Morgunblaðið - 26.02.1971, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.02.1971, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1971 BLÓÐ- 'TURNINN V • • ^2o • • þannig, sagði bílstjórinn. Hann brýndi raustina og kallaði í dap urlega manninn. — Komdu hérna rétt sem snöggvast, Harry. Við þurfum að tala við þig- Harry nálgaðist og tók kurt- eislega ofan fyrir Appleyard. — Er ekki allt i lagi? spurði hann kvíðinn. — Jú, en ég vil bara, að þú sannir mál mitt, sagði Mow- bray. Manstu eftir að ég talaði eitthvað um böggul til Farning coteklaustursins fyrir svona mánuði? Harry reyndi að muna. — Ég man eftir bögglinum, en ekki hver var viðtakandinn, sagði hann. — Og hvað sagði ég við Þig? — Þú spurðir, hvort ég hefði tekið við honum og ég sagði, að ég hefði hann aldrei augum litið fyrr. — Þarna sjáið þið, sagði Mow bray sigrihrósandi. — Þetta sannar það, sem ég hef alltaf verið að segja. Ég sé þennan böggul liggjandi á afturbrettinu þegar ég kem aftur að bílnum, og spyr Harry um hann. Þið heyrðuð hvað hann sagði. Ein- hver af þessum strákaskröttum Mýtur að hafa fleygt honum þar þegar enginn sá til. Og nú, ef þið viljið afsaka mig, herrar mínir, þá þarf ég að fara að koma mér af stað. Er þegar orð inn of seinn. Þegar þeir félagar gengu út úr húsagarðinum, brosti Apple- yard ibygginn. — Okkur skal ekki veitast erfitt að komast fyr ir uppruna þessara skothylkja, sagði hann. — Ur því að Mow- bray hefur fundið böggulinn svona i bílnum sinum, hlýtur einhver héðan úr bænum að hafa skilið hann þar eftir. Að- eins fjórir kaupmenn hafa leyfi til að seija skot, það er að segja Newsham og þrír aðrir. News- ham segist ekki hafa selt þau, svo að við skulum seinna spyrja hina þrjá. En fyrst ættum við að tala við Woodspring og ung- frú Blackbrook. Búðin hans er þarna handan við götuna. 6. kafli. Fljótt á litið hefði ekki mátt halda, að hr. Woodspring ræki blómlega verzlun. Framhliðin á búðinni var lítil og þarfnaðist sárlega viðgerðar. Eini glugg- inn var fullur af fornlegum bók um með sérlega óútgengilegum titlum. Þegar inn var komið var búðin dimm og rykug, og allar hillur fullar af bókum í megn- ustu óreiðu. Einhver kom fram úr hálf- dimmunni og heilsaði þeim. Þeg ar augun í Jimmy tóku að venj ast dimmunni, sá hann ungan mann, vel búinn á heíðbundinn hátt, með heljarstór horngler- augu, sem virtust þekja meiri- hlutann af andlitinu. Hann var með útstæð eyru, flatt nef og litla höku. Andlitið var fölt, hár ið litlaust og augun ljósgrá. Jafnvel áður en hann tók til máls fannst Jimmy hann vera sæmilega virðulegur ungur mað ur, en hefði bara gott af ofur- lítilli hreyfingu, sér til heilsu- bótar, langt burtu frá þessu CORTINA1971 KR KfiJSTJÁNSSON HF 20 - 407° AFSLÁTTUR af öllum vörum MÓTEL LEIKFÖNG GJAFAVÖRUR MYNDIR Verzlunin lÍÍNINIK Strandgötu 39, Hafnarfirði Blað burðar-(ólk óskast í effir-falin hverfi Hoíteig — Hraunteig Hverfisgötu, frá 63—125 Laufásveg, frá 2—57 Laugaveg III, frá 114—171 Talið v/ð afgreiðsluna ' , síma 10100 M^$nuhUU^ Þetta verður örugglega í síðasta skiptið, sem ég bið um launahækkun. kæfandi andrúmslofti þarna i búðinni. — Góðan daginn, hr. Apple- yard, sagði ungi maðurinn, draf- andi, en þennan málróm taldi hann sýnilega bera vott um gott uppeldi. —Hvað megum við hafa þá ánægju að gera fyrir yður? — Við ætluðum að tala við föður þinn, sagði Apple- yard, óþarflega snöggt. En ef hann er ekki við, þá komum við bara seinna. —Hann er bakatil að drekka te, svaraði Horace Woodspring. — Ég skal segja honum, að þér séuð komnir, og ég veit að hann hefur ánægju af að sjá yð ur. Hann leið síðan hljóðlaust út úr búðinni, en kom svo aftur með vingjarnlegt bros á vör. — Pabbi spyr, hvort þið viljið ekki gera svo vel og koma inn fyrir. Ef þér viljið koma hérna. . . . Þeir eltu hann inn fyrir og inn í herbergi þar sem Wood- spring sat við teborð. Bóksal- inn stóð upp til að fagna þeim. Hann var grannur, eins og son ur hans, en illa klæddur, i göml um bláum fötum, sem voru sýni i?ga búin að lifa sitt fegursta. Það einkennilegasta var höfuðið á honum. Það var óhlutfallslega stórt, samanborið við grannan líkama og stutta fætur. Hann var fyrir löngu orðinn bersköll óttur og gekk nú orðið með skol lit parruk. Undir hrukkóttu enninu voru tvö djúpstæð, und irfurðuleg grá augu, og enda þótt nefið væri næstum hangandi þá gaf það andlitinu talsverðan svip. Hakan var sterkleg og hvöss, og ólik skvap kenndum kinnunum. Hann hefði aldrei getað verið laglegur mað ur, en Jimmy virtist hann vera maður, sem vissi hvað hann vildi. Þegar hann var staðinn upp, hneigði hann sig með stirðlegri kurteisi. — Gleður mig að sjá ykkur, sagði hann innilega. — Æ, hjálpið mjr, ég er hræddur um að þetta te sé orðið kalt. En ég get beðið ráðskonuna mína að hita meira, ef þið bara viljið segja til. — Þér skuluð ekki gera yður Ritarastarf Opinber stofnun óskar að ráða stúlku til ritarastarta í taekni- deild. Stúdentspróf eða sambærileg menntun nauðsynleg. Umsóknir sendist Mbl. fyrir nk. mánudagskvöld, merktar: „Ritari — 6865". Stjörniispé %• • • •..-.,•• Jeane Dixoti Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Of mikiar málalengingar fara í taugarnar á flestum, einnig samstarfsmönnunum. Nautið, 20. apríl — 20. maí. I>ú getur búizt við ýmis konar truflunum í starfinu Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. Alténd ætti kvöldið að geta orðið ánægjulegt. Krabbinn, 21. júní — 22. júU. Viðkvæmni þín keyrir úr hófi, þegar sumir eiga f hlut. Ljónið, 23. júlf — 22. ágúst. Pú ættir að gera gangskör að því að losa þig við ýmsar ásækn- ar grillur. Meyian, 23. ágúst — 22. september. Fjármálin eru í óreiðu. Reyndu að kippa því í lag. Voffin, 23. september — 22. oktftœr. Ekki eru allir Jafin dús við áform þín og kannski sízt að undra. Sporðdrekfnn, 23. október — 21. nóvembei'. óvissan knýr þig til að gæta ítrustu varkárni. Bojrmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Þú þyrftir að taka þig á við starfið. Steingettin, 22. desember — 19. janúar. Leggðu þig allan fram i dag og þú munt uppskera laun fyrir. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Mrúgaðu ekki & þig svo miklum verkcfnum að ]>ú tá.ir ekkl undir þcim rísiíi. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. Þér gefst ágætt tækifæri i ðag og skalt ekki lata þao þér úr greipum ganga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.