Morgunblaðið - 06.05.1971, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 06.05.1971, Qupperneq 1
32 SIÐUR 100. tbl. 58. árg. FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1971 Prentsmiðja Morgunblaðsins Tilræði við Króata Vestur-Berlín, 5. maí NTB. FORYSTUMAÐUB útlaga frá Króatíu, Branomir Jelic, og ritari hans saerðust er sprengja sprakk framan við iaeknisstofu hans í brezka borg-arhverfinu í Berlín í dag. Sprengju hafði verið komið fyrir á gangstéttinni við dyrn- ar að skrifstofunni og sprakk þegar Jelic og ritarinn voru aðeins í eins metra fjarlægð. Ritarinn þeyttist í loft upp, en hlaut aðeins smáskrámur. Jel ic mun hafa slasazt meir. Jelic er ritstjóri blaðs sem berst gegn Tító og fyrir að- skilnaði Króata. Talsmaður króatiskra útlaga hélt því fram að júgóslavneska leyni- lögreglan stæði á bak við til- ræðið. Jelic var sýnt svipað tilræði fyrir nokkrum árum, en sakaði ekki. Við komuna til Arlanda-flugvallar í gær. Sviakonungur tekur á móti forseta fslands. í baksýn eru Bertil prins og Karl Gustav krónprins (vinstra megin) og Ove Ljung hershöfðingi (tii hægri) Forsetahjónin færðu Svíum sumarveðrið Kvöddu Noreg þakklátum huga og komu til Stokkhólms síðdegis í gær Sakaður um njósnir MOSKVU 5. mai — AP. Moskvublaðið „Literaturnaya Gaz eta“ sakaði í dag menningar- máladeild bandaríska sendiráðs- ins í Moskvu um njósnir gegn Sovétríkjunum og tilraunir til að fá bandariska þátttakendur í menningarsamskiptum til þess að stunda njósnir. Menningar- Framhald á bls. 3. „VIÐ hjónin höfum fengið mjög ágætar viðtökur hér í Noregi, fyrst og fremst hjá konunginum og konungsfjöl- skyldunni og ríkisstjórn, en einnig hjá öllum þeim, sem við höfum hitt. Við höfum verið mjög heppin með veð- ur; það hefur verið sólar- birta yfir öllu, og andi sól- skins í öllu viðmóti í okkar garð. Við kveðjum Noreg þakklátum huga“, sagði for- seti íslands, herra Kristján Eldjárn við Morgunblaðið þegar opinberri heimsókn ís- lenzku forsetahjónanna í Nor egi lauk í dag. Síðasta degi Noregsheimsókn arinnar var varið í heimsókn í norska heimavarnatrsafnið á Akershus í Osló, en þarna er sýnd í máli og myndum barátta Norðmanna gegn Þjóðverjum á árunum frá 1940 til 1945. Safn þetta var fyrst opnað fyrir um ári. Lét forsetinn þau orð falla að lokitnni sikoðunanferð um safn- ið að sér þætti mikið til safns- ins koma. Að loknum hádegisverði í kon ungshöllinni var svo ekið út á Fornebu-flugvöll. Á flugvellin- um kvöddu forsetahjónin og fylgdarlið þeirra Ólaf V. Nor- egskonung, Harald krónprins og Sonju krónprinsessu, en að því loknu stigu þau um borð í áætl unarflugvél SAS til Stokkhólms. Fyrstu opinberu heimsókn for setahjónanna íslenzku til Nor- egs var lokið. Ólafur Noregskonungur sæmdi í heimsókninni forseta íslands keðju St. Ólafsorðunnar, en stór kross hennar hafði forsetinn áð ur hlotið. Pétur Thorsteinsson ráðuneytisstjóri var sæmdur stórkrossi orðunnar, og Birgir Möller forsetaritari stórriddara- krossi með stjörnu. Forseta- frúnni gaf Noregskonungur hnífapör með smelti. Forsetinn sæmdi ýmsa aðila íslenzkum heiðursmerkjum í heimsókninni, þar á meðal Höllu Bergs sendiráðsritara í Osló og Skarphéðin Árnason skrifstofu stjóra Flugfélags íslands í Osló riddarakrossi Fálkaorðunnar. Frá Fornebu fylgdu flugvél- inmi fjórar þotur Úr norska flug- hemiuim og flugu þær með henni að norsk- sænsku landaimærun- um, en sfkömimu síðar tóku átta sænskar herþotur við og fylgdu Framhald á bls. 3. Rogers ræðir við Egypta KAlRÓ 5. maí — AP, NTB. William P. Rogers, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, hélt áfram í dag viðræðum sinum í Kaíró við Mahmoud Riad, utanríkis- Ný gjaldeyriskreppa? Víðtækar afleiðingar ráðstafana Vestur - I>jóðver ja vegna dollaraflóðsins Bonin, 5. maí. NTB—AP. NÝ gjaldeyriskreppa virðist skollin yfir á Vesturlöndum eftir ákvörðun Vestur-Þjóð- verja að loka kauphöllum fram á mánudag og stöðva viðskipti með dollara. Seðlabankar í mörg- um öSrum Evrópulöndum hafa farið að dæmi Vestur-Þjóðverja til þess að hamla gegn spá- kaupmönmim, sem vonast til að geta knúið fram gengislækktin dollarans og hækkun á gengi vestur-þýzka marksins. Þess vegna hafa þeir selt dollara og keypt vestur-þýzk mörk til þess að tapa ekki á hugsanlegri geng- islækkun dollarans, en græða á hugsanlegri gengishækkun marksins. í Washiington sagði banda- ríslki íjármálaráðherrann, John B. Connally, að gerðar yrðu ráðstafanir til þess að treysta stöðu dollaranis, en engar breyt- ingar væru fyrirhugaðar á geng- isskráningu hana, enda væri það ekki nauðsynlegt. Connally sagði í yfirlýsingu að ef nauðsynlegt reyndist, væri bandaríska st jóm- in reiðubúin að leggja fram við- bótarfé á dollaraimarkaðinn í Evrópu og veita erlendum seðla- bönkum aðstoð við viðeigandi fjárfestingar. Þetta staðfestir að Bandaríkjastjám muni bráðlega bjóða evróps'kum bönkum séir- stök skuldabréf til þess að grynnika á umframtbirgðum þeima af dollurum. Franski seðlabankirwi heldur áfram að styðja dollarann og veitist það léttar en mörgum Framhaid á bls. 21. ráðherra Egypta, og ræddi einn- ig við Mahmoud Fawzi forsætis- ráðherra um niöguleika á opnun Súez-skurðar og gagntillögur Israelsmanna. Á morgnn ræðir Rogers við Sadat forseta. Hann reynir að fá Egypta til að gera nákvæma grein fyrir þeim skll- málum, sem þeir setja fyrir opn- un sknrðarins. Rogers sagði um viðræðurnar í dag, að þær hefðu verið jákvæðar og gagnlegar, en egypzkur talsmaður sagði, að þótt viðræðurnar væru „skref í friðarátt", myndu Egyptar „ekki gera tilslakanir“. Anwar Sadat forseti hefur sagt, að Bgyptar haifi elkki áhuiga á tillögum Israelia um opmrn Súez-<steurðar, sem talið er að Ro-gers hafi laigt fyrir egypzka ráðaimenin, en vilji fá Banda- ríkjaimenin til þesis að gera ná- ikvæmari grein fyrir afatöðu sinni. Yfirlýstur tilgangur heim- sóknar Rogers er að stuðla að opnun Súez-skurðar og auka möguleifca á gerð varanleg.s frið- arsáttmála, en IMar horfur eru Framhuld á bls. 3.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.