Morgunblaðið - 26.02.1971, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.02.1971, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1971 19 margt þeirra til listmuna. Þess- ir handunnu munir prýddu og settu svip á heimili þeirra hjón- anna. Auk þess gaf Ingibjörg mikið af handavinnu sinni vin- um og venzlafólki naer og fjær. Þau hjónin eignuðust fjóra syni. Fyrsta soninn misstu þau kornungan en þrir komust á legg. Miðsonurinn, af þeim sem lifðu, Preben, dó í blóma lífs- ins í Þýzkalandi í heimsstyrjöld inni síðari. Elzti sonurinn, Holg- er er búsettur í Kaupmanna- höfn og kvæntur íslenzkri konu, Guðbjörgu Ásgeirsdóttur frá ísafirði. Yngsti sonurinn, Bent, býr i Ástralíu, kvæntur ástr- alskri konu, Pyll að nafni. Mann sinn missti Ingibjörg árið 1962. Varð það henni sár harmur. Hún hafði aldrei verið heilsuhraust, og fór nú heilsu hennar hnignandi. Brá Ingibjörg á það ráð að_ flytjast heim til fslands eftir lát manns síns. Dvaldist hún lengst af á Hrafn- istu, dvalarheimili aldraðra sjó- manna. Þar fékk hún góða um- önnun og undi vel ævikvöld- inu. Skyldfólk hennar og vinir reyndu eftir fremsta megni að gleðja hana og stytta henni atundir. Auðvelt er þó að gera sér í hugarlund að oft hafi hugur Ingibjargar hvai-flað til barn- anna og barnabarnanna, sem nú dvöldu svo fjarri, svo að segja sitt á hvoru heimshorni. Þótt Ingibjörg byggi erlendis mestan hluta ævinnar, slitnuðu aldrei rætur hennar við þann jarðveg, sem hún var sprottin úr. Ætli hið sama megi ekki segja um alla þá er burtu flytj- ast frá ættlandi sínu. „Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin," kvað þjóðskáldið. Þótt leiðir liggi til allra átta á samt hver einstaklingur aðeins einn blett á jörðinni, þann stað, er hann leit fyrst dagsins ljós geymir hann í hjarta sínu til æviloka. Stúlkan úr Borgarfirð- inum var loks komin heim. Ingibjörg hafði fótavist, þar til gíðustu vikurnar. Kraftar hennar fóru smáþverrandi, unz hún andaðist i svefni 21. þ.m., eins og áður segir. Dvölinni hér er lokið, hinzta ferðin hafin. „Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt." Ármann Kr. Einarsson. — Laos Framhald af bls. 10 að aðeins hafi verið gerðar árásir á fylkingarörmum og að þeim árásum hafi verið haldið í skefjum. En um leið spá bandarískir ráðamenn harðnandi bardögum, og þótt fréttir hermi að aðalflutninga leiðum Norður-Vietnama hafi verið lokað, hefur umferðin siður en svo stöðvazt. Ho Ghi Minh-stígurinn er raunar rangnefni, þvi að u'm er áð ræða ótal vegi, slóða óg stíga á 45 km breiðu og 300 til 450 km löngu svæði og sam- kvæmt suður-vietnömskum heimildum hefur umferðin eft ir þessum leiðum tvöfaldazt siðan sóknin hófst. Að sögn bandaríska tímaritsins „News week" eru 75.000 n-vietnamsk ir hermenn til varnar á Ho Chi Minh-stígnum. Greinilegt er, að umferð vestarlega í Suð ur-Laos, nær landamærum Thailands, hefur aukizt, eink um á svokallaðri Leið 23. Norður-Víetnamar hafa þann ig fært sig frá venjulegum flutningaleiðum og verða að fara eftir lengri leiðum, sem eru lengra í vestri. Auk hættunnar á þvi, að suður-víetnamski herinn biði ósigur fyrir hinum norður-ví etnamska á vígvellinum, er hætta á þvi, að Norður-Víet- namar rjúfi Leið 9, sem sótt er eftir, tvístri suður-víet- nömsku hermönnunum og ein angri þá frá stöðvum þeirra í Suður-Vietnam, fyrst og fremst Khe Sanh. Svar Norð ur-Víetnama við sóknarað- gerðunum hefur öðrum þræði verið pólitískt, því að þeir hafa samkvæmt þeirri reglu sinni að ráðast á fjandmenn- ina þar sem þeir eru veikast- ir fyrir látið til skarar skriða gegn herstöð bandarisku leynlþjónustunnar (CIA) i Long Cheng norðarlega i La- os, reynt að grafa undan mála liðaher Meo-striðsmanna, sem hefur verið í miklu áliti, og ógnað konungsborginni Lu- ang Prabang í þeim tilgangi að grafa undan fallvaltri stjórn Souvanah Phouma. SKÝRSLA THOMPSONS Þeirri mótbáru hefur verið hreyft, að við það að senda fjölmennt herlið til af- skekktra svæða i Laos veik ist aðstaða Saigon-stjórnar- innar á þéttbýlum svæðum í Suður-Vietnam, þar sem úr- slit stríðsins verði fyrr eða síðar kúnin fram meðal íbúa landsins. Þessu til stuðnings er vitnað í skýrslu sem kunnur brezkur sérfræðingur í skæruhernaði, Sir Robert Thompson, samdi eftir fimm vikna leynilega kynnisferð í Suður-Víetnam í fyrrahaust (hlutar skýrslunnar hafa birzt í „New York Times". Thompson komst raunar að þeirri niðurstöðu, að svoköll uðum friðunaraðgerðum og víetnamíseringu hefði miðað svo vel áleiðis, að óvinaað- gerðir gætu ekki sett úr skorðum þær ráðstafanir, sem hafa verið gerðar. Hins veg- ar sagði hann, að þótt áfram 'hefði rniðað í þá átt að upp- ræta embættismanna- og flokksstarfsmannakerfi Viet Cong, hefði þessari viðleitni ekki miðað nógu vel áfram. Andstæðingar stefnu Nixons haldi því fram á grundvelli skýrslu Thompsons, að aðgerð irnar i Laos leysi ekki vand &nn, sem við sé að glima, nema að takmörkuðu leyti, ef Viet Cong getur áfram haldið að kveðja nýliða til vopna, inn heimta skatta og verða sér út um vistir í Suður-Vietnam sjálfu, þó að raunar segi Thompson að baráttunni gegn þessari starfsemi miði vel áfram. 1 sambandi við lofthernað- inn er gagnrýnt, að ráðizt sé á saklaust fólk og peningum og vistum sóað i þágu óljósra framtíðarmarkmiða. Suður- Vietnamar eru geysilega háð- ir stuðningi bandaríska flug- hersins, sem hefur lagt til 2.000 flugvélar vegna aðgerð anna, eða stærsta flugflota Indókína-stríðsins, bæði til þess að koma í veg fyrir að sóknarherinn stöðvist og að Norður-Vietnamar sæki yfir hlutlausa beltið á mörkum Norður- og Suður-Vietnam. Baráttuaðferðir flughersins hafa hins vegar sætt minni gagnrýni en áður, enda hefur þeim verið breytt. Bandarísk- um herflugvélum er ætlað að hjálpa Suður-Víetnömum með kröftugri skothríð er þeir lenda í erfiðleikum. Hins veg ar er engin trygging fyrir því að stuðningur bandarískra flugvéla geti komið í veg fyr ir, að Suður-Víetnamar verði einangraðir frá heimastöðvum eða verði fyrir þungum áföll um. Flugvélarnar eru notað- ar likt og stórskotavopn til stuðnings aðgerðum á jörðu niðri og nánara samband er haft en áður við hersveitirn ar og fleiri flugvélar hafðar til taks með stuttum fyrir- vara. Minna er um að sprengjuþotur af gerðinni B- 52 ráðist á kyrrstæð skot- mörk, bifreiðastæði, sam- göngumiðstöðvar, fjallastöðv- ar, o.fl. en áður. Þannig hef- ur verið reynt að gera loft- hernaðinn sveigjanlegri. HARDNANDI ANDSTADA 1 gagnrýninni á sóknarað- gerðirnar i Laos er lögð áherzla á allt sem hefur far- ið úrskeiðis. Dregið er í efa, að aðgerðirnar borgi sig og því haldið fram, að hlutleysi Kambódíu og La«s sé fórnað til þess að verja Suður-Víet- nam. Fulbright öldungadeild- armaður og aðrir andstæðing ar stefnu Nixons forseta hafa hvatt hann til að fallast á hvers konar samkomulag um brottflutning, er stofni ekki bandariskum mannslífum i hættu, en gagnstætt forsetan- um hafa þeir ekki áhuga á því, að núverandi stjórn verði áfram við völd í Saigon eða að her landsins verði efldur til þess að hann geti tekið við stríðsrekstrinum. Andstæðingar forsetans hafa hvað mestar áhyggjur af þvi, að aðgerðirnar i Laos verði til þess að seinka brott flutningi bandaríska herliðs- ins. Þess vegna hafa helztu leiðtogar demókrata í öld- ungadeildinni skorað á Nix- on að gera þegar i stað áætl- un um brottflutning alls her- liðs frá Indókína fyrir árslok 1972. Aðalleiðtogi demókrata í deildinni, Mike Mansfield, hefur sagt, að lagt verði fram frumvarp til þess að knýja fram brottflutning, aðhafist Nixon ekkert til þess að binda enda á bandariska íhlutun í Indókína fyrir ákveðinn tíma. Mansfield hef ur hins vegar ekki gengið eins langt í gagnrýni sinni á forsetann og annar leiðtogi demókrata, George McGov ern, sem hefur sakað hann um að „leika sér að þriðju heims styrjöldinni" og „bjóða heím hættunni á íhlutun Kínverja í Indókína." McGovern, Kennedy og fleiri leiðtogar demókrata hafa átalið Nix- on harðlega fyrir að færa út styrjöldina og telja hina svo- kölluðu víetnamiseringu und- irrót frekari útfærslu á stríð inu. En athygli vekur, að að gerðirnar í Laos hafa valdið minna hugaruppnámi i Banda ríkjunum en fyrri aðgerðir, sem hafa magnað styrjöldina. Mótmælaaðgerðir gegn Laos aðgerðunum víðs vegar í Bandaríkjunum hafa farið út um þúfur vegna litils stuðn- ings, lítil þátttaka hefur ver- ið í öðrum aðgerðum, og óvænt kyrrð hefur færzt yfir bandaríska háskólastúdenta. Búast má þó við, að mót- mæli gegn styrjöldinni magn ist á næstunni, og margt get- ur gerzt á næstu mánuðum. Þvi hefur verið lýst yfir, að suður-vietnamskra herliðið verði um kyrrt í Laos þar tft regntíminn hefst, og er talið að þar með gefist nægur tími til að finna vopnabirgðir Norður-Vietnama og eyða þeim. En ef Suður-Vietnamar verða hart leiknir getur svo farið að Nixon neyðist til að senda bandariskt herlið inn i Laos. Hann verður einnig að hafa hliðsjón af andstöðunni heima fyrir, og ef aðgerðirn ar fara út um þúfur, veikist aðstaðan í Suður Vietnam. Til gangur aðgerðanna er að vinna tíma til þess að stöðva birgðaflutningana þar til regntiminn hefst og undirbúa víetnamskan striðsrekstur og brottflutning bandaríska her- liðsins 1971—72. Það sem vak ir ekki hvað sízt fyrir Nixon er að draga úr erfiðleikunum til þess að búa í haginn fyr- ir baráttuna fyrir forseta- kosningarnar 1972. Spurning- in er, hvort þær ráðagerðir fari ekki út um þúfur. um, en það hnikar ekki þeirri skoðun, að Lowell hafi enn auk ið á hróður sinn með þessari bók. On Trial eftir Arthur London. London var einn þeirra fjórtán- menninganna, sem ienti í hinum frægu Slanskyréttarhöldum í Tékkóslóvakíu árið 1953. Hann og tveir aðrir hlutu lífstiðardóm, hinir voru hengdir. Eftir að hafa setið fimm ár í fangelsi var honum sleppt og veitt uppreisn ærú. Aðdraganda að fangelsun- inni, verunni þar, sýndar- mennskunni, grimmdinni; öllu þessu eru gerð skil á eftirminni- legan og lifandi hátt. Notes from an Odd Country eftir Geoffrey Grigson. Þessi lýsingabók frá enska skáldinu og náttúruunnandanum um dvöl hans í Frakklandi, er full af gleði, tilfinningu og skynsemi og snerpu. Og heimþráin blund- ar í honum allar stundir. God's Englishman: Oliver Cromwell and the English Revolution: eftir Christopher Hill. Bezta könnun í þrjú hundr uð ár á einum skelfilegasta stjórnanda Bretlands og mest heillandi stjórnenda enskra. Hard Times eftir Studs Terk- el. Terkel kallar þessa indælu bók munnlega frásögn um bandarísku kreppuna. Henni er skínandi ritstýrt, fjöldi samtíma radda segir frá eymdinni og bág indunum og reiðinni, sem settu hvað mestan svip á þessi ár. WiJl the Soviet Union Survive Until 1984? eftir Andrei Amal- rik, er djarfleg, einmanarödd frá Sovétríkjunum, sem lýsir þeim væmnislaust og af svart- sýni og dregur upp framtíðarsýn ir sínar um það svartnætti, sem kann að vera í vænd- um, með vaxandi upp- gangi Kína og endurvakningu þjóðernisstefnu meðal sovézkra þjóða, sem ekki teljast Rússar. FKANSKAR BÆKUR Meðal bóka sem út komu i Frakklandi á árinu 1970 og hlutu sérstaklega góðsr viðtök- ur og viðurkenningar má nefna nokkrar: Les Poneys Sauvages eftir Michel Déon. Hlaut hann Prix Interallié fyrir vikið. Sú bók varð og metsölubók og seldust 250 þús. eintök. Déon gaf út fyrstu bók sína árið 1944, Adieu á Sheila, og hefur hann allar götur síðan verið afkastamikill Hjartans þakkir fyrir hlýjar kveðjur og góðar gjafir á 60 ára afmæli minu 17. febrú- ar sl. Guð blessi ykkur öl'l. Systir Anna, Landakoti. Isaac Babel höfundur, skrifað smásögur, rit- gerðir og skáldsögur. Hann hef- ur búið utan heimalands síns síð ustu þrettán árin, til skiptis á Irlandi og grísku eynni Spetsai. Les Poneys Sauvages er fyrsta skáldsaga Déon i tíu ár. Un Enfant a la Belle Etoile eftir Torcuato Luca de Tena kom út í mjög góðri þýðingu Berthe Lacombe á árinu og fékk þýðandi mikið lof fyrir verk sitt og vakti bókin óskiptan áhuga franskra lesenda. Pleine hine sur les Morts eft- ir máritaniskt skáld Emmanuel Jute er safn smásagna frá Mári- taníu og luku gagnrýnendur lofsorði á þær flestar, en eins og alkunna er eiga erlendir höf- undar oft erfitt uppdráttár í Frakklandi og hylli franskra les enda ekki alltaf auðunnin. La Cellule, skáldsaga eftir Yvonne Chauffrin fékk Brittany verðlaunin frönsku. Yvonne Chauffrin hefur skrifað tuttugu bækur, allt skáldsögur og hefur híin þegið margháttað- ar viðurkenningar. I La Cellule segir frá hjónasambúð og þeim erfiðleikum, sem hjónin eiga við að glima. Viðhorf hennar þykir allnýstárlegt og stíllinn ferskur. Ein mesta sölubók i Frakk- landi á siðasta ári reyndist vera Le Roi des Aulnes eftir Michel Tournier. Af henni seldust 200 þúsund eintök. La Folle de Lit- huanie eftir Bertrand Poirot- Delpech fékk verðlaun frönsku akademíunnar og seldust af henni um 100 þús. eintök og af skáldsögu Francois Nourissier La Créve seldust 135 þúsund eintök. Hjartantegar þakkir til handa öllum þeim mörgu, sem minntust miin á áttræðisaf- mæli miínu þanin 15. þ.m. Guð blessi ykkur ÖH. 1 iiiíiinai .lónsson, Vitastíg 8A. — Bækur ársins Framhald af bls. 15 enda — en þrátt fyrir það at- hyglisverð bók um margt. Notebook eftir Robert Lowell. Þriggja ára vinna, tveggja ára líf eins mesta bandaríska höf- undarins nú. Stórkostleg bók. Hún hefur að visu fengið slæma útreið i ýmsum brezkuiw blöð- Hafnfirðingar — Garðhrepp ingar og nágrenni í HELGARMATINN nýreykt lambakjöt og léttsaltað lambakjöt aðeins kr. 90.— kg. Úrvals nautakjöt ! tebonesteak, nautafille. roastbeef og heilsteik. Úrvals ferskt alikálfakjöt í kálfasnitzel og alikálfasteik. Okkar ódýra svínakjöt er enn á boðstólum. Nýreykt bacon. Ný hamflettur lundi á aðeins kr. 20.— stykkið. Nýtt hrásalat með helgarmatnum á aðeins kr. 18.— skammturinn. Komið og sannfærist um hið ódýra kjötverð. Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt. Næg b lastæði. — Sendum heim. — Bæjarins bezta þjónusta. HRAUNVER H.F., Álfaskeiði 115, sími 52690 og 52790.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.