faldazt upp í 65% á þessu tima bild. — 1 Portúgal deyr maður af hjartasjúkdómi 15. hverja mínútu. Hjartasjúkdómur hefir alltaf verið álitinn . sjúkdómur ellinn- ar. Fáir fá hjartakast undir 30 ára aldri, en möguleikar á krans æðastíflu aukast stórlega eftir 45 ára aldur og hjá eldri. Þetta er að breytast þannig að hjarta- sjúkdómur ræðst á fólk á lægri aldursskeiðum. ÞJÖÐFELAGSLEGUR TEKJUMISSIB. Hjartakast er oft skoðað sem teikn um ástand í hinum nýmóð ins heimi. Það er oft merki um að þolandinn hefir haft að sinna umsvifamikilli starísemi, og oft getur hjartakastið leitt til dauða eða Hkamlegrar bilunar. Hið sálarlega álag sjúklings er geysi- legt og læknisfræðilegur og þjóðfélagslegur kostnaður mik- ill. Þjóðhagslega séð minnk- ar hjartasjúkdómur ekki að- eins tölu leiðandi manna í ýms- um miklum ábyrgðar- og íram- kvæmdastöðum þjóðfélagsins heldur einnig þeirra, sem hafa með höndum fiárhag og þróun þjóðfélagsins. Þó að ekki séu enn sem komið er til neinar áreiðan legar tölur um kosrnað af völd- um hjartasjúkdóms í lönd um Evrópu, er hægt að taka dæmi frá Ástralíu, þar sem hinn þjóðhagslegi tekjumissir af hjartasjúkdómi, svo sem dauði fyrir aldur fram, örorka, kostn- aður við heilsugæzlu, er taliroi vera um 800 milljónir dollara & ári fyrir 12 milljóna þjóð. Miðað við fólksfjölda á Is- landi og svipaða tíðni hjarta- sjúkdóms hér og þar, sem ekki mun mikill munur á, væri tjón og útgjöld íslenzkra ríkisins af völdum þessa sjúkdóms röskur einn milljarður króna, svo að augljóst er að til mikils er að vinna og meira má, ef duga skal. Hinn heimsþekkti hjarta- sérfræðingur Paul Dudley White, sem hér hefir verið í heimsókn sagði eitt sinn í ræðu: „Læknisfræði likt og sjúk- dómur þekkir engin takmörk. Sigur gegn sjúkdómi - ein- hvers staðar í heiminum er sig- ur fyrir alla. Alþjóðlegu samstarfi í læknisfræðilegum rannsóknum og styrkjum þar að lútandi má líkja við smíði brúa, sem tengja saman skiln- ing og vináttu, og einmitt þetta höfum við aldrei haft meiri þörf fyrir en nú." Á siðustu tveim áratugunum hefir dánartíðni þessa sjúikdóms farið jafnt og þétt vaxandi, þammig aið raú er svo kmmið, að dániairtíðini íslenzkr'a karla 44-45 ára er svipuð og karla í sömu aldursflokkum í Dan mörku, Noregi og Svíþjóð. Því miður sýnast mér blikur á lofti um að þetta ófremdarástand aukist, þar eð ég þykist hala skýrt alþjóð frá að Hkáms- þyngd karla á Reykjavíkursvæð inu séu mun meiri en sömu ald ursflokka i SvSþjóð. RADLEGGINGAB MlNAB EBU AD LOKUM ÞESSAB: Gætið hófs í mataræði yðar. Hættið sykuráti og foTðizt feitmeti. Fylgizt reglulega með Hkams- þyngd yðar, svo að hún megi verða sem næst því, sem eðlilegt má teljast. Stuindið éims og toostur er alla útivist, svo sem gönguferð- ir, sund, eigin leikfimi, trimm, eða aðra skipulega hreyfingu til að stæla vöðva og örva starf- semi Hkama og sálar. Slíkt er hin mesta heilsubót til að losna við andlega streitu, sem hrjáir nútíma fólk og um leið losa það úr klóm hinna svo- kölluðu „róandi lyfja". Að síðustu: Hættið reykingum. Hreyfið ykkur. Stundið leikfimi og Hkams- áreynslu skynsamlega. Kvikasilfur í fiski Eftir í»orstein Gíslason, forstjóra Coldwater Seafood MEÐ almennt aukinni umhugs- un um mengun, fór að örla á áhyggjum af kvikasilfursmeng- un hafsins fyrir nokkrum árum. Snemma árs 1970 var farið að bera á ummælum í ræðu og riti i Bandaríkjunum, sem gerðu xáð fyrir inokkurri hættu vegna kvikasilfursmengunar í aambandi við fisk. Þó bar ekki á neinum sérstökum ráðstöfun- um af opinberri hálfu. Fyrir nokkrum mánuðum bar það svo við, að háskólaprófessor nokkur í tannlækningum var að mæla kvikasilfursmagn í matvælum og taldi sig finna hærra kvikasilf- ursinnihald í niðursoðnum tún- fiski en það sem yfirvöldin telja leyfilegt til neyzlu, sem er 0.50 hlutar af milljón (skamm- otafað PPM). Það varð uppi fótur og fit, matvælaeftirlitið brást við með offorsi, sem kann að hafa staðið í sambandi við þá staðreynd, að þeir sjálfir uppgötvuðu ekki þessa nýju hættu. Samstundis var lagt aölu bann á eina milljón dósa af tún- fiski í búðum og geymslum vWa vegar um Bandaríkin. Þá var farið að athuga aðrar fiskteg- undir, og mælingar sýndu fljót- lega að kvikasilfuirsmagn í averðfiskl er yfirleitt um 0.85 PPM og sú fisktegund hefur því verið bannfærð að mestu leyti. Hins vegar sýndu frekari mælingar, að túnfiskur sleppur oftast undir markið. í kjölfar þessa fylgdu margs konar blaðaskrif, sem urðu til þess að æsa almenning í Bandaríkjunum gegn fisk- neyzlu almennt. Urnmæli um kvikasilfurssambönd í fiski, án sérstakrar tilvísunar til sverð- fisks, lýsingar á hvernig þessi mengun gæti valdið heila- skemmdum og smám saman eyðilagt heilsu þjóðarinnar, allt þetta varð til þess að snúa amerískri matarlyst frá fiskin- um. Verst af þessu var þó sjón- varpsþáttur, sem sýndi börn á hækjum og f^í'veikt fólk í Jap- an, sem átti að hafa orðið þann- ig vegna neyzlu kvikasilfurs- mengaðs fisks. Margir íelja að fiskneyzla hafi minnkað um 30% af þessum sökum, ef til vill enn meira, og enginn vafi að þetta var mikið áfall. Allar mælingar á fiski, öðrum en sverðfiski og túnfiski, sýndu að innihald kvikasilfurs er langt undir því gildi, sem yfirvöld heimila, og þó er það gildi 0.50 PPM alls ekki byggt á neinni haldgóðri vissu um verkanir kvikasilfurs í matvælum, og tekur til dæmis ekkert tillit til þess hversu mikils magns af við komandi matartegund er al- mennt neytt. Þó að flest lönd hafi þetta sama hámarksgildi, þá hefur Svíþjóð tvöfalt hærra hámark 1.00 PPM. Mælingar á fiski frá íslandi sýndu að hann innineldur mis- jafnlega mikið kvikasilfur, en ekki ijóst að það fari eftir teg- undum eða veiðistöðum. Það er talið að stærri fiskar hafi meira innihald en litlir, vegna þess að þeir hafi verið útsettir fyrir mengun lengur. Einnig telia sumir að ýsa hafi meira kvika- silfursinnihald en þorskur, sem kann að stafa af mismunandi ætisvenjum, ef það er rétt yfir- leitt. Mælingar okkar taka ekki af vafa um þetta enn, því að þær sýna bæði há og lág gildi fyrir ýsu, þó að allar niðurstöð- ur séu undir lágmarkinu. í samtökum okkar, sem selj- um fisk í Bandaríkjunum urð- um við sammála um að það væri sennilega óheppilegt að verja málstað okkar opinber- lega með því að bera fram vís- indalegar niðurstöður til sönn- unar á lágu kvikasilfursinni- haldi fisks almennt. Almenning- ur sem matarneytendur eru ekki það rökvísir og stjórnast miklu meira af tilfinningum en rökvísi. Þess vegna var talið betra að þola áfallið án þess að halda málinu á loft frekar. Þó kann að vera að það sé ekki afgert til fulls. Sumir okkar fengu nú áhuga á að rannsaka kvikasilfursinmi- hald margra annarra matvæla, til samanburðar, og var það gert í von um að finna vinsæl- ar tegundir matar með háu kvikasilfursmagni, sem gæti losað okkur fiskmenn úr vand- anum. Mælingar okkar leiddu ýmislegt í ljós, en það mark- verðasta var að venjulegt fransk brauð, keypt í búð, reyndist inmihalda 0.15 PPM af kvika- silfri. Það er að vísu vel undir markinu, en samt miklu hærra en flest gildin fyrir fisk. Við settum fram þessar niðurstöður við matvælaeftirlitið, og þá kom það fram að þeim er sjálf- um ljóst að hveiti almennt hefir kvikasilfursinnihald 0.10 PPM eða meira. Taki maður með 1 reikninginn að neyzla brauðs eða hveitis er afar miklu meiri en neyzla fisks, e.t.v. 10—20 sinn- um meiri, þá liggur Ijóst fyrir að jafnvel sverðfiskur er heil- r.æmari en brauð, í þeim hlut- föllum sem þeirra fæðutegunda er neytt. Þessar staðreyndir hafa smátt og smátt orðið ljós- ar yfirvöldunum, en almenning- ur hefur jafnað sig vegna þess að athyglin á málinu hefir dofnað. Þorsteinn Gíslason í rökræðum um kvikasilfurs- hættuna, og gildi þess að tak- marka hámarksinnihald í neyzlufiski, þá er ef til vill eng- in staðreynd eins sláandi og sú, að fslendingar hafa um áraraðir neytt 17 sinnuim meiri fisks en Bandáríkjamenm, ©g þrátt fyrir það hefir ekki borið á skaðlegum áhrifum sem vitað er um. Slíkar lifandi niðurstöð- ur eru ávallt markverðari en út reiknaðar niðurstöður ög duga til þess að ógilda fræðilegar ágizkanir. Við sem fiskseljendur gætum ekki haft betri vörn gegn ómaklegum árásum um óholl- ustu, en góður málstaður er ekki ævinlega nægilegur til þess að hefja sterka vörn, eins og drepið var á að framan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.