Morgunblaðið - 28.02.1971, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.02.1971, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1971 3 Sr. Árni Pálsson, Söðulsholti: Freistarinn Matt.: 4. 1-11. HVERJIR verða fyrir freistingum djöfulsins? Allir. >eir eru þó ekki til- búnir að játa þessu sem aldrei hafa msett þeim eineyða og ófrýnilega með horn og klaufir. Slikt er ekki að undra því að þegar þeir hrösuðu var freistairinn ef til vill í gervi vinarins, vinnuféiagans eða einhvers ágæts kurin- ingja. Þá er það ekki okkar sterkasta hlið að rifja upp og reyna að muna eigin ávirðingar og linku. Hendi það okkur samt þá er það sagt til að árétta svik- semi annarra í okkar garð og stönd- um við þá auðvitað með hreinan skjöld. Einnig getur viðkvæmnin fyrir eigin freistingum deyfzt ef gamansemi fylgir frásögninni. Slægð djöfulsins er og hættuiaus sjálfsvirðingu okkar birtist hún í draumi. Fyrirgefið mér þó i þessu sambandi sæki á hugann frásögn úr ævisögu afa mdms (Að æviiökum VI. bindi bls. 57): Það bar við, að fólk leitaði til min út af ótta um sáluhjálp sína. Sá ótti var tíðast sprottinn frá vitrunum í draumum. Einn dag mætti mér maður á förn- um vegi í Mikiaholtshreppi. Hann var gáfaður og dulspakur. Hann heilsar mér. Við förum af baki, og hann faðmar mig að sér hálfkiökkur og seg- ir: „Ósköp var ég feginn að sjá þig. Ég ætiaði að fara suður að Stórahrauni að finna þig. Mér hefur iiðið svo iila síðan um daginn.“ „Hvers vegna?“ „Það er út af vitrim, sem ég hef íengið i draumi.“ . „Hvernig var hún nú?“ Þetta var um þær mundir, er kreppulögin voru að ganga í gildi. Maðurinn svaraði: „Ég þóttist vera einn á ferð inman úr Hólmi, ríðandi með einn hest í taumi. Þegar ég er kominn upp í Kerlingarskarð, verður mér litið aftur fyrir mig. Þá sé ég mann koma gangandi á eftir mér upp sneiðingarnar, sem ég hafði nýlega far- ið. Hann gengur mjög hranalega. Þeg- ar ég er kominn suður að syðri dys, þá er hann búinn að ná mér, og ég skil ekkert í, hvað hann var fljótur í förum. Hann segir mjög harkalega: „Sæll vert þú, lagsmaður!" Ég sé, að þetta er ískyggilegur mað- ur og einsýnn. „Hvar átt þú heima?“ spyr ég. „Ég á nú eiginlega heima á öliu landinu, en helzt í kaupstöðunum. Ég er að fara svona um landið og hjálpa mönnum í kreppunni. Viltu ekki, lags- maður, að ég hjálpi þér?“ „Ég held ég megi taka mér .til þakka. Ég er ekki svo vel stæður,“ evara ég. „En ég verzla nú dálítið við menn, sem ég hjálpa. Ég set svolitið upp við þá.“ „Mér finnst það ekki ósanngjamt. Hvað setuir þú upp við mig?“ „Það er nú ekki mikið. Það er nú ekki annað en það, að þú lesir ekki eina bók í bókunum þinum.“ ■ „Ég get áreiðanlega lofað þér því að láta eina skruddu vera ólesna af svo mörgum. En hver er sú bók?“ „Það er elzta bókin, sem þú átt á heimili þínu.“ „Þá dettur mér í hug: Nú, það er þá svona. Þetta er Djöfullinn. Eizta bókin er Biblían. Ég var þó ekki með öll frá- hverfur að verzla svolítið við hann til þess að losna úr kreppunni. En þegar ég er að þvi kominn að gera við hann kontraktin-n, þá sé ég, hvar þú birtist allt í einu. Þú gengur til okkar frá dysinni í öllum messuskrúða: hempu, kraga, rykkilíni og hökli, berhiöfðaður, og syngur þetta eftir Matthías: Ó, sjá þú Drottins björtu braut, þú barn, sem kviðir vetrarþraut! í sannleik hvar, sem sólin skin, er sjálfur Guð að leita þin. Og söngurinn var svo fagur, að hann minnir mig ekkert á jörðina. Hann var eins og himnesk symfonía. Nú rámka ég við mér og veit nríeð vissu, hverju á að svara þeim eineygða og segi: „Nei, ég geri engan samning við þig og geng a'Jdrei þér á -hönd. Ég fylgi þessum, sem þarna syngur þenn- an fagra söng, og þeim, sem hann boð- ar, blessuðum FreJsaranum mínum." Við þessi orð mín verður sá eineygði ægilega reiður og ennþá hryllilegri ásýndum en bann hafði verið meðan hann var að bjóða mér upp á kontrakt- inn, steytir hnefana að krossinum á bakinu á þér og hvæsir út úr sér: „Það er ekki í fyrsta sinn, sem þessi karlskitur hefur snuðað mig um sál- irfiar.“ Að svo mæltu tekur hann á rás suð- ur fjallið og hverfur niður í byggð- ina til þes® að hjáJpa mönnum i krepp- unni. „Jæja,“ segi ég við manninn. „Þú sérð á þessu, að Drottni stendur ekki á sama um þig. Þú hefur fengið náð til að segja þetta sama og Kristur: „Vík frá mér, Satan! Og þú manst orð HaJJgríms: Þeir góðu andar oss eru nær aJla tima, þá biðjum vær. Og með bænum þínum geturðu hrakið frá þér öll óhrein völd, elskan min!“ Síðan töluðum við nokkru lengur saman um þetta náðarverk, og maður- inn skildi við mig rólegur og huggóð- ur. Fáum dögum síðar segia- hann kunn- ingja sinum írá draumvitruninni og er þá svo innilega þakklátur mér og glaður yfir frelsun sinni. En þá svaraði Snæf ellingurinn: „Alltaf þarf séra Árni að koma, þeg- ar verst gegnir." í þessari frásögn blandast saman dillandi gamansemi og djúp alvara í afstöðunni til guðs og freistarans. Slikt er að finna í mörgum þjóðsögum um sama efni og nægir þar að vísa til „Sáiarinnar hans Jóns míns“. AUs staðar er djöfullinn jafn áleitinn og siægur en merkilega oft tekst fólkinu samt að snúa á hann með guðs hjálp. En djöfullinn er samur við sig og nú er hann hættur að láta þekkja sig af einu auga, hornum og hala og því má búast við að honum verði jafnvel bet- ur ágengt en áður var í okkar fá- breytta umhverfi meðan fóikið var á verði gegn honum; Við það kárnax gamanið og alvaran eykst og þó hann hafi reyndar aldrei verið skemmtiefni þeim sem við hann giímdu, þá hefur hann óneitanlega verið okkur það oft sem um hann höfum lesið. „Bjóð þú að steinar þessir verði að brauði," stendur þar. Við erum ekki alltaf viss um það, hvort það er guð eða djöfullinn sem til okkar talar á þessum margbrotnu tímum. Heimurinn er ekki saklausari en þetta, þótt dá- samlegur sé. Þess vegna megum við ekki álíta að tilvist Satans heyri fortíð- inni til. Kristnum mönnum er miklu fremur nauðsyn á að hitta djöfulinn þótt kreppulánalögin séu úr gildi fallin og rafljósin lýsi og hiti híbýlin. Illt er reyndar að berjast við þann sem und- an hleypur, þótt Guðs hjálp komi til en öðru visi er trúin og bænin ónýt orðin. Enginn getur varizt þeim sem hann ieiðir ekki huga að eða flýr undan. Þess vegria verða ekki ungir eða aldnir varðir fyrir illum áhrifum umhverfis- ins með því einu að halda sig heima, heidur með þvi að byggja sig upp af guðsótta og góðum siðum og ganga síðan út að mæta freistaranum. V estur-Berlín vill viöræöur — vid A-Í»jóðverja Vestur-BeirJ'in, 26. febr., NTB. I „Á grundveJJi þessa hefur RORGARSTJÓRI Vestur-Berlín-1 Vestiur-Berlín áhuga á viðræð- ar, Klaus Schtitz, er ekki reiöu- um uim síkipuJag heimsókna Vestur-Beriínarbúa til Austur- Beriínar j afnSkj ótt og fjórvelda- viðræðumar eru komnar á það stig, að grundvöUur sé fyrix tví- hJiða viðræðum. Það er miikil- vægt, að ekki verði gripið fram í fyrir hendur fj órveddunum, “ segir Schutz í bréfi sínu, sem gert var opinbert i dag, en það var afhenit austur-þýzkum yfir- völdum í Austur-Beriín i gær. Nýtt verzlunarhúsnœði til sölu i Vesturborginni. Sameign fullgerð, selzt tilbúið undir innréttingu. Upplýsingar eftir hádegi næstu daga. Hlaukur Jónsson. hrl., Hafnarstræti 19, simi 17266. toúiinm að' ræða við austur-þýzk yfirvöld nm Berlinarmálið fyrr en einhverjar niðurstöður liggja fyrir frá fjórveidafundinum um stóðu Bcr'ínar. í svari, sem Schutz siendi við bréfi Wiíli Stoph, forsætiisráð- herra Austur-ÞýzskaJands, setn stakk upp á sJíkum tvíhliða við- ræðum, segir Schutz, að bongar- eitjórn Vestur-Beriínar hafi á- huiga á því, að dregið verði úr spenin,uin.ni i Beri'ín og hann læt- 'ut jafnframt í Jjós vonir um að jákvæður áramgur verði aí fumd- um sendiherra fjórveJdainina. Frakkland mótmælir þjóðnýtingu 1 Paris, 26. febr. — JSTTB — ) FBANSKA stjórnin sendi í I dag stjóm Alsir f ormlega | mótmælaorðsendingn vegna |þess að Alsir hefur þjóðnýtt ?51 prósent af frönskmit olíu- “ rdutafélögvim, og nlgerlega fekið yfir þau félög sem vinna I jarðgas. ' Mótmælaorðsendingin var I afhent sendiherra Alsir í Par )is, og i henni segir m.a. að . hún sé algert brot á samn- ingum miili landanna tveggja. ' Sagt er að frönsk félög verði Jfyrir geysilegu tjóni af þess | inm sökum og Játið í það skina að það geti haft neikvæð * áhrif á samninga um við- I skipti og tækniaðstoð, sem nú jstanda yfir í höfuðborgum , landanna. Ferðaúrvalið hjá ÚTSÝN FERÐA-ALMANAK ÚTSÝNAR 1971 April: 1 PÁSKAFERÐ: Kanaríeyjar 15 dagar Verð frá kr. 15 900.00 Maí: 22 iTALlA: Feneyjar, Lido, London 18 dagar Verð frá kr. 23.000.00 — 29 SPÁNN: Costa Brava, London 18 dagar — — — 23.500,00 Júní: 13 LONDON: Vinna í Englandi (til 19. september) Fargjald kr. 9.8QP.OO — 19 NORÐURLÖND: Kaupmannahöfn með vikudvöl (má framlengja) Verð frá kr. 15 800,00 — 26 SPÁNN: Costa Brava, London 18 dagar — — — 24 500,00 Júll: 10. NORÐURLÖND: Kaupmannahöfn með vikudvöl (má framlengja) — — — 16.900,00 — 17 SPÁNN: Costa Bráva, London 18 dagar — — — 25.500,00 — 26 SPÁNN: Costa Del Sol 15—29 dagar — — — 12.500,00 Ágúst: 7 NORÐURLÖND: Kaupmannahöfn með vikudvöl (má framlengja) — — — 16 900,00 — 9 SPÁNN: Costa Del Sot 15—22—29 dagar — — — 14 500,00 — 14. SPÁNN: Costa Brava, London 18 dagar — — — 26 500,00 — 23. SPÁNN: Costa Del Sol 8—15—22 dagar — — — 15.500.00 — 30 SPÁNN: Costa Del Sol 8—15—22 dagar — — — 15500,00 — 4. SPÁNN: Costa Brava, London 18 dagar —. — — 27.500,00 Seplember 4. RÚSSLAND: Leningrad, Moskva. Yalta, Odessa, London 18 dagar — — — 39 800,00 — 6 SPÁNN: Costa Del Sol 8—15—29 dagar — — — 15.500,00 — 7 SPÁNN: Ibiza — London 19 dagar — — — 27 500,00 — 9 GRIKKLAND: Rhodos, London 18 dagar — — — 32.000,00 — 13 SPÁNN: Costa Del Sol, Londen 22 dagar — — — 15 500,00 — 19. JÚGÓSLAVlA: Budva, London 18 dagar — — — 27 500,00 — 20. SPÁNN: Costa Del Sol 15 dagar — — — 12 500,00 — 21. SIGLING UM MIÐJARÐARHAF. London 15 dagar — — — 29.500,00 Október 4 SPÁNN: Costa Del Sol — London 27. dagar — — — 23 000,00 ALLAR ÚTSÝNARFERÐIR MEÐ ÞOTUFLUGI! — SKIPULEGGIÐ FERÐ YÐAR TlMANLEGA! ÚTSÝNARFERÐ: ÓDÝR EN I. FLOKKS! ÖDÝRAR IT-FERÐIR EINSTAKLINGA. — ALLI R FARSEÐLAR OG HÓTEL Á LÆGSTA VERÐI. FERÐASKRÍFSJOFAN AUSTURSTRÆTI 17 — SÍMAR 20100/23510.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.