Morgunblaðið - 04.05.1971, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.05.1971, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MAl 1971 11 Úrskurður ráðuneytis vegna samþykkt- ar bæjarstjórnar Seyðisfjarðar BÆJARSTÓRINN á Seyðisfirðd, Guðmuiiidur Karl Jórasson, hefur óslkað eftir því við Morgun- blaðið að eftirfaraindi úrskurður félagsmálaráðuneytisLnts verði birtur vegna greinar í blaðinu 11. marz sl. varðandi lögmæti samþykktar sem gerð var á bæjarstjómarfundi á Seyðis- firði 8. og 9. marz sl. Fer úr- skurður félagsmálaráðuneytisins hér á eftiir: Með bréfi, dags. 19. í.m., ósk- uðuð þér, herra bæjarstjóri, eftir úrskurði ráðuneytisins um eftir- talin atriði sem fram koma í með sendu emdurriti af fundar- gerðum bæjarstjómiarininar á Seyðisfirði af fundum, sem haldnir voru 8. og 9. f.m.: „1. Er hafnarsjóði heimilt að bera kostniað af fræðslumálum bæjarsjóðs?" „2. Eftirfarandi tillaga var samþykkt af bæjarstjóm. „Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjóm, að ónotað fé áætlað til framkvæmda og bók- fært er sem viðskiptaskuld hjá bænum verði fellt niður.“ Hér er um að ræða fjárhæð, sem safnazt hefur saman undan- farin ár og bókfærð er eigna- tnegin á efnahagsreikningi bæj- arsjóðs, skuldamegin á efnahags- xeikningi er sama fjárhæð skuld- færð undir liðtnum „Ýmsir skuldheimtumenm". Á reikning- um bæjarsjóðs 1969 eru tveir undirliðir, sem ekki eiga þar heima, en það er félagsheimilið Herðubreið og Húsmæðraskol- imn á Hallormisstað. Fé þetta var búið að greiða viðkomandi stofn- unum, áður en samþykkt þessi var gerð (greiðsluform: víxlar og/eða peningar). Þar sem fjár- hagsáætlun sveitarfélaga er ekki fpnmbundin að lögum taldi meirihluti bæjarstjómar rétt- ara að taka allar framkvæmdir inm í fjárhagsáætlum 1971 heldur en að vinma jafnframt eftir fjár- hagsáætlunum 1970, 1969 og eldri ára.“ Vaxðandi fyrri fyrirspumina vill ráðuneytið tafca fram, að samkvæmt gildandi lögum og reglugerð um Seyðisfjarðarhöfn þá er óheimilt að verja tekjum og eignum hafnansjóðs til fræðslumála s. s. til að standa straum af starfrækslu vélstjóra- náinskeiðs, eirus og hér er um að ræða. HVað viðvíkur síðara atriðinu Vill ráðuneytið vekja athygli á, að samkvæmt 46. sbr. 45. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 58/1961 er fjárhagsáætlun áætlun, er sveitarstjóm gerir um tekjur og gjöld sveitarfélagsins næsta reikningsár (almanaksár). Þeg- ar það er á enda, fellur fjárhags- áætlun fyrir það tímabil jafn- framt úr gildi og ný tefcur við. Því getur ekki verið um að ræða, eftir að fjárhagsáætlun 1971 hefur löglega verið samþykfct „að vinma jafnframt eftir fjár- hagsáætlunum 1970, 1969 og eldri ára“. Ráðuneytið telur samþyfckt tillögu þeirrar, sem greint er frá undir þessum lið „að ónotað fé áætlað til framkvæmda og bók- fært er sem viðskiptaskuld hjá bænum verði fellt niður" á engam hátt brjóta í bág við ákvæði sveitarstjórnarlaga og hefur enga athugasemd við hana að gera. Þetta tilkynnist yður hér með. F.h.r. Hallgrímur Dalberg. Ohf ! Bszta auglýsingablaöiö 0! Afgreiöslustúlka Afgreiðslustúlka óskast í eina af elztu tizkuverzlunum borgarinnar. Aldur ekki yngri en 25 ára. Söluhæfileikar, snyrtimennska, starfsreynsla æskrleg. Tilboö merkt: „Tízka 6487" sendist afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir miðvikudagskvöld. Skrifstofustúlka Stúlka með próf frá Verzlunarskóla eða Kvennaskólanum í Reykjavík, óskast til starfa á skrifstofu hjá stóru iðnfyrirtæki í Reykjavík frá 1. júli næstkomandi. Umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist af- greiðslu blaðsins fyrir miðvikudagskvöld, 5. mai, merkt: „Iðn- fyrirtæki — 7444”. 3jo til 4ra herbergja íbúð óskast sem fyrst. Fátt i heimili. Fyrirframgreiðsla, ef óskað er. Upplýsingar í síma 19487 eða 31314. Námskeið í vélritun Námskeið i vélritun hefjast 6. maí, bæði fyrir byrjendur og þá, sem vilja læra bréfauppsetningar. Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar. Innritun og upplýsingar í sima 21719 og 41311. VÉLRITUN — FJÖLRITUN Þórunn H. Felixdóttir, Grandagarði 7, sími 21719. r Hóptrygging s er ódýrari! Vaxandi áhugi er fyrir því, að samstarfsfólk, lífeyrissjóðir eða félög standi sameiginlega áð HÓPTRYGGINGUM. Með því móti verða iðgjöld verulega lægri og fullvissa er um, að allir eru tryggðir. Samskot vegna fráfalls eða veikinda vinnufélaga ættu að vera óþörf, ef HÓPTRYGGING er fyrir hendi. Við höfum nú á boðstólum mjög fullkomna HÓPLÍF- SJÚKRA- og SLYSATRYGGINGU, sem kemur í veg fyrir tekjumissi vegna sjúkdóma eða slysa, og greiðir dagpen- inga í allt að þrjú ár. Ennfremur greiðir tryggingin örorku- bætur og dánarbætur við fráfall fyrirvinnu og einhleypinga. Nokkur fyrirtæki hafa farið inn á þá braut að greiða hluta af hóptryggingariðgjaldi og öðlast með því aukið traust og velvilja starfsfóiksins. Tryggingafulltrúar okkar eru ætíð reiðubúnir að mæta á fundum með þeim, sem áhuga hafa á HÓPTRYGGINGUM og gera tilboð, án nokk- urra skuldbindinga. LÍFTRYGGINGAFÉLAGIÐ ANDVAKA SAMVINNUTRYGGINGAR ÁRMÚLA 3 SÍMI 38500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.