Morgunblaðið - 26.02.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.02.1971, Blaðsíða 16
16 MOKGUNBLAÐIB, FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1971 Skrifstofustúlka Heildverzlun óskar að ráða stúlku til starfa við bókhald og útborganir. Umsóknir er tilgreini menntun og fyrri störf sendist blaðinu fyrir 29. þ.m. merktar: „Ábyrgð — 6771", Miðstöðvarketill 15—20 fermetra gufu- eða vatnsketill óskast. Upplýsingar í síma 33359 milli kl. 5—8 í dag. Vanan háseta vantar á 200 lesta netabát á Austfjörðum. Upplýsingar gefur Már Karlsson, Djúpavogi. Svo einhver verð séu nelnd KONUR: Artemis náttkjólar 495— Artemis undirkjólar 275— Artemis skjört 195— Frotte sloppar 750- Crepe-sokkar 38— Kápuefni br. 1,50 350— Einlit ullarefni br. 1,50 280— KARLAR: Crepe-sokkar 45— Karlmannaskyrtur 395— Náttföt 200— Gallabuxur Lítil númer 195— Vinnujakkar 350- Flónel-skyrtur 225- BÖRN: Gallabuxur J95— Nælonúlpur 695— Terylene-buxur 275— stærðir 14 og 16 Unglingabuxur 195— Stretch-buxur 225- Flonel-skyrtur 135— Telpudragtir buxur og jakki 375- Mefravara ótrúlega lágt verð. Útsalan hasttir eftir nokkra daga. Notið tœkifœrið og kaupið ódýrt. - Að lif a Framh. af bls. 13 mýrar fyrir vaðfuglana. Þjóð- garðar eru ágætir, þar sem þeir eiga við. Hvað um Hreðavatn og Grábrókarhraun, að því til- skildu, að sumarbústaðir hverfi allir, girðingar verði fjarlægð- ar og að almenningur fái að skoða Laxfoss? Við skulum friða Hólmatungur fyrir sauð- kindum og Barnafoss fyrir lax- veiðispekúlöntum. En það, sem við þurfum að nota til að geta lifað í landinu skulum við hag- nýta, en þó þannig að vel sé að öllu farið. Þjórsá og Dettifoss eru stórkostlegar auðlindir og sömuleiðis Laxá. Við verðum að taka eitt en gefa annað, en um gengni okkar í landinu og með- ferð á því verður að vera góð. Þannig mun friður komast á og þjóðinni getur fjölgað en ís- lenzk náttúra haldið svip sínum og töfrum. Virkjanir geta oftastnær ver- ið jákvæð mannvirki að öllu leyti. Þær eru hreinlegar og snyrtilegar og geta fallið vel inn í landslag, jafnvel betur en heyhlöður og votheysturn- ar. Þær vinna gegn mengun i andrúmslofti og menga ekki vatnið. Þær geta beinlínis stuðl að að friðun landsvæða. Þær þurfa ekki að spilla laxveiði né fiskiræktarmöguleikum, oft frekar hið gagnstæða, þvi þær hemja vatnsföll, sem oft eru óstýrilát og lífi hættuieg, svo sem Laxá. 1 ánum eigum við gnægtir af hreinni orku, sem aðr ar þjóðir öfunda okkur af. Islenzk náttúra er sífellt að breytast. Mývatn mundi, án kís- iliðju, fyllast af barnamold á fyrirsjáanleguon tíma. Foss, sem í dag er fagur getur horfið með öllu á næstu öld. Náttúruvernd, sem miðast við status quo er því óraunhæf. Náttúruvernd, sem miðast við að stór hluti þjóðar- innar þurfi að flytjast af landi brott er neikvæð. Ég voma, að við berum gæfu til að koma á jákvæðri og uppbyggilegri nátt- úruvernd, sem þoli framfarir í landinu og fjölgun þjóðarinnar. Og ég vona, að misnotkun land- eigendaauðvaldsins og laxveiði- spekúlantanna á þessari hug- sjón skaðl hana ekki óbætan- lega. MEÖ EINKALEYFI A ÞJÓÐHOLLUSTU Forsvarsmenn landeigendaauð valdsins telja sig hafa einkaleyfi á þjóðhoillustunni, og þeir senda jólaskeyti þeim, sem þeir þykj- ast geta veitt aðild að einkaleyf- inu. Samkvæmt mínum skilningi er þjóðhöllusta hollusta við fólk ið í landinu og áhugi fyrir vel- ferð þess. Ættjarðarást er ást á ættjörðinni, landinu. Ég held að Islendingar hafi aldrei talið þessi hugtök andstæð. Hvar sem hugtakanna er getið, í bundnu eða óbundnu máli skálda okkar eða annars staðar, virðist geng- ið út frá, að hér sé um samstæð hugtök að ræða og jafnvel sama hugtakið. Þjóðhollusta hlýtur að miðast við þjóðarheildina en ekki einstaka smáhópa, og hags- munir þjóðar og ættjarðar hafa hingað til verið taldir þeir sömu. Það sýnir einstæða óeigingirni, að maður bindi ættjarðarást sína og þjóðhollustu við aðra dýrategund en sína eigin, homo sapiens, svo sem heiðargæsir og vaðfugla, og vilji láta hagsmuni þeirra ganga fyrir hagsmunum mannfólksins. Sennilega er þarna um að ræða miklu hærra andlegt þroskastig en mitt eða alls almennings! En ég ætla að vera svo lágkúrulegur að taka mér stöðu með mínum líkum, og stangist hagsmunir minnar dýra tegundar á við hagsmuni ann- arrar tegundar ætla ég að halda með minni eigin. Fólkið í land- inu er mín þjóð, og þar er mín Iðnnðnrhúsnæði óskost 30—50 ferm. húsnæði óskast fyrir léttan iðnað. Tilboð merkt: „Bólstrun — 6769" sendist afgr. blaðsins. þjóðhollusta. En ég ætta að leggja áherzlu á friðsamlega sam búð við allar aðrar þjóðir og gera þeim það gott er ég má. Ég er viss um, að þótt mín þjóð stækki og bæti umhverfi sitt og kjör, verður samt pláss fyrir hinar þjóðirnar líka. Ég veit ekki hvort hinir tveir ágætu rit- höfundar, sem rætt hefur verið um í grein þessari, gera sér ijóst, að afstaða þeirra er and- stæð þjóðarhagsmunum. Ég vona, að þeir hugleiði þetta í góðu tómi. Þessir menn eiga að vera hafnir yfir fjáröflunarstarf semi landeigendaauðvaldsins og laxveiðispekúlantanna og póli- tíska hentistefnu marxistanna. Islandssagan er ótrúleg ævin- týrasaga. Ekki eru nema tvær aldir síðan við lá að þjóðin yrði aldauða. En við höfum risið úr öskustónni. Afar okkar og ömm- ur, feður og mæður og við sjálf höfum byggt upp nútíma hag- sældarþjóðfélag á íslandi. Hing- að til hefur þetta verið stolt okkar. Og samfara hinni efna- legu hagsæld og vegna hennar dafna listir og visindi i land- inu. Skólar landsins eru fullir af þróttmiklu, ungu fólki, sem óð um bætist i hóp okkar, sem vinnum að uppbyggingu þjóðfé- lagsins. Við eigum við okkar erf iðleika að stríða, en við höfum þó fulla ástæðu til bjartsýni. Aft urhaldsöfl hafa alltaf verið til á Islandi, og þau hafa stundum náð miklum áhrifum um skeið. En þau hafa alltaf verið brot- in á bak aftur, þvi framtíðin er ævinlega sterkari en fortíðin. Framfarirnar munu brjóta af þjóðinni það, sem eftir er af hlekkjum fátæktar og fáfræði, og þá mun dafna hér og stækka frjáls ménningarþjóð í fögru landi. Þó að Laxármálið skipti Akur eyri miklu og Norðurland er það miklu stærra og þýðingarmeira en það. Þetta er prófmál þekk- ingar og framfara gegn aftur- haldi og forpokun. Eftir úrslit- um þessara átaka getur farið hvort bjartsýni mín á framtíð lands og þjóðar er raunhæf eða ekki. Ef afturhaldið sigrar nu mun það færa sig enn upp á skaftið. Þá verða öll framfara- mál þjóðarinnar í hættu. Við skulum gera Laxárvirkjunarmál ið að ragnarökum afturhaldsins á íslandi. Akureyri í febrúar 1971, Bjarni Einarsson. SKÓÚTSALAN Síðustu dagar. Seljum KARLMANNASKÓ (vinnuskór) frá kr. 395.— Stórkostlega góð kaup. Stendur til mánudags. KVENSKÓR frá kr. 275—500.— (góðir hversdagsskór) takmarkaðar birgðir. KULDA- SKÓR úr leðri karlmanna-, kven- og drengjaskór. Þar getið þér gert reyfarakaup. — Stendur aðeins í 2 daga. SKÓVERZLUN PÉTURS ANDRÉSSONAR Laugavegi 96 og Laugavegi 17. SKÓVERZLUNIN Framnesvegi 2. Skrifstofustúlka Iðnfyrirtæki óskar eftir skrifstofustúlku til að annast •:* Bókhald •;• Enska bréfritun 25 þúsund kr. á mánuði í boði fyrir rétta stúlku. Starfið hefst 1. maí. Umsóknir leggist inn á Morgunblaðið fyrir mánudagskvöld merkt: ,,Skrifstofustúlka — 6892". Með þær verður farið sem trúnaðarmál. Öllum umsóknum verður svarað innan viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.