Morgunblaðið - 06.05.1971, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.05.1971, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MAl 1971 7 . .- Eldmessutangi. ■ U'P..." ijfuwJUmu nu . u:1 ( uUjwíi a<c \f«í íi'ns^iwn Eldmessa og Angurvaka Allir kannast við Eldmess- una, einn svipmesta atburð I íslenzkri kristnisögu. Hún var sungin í Kirkjubæjar- klausturskirkju meðan eld- urinn var i algleymingi 5. sd. e. trin., 20. júlí 1783. Heitur var eldur sá — heitari þó bænir sr. Jóns Steingrimsson ar, sem stöðvuðu hraun- rennslið í Skaftá fyrir utan Systrastapa, „í afhallandi far veg hér um 70 faðma á breidd, en 20 faðma á dýpt, sem sjáaniegt verður til heimsenda, ef þar verður ei á önnur umbreyting" eins og sr. Jón kemst að orði i Eld- riti sinu. Þar heitir Eldmessutangi. Um Skaftáreida hefur sr. Jón ritað. Fullkomið skrif um Síðu- eld, nákvæm lýsing á gangi gossins og afleiðingum þess fyrir nálægar sveitir. Hann hefur iíka ritað óviðjafnan- lega ævisögu. Dr. Jón Þor- kelsson gaf hana út fyrir Sögufélagið 1913—16. Þá var prentað með henni: Kvæðe sem kallast Ang- urvaka, um Jarðelden sem upp kom í Skaftafells- Sýslu 8da Junii hans hellstu verkaner þar hann yfirfiell og í kryngum hann sierdeiiis í Kyrkiu bæar Klausturs sókn til út- gaungu ársins 1784 með öðr um fleirum umbreitingum sem fram komu það ár. Kvæðeð er sorglegt en end ast með fyerbæn og þack- argjörð. Ort af þarverande kiennimanne Sra Jone Steingrimssyne. Angurvaka (angur = iðrun) er ails 34 erindi og hefst þannig: Ó, guð allsvaldandi, öllum heim stjórnandi í æðsta einvalds standi, allskyns gott veitandi, öllu eyðir grandi, allt með'Íínum krafti hann ber. Herrann Jesús hjálpi mér, ljái mér lið þinn andi, lítið kvæði að smíða. Sendi oss drottinn sigurinn fríða. Síðan minnist höfundur þess hvernig ástandið var fyr ir eldinn. Þá var ekki allt í sómanum, ágirnd og tiundar- svik í aiisnægtum og annað fieira, sem of ljótt er að heyra en Kirkju og kenning presta kauðar smáðu þrálátir. Yfir þessa misnotkun á gjöf um skaparans féli tyftun hinna miklu hörmunga, ,,þó með stærri biðlund og vægð en verðskuldað höfðu." Skírnarfontur Prestsbakka- kirkju á Síðu. Á honum eru myndir frá Eldmessunni, út- skornar af Ríkarði. Þessi mynd sýnir sr. Jón ásamt kirkjugestum er þeir koma í skarðið hjá Systrastapa og sjá hraunrennslið stöðvað á Eldmessutanga. Sterklega er eldsögnunum lýst í Angurvöku og Drott- inn jafnframt ákallaður: Rauð varð sólin sæla, sands féll yfir pæla, brennisteins vatn og bræla, bliknaði fold og dæla, skepnur veina og væla, viltar dóu þar og hér. Herrann Jesús hjálpi mér. Soddan sorgargæla sáran jók oss kviða. Sendi oss Drottinn sigurinn fríða. Undir lokin víkur sr. Jón Upphaf Angurvöku. að sínum einkamálum: Hér greind hróðrastaka heitir Angurvaka, þó beri hún bragsnúð laka börn það vel upp taka. Svo nam kveða og kvaka klerkur sá á bakka er. Herrann Jesús hjálpi mér. Minn eg ektamaka missti lyndisþýða. Sendi oss Drottinn sigurinn fríða. Mad. Þórunn, kona sr. Jóns, dó 4. okt. 1784. Mannkostum hennar og bænhita í beisk- um mannraunum er lýst í næsta erindi. En sjálfan sig felur sr. Jón, sem fyrr, góð- um Guði og biður hann um styrk i böli og sorg: Einmana eg því þreyi yfir feiginsdegi. Guð, þó böl mig beygi, bila lát mig eigi. Hulin tryggð og tregi hindra tíðum svefnværðir. Herrann Jesús hjálpi mér. Hann minn huga hneigi að hlýða, bíða og líða Sendi oss Drottinn sigurinn fríða. G. Br. HER ÁÐIJR FYRRI VÍSUKORN Sál mín í eldinum brann Ég skemmti mér ungur á skautum við skínandi stjarnanna biik á gierhálum geislandi brautum geysist mitt ákveðna strik. En seinna ég fylgdist með fljóði sem frjálslegt við hlið mína rann. Þá ólgaði ástin í blóði og örlagaþræðina spann. Ástin er svikul hjá ungum, áfram því tíminn skjótt rann. Saman ei lengur við sungum, en sál mín i eldinum brann. Giinnlaiigur Gunnlaugsson. Vorvísa Brumknapparnir birtu þrá, brjótast út i vorið. Lömbin smáu lítið á læra fýrsta sporið. Mai, 1971. J.O.J. GAMALT OG GOTT Líneik og Laufey „Líneik systir! Laufey grætur. Bættu um borða, ef betur þér lætur.“ „Manstu ekki íjailið háva, brekkuna bröttu og bálið undir?“ I I |ÉG REYKTI I LÍKA POPCORNSVÉL Eigum óselda Pop-A-Lot pop coransvél. H. Óskarsson sf. Sími 33040. BROTAMALMUR Kaupi allan brotamálm lang- hæsta verði, staðgreiðsla. Nóatún 27, sími 2-58-91. ÓSKA EFTIR 2ja—3ja herb. íbúð. Uppl. í síma 82760 eftir kl. 1 á dag- inn. KEFLAVlK Til sölu járnklætt timburhús á Bergi. 2 íbúðir, 2ja og 3ja henb. Hagst. verð. Fasteigna- saia Vilhjáfms og- Guðfinns, símar 1263 og 2376. SAGA Óska eftir að koma íslenzkri skáldsögu í blað eða tiímarit. Svör merkt: „Framhalads- saga 7497" tegg inn á afgr. Mbl. TRJAPLÖNTUR Birkiplöntur o. fl. til sölu að Lynghvammi 4, Hafnarfirði. Smni 50672. Jón Magnússon. SUMARDVÖL VANTAR AÐSTOÐARSTÚLKU Get bætt við nokkrum börn- um á sveitaheimiti í Húna- vatnssýslu. Uppl. í síma 52640 eftir kl. 20. á tannlækningastofu mína í Ytri-Njarðvík strax. Uppl. í síma 2148 miHi kl. 2 og 4. Þorieifur Mattbiasson. KENNARASKÓLANEMA 15 ara drengur sem lýkur 4. bekkjarprófi i vor, vantar góða vinnu. Nær altt kemur til greina. Titboð sendist Mbl. merkt: „7170”. óskar eftir að komast i sveit. Uppl. í síma 81911 eftir kl. 8 í kvöld. UNG STÚLKA sem er að Ijúka 2. bekk Kennaraskólans óskar eftir atvinnu í sumar. Áreiðanleg og stundvis. Uppl. i sima 84271. NJARÐ- OG KEFLVlKINGAR Ung barnlaus hjón óska eftir íbúð. Uppl. í sima 1704, Njarðvikum. ÓSKA EFTIR 3ja herb. íbúð, sem fyrst. Uppl. i sima 16724 og eftir kl. 5 í sima 13885. 11 TONNA BÁTUR Til sölu 11 tonna yfirbyggð- ur nótabátor með góðri 120 hestafla vél og nýupptekn- um vökvaskiptum gir. Uppl. að Ölduslóð 1, Hafnarfirði, neðri hæð, eftir kl. 7. SKARNI matrAðskona Heimkeyrður. Sími 42076. Tekið á móti pöntunum frá kl. 10—21. óskast að Barnaheimilinu, Tjaldanesi frá 14. maí. Uppl. hjá forstöðumanni. — Sími 66266. LANDROVER DlSIL TIL SÖLU keyrður 35 þús. km. Mjög góður bíll. Skipti á góðum fólksbil koma til greina. — Uppl. í síma 93-8192. TIL SÖLU Moskwitch, árg. 1966 í góðu lagi, vel með farinn. Uppl. í sima 40753 í dag og næstu daga eftir kl. 17. BANDARÍSKAN VERKFRÆÐING með fámenna fjölskyldu vant ar góða ibúð eða hús (þrjú svefnherb.) m. húsgögnum, sem næst Keflavíkurflugvelli. Paul Lindgreen, Keflavíkur- flugvelli, svæði 2290. SENDIBiLL Til sölu er sendibífl af stærstu gerð. Billinn sem er dísil, er í fyrsta flokks ástandi og selst með eða án stöðvarleyfi. Uppl. í s. 16243 stöðvarleyfis. Uppl. í síma 16243. Afvinna Viljum ráða nú þegar laghenta menn til verksmiðjustarfa. Upplýsingar á staðnum. Stálumbúðir bf.. við Kleppsveg. UTBOÐ Vegagerð ríkisins óskar eftir ti.boðum i lagningu tveggja vegarkafla á Austurlandsvegi: 1. Á Jökuldal í Norður-Múlasýslu (8,3 km). 2. Á Berufjarðarströnd í Suður-Múlasýslu (8,8 km). Útboðsgögn verða afhent á Vegamálaskrifstof- unni í Reykjavik og hjá Vegagerð rikisins á Reyð- arfirði gegn 2 000,00 kr. skilatryggingu. o Vegagerð ríkisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.