Morgunblaðið - 04.05.1971, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.05.1971, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MAl 1971 Andstaða við sambandsríkið — olli falli Aly Sabrys Klossarnir á götunni voru fyrir afturhjólum slökkviliðsbifreiðarinnar ob: fór hún yfir þá, en eins og sjá niá á myndinni fór bifreiðin yfir (íanjfstéttiiia á Rrindverkið og stöðvaðist á iuisinu Þverholt 11, eins og sést á inyndinni. — L,jösm. Mbl., Sv. Þorm. BROTTVIKNING Aiy Sabrys, helzta vinstri sinnans innan egypzku stjórnarinnar, úr emb- ætti varaforseta er almennt talin eiga rót sína að rekja til andsíöðu hans \ið hugmyndina um sambandsriki milli Egypta- lands, Libýu og Sýrlands. Var Sabry vikið úr embætti tveimur dögum áður en Rogers, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna var væntanlegur til Kairo til við- ræðna við Anvvar Sadat forseta um deilur Araba og Israela. Orðrómur hafði v.erið á kreiki í Kairo í marga daga um ágrein- ing milli Sadats og Sabrys. Var sagt, að varafórsetinn hefði and- irvælt því, að Sadat undirritaði samninginn milli Egyptalands, Sýrlands og Libýu í síðustu viku í stað þess að biða eftir því, að stjórnin í heild gæti tekið ákvörðun um málið. Þegai' Sadat tók við völdum við fráfall Nassers sl. haust, gaf hann til kynna, að hanm myndi stjórna landinu i nánu samiráði við nánustu samstarfsmenm sina. Stjórnarskrá Egyptalands veitir forsetanum engu að síður fullt umboð til þess að víikja varaforsetanum frá, ef honum sýnist svo. Sabry var í mjög nánum tengslum við Sovétrikim og hafði farið margar heimsóknir til Moskvu, í síðasta sinn í desem- ber sl. í því skyni að útvega Egyptum meiiri vopn. Ekki var þó endilega talið að þessi tengsl Sabrys við Sovétríkin ættu neinn þátt í falli hans nú. Sabry er fimmtugur að aldri. Hann var annar tveggja vara- forseta, sem titoefncir voru eftir fráfall Nassers og brott- viikning Sabrys nú veidur því, að hton varaforsetinm, Hussein A1 Shafri, verður nú næsitur á eftir Sadat forseta að völdum. Sabir var einmig varaforseti um skeið í forsetatíð Nassers, en sá síðarnefndi vék honum frá, er hairnr endurskipulagði stjórn sína í marz 1908. Sabry var eininig í hóp: þeirra liðsforimgja, sem skipulögðu og framkvæmdu undir stjórn Nassers byltinguna 1952, er konunginum var steypt af stóli. UNDRUN í ÍSRAEL ísraelslka stjórnin hafði ekki látið neitt frá sér fara varðandi brottvikningu Sabrys í dag, en talið var, að í Jerúsialem hefði brottvikningin vakið talsverða undrun. Stjórn ísraels kom sam- an til fundar á sumnudag til þess að undirbúa heimsókn Rogers, utanríkisráðherra Bandaríkj- anina til ísraels en þangað kem- ur hann á miðvikudag og er íarael síðasti áfangi hans á ferðalagi hans til Miðaustur- landa nú. ROGERS VEL TEKID í AMMAN Rogers utanríkisráðherra átti í dag fund með Hussein Jórd- aní'ukon’ungi í Ammam, höfuð- borg landsms. Ók konungurinm sjálfur bifreið þeirra, er þeir fóru í skoðunarferð um borg- ina. Bkki sáust þar nein mer'ki um mótmælaaðgerðir gegn Bandaríkjunum. Var þetta mjög á annan veg, en þegar Joseph Sisco, aðstoðarutamiríkisráðherra, hugðist koma til Amman fyrir um einu ári og leiddi ti! þess að hann hætti við ferð síma þangað. Eftir heimsókn stoa til Jórd- aniu hugðist Rogers fara flug- leiðis til BeirJt höfuðborgar Líbanons. - 6000 Framhaid af bls. 1 á göturnar, báru bíla, sem lagt hafði verið/ út á strætin, veltu um öskutunnum og kveiktu í innihaldi þeirra og rifu upp grjót úr vegabrúnum til þess að kasta að bílum, sem óku fram- hjá. Kveikt var i hlassi vöru- bíls, sem kom akandi hlaðinn pappír. Lögreglan snerist gegn upp- þotsmönnum með kylfum og táragasi og fylltust famgélsi borg artomar fljótt. Fyrir utan um- ferðartafir á nokkrum stöðum, hélt umferð áfram með nær eðli- legum hætti í flestum borgar- hlutum, 2000 manna lið úr flota og landher gættu fjögurra helztu brúnna, sem tengja Virginíu við Washington. FÉLAGSSTARF Sjálfstæðis- kvennafélagsins Eyglóar í Vest- mannaeyjum hefur verið allgott á þessu ári og hafa margar kon ur gengið í félagið. Konurnar hafa haldið marga fundi um ein stök sérmál kvenna og almenn bæjarmál. Þá hafa konurnar sýnt mikinn áhuga á því að bæta aðstöðu eldra fólks í Eyj um og í því efni m.a. skorað á bæjarstjórn Vestmannaeyja að hlutast til um, að komið verði á fót sérstakri vinnuaðstöðu fyr ir aldrað fólk, sem vill og get- — 4 slasast Framliald af bls. 28. undir bifreiðinni fengu að fara heim að lokinni rannsókn á slysadeild Borgarspítalans, en tveir voru lagðir inn á spítalann eins og fyrr getur. Strax og sRökkvili ð.sb i f re iðin hafði sitöðvazt, köliliuðu slöikkvi- liðsimennirnir á s j úkratoifreiðir frá slökkviliðtou, sem sendi um hasfl 3 sjúkrabifreiðir og silökkvi- liðsbifreið. Ástæðan fyrir þessu slysi er sú saimfcvæmt þetrri i'annsökn ®eim liggur fyrir, að þegar stilia áJttd yfir á vaitmsdæJúkerfi bif- i'eiðarinnar hefur biHum orðið í stjórnkemfimu og vir sem áitti að færa á milli driís og dæJukerfis hefur sflitmað. Fór bilflinn því ekki úr drifi og þegár bensín- gjöf var aukin fór bifreiðin af stað í 3. gír, em stillltog á vatns- dæíiukerfi er í 3.—6. gír. :— Skömmu áður en óhappið á'bti ur unnið létta vinnu t.d. ein- hvern hluta dagsins. Þá hafa þær einnig bent á að æskilegt sé að koma upp aðstöðu fyrir aldrað fólk þar sem það getur komið saman annað slagið til skemmtunar og félagslegra starfa. Fyrir skömmu bauð Sjálf- stæðiskvennafélagið Eygló öldr uðu fólki í skemmtiferð um Heimaey og fóru rúmlega 60 manns í ferðina, sem tókst mjög vel og lauk með kaffisamsæti. sér stað hafði einn slölíkviliðs- mannanna orðið var við ein- hverja hreyfingu á biifreiðimmd. Fór hann þvi imn i hana og gætti að, em afUit virtist þá vera eðli- legt. Þrátt fyi’ir þessa biton hreyfð- ist bifreiðim ekki S'trax vegma þess að hún var í 3. gir og bens- togjöfim var mjög lítil, en þegar húm var aukin fór bíllirin af AÐALFUNDUR Mjólkursamsöl- unnar í Reykjavík var haldinn mánudaginn 26. apríl sl. Á fund- inn mættu allir fulltrúar, sem rétt eiga á fundarsetu, 16 að tölu, 9 frá Mjólkurbúi Flóamanna, 2 frá Mjólkursamlagi Kjalarnes- þings, 3 frá Mjólkursamlagi Kaupfélags Borgfirðinga, 1 frá Mjólkursamlaginu í Búðardal og 1 frá Mjólkursamlaginu i Grund- arfirði auk stjórnar og for- stjóra. Sölusvæði Mjólkursamsölunn- ar nær frá Lómagnúpi að Giis- firði og á þessu svæði er fram- leiddur um helmingur af þeirri mjólk, sem kemur til sölumeð- ferðar í landinu. Formaður Mjólkursamsölunn- ar, Ágúst Þorvaldsson, flutti fundinum skýrslu stjórnar og Stefán Björnsson forstjóri skýrði reikninga fyrirtækisins og gerði grein fyrir starfsemi þess á ár- inu. Innvegið mjólkurmagn á öllu svæðinu var rúml. 51 millj. lítra og hafði aukizt um 5,65% frá árinu 1969. Tæplega 65% mjólk- urinnar seldust sem neyzlu- mjólk. Hitt fór í vinnslu. Sala neyzlumjólkur fór fram i 136 búðum alls. Þar af rak samsal- an 74 mjólkurbúðir, en aðrir að- ilar önnuðust sölu I 62 búðum. Heildarsala fyrirtækisins var rúml. 900 millj. á árinu og starfs- menn í árslok 416. Fullnaðarverð til bænda reynd ist kr. 13,65 pr. ltr. og er það liðlega verðlagsgrundvallarverð. Ýmis framleiðslu- og félagsmál Annir hjá lögreglu TALSVERÐ önn var hjá rann- sóknarlögreglunni um helgina. Handteknir voru 3 hópar ungl- inga 14 og 15 ára, sem brotizt höfðu inn í Leikfangaland, Mýrar úð við Mánagötu og á fleiri staði. Höfðu unglingarnir stolið pening um, leikföngum og vindlingum, en þau munu hafa skilað þýfinu við handtöku. Eftir handtöku tveggja fyrstu hópanna fylltist upptökuheimili ríkisins i Kópavogi og varð því að sleppa þriðja hópnum heim. Þá má geta þess að brotizt var inn í bílaþvottastöðina Blika —- þar var rótað, en engin verðmæti fundust. stað þrátt fyrir það að klossar voru fyrir báðum aPturhjól'um. Sýnir þetta silys hve haittu- logt það getur verið fyrir fóllk að hópast að þeur sem siökkvi- liðið og lögregla eru að starfi. Rannsöknarlögrelan biður þá sem urðu viitni að þesswfn at- burði og hún hefur ekki þegar haift samband við að gefa sig fram. voru rædd á fundinum. Má þar m.a. nefna starfrækslu fullkom- innar rannsóknastofu, sem nú nýtur í fyrsta sinn nokkurs rík- isstyrks til júgurbólgurann- sókna, enda veitir hún þjónustu út fyrir sölusvæði Mjólkursam- sölunnar. Hlutverk rannsóknarstofunnar er fyrst og fremst að fylgjast með heilbrigði mjólkurkúa, gæð- um mjólkurinnar sem fram- leiðsluvöru og gæðum vinnslu- varanna. Á þessi starfsemi að tryggja neytendum fyrsta flokks neyzluvöru með eðlilegt geymslu þol og vera bændum til aðstoð- ar, ef sjúkdómar koma upp í mjólkurkúm. Úr stjórn Mjólkursamsölunnar áttu að ganga Ágúst Þorvalds- son og Einar Ólafsson og voru þeir báðir endurkjörnir. Aðrir í stjórn eru Sigurður Snorrason, Oddur Andrésson og Sigurgrím- ur Jónsson. Aurbleyta yíða á vegum FÆRÐ á vegum er víðast hvar versnandi og víða orðið vafa- samt að vera á fólksbílum vegna aurbleytu á vegum. Víðast er búið að takmarka öxulþunga við 5 eða 7 tonn. Víða eru hvörf á vegum og því fremur fært fyrir stærrl bíla, en samkvæmt upplýsing- um Hjörleifs Ölafssonar hjá Vegagerðinni er ástandið ekkl verra en venjulega, þegar vel vorar. ídfcj ÞPR ER EITTHURfl $ FVRIR RLLR {3 fHwpmMafcifr Stjórn Eygióar: Frá vinsti-i: Sigurbjörg Axelsdóttir ritari, Jakobína Guðlaugsdóttir, gjaldkeri, Dóra Guðiaugsdóttir varaformaður, Ingibjörg Á. Johnsen formaður, Þórhildur Stefánsdóttir meðstjórnandi. Guðrún Þorláksdóttir meðstj. og Unnur Tómasdóttir meðstj. V estmannaey j ar: Vilja bæta aðstöðu aldraðs fólks 51 millj. lítra af mjólk — á Reykjavíkursvæöið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.