Morgunblaðið - 10.03.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.03.1971, Blaðsíða 16
16 MQRGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1971 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Rilstjórar Matthías Johannessen. Eyjóifur Konráð Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100 Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 196,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 12,00 kr. eintakið. STJÓRNARKREPPAN í NOREGI Ctjórnarkreppan í Noregi ^ hefur vakið mikla athygli víða um lönd, að sjálfsögðu aðallega á Norðurlöndum, en einnig í öðrum Evrópuríkjum og vestan hafs. Skoðanir eru mjög skiptar um þær ástæð- ur, sem leitt hafa til þess, að Per Borten, forsætisráðherra, varð að segja af sér og um skeið var útlit fyrir, • að Verkamannaflokkurinn mundi mynda minnihluta- stjórn. Hið þekkta bandaríska blað, New York Tim- es, lítur á þá atburði, sem að undanfömu hafa gerzt í Noregi, sem vitnisburð um styrk hins norska lýðræðis. Aðrir em á allt annarri skoð- un. Hin opinbera ástæða fyrir því, að samstarfsflokkar Mið- flokksins í norsku ríkisstjórn- inni kröfðust þess, ásamt stjómarand.stöðunni og að því er virðist flestum dagblöðum í Noregi, að Borten segði af sér eru upplýsingar, sem Borten gaf forystumanni hreyfingar, sem stofnuð hefur verið tii þess að berjast gegn aðild Noregs að Efnahags- bandalagi Evrópu. Talið hefur verið, að þessar upplýsingar hafi með einum eða öðrum hætti borizt Dagblaðinu í Osló og liggi til grundvallar grein, sem í blaðinu birtist um þessi mál. Þegar efni greinar þessarar er skoðað kemur í Ijós, að í henni er ekkert, sem skaðað getur Noreg út á við eða veikt samningsáðstöðu Noregs í viðræðunum í EBE. Þess vegna eiga margir ákaflega bágt með að trúa því, að þessi grein hafi orðið til þess að af- sagnar Bortens var krafizt. *Borten hefur sjálfur viður- kennt að hann hafi gefið of- angreindum aðila upplýsing- ar úr skýrslu, sem talin var trúnaðarskýrsla. Það, sem máli hlýtur þó að skipta í því sambandi, er ekki hvort plaggið var merkt trúnaðar- skýrsla, heldur hitt, hvort efni þessarar skýrslu gat skaðað Noreg út á við eða í samningaviðræðunum við EBE, ef það var gert opin- bert. Því hefur hvergi verið haldið fram, að svo hafi ver- ,ið. Öll rök hníga að því, að ástæðan fyrir falli Bortens sé allt önnur og mun meiri ágreiningur hafi ríkt innan stjórnar borgaraflokkanna, en vitað hefur verið um til þessa. Líklegra er, að tvíræð afstaða Bortens til aðildar Noregs að EBE hafi átt mest- an þátt í því, að afsagnar hans var krafizt ásamt öðrum ágreiningsefnum, sem upp hafa komið milli hans og samstarfsmanna hans í norsku ríkisstjórninni. Þegar þetta er haft í huga gefur það heldur leiðinlega mynd af norskri stjórnmálabaráttu, að þetta sérstaka tilefni skyldi notað til þess að hrekja Per Borten frá völd- um. Og draga verður í efa þær fullyrðingar hins banda- ríska blaðs, að sú atburðarás, sem leiddi til afsagnar Bort- ens, sé til marks um styrk norsks lýðræðis. Bersýnilegt er, að mjög hörð átök munu fara fram í Noregi um aðild landsins að EBE. Áhrifamiklir hags- munahópar munu berjast hart gegn þeirri aðild, nema sérstaklega hagkvæmir samn- ingar takist við Efnahags- bandalagið. Fiskimálastefna EBE veldur t.d. verulegum áhyggjum í Noregi, en hún gerir m.a. ráð fyrir þvi, að aðildarríkin megi veiða inn- an fiskveiðilögsögu hvers annars. Þó hefur það sjónar- mið komið fram hjá Efna- hagsbandalaginu, að það sé til viðræðu um breytingar eða frávik frá þessari fiski- málastefnu. Einnig má búast við, að norskur landbúnaður telji nærri sér höggvið með aðild að EBE. Gera má ráð fyrir, að and- staðan í Danmörku verði ekki eins hörð og í Noregi. Danir eiga svo augljósra hagsmuna að gæta að verða aðilar að EBE, að þeir hafa jafnvel haft við orð að semja sérstaklega við Efnahags- bandalagið, hvað sem aðild Breta líði. Þar til í gærkvöldi benti allt til þess, að ný ríkisstjórn borgaraflokkanna yrði mynd uð í Noregi undir forsæti Bondevik, sem verið hefur menntamála- og kirkjumála- ráðherra. Nú hefur sú tilraun farið út um þúfur og Bratt- eli verið falin stjómar- myndun. Hvað sem líður stjórnarskiptum í Noregi munu tengsl íslands og Noregs verða jafn traust og áður. Per Borten reyndist traustur vinur íslands, sem forsætisráðherra Noregs síð- ustu árin og kom það m.a. í ljós í sambandi við samn- ingaviðræður okkar við EFTA og við stofnun Norr- æna Iðnþróunarsjóðsíns. At- burðir síðustu vikna í norsk- um stjórnmálum eiga vafa- laust eftir að verða mönnum umræðuefni og íhugunarefni. En hvað sem um það er að segja er ljóst, að Borten hefur komizt frá þessari stjórnar- kreppu með virðingu sína óskerta. IHHHIISSPJflll nD*^ EFTIR ÁRNA JOHNSEN „Svo mikils virði var sú ást ÞANN 18. marz verður frumsýnt leik- ritið Svartfugl í Þjóðleikhúsinu, en leikritið gerði Örnólfur Árnason um Svartfugl, skáldsögu Gunnars Gunnars- sonar, sem hann samdi um þá ótta- legu sorgarsögu Bjarna Bjarnasonar frá Sjöundá á Rauðasandi og Steinunn- ar Sveinsdóttur, en bæði voru dæmd til dauða árið 1802. Benedikt Árnason er leikstjóri Svart- fugls og ræddum við stuttlega við hann og Örnólf Árnason um uppsetningu verksins, svo og Hrafn Gunnlaugsson sem semur ritgerð um verkið fyrir skóla þann í Svíþjóð, sem hann stund- ar nám við í leikhúsfræðum. Benedikt sagði að þeir reyndu að halda því lausu eins og hægt væri í verkinu hvort þau Bjarni og Steinunn hefðu verið sek eða ekki og byggðist það á Svartfugli Gunnars. „Stundum trúi ég Bjama og stundum ekki,“ segir séra Eyjólfur í Svartfugli og þar er kominn þráður leikhúsverksins. Benedikt benti á að aðeins einn mað- ur hefði vitað hvort hann drap Jón Þorgrímsson, eða ekki, og það var Bjarni sjálfur. Benedikt sagði að þeir legðu áherzlu á efann í réttlæti dóma, hvort sem þeir væru frá löglærðum eða hinir mórölsku dómar almenningsálitsins eða lögum Guðs, sem væru ef til vill á eins misjöfnum grundvel'li og menn- irnir væru margir. Leikritið kvað Örnólfur vera byggt á þeirri spennu, sem ríkir í Svartfugli Gunnars. ,,í hverju er sekt almennt fólgin og hversu mikil er sektin ann- arra?“ spurði hann. Tók hann fram að ekki bæri að líta á verkið endilega, sem einangrað tilfelli, heldur gæti hver og einn reynt að sjá það í því sem hann þekkir í samskiptum manna á milli. Kvað hann leikritið ekki tíma- bundið þó að sagan væri samin um óttalega sorgaratburði sem hafi ef til vill orðið vegna þeirra laga sem giltu á íslandi þeirra tíma. Benti hann t.d. á að ef til vil hefði þetta mál aldrei fengið vængi ef hjónaskilnaðir hefðu verið leyfðir á þessum tíma. Benedikt skaut því að, að auðvitað gæti opinberun slíkra mála sært ein- hverja, sem ef tii viíll væru fjarskyldir persónum úr upphafi þessa máls, en þó taldi hann enga ástæðu til þess. „Hvað má þá taka og hvað ekki í við- kvæmum málum?“ spurði hann, „sem orðin eru söguleg.“ Örnólfur sagði að spennan væri lát- in haldast þar, sem stangast á hjá séra Eyjólfi í því efni hvort hann á að bjarga þeim Bjarna og Steinunni frá höggstokknum, en ekki helvíti eða hvort hann á að bjarga þeim frá eilífri útskúfun og leiða þau á höggstokkinn. En hann er aldrei viss um hvort hann hafi gert rétt eða rangt. Með því að láta söguna fara í gegn um séra Eyjólf eins og Gunnar gerir, sögðu þeir félagar, verkið miklu að- gengilegra fyrir leiksvið. Sagðist Öm- ólfur hafa lagt áherzlu á að hafa ekki svipmyndasögu, engan þul, heldur reynt að gera þetta samfellt leikrit, þar sem gengið væri úr einni leik- myndinni í aðra. Sagði hainn að hug- myndin að þessu leikriti úr Svartfugli hefði orðið til milli þeirra Benedikts og þegar Örnólfur hafði skrifað frum- drög að leikritinu fóru þeir báðir til Gunnars og gaf hann þeim frjálsar hendur í leikritsgerðinni út frá sínum Svartfugli. Leikritið er í 25 leikmymdum og heldur þræðinum úr sögunni. Leik- myndin er alltaf ein heild þó að not- aðir séu einstakir leikmyndahlutar. „Þetta byggist á því að spennan Benedikt Árnason Hrafn Gunnlaugsson haldist," sagði Benedikt, „örvæntingar- spennan í áþreifanlegum og hugsuðum mannablótum.“ Þó sagði hann að það hræðilega, sem um væri að ræða í þessu verki kæmi aðeins fram á svið- inu í innhverfri baráttu persónanna. Benti hann á að það væri ekki verið að lesa upp söguna Svartíugl, heldur leika leikritið Svartfugl. Hrafn Gunnlaugsson hefur undanfar- in 2 ár stundað nám í leikhúsfræðum við Leikhús- og kvikmyndafræðideild- ina í Stokkhólmi. Um síðustu áramót fékk hann leyfi til þess að skrifa próf- ritgerð um uppsetningu þessa verks og sagði hann sitt verk vera að skrifa allt sem hann gæti um söguna, verkið, möguleikana sem hann teldi á verkinu fyrir leiksvið og á grundvelli þessa er hann Benedikt til aðstoðar um leið og hann er hjá honum í læri, sem aðstoð- arleikstjóri. Betri kennslu sagðist hann naumast hafa getað hugsað sér. Svartfugl verður fyrsta leikritið sera gert er upp úr verkum Gunnars Gunn- arssonar. Svartfugl, sagan um þá miklu ást mannkindarinnar, sem virð- ist vera svo mikils virði að hún má kosta lífið. Wú%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%rö%}+h

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.