Morgunblaðið - 28.02.1971, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.02.1971, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLÆIÐ, SUNNUDAGUR 28. FEBRCAR 1971 Skrifstofa STFB S.V.F.R. er flutt að Háaleitisbraut 68, efri hæð. Sími 19525. Stangaveiðifélag Reykjavikur. Laust starf Samkvæmt 44. gr. laga nr. 52/1970, ber Rannsóknarnefnd sjóslysa að ráða siglingafróðan starfsmann. Þeir sem kynnu að hafa hug á þessu starfi, eru beðnir að senda umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf til nefnd- arinnar, pósthólf 484, Reykjavík, fyrir 15. marz næstkom- andi. Rannsóknamefnd sjóslysa. BEZr að auglýsa í Morgunblaðinu FELAGSSTARF SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Sjálfstæðisfélagið Óð'mn gengst fyrir almennum fundi í Sjálfstæðishúsinu á Selfossi sunnudaginn 28. febrúar kl. 2. Á fundinn koma frambjóðendurnír Steinþór Gestsson. Hæli og Helgi Jónsson, Selfossi. Fundarefni: VIÐHORF l STJÓRNMÁLUNUM I DAG. SKÓLAMÁL A SUÐUR- LANDI OG FLEIRA. KÓPAVOGUR KÓPAVOGUR SPILAKVÖLD Týr, F.U.S. í Kópavogi heldur félagsvist i Félagsheimilinu í Kópavogi neðri sal, þriðjudaginn 2. marz kl. 20.30. Góð verðlaun verða veitt og einnig verða heildarverðlaun afhent. — Öllum er heimil þátttaka. Stjóm Týs F.U.S. KVOLDVAKA Heimdalarfélagar úr Hagaskóla halda kvöldvöku i Féiagsheimili Heimdallar í Valhöll við Suðurgötu í kvöld kl. 20 30. Gestir kvöldsins verða Markús Öm Antonsson, formaður Æskulýðsráðs, og Árni Johnsen. BARATTUMAL HEIMDALLAR Umræðufundur um störf og stefnu Heim- dallar, fer fram þriðjudaginn 2. febrúar kl. 20 30 í Félagsheimili Heimdalíar í Valhöll við Suðurgötu. Framsögumaður verður Þorsteinn Páls- son stud. jur. Heimdellingar! Fjölmennið. Stjóm Heimdallar. Hverfasamtok Sjálfstæðismanna í Nes- og Mc-lahverfi. SKEMMTIK V ÖLD Miðvikudaginn 3 marz n.k. kl. 20,30 í Átthagasal Hótel Sögu. Dagskrá: 1. Avarp, Ellert B. Schram. 2. Upplestur, Jón Sigurbjömssort, leikari. 3. Félagsvist. GLÆSILEGIR SPILAVINNINGAR Sjáffstæð;smenn í Nes- og Melahverfi fjölmennið og takið með ykkur gesti. — Ráðstefna FramhaM af bls. 2 reglur um mengun yrðu að bein ast að upptökum hennar og byggjast á mati okkar á gildi og fotrréttindum einstakra þátta. Þá flutti Niels Mustelin, deild arstjóri mengunardeildar norr- æna rannsóknaráðsins Nord- forsk, erindi. Sagði hann m. a. að helztu mengunarvaldar á Norðurlöndum væri iðnaðarúr- gangur, aðallega frá pappírs- framleiðslu, frárennsli þéttbýlis og eiturefnum, sem notuð eru við skógrækt og landbúnað. Þessi mengun hefur áhrif á stöðuvötn, ár og Eystrasaltið. Nýlega hefur athygli beinzt í vaxandi mæli að olíumengun frá olíuskipum og olíuhreinsun- arstöðvum. Sagði hann frá skipulagi og löggjöf á Norður- löndum. f Svíþjóð er lang full- komnasta og víðtækasta meng- unarlöggjöfin, þar sem nær all- ir þættir umhverfisverndar heyra undir ein lög og fram- kvæmd í höndum einnar yfir- stjórnar, Staten naturvárdsverk, sem auk þess hefur mikil áhrif á stefnu í rannsóknarmálum. En reglur um útblástur bifreiða eru, að þeim bandarísku undan- teknum, meðal þeirra ströng- ustu í heiminum. í Noregi er Iöggjöfin aðgreind eftir tegund- um, með sérstakri stofnun fyrir vatnsmál og loftmál. Og í Dan- mörku og Finnlandi er löggjöf um vatnsmengun nokkuð full- nægjandi, en lög um vamir gegn loftmengun enn á undir- búningsstigi. Þá talaði Fiosi Hrafn Sigurðs- son veðurfræðingur um Joft- mengun og veður og ræddi sér- staklega um nauðsyn þess að víðtækar og nákvæmar rann- sóknir færu fram, m.a. á meng- umarhættu og veðurskílyrðum, til að finna heppilegustu stað- setningu verksmiðja og stóriðju- vera, sem mikil mengunarhætta getur fylgt. Hörður Þormar, efnafræðing- ur, flutti erindi um rannsóknir á loftmengun á fslandi. Sagði hann m.a. að þótt mengun and- rúmsloftsins hér væri sáralítil miðað við það, sem er t.d. í Mið-Evrópu eða á Bretlandsey- um, þá áliti hann að of mikið kseruleysi hefði ríkt varðandi þessi mál. Mætti t.d. minna á Áburðarverksmiðjuna, sem hef- ur í nær tvo áratugi dreift eitr- uðum gufum út í umhverfið án þess að um það væri fengizt. Eirniig ræddi hann vaxandi mengun af völdum brennisteins- oxíða í Evrópu, sem ekki Þyrfti að óttast hér. Hins vegar gæti hér orðið brennisteinsmeng un af völdum eldgosa, og gera mætti ráð fyrir henni t.d. ef reist yrði hér olíuhreinsunarstöð. Væri fróðlegt að athuga, hvort brennisteinsoxíðið fyndist hér nú þegar í mælanlegu magni, þótt ekki væri nema til að fá grund- völl til samanburðar. Páll Theodórsson, eðlisfræð- ingur talaði um geislamengun. Sagði m.a. frá því að fyrstu mælingar á geislavirku úrfelli hér á landi hefðu hafizt árið 1958 og befur þeim verið haldið uppi alla tíð síðan, en reyndar í mis ríkum mæli. Hið geislavirka úr- felli náði hámarki 1963—64, en síðan hefur dregið úr því. Sigurður Pétursson, gerlafræð ingur talaði um gerlamemgun í vatni. Sagði hann að íblöndun iðrasýkla í vatn ætti sér stað með saurindum manna og dýra og stafaði mest hætta af frá- rennsli frá mannabústöðum og gripahúsum, ennfremur safn- haugum og sorpi. útiloka verði algjörlega íblöndun þessara hluta í vatnið, ef það eigi að teljast hæft tíl neyzlu. Megi ganga út frá því að þar sem um sé að ræða mengun af iðra- sýklum, þar hljóti alltaf að finn ast Colígerlar af sauruppruna. Vilhjálmur Lúðvíksson talaði um mengun frá efnaiðnaði. Sagði hann m.a. að efnaiðnaður sá, sem hér á landi hefur risið upp, hefði enn ekki valdið telj- andi mengunarvandamálum, þótt ekki væri gætt mikillar var úðar við reksturinn. Af þeim stóriðnaðargreinum, sem hér kunna að rísa í framtíðinni og stungið befur verið upp á, kvað hann olíuhreinsun og fosfór- bræðslu einna varhugaverðastar með tilliti til mengunarhættu. Frá saltvinnslu og magnesíum- klóriðvinnsíu stafar litil eða eng in mengunarhætta, en við ýms- ar tegundir af málmbræðslum ýmist í tengsium við sjóefna- vinnslu eða sjálfstæðar, þarf að hafa gát vegna hættu á ryk- mengun og klórmengun, sem þó mun tæknilega auðvelt að úti- loka. Sama máli gildi.r um klór- vítissódavÍTinslu. Plastiðnaður og kalsíumkarbítframleiðsla hefur í för með sér nokkur vandamál, sem setja ber sérstak ar reglur um. Þóroddur Th. Sigurðsson, vatnsveitustjóri, talaði um mengun vatnsbóia og öflun neyzluvatns. Ræddi hann helztu mengunarvalda hér og benti á helztu atriði, sem vænleg eru til úrbóta, svo sem raunhæft eftir- lit með gerð og rekstri vatns- veitna, samtök vatnsveitna á fræðilegum grundvelli og þörf fyrir betri menntun þeirra, sem hanna og annast rekstur vatns- veitna. Hjálmar Bárðarson, siglinga- málastjóri, ræddi um olíumeng- un í sjó, reglur þær sem gilda á alþjóðavettvangi og hverju hægt er að spá um hættu á olíumengun hafsvæða á kom- andi áratug miðað við magn af olíuframleiðslu, vinnslu á hafs- botni og aukinn skipastól. Geir Arnesen, efnafræðingur, talaði um efnamengun í sjó. Skýrði hann m.a. frá rannsókn- um, sem þegar hafa farið fram á sjónum við ísland, en það eru eingöngu ákvarðanir Norð- manna á alifatiskum klórkol- vatnsefnum og þar við bætast ákvarðanir íslendinga á DDT í fiski. Taldi hann upp helztu mengunarefnin. Kvikasilfur hef ur nokkra sérstöðu vegna þess hve lág skaðleysismörkin eru, en næsthættulegasti málmurinn Stúlka óskast til afgreiðslustarfa. Kunnátta í ensku og einu Norðurlandamál- anna nauðsynleg. Þýzkukunnátta aeskileg. Þær, sem kynnu að hafa áhuga á starfinu, vinsamlega komi til viðtals milli kl. 10—11 fyrir hádegi mánudag, þriðjudag eða miðvikudag. Upplýsingar ekki gefnar í síma. RAMMAGERÐIN. Hafnarstræti 17. Fittings Rörafittings nýkominn. J. Þorláksson & Norðmann hf. er blý og blýmagnið í yfirborðs vatni sjávarins hefur víða marg faldazt á seinni árum, aðailega vegna tetraethylblýa í bensíni, Síðasti ræðumaður í gær var Ingi ú. Magnússon, sem talaði um mengun frá sorpi og holræa um. Ræddi hann m.a. helztu hreinsunaraðferðir og hreinsun- armöguleika sjávar. í dag heldur ráðstefnan áfram og tala þá Bjarni Helga- son um jarðvegsmengun, Agnar Ingólfsson um áhrif mengunar á villt dýr, Eyþór Einaraaon um áhrif mengunar á plöntur, Þór- hallur Halldórsson um heilbrigð iseftirlit, Guðbrandur Hlíðar um mjólkurvörur og meng- un. Eftir hádegi tala Kjairt- an Jóhannsson um meng- un og atvinnurekstur, Baldur Johnseri um reglugerð um heil- brigðiseftirlit, Þorkell Jóhann- esson um eiturefni og mengun, Jón Ingimarsson um löggjöf og reglur og Steingrímur Her- mannsson um mengun og lífs- gæði. Og að lokum verða al- mennar umræður. — Myrtir Framhald af bls. 1 menn og níu hermenn í þessum og öðrum átökum í borginni í nótt. Hópar óeirðaseggja köst- uðu dýnamitssprengjum og kveiktu í strætisvögnum og bif- reiðum. Sprengjuárásir voru gerðar á þrjár lögreglustöðvar, og hópar manna vörnuðu slökkviliðsmönnum að komast að eldum, sem kveiktir voru víða um borgina. — Noregur Framhald af bls. 1 irvara á. Svo virðisit þó, að al- menningsálitið sé svo andsnúið Borbem, að talið er liklegt að hann muni sækja um lausn frá embæitti. .— SkúlL Norska fréttastofan NTB skýrði frá þvi í dag, laugardag, að norsika ríkisstjómin hefði komið saman til sérstaks dkyndi- fundar kl. 10:15 að norskuim tírna í morgum til þess að ræða mál þetita, sem kallað er ,,lekamálið“ i Noregi. TaJið er að stjómin iriuni sitja á fundum alla helig- ina. Árdegis í dag var ákveðið að kveðja formenn stjórnarflokk- a-nna til fundarins, en taka mun nokkum tíma að ná þeim sam- an til fundar. Þannig er formað- ur Miðiflokksins, John Austr- heim, staddur á Vesturlandi og formaður Hægri flokksins, Káre Wilioch, er heldur ekki staddur í Osló. Svenn Stray, utanrikisráðherra, hæibti í morgun skyndilega ferð sinni um Norður-Noreg ásamt formianni Bvrópuráðsins, Franco Maria Malfatti, og hélit flugleið- is til Osló. Káre Wihoch hefur skýrt NTB svo frá, að hamm sé þeirrar sikoðunar að samstarf borgara- flokkamna fjögurra eigi að haida áfram i ríkisstjóm, og að þetta samstarf sé ekki einstaklings- bundið. Þá var í morgun haídinn fund- ur í miðstjóm Verkamamna- flokksins og stjóm þingflokks hans, og þar samþýkkt áskorun á ríkisistjómina um að siegja þeg- ar af sér. Kvaðst fundurinn líta svo á, að stjóm Bortens geti ekki staðið vörð um hagsmuni lands- ins á viðumandi hátt. Núverandi kreppuástand hafi skapazt vegna þeas, að forsætisráðlherrann hefði veitt óviðkomandi aðilum upplýsingar um trúnaðcLrmái, en hér sé raiuniar aðeins um að ræða staðfestingu á þvi, hve skiptar skoðanir séu innan rikisstjómax- innar, og hafi það sýnt sig á flieiri en einium vefctvangi, segir i yfirlýsingu Verkamannaflokka- ins. Þá er í yfirlýsingunini bemt á, að mál þetta verði allt til þe«s að sfcaða hagsmuni Noregs er- liendis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.