Morgunblaðið - 19.03.1971, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.03.1971, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1971 . . 40 . . illa við mig. Það mætti kalla hann snobb, hræsnara eða nirf- il og hverju öðru nafni sem er, og það gera líka flestir i Lyden bridge. En hinu er ekki hægt að neita að hann hefur alltaf ver- ið almennilegur við Joyce, og upp á síðkastið hefur hann meira að segja hjálpað eitthvað upp á gamla manninn. Vitanlega hefur hann einhvern aukatil- gang með því — það vita allir — en svona er það nú samt. — Tilgangurinn er kannski sá að fá að byggja sér hús i mó- anum, gat Jimmy sér til. — Já, það gæti meir en verið. En hann ætlar sér sennilega eitt hvað ennþá meira. Hann hefur í hyggju að tengjast Glapthorne- ættinni með því að gifta Joyce þessum kiðfætta syni sínum. Ég býst nú ekki við, að hann líti neitt upp til Blackbrookættar- innar, en Joyce er hins vegar Glapthorne í móðurætt. Þetta er í hans eigin augum stórsniðug hugmynd, en hann veit bara. að brauó í bakstur Kvöldvaka að BORC Kvöldvaka verður að Borg laugardaginn 20. marz kl. 21,30. DAGSKRÁ: 1. Björn Þorsteinsson sagnfr. sýnir litmyndir frá Grænlandi. 2. Arnesingakórinn syngur. Þuriður Pálsdóttir stjórnar. 3. Verðlaunagetraun — fyrri hluti. 5 efstu menn komast í úrslitakeppnina á kvöldvöku 30. april. Verðlaun: GRÆNLANDS- EÐA FÆREYJA- FERÐ FYRIR 2. 4. Dans. FÉLAGSHEIMILIÐ BORG. Hafnarfjörður - C arða- hreppur - nágrenni Byggingavöruverzlun Bjöms Ólafssonar auglýsir. Vorum að taka upp glæsilegt úrval af Leylandveggfóðri, ótrúlega lágt verð. Venjulegt 175 kr. rúllan — 35 kr. ferm. Þvottekta 275 kr rúllan — 55 kr. ferm. Ath. Opið frá kl. 7. — Opið í hádeginu. BYGGINGAVÖRUVERZLUN BJÖRNS ÓLAFSSONAR Reykjavíkurvegi 68, sími 52575. úr því getur ekkert orðið, ef ég hef eitthvað til málanna að leggja. Og þetta er ein ástæðan af mörgum til þess, að honum er lítið um mig gefið. — Mér skilst af því sem þér segið, að yður sé ekki neitt illa við Woodspring persónulega? — Illa við hann? Ekki nokkra vitund. Ég dáist að honum og ég vona, að ég sé honum sæmilega þakklátur fyrir það, sem hann hefur vel gert. Hann er útfar- inn í sinni grein og það er eng- inn vafi á því, að honum hefur græðzt vel fé á þvi að kaupa og selja bækur. Hvort hann hef- ur gefið rétt verð fyrir Farning- cotebækurnar þegar hann keypti þær, skal ég ekkert um segja, en mér er nær að halda, að það hafi hann gert. Vitan lega mundi hann pretta alla venjulega dauðlega, en hann hef ur alltaf talið Glapthorneættina sérstaka höfðingja. — Já, það skildist mér lika á þvi sem hann talaði um hana, að mér áheyrandi. En nú erum við komnir nokkuð langt frá fráfalli bróður yðar. En málið stendur þannig, að við erum sannfærðir um það, hvernig morðinu var komið í kring, en vitum bara ekki, hver gerði það. Við höfum enga bendingu um það, hver sendi bróður yðar þessi skot. Og sem verra er: Við getum engan skynsamlegan til- gang fundið með glæpnum. — Og samt vitið þið um rifr- ildið hjá Caleb og Chudley, sagði Benjamín. — Já, við höfum heyrt sitt- hvað um það. En það er bara ýmislegt sem gerir það að verk- um, að Chudley fellur ekki inn í hlutverkið. Fyrst og fremst virðist hann hvorki hafa kunn- áttu né vit til þess að koma þessu svona slynglega í kring. — Já, það er auðvitað þungt á metunum, sagði Benjamín. — Chudley er gjörsamlega ómenmt aður. Ég er ekki einu sinni viss um, að hann sé læs og skrifandi. Að minnsta kosti veit ég, að það er konan, sem hefur allt reiknishald á hendi. Hún er fullgreind, konan sú, get ég fullvissað yður um. — Hvernig kom henni saman við bróður yðar? spurði Jimmy. — Hataði hann eins og pest- ina, svaraði Benjamin taf- arlaust. — Þó held ég ekki, að henni hafi fallið það neitt ilia þó að hann berði manninn hennar í kássu Kannski finnst henni Chudley ekki hafa nema gott af dálítilli barsmíð öðru hverju. Em hún fékk það á heilann, að Caleb væri að reyna að draga þessa myndarlegu dóttur henn- ar á tálar. Og kannski hefði henni ekki fallið það neitt illa ef maðurinn hefði átt nóga peninga til að borga þessa skemmtun sína. — Stúlkan segir sjálf, að það hafi ekkert verið milli þeirra Calebs. — Nei, líklega hefur það ekki verið. Caleb var ekki þannig maður. En hiít er liklegt, að brauð ADAm fermíngarföt — I.æki)irinn saerði. að éa: vrði :ið nofa við opinn glugga! hánm hafi eitthvað verið að dingla við hana, bara til þess að stríða foreldrum hennar. Hann hafði gaman af að stríða fólki þangað til það sleppti sér og þá var hann fljótur að sleppa sér sjálfur. . . Það er nú ekki fallegt að tala svona um hann þegar hann er dauður, en ef ég ekki segi yður sann- leikanm, þá heyrið þér hann bara annars staðar. — Já, ég verð að vita sann- leikann, ef ég á að komast að því, hver myrti hann, svaraði Jimmy. — En að Chudley frá- gengnum, getið þér þá bent 4 einhvern annan, sem var illa við hann? Benjamín yppti öxlum. — Góði maður, ég yrði nú lengur að finna einhvern, sem ekki var ilia við hann. Hann var jafn andstyggilegur við alla, hvort sem það nú var gamli maður- inn eða einhver ókunnugur, sem hamn hitti á fömum vegi. Og allir — ég sjálfur meðtalinn — forðuðumst hann beinlínis þess vegna. — Hvenær hittuð þér hann síðast? spurði Jimmy. — Ég hef ekki hitt Caleb né gamla manninn mánuðum saman. Benjamín tók upp alm- anak á borðinu og leit í það. — Síðast þegar við vorum í London, komum við 24. mai og sigldum aftur 5. júní. 1 það skiptið fór ég ekki til Farning- cote. En hins vegar næst á und- an — það var snemma í febr- úar. Og þá gisti ég ekki í Klaustrinu, heldur í Drekanum i Lydenbridge. Ég býst ekki við, að ég hafi hitt Caleb leng- ur en nokkra klukkutíma, en það var samt nógu lengi til þess að við fórum að rífast. — Og út af hverju? spurði Jimmy. — Það voru fjármálaástæður i þetta sinn, sagði Benjamín. — Þegar móðir mín dó, lét hún eftir sig eighir, sem áttu að standa á vöxtum og svo þeg- ar ég væri orðinn myndugur átti ég að kaupa mér lífeyri. Það var gert og þessi lífeyrir nam um það bil hundrað pund- um á ári. Ég hef aldrei snert eyri af því heldur látið leggja það inn á reikning gamla manns ins. Þetta hefur verið, ef svo mætti kalla, mitt tillag til fjöl- skyldunnar. — Nú, síðast þegar við hitt- umst vék Caleb einmitt að þessu atriði. Hann sagði, að ég gæti ekki ætlazt til, að hann fyrir steik AKRA á brauð Hriítiirinn, 21. marz — 19. apríl. Reyndu að brydda upp á einhverju nýju, og þá er réttast að hafa breytingartillögur á takteinum, ef illa tekst. Naufcið, 20. apríl — 20. maí. I.íklega býr eitthvað undir ef þér gefast einhver tækifæri á næstunni. Tviburarnir, 21. inaí — 20. júni. Rétt er, að þú látir athuga þig og heilsufarið á næstunni. Fag- menn og góðir iæknar gcta firrt þig miklum erfiðleikum. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Unga fólkið veldur dálítiili ringulreið með tiltækjum sínum. Ljónið, 23. júií — 22. ágúst. Fyrsta skilyrðið í viðskiptum er, að einhver fái að ráða. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Réttast er að fá þeim, sem vinna með þér sem beztar upplýs- ingar. V7ogin, 23. septeniber — 22. október. Gæðamatið má aldrei gleymast, er þú festir kaup á hlutum. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóveniber. Þér líkar lofið vel, og því er ekki annað að gera en að spjara sig og vinna, þótt freistingarnar séti margar. Bog:inaðurinn, 22. nóvember — 21. deseniber. Það er alJt í lagi að vera ákvcðinn og frekur, þegar hagsmunir eru annars vegar. Steingpitin, 22. desember — 19. janúar. Reyndu að vinna að þeim verkum, sem heppilegust eru, hin verða að bíða betri tíma. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Þér heppnast núna að sameina nieiri krafta og betri stjórn. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. Þú hefur meira gagn af því að treysta á sjálfan þig en raus allra kerlinga heimsins. Það er margs að gæta. i___Zj

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.