Morgunblaðið - 28.02.1971, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.02.1971, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR Í971 13 Japanir taka Indókína 1941. Sovézkir hermenn í Mukden I Mansjúriu 1945. þess frá eyðileggingu og hryðjuverkum, heldur einnig koma í veg fyrir að hægt yrði að nota norskar hafnir sem kafbátabseki- stöðvar. Þá gætu Svíar einnig leyft flugvélum Bandamanna að hafa bæki stöðvar í Svíþjóð og að lokum væri hugsanleg inn rás inn í Danmörku". Umræður um þessi mál héldu áfram. 25. april 1945 skýrði Eisenhower hershöfðingi, ráðamönnum í Washington frá því að hann áliti að nú væru eft ir tvö svæði, þar sem Þjóð verjar myndu gera úrslita tilraum til að verjast, Nor egur og bækistöðvar æðstu manna þjóðarinnar, sem talið var að væru í s- þýzku Alpafjöllunum. 25. apríl sagði Eisenhower í annarri orðsendingu til ráðamanna í Washington, að ef Þjóðverjar héldu á- fram að streitast á móti í Noregi „gæti aðstaða okk ar frá bækistöðvum í Sví- þjóð orðið grundvallar- skilyrði þess að tryggja stríðslok á þessu ári“. 28. april skýrði yfirhers höfðingjaráðið Eisenhower frá því að sænska stjórnin hefði samþykkt að hefja þegar undirbúningsviðræð ur. En þá breyttust við- horfin. Þegar ljóst varð, að uppgjöf Þjóðverja var alveg á næsta leiti, ráð- lagði yfirhershöfðingjaráð ið Eisenhower að búa svo um hnútana, að hlutverk Dana og Norðmanna í sam bandi við uppgjöf Þjóð- verja yrði eins stórt og mögulegt væri og það væri ekki ætlunin að bjóða Svíum að taka við uppgjöf Þjóðverja í Nor- egi, nema þeir væru þá þegar komnir í stríð við Þjóðverja. Allsherjarupp- gjöf Þjóðverja kom 8. maí áður en Svíþjóð hafði lát ið af hlutleysisstefnu sinni sem verið hafði í gildi frá því 1815. Indókína, Roosevelt gegn de Gaulle Frá miðju ári 1943 lögðu de Gaulle og Frjálsir Frakkar stöðugt hart að Bandaríkj amönnum • og Bretum að fá að taka þátt í stríðinu í Austurlöndum fjær, eirkum á nýlendu- svæði I*?ikka í Indókína. í skjölunum kemur fram eindreginn ásetningur Roosevelts Bandaríkjafor- seta að halda Frökkum ut an við stríðið. Þetta var í samræmi við þá skoðun hans, að framtíð Indókína skyldi ákveðin án tillits til nýlendumála, eftir að Japan hefði gefizt upp. Árið 1944 sendu Frakk ar herforingjasendinefnd til Ceylon, þar sem aðal- stöðvar herstjórnar Banda ríkjamanna og Breta í SA Asíu voru staðsettar. 17. nóvember sama ár, sendi Roosevelt forseti svohljóð andi bréf, til síns persónu lega hershöfðingja í Hvíta húsinu, William D. Leah ys.. „Utanrikisráðuneytið hefur tjáð mér, að það hafi fengið skeyti frá bandarísku ræðismanns- skrifstofunni í Colombo, þar sem skýrt hafi verið frá komu fjölmenmrar franskrar herforingjasendi nefndar til Ceylon, sem hlotið hafi viðurkenningu Bandaríkjamanna og njóti nú sömu réttinda opinber lega og hollenzku og kín- versku sendinefndimar hjá herstjórn SA-Asiu. f skeyti ræðismannsskrif- stofunnar kemiur einnig fram að bæði hafa verið rædd við Frakka mál, stjómmálalegs og hernað arlegs eðlis og það þrátt fyrir að herstjórninni hafi verið skipað að ræða að- eins hernaðarmál við frönsku sendinefndina — (það er ekki getið um hver hafi gefið áðurnefnda skipun). Með tilliti til þessa, vil ég að það sé ljóst, að Bandaríkin viður kenna alls ekki franska sendinefnd, sem hluta af herstjórn SA-Asíu og að enginn bandarískur her- foringi má ræða vanda- mál, stjórnmálalegs eðlis við Frakka eða nokkra aðra. Auk þess vil ég að það sé ljóst, að ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur ekki tekið endanlega ákvörðun um framtíð Indókína og við búumst við að ráðgast verði við okkur fyrst, áð- ur en nokkur ákvörðun verður tekin í sambandi við framtíð SA-Asíu“. Eftir lát Roosevelts 12. apríl 1945, tók Harry Truman, eftirmaður hans sömu afstöðu. 22. júní 1945 sendi Marshall hers höfðingi eftirfarandi orð- sendingu til Douglas Mac Arthurs yfirhershöfðingja, vegna fjölda tillagna Frakka um að franskar hersveitir tækju þátt í bardögunum í Bndókina, sem skæruliðar. Þessi orð sending var algert hern- aðraleyndarmál. „Utanrík isráðherra hefur skýrt mér frá eftirfarandi fyrir skipun forsetanna. Það stendur sem áður, að ég vil ekki láta blanda mér inn í nokkrar ákvarðanir viðvíkjandi Indókína. Það verður tekið fyrir eftir stríð. Og ég vil heldur ekki láta blanda okkur inn í hernaðaraðgerðir til að frelsa Indókína úr höndum Japana“. Mansjúría. — Þar sem Rússar unnu kapphlaup í skjölunum kemur fram að bandarískir ráða menn höfðu miklar á- kyggjur af aðgerðum Rússa í Austurlöndum fjær, á síðustu mánuðum striðsins. 1. nóvember '45, bað bandaríska hermála- ráðuneytið utanríkisráðu- neytið um skýlausa yfir- lýsingu um frá hverju Bandaríkin myndu ekki hvika, ef skærist í odda um hagsmunamál í Aust urlöndum fjær, einkum viðvíkjandi Mansjúríu, Norður-Kina og Kóreu. Bandaríkjamenn óttuðust þá að Sovétríkin myndu koma sér upp víð feðmu yfirráðasvæði hern aðarlega mjög mikilvægu. Bandaríkjamenn voru mjög argir yfir því að Rússar urðu á undan að ná á sitt vald borginni Da iren í Mansjúríu, sem var mjög mikilvæg en hún er á milli Gula hafsins og Chihliflóa. Þetta kemur fram í skýrslu Johns J. McCloy, aðstoðarstyrjald- armálaráðherra til sam- ræminganefndar flotans, landhersins og utanríkis- ráðuneytisins. 16. nóvem ber 1945. „Frá því að Jap anir gáfust upp hefur það verið stefna Bandaríkj- anna að tryggja ríkisstjórn Kína yfirráð yfir Mansjúr íu. Skv. skipun forsetans voru gerðar áætlanir og fyrirskipanir gefnar um að bandarískt herlið hemæmi Dairen. Þessar skipanir voru drengar til baka, eft ir að ljóst var að ekki var hægt að framkvæma þær, til að fyrirbyggja að Rúss ar yrðu á undan“. 26. nóvember sendi síð an Robert P. Patterson styrjaldarmálaráðherra eft irfarandi orðsendingu til James F. Byrnes utanríkis ráðherra. „Það er svo að sjá, að ef Rússar, en ekki Kínverjar fá yfirráð yfir Mansjúríu og ef til vill N- Kína, þá hafi þeir náð sama markmiði í Austur iöndum fjær og Japanir ætluðu sér upphaflega. Ef svo færi myndi það að öll utn líkindum leiða til þess er fram liðu stundir að al varlegt hernaðarlegt á- stand gæti skapazt vegna áframhaldandi stuðnings Bandaríkjanna við kín- versku þjóðernissinna- stjórnina". Kína: Ringulreið eftir styrjöldina. Skjölin varpa nú nýju Ijósi á upphaf „Kína-vanda málsins", sem endaði með því fjórum árum eftir lok styrjaldarinnar, að komm únistar náðu völdum og stjórn Chiang Kai-Sheks flúði til Formósu. Ljóst er að ringulreið og úrræða- leysi var allsráðandi. — Fimm dögum eftir upp- gjöf Japana kvartaði Al- bert C. Wedemeyer, yfir maður herafla Bandarikj- anna í Kína yfir því að skipanir hans stönguðust á. Hann benti yfirboður um sínum i Washington á að skipanirnar segðu svo um að hann skyldi forðast að styðja her Chiang Kai- Sheks í baráttunni við kommúnista, en einnig að hann skyldi aðstoða við að koma hermönnum Chi- ang Kai-Sheks til yfir- lýstra yfirráðasvæða kommúnista í Kína. 17. október 1945 var Wedemeyer í Washington þar sem hann lét í ljós álit sitt á ástandinu í Kína. Fundargerðin segir m.a. að Wedemeyer af sam- skiptum sinum við Chiang Kai-Shek myndi sér þá skoðun á manninum, að hann sé samvinnuþýð- ur, hreinskilinn, heiðaileg ur og vingjamlegur. Að honum virðist alvara í að koma á stofn lýðræðislegri stjóm, en að í kring um hann sé fjöldi kaldrifj- aðra manna, og að erfitt verði fyrir han<n að sam- eina Kíma. — Wedemeyer sagði einnig „Hershöfðing inn virðist hafa yfir nægi legum herstyrk að ráða til að hafa í fullu tré við kommúnista, ef kommún- istar fá ekki þess meiri hernaðaraðstoð frá Rúss- um. Kommúnistar eru ekki sterkir hernaðarlega, því að þeir hafa ekkert stórskotalið, né flugher og enga hæfa hernaðarráð gjafa“. 6. nóvember lét McCloy, aðstoðarstyrjald- armálaráðherra þau orð falla á fundi með utanríkis og flotamálaráðherrunum,, „að ef Rússar byrja að láta kommúnistum í té verulega aðstoð, liggjum við illa í því“. Er Wedemeyer hershöfð ingi var kominn aftur til Kína, sendi hann Eisen- hower, sem nú var orðinn yfirmaður landhersins eft irfarandi orðsendingu: — „Það er skoðun mín, að áframhaldandi stuðningur við ríkisstjórn N-Kína og staðsetning landgönguliða þar muni enda með þátt- töku í borgarastyrjöld. — Við getum ekki búizt við að herlið okkar haldi kyrru fyrir á svæði og taki þátt í aðgerðum, sem stofna bandarískum lífum og eignum í hættu, án þess að grípa til gagnað- gerða“. í desember 1945 fór Marshall hershöfðingi í för til Kína, að beiðni Trum ans, til að reyna að koma á einingu. Skömmu fyrir brottförina skrifaði einn af hershöfðingjunum hon um bréf, þar sem sagði: „Það virðist nauðsynlegt, að áður en þú leggur af stað, verði gefin út ský- laus stefnuyfirlýsring, að öðrum kosti má búast við því að hin óákveðna og ó ljósa stefna Bandaríkjanna gagnvart Kína frá uppgjöf Japana verði þér og öðr- um fjötur um fót“. Það var ekki fyrr en 14. desember, er Marshall kom til Kína að yfirhers- höfðingjaráðið gaf út stefnuyfirlýsingu með sam þykki Trumans. Yfirlýsingin var svo- hljóðwdi: Hlutverk Mars halls hershöfðingja í Kína er að ráðleggja og aðstoða kínversku þjóðernissinna stjórnina við afvopnun og brottflutning japanskra hermanna frá Kína og að ná aftur stjórn yfir lands svæðunum, sem frelsuð voru úr höndum Japana, þ.á.m. Mansjúríu, Formósu og Haimaneyju. Forðast verður eins og hægt er á- hrif band#rískrar aðstoðar á kímver*skar innanríkis- deiliu-. Að öðru leyti verð ur ekki um bandaríska hernaðarihlutun að ræða í kínverskar innanríkisdeil- ur, nema ef nauðsynlegt þykir til að vernda lif og eignir Bandarikjamanma. TOJO. MacArthur gegn Truman Nú kemur í ljós, að Mac Arthur hershöfðingi hvattl hvað eftir annað til að þeir sem fyrirskipuðu loft árásirnar á Pearl Harbor yrðu dregnir fyrir banda rískan rétt og sakaðir um morð, en 3000 Bandaríkja menn féllu í loftárásum þessum. í október hvatti MacArthur til að Tojo for sætisráðherra og ráðuneyti hans yrðu dregnir fyrir rétt, fyrir að hafa á ólög legan hátt leyft japanska hernum að hefja hernaðar aðgerðir, án þess að hafa gefið út stríðsyfirlýsingu og að japanski herinn hafi notað þennan rétt til hern aðaraðgerða til að ráðast á og myrða borgara lands, sem ekki átti í styrjöld við Japan. Bandaríska hernaðar- málaráðuneytið visaði þessu á bug á þeim for sendum að forsetinn vildi að menn þessir yrðu dæmdir af alþjóðlegum dómstóli, með svipuðu sniði og gert var með þýzku stríðsglæpamennina í Evrópu. Þessi dómstóll, sem 11 ríki áttu fulltrúa í kom saman í Japan og dæmdi sakborningana til dauða. Þeir voru síðan hengdir 23. desember 1943. Spreng j uf lug vélar. Hótað að hætta að senda þær í skjölunum kemur einn ig fram. að um tíma, var mjög mikil óánægja með árangurinn af árásarferð- um bandarískra sprengju- flugvéla yfir Evrópu og svo mikil, að Amold hers höfðingi, yfirmaður banda ríska flughersins hótaði að senda ekki fleiri sprengju flugvélar til Bretlands, ef árangur yrði ekki bættur. Þetta var sjö mánuðum fyrir innrás Bandamanna við Normandí. Arnold kvartaði yfir því að að- eins um 50% af sprengju flugvélunum væru notuð til árásarleiðangra, en 60—70% væru notuð á öðrum hernaðarsvæðum. Hann kvartaði einnig yfir vali skotmarka. Um svip að leyti áttu sér stað deil ur milli brezkra og banda rískra, vegna tillagna um að aðgerðir bandaríska og brezka flughersins yrðu sameinaðar undir stjórn eins manns. Sir Charles Portal, flugmarskálkur Breta sagðist ekki myndu samþykkja að brezki flug herinn yrði settur undir þattn bandariska. Aphroditeleiðangurinn Nú kemur í ljós í fyrsta skipti, að Bretar greiddu atkvæði gegn hinum mis heppnaða „Aphroditeledð- Framhald á bls. 14 Bandarískar sprengjuflugvélar í leiðangri yfir Þýzkalandi. Bandarískir landgönguliðar ganga á land á suðurströnd Frakklands. Kínverskir þjóðernissinnahermenn í Mansjúríu. Tojo, forsætisráðherra Japan fyrir alþjóðaherréttinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.