Morgunblaðið - 28.02.1971, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.02.1971, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. FEBRUAR 1971 17 Kristrún í Hamravík Líklega hefur ekkert efni, sem sjónvarpið hefur flutt fram að þessu, tekizt betur en sýn- ingin á Kristrúnu í Hamravik Myndin var mjög vel gerð og leikurinn ágætur — og raunar frábær, að því er Sigríði Hagalín og Jón Sigurbjörnsson varðar. Guðmundur G. Hagalín hefur verið umdeildur maður. Hann var meðal þeirra fyrstu í hópi rithöfunda, sem tóku upp harða baráttu gegn kommúnisma og áhrifum kommúnista á íslenzkt menningarlíf. Óvæginn var hann í skrifum sínum og mætti harðri andstöðu. Kommúnistar gripu til gamla ráðsins, þeir reyndu að rægja hann á öllum vettvangi, þrástöguðust á þvi, að hann væri ekkert skáld o.s.frv. Hagalín lét ekkert af þessu á sig fá. Hann hélt sínu striki, barðist áfram og nú er hann dæmdur af verkum sínum. í>eim dómi fá kommúnistar ekki hagg- að. Hagalín er i hópi örfárra beztu höfunda þessarar aldar. Um það sannfærðust þeir síðast liðið sunnudagskvöld, sem fram að þessu hafa trúað áróðrinum um, að lítil ánægja væri að lesa verk Hagalíns og kannski aldrei í þau gluggað af þeim sökum. Heimsmet í verkföllum Sænska blaðið, Dagens Nyheter, hefur birt þær upp- lýsingar, að ísland sé efst á blaði, þegar taldir eru saman verkfallsdagar á áratugnum 1960—‘70. Ekki verður sagt, að mikill sómi sé að þessu meti okk ar íslendinga, enda hljóta þessar upplýsingar að verða til þess, að menn hugleiði betur en áður, hvaða úrræði séu til, sem dreg- ið geti úr verkföllum. I því efni hefur ýmislegt verið reynt, svo sem samstarfið í kjararannsókna nefnd, en takmarkaðan árang- ur borið, eins og reynslan sýn- ir. Rétt er að menn geri sér grein fyrir því, að verkföll eru hér ekki ætíð sprottin af eiginlegri kaupgjaldsbaráttu, og jafnvel mætti halda því fram, að verk- föll hefðu hér oftar orðið af pólitískum ástæðum en af því, að ógjörningur hefði verið án verkfalla að ná þeim samning- um, sem beztir voru í bráð og lengd, jafnt fyrir launþega sem þjóðarheildina. Eðvarð Sigurðsson benti á það, að æskilegra væri að heyja verkföll nokkurn tíma, heldur en að búa við það ástand, sem víða þekkist, að til uppþota og óeirða dragi á götum úti. Hvort sem formaður Dagsbrúnar hefur ætlað sér það eða ekki, þá und- irstrikaði hann með þessari at- hugasemd sinni hið pólitíska eðli verkfallanna hér á landi. Sannleikurinn er sá, að í verk föllum hafa oft endurspeglazt valdaátök, ekki einungis á milli launþega annars vegar og vinnu veitenda hins vegar, heldur ekki eingöngu milli launþega og stjórnarvalda, heldur og oft og tíðum milli forustumanna í verkalýðshreyfingu, sem jafn- framt eru oftast áhrifamenn á stjórnmálasviðinu og eiga sum- gleyma áfram. því og halda baráttunni Reykjavíkurbréf Laugardagur 27. febr. ir hverjir pólitískt lif sitt und- ir þvi að njóta áhrifa í verka- lýðshreyfingunni. Pólitísku verkföllin í fyrra Einna gleggst kom þetta eðli verkfalla hér á landi í ljós i deilunum, sem urðu fyrir borg- arstjórnarkosningarnar í fyrra. Þá var mönnum að vonum heitt í hamsi, því að einar mikilvæg- ustu kosningar voru framund- an og barátta um það, hvort Sjálfstæðisflokkurinn héldi meirihlutavaldi í Reýkjavik. Þá lágu fyrir boð af hálfu vinnu- veitenda um verulegar kaup- hækkanir, og enginn vafi var á því, að unnt var að ná samn- ingum án verkfallsátaka, ef ein lægur vilji hefði yerið fyrir hendi. En forustumennirnir í laun- þegasamtökunum voru tvístrað- ir í marga hópa, og þeir voru að berjast fyrir pólitiskum frama sínum og flokka sinna eða flokksbrota. Þeir sátu á svik- ráðum hver við annan, og ekki leyndi sér, að það voru stjórn- málin, sem réðu gerðum þeirra, en ekki hagsmunir launþega. Víst er það rétt, sem Eðvarð Sigurðsson benti á, að verkföll eru barnaleikur borið saman við skrílslæti, sem sums staðar þekkjast, og þess vegna má segja, að þeim mætti fagna, ef aðeins væri tveggja kosta völ, annað hvort yrðu þjóðfélags- átök að brjótast út í verkfalls- baráttu eða til óspekta drægi. Bréfritari telur raunar, að lýð- ræðisþroski sé það mikill hér á Islandi, að ekki verði gripið til óyndisúrræða, þótt verkföll verði sett niður og meiri sam- komulagsvilja gæti í átökum um kjaramál. Á það hefur verið margbent, að nauðsyn beri til að breyta vinnulöggjöfinni og ekki verð- ur því neitað að hún er gömul og að sumu leyti gölluð. Hér í blaðinu hafa þó verið birtar að- varanir við því að gera róttæk- ar breytingar á vinnulöggjöf- inni, án þess að sæmilegt sam- komulag geti um það náðst, að minnsta kosti við verulegan hluta verkalýðshreyfingarinnar. Þrátt fyrir allt og allt höfum við Islendingar yfirleitt farið að lögum í átökum, eins og verk- föl'lum, gagnstætt því sem sums staðar annars staðar hefur tíðk- azt. Ef svo færi, að ný vinnu- löggjöf yrði sett, sem bryti í bága við réttarvitund verulegs hiuta landsmanna, kynni hún að verða brotin á bak aftur, og þá væri vissulega ver farið en heima setið. Þess er að gæta, að þegar hér er talað um, að sæmilegt sam- komulag verði að nást um vinnu löggjöf, er auðvitað ekki við það átt, að kommúnistar þurfi að styðja slíka löggjöf. Þeir mundu vafalaust verða andvígir úrbótum á þessu sviði eins og öðrum, en andstaða þeirra gegn framfaramálum er einmitt bezti vitnisburður um að rétt sé stefnt. Erum við of deilugjarnir Líklega má segja, að þessar hugleiðingar ættu að leiða til þess, að menn kæmust að þeirri niðurstöðu, að við Islendingar værum allt of deilugjarnir. Ekki er þvi að leyna, að stjórnmála saga þessarar aldar einkennist af mjög hatrömmum deilum á köflum, þar sem stundum virð ist raunar hafa verið deilt um keisarans skegg, en engu að síð- ur hafa átökin orðið eins illvig og frekast hefur mátt verða. Á seinni árum virðist þó held ur hafa dregið úr stórdeilum, og til dæmis verður að segja, að það Alþing, sem nú situr, sé heldur rólegt og lítið sé þar um veruleg átök og það meira að segja, þótt kosningar séu í nánd. Hins vegar hafa orðið snarpar deilur um minni háttar málefni síðustu mánuðina, en nokkuð er orðið öruggt, að slík- ar deilur komi upp í skammdeg- inu, rétt eins og menn verði þá að fá eitthvað til að drepa tím- ann með. Nú vita víst allir, að undir staða lýðræðislegra stjórn- arhátta eru umræður um menn og málefni, enda hefur því ver- ið haldið fram, að án dagblaða væri útilokað að lýðræði hefði þróazt á þann veg, sem raun varð á. En þegar þetta er haft í huga, verður með engu móti hægt að halda þvi fram, að deilurnar gangi úr hófi fram. Þvert á móti má með rökum sýna fram á, að þær séu nú mun menningarlegri en fyrrum var og málefnalegri. Þess vegna er enn óhætt beinlínjs að auglýsa eftir greinum um hin margvís legu málefni og hvetja menn til að gagnrýna það, sem þeim finnst miður fara, ef þeir geta sæmilega rökstutt sjónarmið sín og sett þau menningarlega fram. Þess er svo lika að gæta, að við mundum hreinlega deyja úr leiðindum, ef við hefðum ekki eitthvað sæmilega mergjað um að tala — já, og um að deila. Ungir menn og athafnalíf Nýlega var bréfritari að ræða við ungan mann, sem sagði eitt- hvað á þessa leið: „Mér kemur ekki til hugar að taka neina á- hættu af atvinnurekstri.“ Varla er þessi afstaða mjög útbreidd hérá landi, enda hefði líklega skammt miðað, ef yngri menn al- mennt hefðu ekki tekið tals- verða áhættu á einn veg eða annan. Og erfitt yrði að halda hér uppi lýðræðisþjóðfélagi, ef allir hlífðust við átökunum, vegna þess að þeir kynnu eftir á að sjá eftir því að hafa gert þetta eða gert hitt. Engu að síður læðist sá grun- ur að manni, að talsvert sé það vilja tryggja framtið sína t.d. með góðri stöðu hjá opinberum aðilum, fremur en að leggja til viðureignar við áhættusaman at- vinnurekstur, sem annað hvort gæti brugðizt eða leitt til mikils efnahagslegs ávinnings. Auðvit- að þurfa ríkisstofnanir og marg- háttuð gróin fyrirtæki góðan mannafla, en hitt skilja þó all- ir, að ekki mega úrvalsmenn ein ungis starfa á ríkisins vegum, heldur þurfa einmitt hinir dug- mestu að ráðast til atvinnuveg- anna og helzt sem flestir að verða sjálfstæðir atvinnurek endur. Vera má, að nokkru valdi um þessi sjónarmið, að erfiðleikar hafa lengst af verið miklir í is lenzkum atvinnurekstri. Menn hafa ekki viljað skilja nauðsyn þess, að atvinnufyrirtækin högn uðust sæmilega, og þess vegna hafa flestir þeir, sem bjástra í atvinnurekstrinum, átt við marg víslega örðugleika að etja. Engu að síður er það svo, að ekkert er þroskavænlegra en einmitt það að takast á við erfið leikana og sigrast á þeim. Þess vegna ættu ungir menn ekki að skorast undan þvi að takast ábyrgðina á herðar. Menn verða að þora, en ef eitthvað fer öðru- vísi en ætlazt var til, þá er að ríkt í viðhorfum yngri manna að Daglegt mál Enginn vafi er á því, að þætt- ir þeir, sem í útvarpinu eru um íslenzkt mál, hafa verulega þýð- ingu. Þeim er það að miklu leyti að þakka, hve vel okkur hefur tekizt að sneiða hjá þvi, að inn í málið komi erlend orð- skrípi líkt og gerzt hefur í allt of rikum mæli til dæmis hjá frændþjóðum okkar. Þótt blöðin séu oft skömmuð og stundum með réttu bent á subbuskap að því er málfar varðar, þá má fullyrða, að ís- lenzkir blaðamenn leitast við að rita sem bezt mál og forð- ast mállýti. Eiga þeir því sinn þátt í heillavænlegri þróun . ís- lenzks málfars. En ástæðan til þess að hér er vikið að útvarpsþáttunum um ís- lenzkt mál, er sú, að talið er, að útvarpshlustendum fækki nú mjög og fleiri og fleiri snúi sér að sjónvarpinu. Væri vissulega miður farið, ef þessir þættir ættu í framtíðinni að hafa minna gildi en þeir hafa hingað til haft, og þess vegna er ástæða til að spyrja að þvi, hvort ekki sé hugsanlegt að koma slík- um þáttum inn í sjónvarpið með einhverjum hætti samhliða útvarpsþáttunum. Væntanlega mundi þetta kosta nokkurt fé, en ekki verður betur séð en unnt ætti að vera ^ð gera sæmi- lega stutta þætti um ýmislegt sað, sem hér um ræðir, til dæm- is i samtalsformi. Skátahreyfing á villigötum Skátahreyfingin er einhver þroskavænlegasta ungliðahreyf- ing sem hugsazt getur, enda hef- ur hún haft veruleg áhrif til góðs bæði hér og í fjölmörgum löndum öðrum. Bréfritari hafði á sínum unglingsárum nokkur kynni af skátahreyfingunni og hefur dáð hana alla tið síðan, en ekki fær hann nú orða bund- izt. Þannig er mál með vexti, að fyrir skömmu voru flokks- foringjar og aðstoðarflokksfor- ingjar í einu hverfi borgarinn- ar boðaðir til kvöldfundar. Þar gerðist lítið annað en það, að unglingarnir sátu við borð, sem öskubökkum hafði verið komið fyrir á, og margir þeirra reyktu hverja sígarettuna á fætur ann- arri. Þarna var um að ræða unglinga um og lítið eitt yfir fermingaraldur og börn allt nið- ur í 12 ára aldur. Nú mun það vera svo, eða var að minnsta kosti svo, að ekki mátti reýkja í skátabúningnum, en er ekki sama ástæða til þess að banna reykingar á skáta- fundum? Og enn má spyrja: Hvað er líklegra til að venja unglinga og jafnvel 12 ára börn á reykingar en það að stunda tóbaksreykingar á fundum i þeim félögum, sem foreldrar telja börnum trú um að séu einna þroskavænlegust og hvetja þau til að ganga í? Vafalaust er stjórnendum skátahreyfingarinnar ókunnugt um, að atvik sem þessi geti gerzt innan vébanda hennar og munu gera viðeigandi ráðstafanir, þeg- ar þetta er upplýst — en sá er einmitt tilgangurinn með því að vekja hér á þessu athygli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.