Morgunblaðið - 26.02.1971, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 26.02.1971, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1971 13 Bjarni Einarsson, bæjarstjóri á Akureyri: Að lifa - í friði við landið Lífið á Islandi hefur ævinlega verið sambland brauðstrits og menningar. Fyrrum tók brauð- stritið allan tíma mest allrar þjóðarinnar. Menningar nutu fá- ir útvaldir. Nú er brauðstritið léttbærara og hættuminna en nokkru sinni fyrr, og mun stærri hlutur þjóðarinnar nýtur menningar í einu formi eða öðru. Þetta er ávöxtur framfar- anna. En þó að jöfnuður lífs- Ikjara sé hér meiri en í nokkru landi öðru er hlutskipti margra þó misjafnt og ekki tryggt, að allir fái notið hæfileika sinna né ávaxta framfaranna. Því er enn full þörf fyrir efnahagslegar framfarir á Islandi. Menningarfrömuðir nútímans halda því fram, að menningu verði eigi haldið uppi í hjáverk um. Rithöfundar, skáld og aðrir listamenn, slíkir sem tróðu fjal- irnar í Háskólabíói um daginn, þurfa að geta lifað af verkum sínum. En við eignumst ekki á hverjum áratug rithöfunda, sem skrifað geta fyrir allan heiminn. Það er vonlaust að allir slíkir geti lifað á því, sem hinn þröngi íslenzki markaður sjálfkrafa gefur af sér. Því tala þessir menn um, að þessari starfsemi verði að halda gangandi með beinum framlögum af almanna- fé. En einhverjir verða að vinna fyrir ykkur, herrar minir og frúr. Ekki lifum við á tónum sihfóníunnar og seint mun Þjóð- leikhúsið framleiða útflutnings- vörur að nokkru marki. Grund- völlur menningarinnar hlýtur að vera öflugt atvinnulíf, og vaxi það ekki má búast við, að fljót- lega komi uppdráttarsýki í menninguna; minni bókasala, minni málverkasala, minni að- sókn að leiksýningum ykkar og tónleikum. Þó að við séum enn ekki nema rúmlega tvö hundruð þúsund er- um við samt meira en tvöfalt fleiri en afar okkar og ömmur og þeirra fólk var um aldamót- in siðustu. Á áratugnum næstum á undan þeim sem leið, eignaðist fólk svo mörg börn á Islandi, að við liggur að byggja þurfi nýj- an menntaskóla á nær hverju ári til að rúma þann fjölda ung- menna, sem ganga vilja mennta veginn. Á þeim áratug, sem nú er hafinn þarf að skapa lífvæn- lega atvinnu fyrir þrjá til fjóra tugi þúsunda, sem er nær sami fjöldi og byggði landið allt fyr- ir tveimur öldum. Og þótt dregið hafi úr fólksfjölgun í bili und- anfarin ár, sem mun hafa áhrif á vinnumarkaðinn á síðari hluta niunda átatugarins, mun fólks- fjölgunin vaxa aftur eins og hún gerði eftir kreppuna fyrir rúmum þrjátíu árum. Aldrei fyrr hafa slíkar kröfur verið gerðar til íslenzks þjóðfélags, 1 því að ekki er nóg, að íóik þetta fái vinnu eins og ger- ist og gengur í dag, vinnan þarf að gefa mun meira í aðra hönd én fólk ber úr býtum nú, m.a. til þess að það hafi fé til að , kaupa bækur Nóbelsskálda og tima til að lesa þær, jafnframt sem það byggir hús og kaupir ' þíla og heimilistæki. Þegar við ræðum um framleiðslu, fram- leiðni og afköst er spurningin ekki livað er nóg i dag heldur hvað nægi á morgun og hinn daginn. Og afköst án þrældóms krefjast véla, sem þurfa mikla orku. Slíkar vélar eru í stór- iðjuverinu í Straumsvík, fyrir- tæki, sem greiddi 425 manns 180 :,inijljói}ir á síðastliðnu ári, en er samt að dómi Nóbelsskáldsins vita gagnslaust í efnahagslífi , iandsins, Okkur vantar einmitt íyrst og fremst slík fyrirtæki, , ,sam geta veitt starfsfólki sínu , jtfir 400 þúsund króna meðaltekj ur. Hvað eru þjóðartekjur okk- -,ar annað en vjnna fólksins í landinu? Ull, mjólk og kjöt eru daglaun bóndans, fiskurinn sjó- manns og útgerðarmanns. Vör- urnar, sem við seljum útlending- um eru fyrst og fremst vinna þjóðarinnar. Og við skulum minnast þess, að það var erlent fjármagn sem kom af stað stór- útgerð á Islandi með fjármögn- un Islandsbanka á fyrstu togur- unum, og að Norðmenn reistu hér fyrstu síldarverksmiðjurnar og hófu hér slidarútgerð. Öll atvinnustarfsemi okkar í framtíðinni byggist á orku að meira eða minna leyti. Því hærri tekjur, þvi meiri vélvæðing, því meiri orkuþörf. Orku þessa þurf um við að fá úr vatnsföllum og hitanum undir fótum okkar. Og það er einmitt verkefni Orku- stofnunar, sem Laxness segir að sé „meðal hættulegustu niður rifsafla landsins" að finna hag- kvæmar leiðir til að afla henn- ar. Herra forseti fslands sagði á nýársdag: „Það er hart að þurfa að fara af landi burt sér til lífs- bjargar.“ Þessi orð þjóðhöfð- ingja vors segja mikið í einfald- leik sínum. Þetta gerðist á ís- landi fyrir níutíu árum og fyrir tveimur árum. Þá gat landið ekki framfleytt fólki á þann hátt, sem það kaus. Og þetta mun ger ast aftur ef við tökum ekki á honum stóra okkar. Sjálfsagt er hægt að reikna út hve mikla orku við þurfurn til að geta hald ið öllu unga fólkinu okkar heima. Hræddur er ég um, að það séu býsna mörg megavött. Það er nóg til af orkunni, og landið verður að láta ökkur hana eftir. Að sjálfsögðu verðum við að semja við landið um afnot hennar. Ég er ekki í vafa um að þeir samningar muni takast. IÐNAÐURINN Á AKITREYRI Á Akureyri hefur iðnöld nú staðið í meira en hálfa öld. Hér hefur blómgazt mjög fjölbreytt- ur iðnaður, sem nú er í örum vexti, og iðnaðarvörur bæjarins SIÐARI HLUTI eru nú seldar úr landi í sí vax- andi mæli. Gefjun, Iðunn og Hekla breyta íslenzkum land- búnaðarvörum í dýrmætan neyzluvarning. Allir kannast við strandferðaskipin Heklu og Esju, Vex þvottaefni, Lindu súkkulaði, Thule bjór, K.J. fisk- bollur, Akra smjörlíki og K.E.A. niðursuðuvörur. Allt er þetta framleitt á Akureyri, og mun fleira. Meira eða minna rafmagn er notað við framleiðslu á öllum þessum vörum. Það er rétt, sem Nóbelsskáldið segir, ekkert fyr- irtæki hefur enn farið á haus- inn á Akureyri af rafmagns- skorti. En þessi athugasemd sýn ir einmitt, að þessi mæti maður gerir ráð fyrir að íslenzkt þjóð- félag, eða a.m.k. utan höfuðborg arsvæðisins, sé í kyrrstöðu. En fyrirtækin á Akureyri eru í ör- um vexti. Þau nota nú mun meira rafmagn en fyrir fáum ár- um, og fyrirsjáanlegur er mik- ill vöxtur á rafmagnsnotkun þeirra. Á vexti þessara fyrirtækja byggist vöxtur bæjarins, sem síð ustu árin hefur vaxið hraðar en flestir aðrir bæir á Islandi. Vöxtur Akureyrar hefur glætt vonir um, að Island verði ekki borgríki við Faxaflóa. Þvi er vöxtur Akureyrar vitanlega andstæður hagsmunum landeig- enda í Mosfellssveit. En nú er rafmagnið að þrjóta. Á þessu ári mun dísilstöð Laxárvirkjun- ar framleiða um þrjár milljónir kílóvattstunda. Á næsta ári mun þessi tala verða fimm til tíu milljónir. Á þvi ári er gert ráð fyrir að fyrri áfangi hinnar nýju Laxárvirkjunar hefji vinnslu. Ef svo verður ekki og iðnvöxtur verður óbreyttur, mun orkuframleiðsla dísil- stöðvarinnar þurfa að vera tíu til fimmtán milljónir kílóvatt- stunda 1973. Flestir heilvita menn munu sjá, að útilokað er að byggja iðnþróun á slikri orku, sem kostar nú um kr. 4.30 hver kílóvattstund, eða rúmlega sex sinnum meira en talið er að orkan kosti frá virkjuninni Laxá þrjú fullgerðri. Því má telja víst, að verði framkvæmd- ir við Laxárvirkjun stöðvaðar hætti Akureyri að vaxa þar til ný orkuöflunarleið finnst. Hvaða tjóni Akureyringar hafa þá orðið fyrir er erfitt að meta eða hvort bærinn getur aftur náð sér á strik. Tryggingarupp- hæðin, 130 milljónir króna, er áreiðanlega mjög lág miðað við þau ósköp. Fleiri fá rafmagn frá Laxá en Akureyringar, eða svæðið frá Dalvík austur í Kelduhverfi og bráðum allt aust ur á Langanes. Rafmagnsveitur ríkisins key.ptu á síðastliðnu ári tæp 36% af orku Laxárvirkjun- ar. Húsavík er einnig stór orku- kaupandi, en þar er nú vísir að iðnaði, sem þarfnast rafmagns til að þróast og dafna. Þarna eru í húfi stórkostlegir hagsmunir mikils fjölda fólks, atvinnurek- enda, iðnverkafólks, bænda og svo framvegis. Hins vegar eru örfáir landeigendur, sem njóta stuðnings Alþýðubandalagsins. Efling hinna norðlenzku kaupstaða hefur verið talin hafa sérstaka þjóðfélagslega þýðingu. Þeir einir megna að stöðva of- vöxt höfuðborgarsvæðisins. Ak- ureyri hefur mesta þýðingu af því að hún er stærst. Framfara- hugur á Akureyri, og hvarvetna á Norðurlandi, er nú mjög mik- ill, að landeigendaafturhaldinu undanskildu. En sjá má nú fram á vaxandi örðugleika við að tryggja hagkvæma byggðaþró- un í landinu. Þær vonir, sem bundnar voru við álverið í Straumsvík, um stórkostlegan iðnað byggðan á þessu nýja hrá- efni, virðast vera að rætast. Síð- an kemur sjóefnavinnslan þar, með enn nýjum hráefnum, sem skapa nýja iðnþróunarmögu- leika. Þannig magnast þessi mikli segull sem höfuðborgar- svæðið er. Þar við bætist, að höfuðborgin ásælist nú þá einu nýju stóriðju sem verið er að byggja upp á Akureyri, stór- skipasmíðina. Mikilla aðgerða er þörf hér nyrðra til að vega á móti öllu þessu, en aukin raf- orka á sambærilegu verði við orkuna suðvestanlands er grundvailarforsenda alls slíks. Talið er að orka frá Laxá III kosti 68 aura hver kílóvatt- stund, frá Búrfelli hingað kom- in 105—135 aura og frá Lagar- fossi 95—110 aura. Hin afskrifaða Gljúfurvers- virkjún var einstaklega hag- kvæm virkjun, að visu of lítil fyrir stóriðju en nægilega stór til að sjá orkuveitusvæðinu fyr- ir orku til almennra nota í allt að 20 ár. Upphaf Laxárdeilunn- ar var ótti við þessa virkjun, sem að hluta var á rökum reist- ur og að hluta ekki. Ábyrgir að- ilar, svo sem sýslunefnd Suður- Þingeyjarsýslu, sem mótmæltu þessari virkjun lýstu því yfir, að þeir gætu fallizt á minni virkj- un, sem þeir töldu hagstæða hér aðinu, svo fremi rannsóknir leiddu í ljós að tjón af hennar völdum yrði ekki teljandi. í vor náðist, fyrir forgöngu iðnaðar- ráðherra, samkomulag um slíka virkjun. En ofstopamennirnir gáfu sig ekki. Að dómi Hermóðs, eins og Hitlere og Stalíns, eru samning- ar ekkert annað en vopn til að þreyta andstæðinginn unz hægt er að ganga milli bols og höfuðs á honum. Hvað eftir annað hef- ur stjórn Laxárvirkjunar gengið til samninga og hvað effir ann- að hefur hún gefið eftir, án þess að landeigendur hafi gengið eitt einasta skref í samkomulagsátt. Þeir telja sig sterka, þar sem þeir hafi vélað almenningsálitið í landinu til liðs við sig, vegna þess dulargervis náttúruvernd- ar, sem þeir hafa brugðið yfir sig. Tilgangur þeirra er hins veg ar sá einn að geta losað sig við allar virkjanir í Laxá, svo þeir geti hagnazt meir og meir á að selja auðugum útlendingum veiðileyfi meðfram Laxá endi- langri og allt í kringum Mý- vatn, án tillits til hagsmuna alls almennings á Norðurlandi og án tillits til hins viðkvæma líf- ræna jafnvægis i Mývatni, sem þeir þó nota sem yfirskin í bar- áttu sinni gegn framförum á Norðurlandi. Sjálfsbjargarvið leitni Norðlendinga kallar Her- móður „mesta og ábyrgðarlaus- asta hneyksli í sögu landsins.“ Eins og hann og fylgifiskar hans taka sér löggjafar- og dómsvald i hendur þegar þeim sýnist býr Hermóður til tölur um orkuverð héðan og þaðan af landinu, sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum, og lýsir því yfir að hann og félagar hans séu fúsir ti'l að fórna lífinu fyr- ir þann málsstað að koma laxi í Mývatn! Sannur þingeyzkur náttúruverndarmaður þetta! Þetta er maðurinn, sem rithöf undar, söngvarar, leikarar og sjálft Alþýðubandalagið viija styðja, gegn bændum, gegn iðn- verkafólki, gegn hagsmunum yf- ir tuttugu þúsund íslendinga á Norðurlandi. FRIÐUR VI» LANDIÐ „Já skógurinn í Staðarfjaili, hann er eiginlega bjargvættur sveitarinnar, bæði sem eldiviðar forði og sem fóðurgjafi á vor- in.“ Þetta sagði Steinþór á Haia við Stefán Jónsson, sbr. bókina, sem aldrei var skrifuð, bls. 11. Víst léku forfeður okkar land ið grátt. En þeir, sem úthúða for- feðrunum sem mest, ættu að reyna að setja sig í þeirra spor og reyna að skilja lífsbaráttu þjóðarinnar allt fram á þessa öld. Forfeður okkar áttu ekki margra kosta völ. Hvort kysu menn að hafa í dag ísland skógi vaxið milli fjalls og fjöru, án þjóðar og bókmennta, eða land- ið eins og það er í dag með þjóð og bólcmenntum? Og segja má, að þegar forfeðurnir misþyrmdu landinu, hafi það svarað fyr- ir sig með eldgosum og harðind- um svo við lá, að fyrir þjóðinni færi eins og geirfugiinum. Við getum hugsað okkur að þjóð og land hafi átt í aldalangri styrj- öld, og að báðir aðilar hafi gold ið mikið afhroð. Stutt er siðan samningaumleitanir um frið hóf- ust. Þær hófust með ræktuninni, skógræktinni og landgræðslunni Þjóðin hefur stækkað mik- ið og fyrirferð hennar í land- inu hefur vaxið til muna. Þess vegna þarf þjóðin að nýta mun fleiri af auðlindum landsins en áður. Þjóðin þarf einnig að hag ræða landinu á ýmsan hátt, með vegum, höfnum, flugvöllum og alls kyns öðrum mannvirkjum. Af þessum sökum eru friðar- samningarnir við landið kannski erfiðari en ella, en þeim mun brýnni. Ýmislegt illt hefur verið gert, svo sem í Rauð hólum syðra. En menn vöknuðu til meðvitundar um hvert stefndi, og Grábrók var friðuð áður en hún hvarf. Nú fara menn nærfærnari höndum um landið en áður. Vegakantar eru græddir, skógrækt vex og hvers kyns landgræðsla. Yndisreitir eru friðaðir fyrir ágangi manna og kvikfjár. En eins ogfvenja er hérlendis ganga menn of langt, og i stað skynsamlegrar og markvissrar friðunar og vemdar í þágu fólksins í land- inu hefur á suma runnið frið- unaræði, og mundu slíkir menn friða landið allt ef þeir gætu og gera fyrst iðnaðinn, síðan sauð- kindina og loks manhskepnuna landræka. Hvað sem öllu líður hlýtur þó að véra hlutverk landsins að þjóna þjóðinni en ekki öfugt, og hve miklu máli sem velferð hektaranna skiptir er velferð fólksins þó þýðingar- meiri. Ég vona að senn komist forusta í náttúruverndarmálum í hendur vinnandi fólMy sem þekkir lífsbaráttu þjóðarinnar og þarfir hennar af eigin reynd. Draumóramehn og heimspeking- ar verða að fá önnur viðfangs- efni, og náttúrufræðingar eiga á þessu sviði að vera ráðgefandi sérfræðingar. En hvernig eigum við að ná varanlegum friði við landið okk ar? Við skulum græða landið og klæða það skógi. Við skulurn rækta tún, en skilja samt eftir Framh. á bls. 16 Séð út úr nýju stöðvarhúsunum við Laxá. Þarna verða vél- arnar rúma 40 metra inni í berginu. Úti fyrir sést háspennu- virki Laxárvirkjunar, þaðan sem m.a. línan frá Akureyri liggur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.