Morgunblaðið - 06.05.1971, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.05.1971, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTÚDAGUR 6. MÁI 1971 m Islendingur losaði Kockums við 1000 óþarfa verkamenn Sparar skipasmíðastöðinni 450-500 millj. ísl. kr. á ári 1 MARZMÁNUÐI »1. ílutti sænska sjónvarpið þátt, þar sem f.jallað var um vandamál stórfyrirtækja í sambandi við óþarfa vinnukraft. Þáttur þessi vakti mikla athygli og umtal í Svíþjóð. Skömmu soinna birtu svo blöð í Sví- þjóð greinar með stóru fyrir- sagnaletri, þar sem skýrt var frá því, að yfirverkfræðingur Kockums-skipasmíðastöðvar- innar í Málmey, íslendingur- inn Sigurður Ingvason, hefði á einu ári í samvinnu við þrjá aðra menn, hreinsað út úr skipasmíðastöðinni um 1000 óþarfa verkamenn, „Gráa verkamenn", eins og þeir eru kallaðir í Sviþjóð. Gera blöð- in mikið úr þessu og nota stór lýsingarorð til að lýsa þessiun gallharða og duglega fslendingi og birta viðtöl við Sigurð. 1 blöðunum kemur fram, að hreinsanir þessar spara skipasmíðastöðinni um 450— 500 milljónir íslenzkra króna á ári, sem sýnir grlöggt, hve mikið var í húfi hér. Svo virðist sem kjami þessa máls hafi verið sá, að um 20 vinnu- miðlunarskrifstofur hafi ver- ið búnar að hasla sér völl inn- an fyrirtækisíns og hafi á þann hátt sent verkamenn til starfa i skipasmíðastöðinni, sem ekki hafði verið beðið um. Mikið skjalafals var í sambandi við þetta og brögð og klækir hafðir í frammi. T.d. komst upp um fjölda verkamanna, sem aldrei mættu til vinnu, en sóttu bara kaupið sitt. Vinnuféiagar þeirra sáu um að stimpla þá inn og út, kvölds og morgna. Meira að segja var vitað um nokkra menn sem alls ekki voru í Svíþjóð, sem fengu þannig laun. Þessir menn voru kallaðir „Englar". í viðtölum við blöðin gerir Sigurður Ingvason lítið úr þætti sínum í málinu og seg- ir að þetta hafi ailt fengizt í gegn með samningum, en segir jafnframt, að þetta sé eitthvert óþrifalegasta verk, sem hann hafi komizt i, því að svindlið og svikin hafi ver- ið með eindæmum. Blöðin gera eins og lyrr segir mikið úr þessu máli og ber saman um að þetta hafi verið verk Sigurðar. Birta þau myndir af honum með viðtölunum, svo og svip- mynd. Sigurður Ingvason er 44 ára að aldri frá Hliðnesi á Álftanesi. Hann lærði skipa- smíðar hjá Dröfn í Hafnar: firði en fór til Danmerkur 1947. Hann útskrifaðist verk- fræðingur frá Tækniháskólan- um í Kaupmannahöfn árið 1951 og réðst þá til Eriks- bergværft í Gautaborg. Þar var hann í nokkur ár, unz hann var ráðinn yfirverk- fræðingur h já Gavleværft. Þar var hann svo unz hann fór til Kockums sem yfirverkfræð- ingur árið 1964. Sigurður er íslenzkur ríkisborgari. Eftir hreinsun. Sigurðar og félaga hans, starfa nú 5000 manns hjá skipasmíðastöðinni. h.ír-'tr- Sigurður Ingvason yfirverkfræðingnr Kockums. Ungur Súgfirð- ingur kveikti 1 Frystihúsið yar 6. framleiðslu- hæsta hús innan SH — Tjónið meira en fyrst var haldið TUTTUGU og þriggja ára Súg- firðingur viðurkennir að hafa kveikt í frystíhúsi Fiskiðjunnar Freyju á Suðureyri aðfaramótt Annir hjá risaþotu OSLÓ 5. maí — NTB. Risaþota SAS-flugfélagsins af gerðinni Boeing 747B flutti i aprtlmánuði alls 4.721 farþega og 210 tonn af varningi yfir Norður-Atlantshafið, en þetta var fyrsti mánuðurinn, sem risa- þotan var í notkun. Þotan, sem nefnist „Huge Vik- irrg“, fór 17 ferðir fram cg aftur milli Kaupamannahafnar og New York og setti met í sfcundvisi þar sem 81% ferðarma hófust ná- kvæmlega á áæfchmartíma eða með minna en stumdarfjórðungs seinkun. Þotan tekur 353 farþega i sæti, og i maimánuði er áætlað að hún fari fimm ferðir vikulega fram og aftur, en í júm sex ferð- ir í viku. I aprii var þotan í notkun að meðaitali 8,5 tíma á sólarhring. Notkurnin eyksrt: í 10,8 tima á sólarhring í mai og 12,7 tima í júni. sunnudagsins. Eftir yfirheyrslur í fyrradag, er maðurinn hafði verið úrskurðaður í 5 daga gæzluvarðhald hjá bæjarfógetan um á ísafirði, gerði fanginn boð fyrir bæjarfógeta kl. 22 og við urkenndi íkveikjuna. Maðurinn sagðist hafa skriðið inn um glugga á herbergi verk- stjóra aðfararnótt sunnudagsins og þaðan inn í veiðarfaera- geymslu. Kveikti hann í veiðar færum. Einnig viðurkenndi mað urinn að hafa fyrr í vetur kveikt í drasli við frystihúsið, en í- kveikjan mistókst þá, þar eð vart varð við ferðir hans. Maðurinn, sem engar skýring ar getur gefið á hegðan sinni hefur verið úrskurðaður í geð- rannsókn og verður hann send ur í því skyni til Reykjavikur og mál hans sent saksóknara ríkisins. Gæzluvarðhaldsúrskurð urinn var framlengdur í 3 vikur í gær. Skömmu eftir brunann var lauslega áætlað, að tjónið næmi 25 til 30 noiöjóniuim króna. — Samkvæmt upplýsingum frétta ritara Mbl. á Súgandafirði munu þær tölur sízt of háar. Unnið er nú að því að bjarga fiski úr brunarústunum, en þess má geta að hinn 15. apríl sl. var frysti- hús Freyju sjötta framleiðslu- hæsta hús innan Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. Rafmagnsveitan tekur lán BORGARRÁÐ hefur heimilað Rafmagnsveitu Reykjavikur að taka erlent lán fyrlr milligöngu Landsbanka fslands að upphæð 20,3 milljónlr króna eða 230 þús und dollarar. Mbl. hafði í gær samband vlð Aðalstein Guðjohn- sen, forstjóra Rafmagnsveitunn- ar og spurðist fyrlr um ástæð- una fyrír þessari lántöku. Aðalsteinn sagði að lántaka þessi stæði í sambandi við mikl- ar byggingaframkvæmdir Raf- magnsveitunnar, þar sem verið væri að reisa bækistöð hennar við Ármúla. Ljóst væri að ekki yrði kleift að reisa húsið án lána. Er bækistöðin reist í tveimur á- föngum og er fyrri áfanginn verk stæðis- og -birgðageymslur. Á ætlað kostnaðarverð er 80 til 90 milljónir króna. Gömul hús hverfa IÚTBOÐ & samningar hi. hafa | auglýst eftir tilboðum i niður rif tveggja húsa við Banka- ' stræti. Er hér um að ræða Ihúsið nr. 14 og bakhús. Hús l þessi munu eitthvað á níræð . isaldri og reist af Jóni heitn- ' um Zoéga föður núverandi eig 1 anda, Sveins Zoéga. Sveinn sagði í viðtali við | | Mbl., að fyrirhugað væri að i j hef ja framkvæmdir þegar I sumar. Samkvæmt skipulagi * I mun gangstéttin breikka nokk ( uð. Nýja húsið hefur Gisli ( i Halldórsson arkitekt teiknað og hefur það verið samþykkt * 1 af skipulagsnefnd og staðfest ( I af Borgarráði. Húsið verður 3ja hæða.) | Neðst verður verziunarhús-1 , næði, þá skrifstofur á annari hæð og loks íbúðarhæð efst, I I Sveinn kvað nokkurn tíma ef { | laust líða unz nýja húsið risi | , af grunni, því að grunnurinn! væri erfiður og líkur á að I þyrfti að sprengja töluvert. Tveir tilnefndir í stöðu skrif- stofustjóra N orðurlanda- ráðs Á NÆSTUNNI verður væntan- lega tekin ákvörðun um það al forsætisnefnd Norðurlandaráðí hver verði valinn til að gegni fyrstur nýrri stöðu skrifstofu stjóra ráðsins. Tveir menn hafa verið til- nefndir, þeir Emil Vindsetmo fyrrum ráðuneytisstjóri Per Bor ens, forsætisráðherra Npregs, of Bent A. Koch, ritstjóri, Kaup- mannahöfn. Ráðgert er, að skrifstofustjói inn hafi aðsetur í Stokkhólm og er því talið mjög ólíklegt, a? Svii komi til álita í starfið. Forsætisnefnd Norðurlanda- ráðs kemur saman í Osló n.k mánudag og mun þá verða rætt um þetta mál. Mikkelsen látinn KAUPMANNAHÖFN 5. maií, AI Danski heimska utskönnuðu ri o Ejnar Mikkelsen andaðist a heiimili síniu í Kaupmannahöf á þriðjudagskvöld 90 ára a aldri. Hann vai' þekktur lanc könnuður, rithöfumdur og blaðí maður, og skriÆaði mieðal ammar margar bækur urn Grænland o líif Eskimóa þar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.