Morgunblaðið - 28.02.1971, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.02.1971, Blaðsíða 12
12 Eisenhower og Stalín „Berlín“ 28. marz 1945, um það leyti, sem brezkir og bandarískir hermenn *fóru með leifturhraða yfir Þýzkaland frá vestri og Rússar frá austri, sendi Eisenhower Stalín orðsend ingu, þar sem hann sagði: „Hernaðaraðgerðir mínar nú miða að því að um- kringja og eyða óvinaher sveitum í Ruhrhéraði og einangra það frá öðrum landshlutum“. Hann bað því Stalín, um leið og hann útilokaði Berlín, sem lokatakmark herja Banda manna, um að þeir sam- ræmdu hernaðaraðgerðir sínar. Þegar hershöfðingja ráðið frétti af efni orð- sendingarinnar, var gerð tilraun til að stöðva send ingu hennar, en það reynd ist of seint. Bretar urðu æfareiðir, er þeir fréttu af þessu og í harðyrtri orð- sendingu héldu þeir fast við, að meginsókn vest- rænna bandamanna ætti að beinast yfir opnar slétt ur NV-Þýzkalands með það að aðaltakmarki að ná Berlín á sitt vald. Þegar hershöfðingjaráðið bað Eisenhower að skýra nán ar ákvörðun sína, svaraði hann „Berlín er ekki leng ur hernaðarlega mikilvæg, auk þess, sem borgin er svo nálægt sovézku víg- línunni, að þegar Rússar fara aftur á stað, komast þeir til borgarinnar á nokkrum dögum“. í svari sínu til Eisen- howers, lýsti Stalín því yfir að hann væri sam- mála því að Berlín hefði misst hernaðarlegt mikil- vægi, og að Rússar myndu aðeins senda litlar her- sveitir í átt til borgarinn ar. Rauði herinn tók Berlín 2. maí 1945, sex dögum áður en Þjóðverjar gáf- ust formlega upp fyrir Eisenhower. í bókinni — „Krúsjeff segir frá“, seg- MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1971 Eisenliower Roosevelt Churchill MacArthur Stalin Marshall De Gaulle Chiang Leyndarmálum heims- sty r j aldar innar síðari ljóstrað upp Leyndarskjöl gerð opinber eftir 25 ár ir, að Stalín hafi hrósað Eisenhower fyrir „örlæti, drengskap og riddaraskap“ í sambandi við Berlín. í bókinni segir ennfremur: „ef Eisenhower hefði ekki haldið aftur af herjum sín um, hefði Þýzkalandsmálið getað fari á annan veg og aðstaða okkar getað orðið verri“. Frá styrjaldarlokum hafa margir sérfræðing- ar haldið því fram að á- kvörðunin um að láta Rússum eftir Berlín, hafi verið stjórnmálalegs eðlis og að Eisenhower hafi að eins verið að fylgja skip- unum. Skjölin nú virðast aftur á móti benda til þess að hér hafi verið um að ræða einhliða ákvörð- un yfirmanns alls herafla Bandamanna. Bandamenn höfðu áhyggjur af fyrirætlunum Rússa í skýrslu um fund yfir hershöfðingjaráðsins í ág úst 1943, kemur í ljós, að hernaðarsérfræðingar Bandamanna voru í mikl um vafa um fyrirætlanir Bússa. Marshall yfirhers- höfðingi Bandaríkjahers og Alan Brooke yfirhers höfðingi Breta ræddu hvað kynni að verða gert ef Rússar ryddust gegn- um Þýzkaland og þaðan áfram yfir Evrópu. Marsh all spurði sir Alan hvort hann héldi að Þjóðverjar kynnu að aðstoða Banda- menn við að komast inn í Bvrópu, til að forða sér fra Rússum. Sir Alan sagð is'; hafa hugleitt þennan möguleika, en hafði eftir ummæli Dr. Edwards Ben es fyrrverandi forseta Tékkóslóvakíu, um að hann teldi að Rússar yrðu of illa á sig komnir til að reyna að taka Evrópu með leiftursókn. í öðru skjali kemur það fram, að Marshall hers- höfðingi hafði orð á þvi að Rússar litu hinn „kapí talíska heim“ æ verri aug um og að framkoma þeirra gagnvart Banda- mönnum væri að verða fyrirlitleg. Svo virðist, sem Rússum hafi gramizt að Bandamenn höfðu ekki enn gert innrás í Frakk- land. Svíþjóð: Ueyniviðræðurnar í skjölunum kemur í ljós, að Svíar, sem fram fylgdu hefðbundinni hlut- leysisstefnu voru að kanna möguleikana á að ganga í lið með Bandamönnum nokkrum mánuðum fyrir fall Þýzkalands. í orðsend ingu 19. marz 1945, sem var algert hernaðarleynd armál, skýrir John R. Deane, hershöfðingi, yfir maður bandarísku hernað arsendinefndarinnar í Moskvu, Marshall hers- höfðingja frá því að Staff en Soderblom sendiherra Svía í Moskvu hefði und anfarna mánuði átt óform legar viðræður við Aver eil Harriman sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu, um möguleikana á því að Svíar tækju þátt í styrj- öldinni. Soderblom spurði Harri man m.a. að því hvort hann teidi að þátttaka Svía myndi verða mikil- væg fyrir Bandamenn, frá hernaðarlegu sjónarmiði. Harriman benti þá Soder blom á að ræða þetta við Deane og sagði Deane þá við Harriman: „Þátttaka Svía í styrjöldinni myndi efnislega verða mikilvæg fyrir Bandamenn og myndi örugglega hafa slæm áhrif á siðferðisþrek Þjóðverja. Ef tækist að velja góðan tíma til að til kynna þátttöku, gæti það orðið til þess að stytta stríðið um nokkra mánuði. Ef Noregur yxði hernum inn, myndi það ekki að- eins verja landið og íbúa NÝLEGA voru gerð op- inber tugþúsundir leyni skjala yfirhershöfðingja Bandamanna í heims- styrjöldinni síðari, sem ljóstra upp mörgum leyndarmálum, er vald- ið hafa sagnfræðingum heilabrotum sl. aldar- fjórðuiig. Skjölin voru birt samtímis í Washing ton og Lundúnum og þegar lesið er í gegnum þau er Ijósi varpað á fjölmargt, sem fór fram bak við tjöldin á stríðs- árunum, t. d. deilur og missætti hershöfðingja, vandamálin, sem þeir áttu við að etja og hvern ig hinar ýmsu ákvarð- anir voru teknar. Það mun taka mörg ár að fara í gegnum öll skjöl- in, brjóta þau til mergj- ar og bera saman við liðna atburði áður en gildi þeirra verður full- metið, en blöð og tíma- rit hafa þegar sent blaða menn á vettvang, til að kynna sér mál, sem lík- leg eru til að vekja mesta athygli, til að byrja með og greinin, sem hér fer á eftir er samin upp úr ýmsum tímaritum og blöðum. 0 Hér kemur m. a. fram aðEisenhower hers höfðingi hafði persónu- lega samband við Stalín út af Berlín og gaf sovézka einræðisherran- um óafvitandi grænt ljós til að taka Berlín, en Bandamenn stöðv- uðu sókn sína á bökk- um Elbu. 0 Skömmu fyrir lok stríðsins í Evrópu, höfðu Svíar, sem voru hlut- lausir og Bandaríkja- menn hafið leyniviðræð ur um að hinir fyrr- ncfndu tækju þátt í bar- áttunni gegn Þjóðverj- um. 0 1944 kom Roose- velt Bandaríkjaforseti persónulega í veg fyrir að de Gaulle scndi sveit- ir „Frjálsra Frakka“ til að berjast við Japani í Indókína. 0 Þegar stríðinu í Asíu lauk, og Rússar voru komnir inn í Man- sjúríu höfðu bandarísk- ir embættismenn mest- ar áhyggjur af möguleik anum á að Rússar myndu gera Mansjúríu að leppríki eða að þeir mynduðu um sig sterk- an varnarhring frá Man sjúríu, gegnum Innri- Mongolíu, N-Kína og Kóreu. 0 Douglas MacArt- hur yfirhershöfðingi Bandamanna í Austur- löndum fjær reyndi árangurslaust að fá því framgengt, að Hideki Tojo, fyrrverandi for- sætisráðherra Japans og ráðuneyti hans yrðu dregnir fyrir rétt í Bandaríkjunum og sak- aðir um morð vegna þess að þeir hefðu fyr- irskipað árásina á Pearl Harbor. Tojo og sex aðrir japanskir leiðtog- ar voru síðar dregnir fyrir alþjóðlegan her- rétt, dæmdir til dauða og hengdir. 0 Sjö mánuðum fyr- ir innrás Bandamanna á Normandy hótaði H. H. Arnold hershöfðingi, yf- irmaður handaríska flug hersins að hætta að senda flugvélar til Bret- Iands, ef bandarískir sprengjuflugmenn bættu ekki árangur sinn í sprengjuárásun- um á Þýzkaland að degi til. Hér á eftir verður nánar sagt frá þessum og öðrum atburðum. Fréttamaður rýnir í gömul skjöl, sem varpa nýju ljósi á ýmsa gamla leyndardóma. Sovézki fáninn dreginn að húni í Berlín. Eisenhower gaf Sænskir hermenn við æfingar. Stalín grænt ljós til Berlínar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.