Morgunblaðið - 04.05.1971, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.05.1971, Blaðsíða 24
24 MORGTJNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MAl 1971 BLÓÐ- TURNINN ■ivJ-ÉCrC'XÍ'-'X-Jv;*. r } , . 7 . . 72 . . það rétt, að þér gerið tilkall til þessara peninga? — Hvort ég geri það! Vitan lega geri ég tilkall til þeirra. Þeir eru min eign. Allt hérna á móanum er min eign. Þér getið sjálfur lesið samninginn. Jimmy hristi höfuðið. — Það mál verður líkskoðarinn að úr- skurða. Hann kann að úrskurða, að Benjamin Glapthorne hafí fundið þennan fjársjóð. Þetta mál snýst um fundið fé, skiljið þér. En Woodspring veifaði ákaft höndum i mótmælaskyni. —. Fundið fé! öskraði hann. Bull og vitleysa! Hvernig getur það verið fundið fé, þegar ég vissi alltaf . . . Hann snarþagnaði og svo varð vandræðaleg þögn, sem Jimmy rauf loksins. — Nú, svo að þér vissuð það alltaf, hr. Woodspring! endur- tók hann aivörugefinn. — Hve langt er síðan yður tókst að lesa úr ritningarstöðunum í ættar- biblíunni? Bóksalinn svaraði þessu engu. Hann greip fyrir kverkarnar, vandræðalega, rétt eins og hann fyndi þegar snöruna um háls sér. Svo riðaði hann og hefði dottið ef Jimmy hefði ekki grip- ið i hann. Hann var síðan fiuttur í lög- reglustöðina, þar sem Jimmy og Appleyard spurðu hann í þaula. En framburður hans varð svo margsaga, að Appleyard fannst verjandi að taka hann fastan. — Það er yður að þakka, að hann varð nógu hræddur í fyrst unni sagði Appleyard þeg- ar fanginn hafði verið fluttur í klefann, niðurbrotinn og upp- gefinn. Og nú þurfum við að safna sönnunum, sem nægja til þess að hengja hann. Samvinna margra aðila nægði til þess að sanna flest atriðin í kenningu Priestleys. Af dagbók hjá Horace Woodspring mátti sjá, hvaða staði faðir hans hafði heimsótt á verzlunarferðum sin- um, síðasta árið. Myndir voru teknar af bóksalanum hárkollu- lausum og sendar lögreglunni í hlutaðeigandi borgum, með beiðni um að sýna þær byssu- smiðum og járnvörusölum staðarins. Þessar myndir þekkt- ust í Exeter og Bedford. Byssu- smiður í fyrrnefndu borg- inni hafði selt kassa af Nimrod- skotum manni, sem mjög líktist myndinni. Og önnur var þekkt af lyfsala, sem hafði selt sprerigiefnið. Og í báðum tilvik- um mátti sjá af bókunum, hve- nær Woodspring hafði verið þarna á ferðinni, og það sama var staðfest af gistihúsum í þess um borgum. Horace Woodspring var þaul- spurður um bókakaup föður sins i Klaustrinu. Hann staðfesti, að einu sinni hefði faðir sinn komið með biblíuna, ásamt öðrum bók- um. Horace hafði bent föður sín um á, að hún væri einskis virði, AKRA á brauó AKRA á brauð brauð Skiiur þú þuð sem þú lest — í Biblíunni? Smárit okkar gætu hjálpað þér. Skrifið eftir fríu eintaki til Christadelphian Bible Mission, 138 Ledi Drive, Beardsden, Glasgow. V. K. ! Fyndist þér að konan þín tæki sér elskhuga? Hvað er langt síðan, að þú tjáðir henni ást þína? Hvenær leiztu á hana, — almennilega? Þú manst það ekki? Þú ættir að skammast þín; I dag, þegar ungar eiginkonur eyða meiri tíma og peningum fyrir útlit sitt, fá þær oftast vafasama gullhamra að launum. INNOXA Living peach er gert fyrir konur, sem þurfa helzt aldrei að segja til um aldur sinn. Hrífandi konur, sem gera sér far um að halda athygli eiginmanna sinna — og allra hinna sem kunna að meta fallegt útlit vel snyrtrar konu. INNOXA Eykur yndisþokkann. og Woodspring hafði lagt hana til hiiðar og skilað henni til Símonar seinna. Loksins voru einkaskjöl Woodsprings rannsökuð og komu þá fram uppdrættir af því, sem skrifað var framan við biblíuna. Réttarhöldin stóðu í tvo daga. Frægur lögfræðingur hafði verið fenginn til að verja málið og hann véfengdi hvert smáatriði hjá saksóknaranum. Eftir að dómarinn hafði gefið hlutlaust yfirlit, dró kviðdóm- urinn sig í hlé. Það var komið langt fram á kvöld, síðari dag- inn, þegar kviðdómendur komu aftur. Woodspring greip báðum höndum um dómgrindurnar og heyrði formann kviðdómsins segja orðið: „Sekur“. Er hann var spurður, hvort hann hefði nokkur andmæli að flytja hristi hann aðeins höfuðið máttleysislega. Templeeombe hafði reynzt sannspár. Farningcoteeignin var seld, og salan nægði rétt til þess að losa skuldirnar. Fjár- sjóðurinn, sem nam rúmiega tólf þúsund gíneum í gulli, skiptist að lokum jafnt milli Arhurs Blackbrook og systur hans. Joyce keypti af sínum hluta lif- eyri handa Horning og konu hans. En þrátt fyrir ailar áskor- anir bröður síns neitaði hún að að flytjast á heimili hans. Hún sagSi úpp við leigubóka- safnið, seldi húsið sitt í Lyden- bridge, og hvarf á brott svo að lítið bar á, og enginn nema Jimmy vissi, hvert hún fór. Hanslet var að vonum hreyk- inn af frammistöðu skjól- stæðings síns. — Þú hefur stað- ið þig vel í þessu Lydenbridge- máli, drengur minn, sagði hann vingjarnlega, daginn, sem réttar höldunum lauk. En Jimmy hristi höfuðið. —ég er nú hræddur um, að það sé ekki mér að þakka, sagði hann. — Þetta hefði allt farið. í hund- ana, hefði ekki prófessorinn verið. (Sögulok). AKRAIAKRA á brauð | á brauð Hriitui-tnn, 21. marz — 19. apríl, l»ú færð ófullkonmar fréttir. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Þér er óhætt að hafa þolinniæði með því, sem annað fólk segir. Tvíbnrarnir, 21. niaí — 20. júni. Sérfróður maður getur hjálpað þér í vcrkefnum þínum. Þú færð uppórvun að vanda Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Það er óráð að gizka á lausnina í stað þess að kanna rnálin. Ljónið, 23. júli — 22. ágúst. Dagurinn gcngur eins vel, og þú sjáifur vilt. Mc.vjan, 23. ágúst — 22. septeniber. Nú reynlr á, hve viturlega þú hefur safnað að þér. Vogin, 23. september — 22. októbec. smáatriðin geta orðið þér þrándur í götu, cf þú lætur þau ráða. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Þú frelstast til að taka þér fleiri skyldur á herðar. Kogniaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Þú ræður ekki við allt í augnablikinu, og bíður þvl áiekta. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Iteyndu að taka sönsum, þótt það kosti meira. Vatnsherinn, 20. janúar — 18. febrúar. Ekki vantar fjölbreytnina í kringum þig, Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. Þú færð aðgang að annarra auði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.