Morgunblaðið - 06.05.1971, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.05.1971, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1971 Hjörtur Jónsson, formaöur Kaupmannasamtaka Islands: Harðnandi átök framundan í mjólkursölumálinu Þessa fyrirsögn notar dag- blaðið Timinn þann 30. apríl sl. þegar það greinir frá aðalfundi Mjólkurbús Flóamanna og gerir skýrslu formannsins, um mjólk- ursölumálin, að umræðuefni. í skýrslu formannsins kemur fram að hann er mjög andvígur hvers konar breytingum á fyrirkomu- lagi sölu mjólkur, rjóma og skyrs, fer óblíðum orðum um leið indasöng kaupmanna um bætta þjónustu við neytendur og brigzlar þeim um einhliða gróðahyggju. Hann telur kaup- menn hafa sett sölubann á kjöt, kartöflur o. fl. og telur að óviðráðanleg hætta og tjón væri bændum búið, ef þeir létu það viðgangast að mjólk, rjómi og skyr væru á boðstólum í verzl- unum kaupmanna. Afstaða Sigurgríms Jónssonar, formanns Mjólkurbús Flóa- manna, og hans meðstjórnenda á sér auðvitað sínar forsendur, þó að þær komi ekki heim við nú- tímann, eðlilega þróun í land- búnaði og verzlun og þarfir og óskir almennings í landinu. Það er ekki langt síðan að íslenzka þjóðin var lítið annað en bændur. Þeir höfðu mjög slæma reynslu af þeirri erlendu verzlun sem landsmenn urðu þá að sæta og settu á stofn sin eig- in verzlunarsamtök með góðum árangri og telja sig eiga beinin í þessum fyrirtækjum enn i dag. Víst er sjálfs höndin hollust. Það er í sjálfu sér jafn nauð- synlegt að muna það nú og um síðustu aldamót, en þjóðfélagið hefur tekið stórfelldum breyting- um á þessum 70 árum. Um síð- ustu aldamót stunduðu aðeins um 2% landsmanna verzlun, það bezt er vitað, en í dag stunda 10—15% þjóðarinnar verzlun, og öll verzlun í dag er íslenzk. Nú er komin á verkaskipting í öll- um þróuðum þjóðfélögum og við Islendingar erum að reyna að fylgjast með þróuninni, enda er það nauðsynleg leið til bættra kjara. Það er engin ástæða til þess að bændur og kaupmenn séu í andstöðu. Bændur framieiða neyzluvörur fyrir þjóðina, það er þeirra sérhlutverk. Verzlun- arstéttin, kaupmenn og kaupfé- lög sjá um dreifingu þessara vara, þessi verkaskipting er sjálfsögð. Kaupmenn eru hvergi i and- stöðu við sína viðskiptamenn, hvorki þá sem þeir kaupa vör- ur af, né þá sem þeir selja. Kaupmenn kaupa ísl. sjávaraf- urðir af þeim, sem þær fram- leiða, ísl. iðnvarning af þeim, sem hann framleiða, allar land- f búnaðarvörur, meira að segja mjólkurafurðir, smjör og osta af bændum. Þetta eru allt saman vinsamleg viðskipti og hagsmun- ir gagnkvæmir. Hvers vegna þarf þá að deila um dreifingu á mjólk, rjóma og skyri? Er ekki eitthvað bogið við þetta. Hafa þessar vörur svona mikla sér- stöðu? Onei, hreint ekki. Þess- ar vörur eru að komast i nútíma umbúðir, þær eru ekkert við- kvæmari söluvara í okkar ný- tízku verzlunum heldur en ýms- ar aðrar vörur sem seldar eru. Við skulum hætta þessum mjólk urausuhugsunarhætti, við notum ekki mjólkurausu við mjólkur- mælingar lengur. Með öðrum orðum, forsvars- menn mjólkurmála: Gerizt nú- tímamenn í hugsun og háttum. Það er sjálfsögð leið til gagn- kvæms árangurs. Nú kunna bændur að segja: Við rekum verzlun með mjólk og það ætti okkur að vera frjálst, og það er rétt. En við þetta er ýmislegt að athuga, sem taka verður með í reikninginn ef talað er um frelsi. 1 fyrsta lagi það, að fjárfest- ing í sambandi við mjólkursöl- una er geysileg og óþörf, þar sem verzlunardreifing er fyrir hendi, sem getur annazt þetta allt án teljandi fjárfestingar. 1 öðru lagi er óumdeilanlega kostnaðarsamara og óhagkvæm- ara að reka sérstakar mjólkur- verzlanir en að hafa mjólkina til sölu með öðrum neyzlu- vörum, og það verður að koma eitthvað meira en fullyrðingar frá forsvarsmönnum Mjólkur- samsölunnar, áður en almenning ur trúir þvi að það þjóni hags- munum bænda peningalega, að vera með sérkerfi fyrir dreif- ingu mjólkur og rjóma. 1 þriðja lagi hefur það sýnt sig, að neytendur vilja kaupa mjólk í sömu búðum og þeir kaupa aðrar matvörur. Þeir vilja einnig fá meiri þjónustu en Mjólkursamsalan hefur ennþá veitt. 1 fjórða lagi er ekki hægt að fallast á sölueinokun á þess- ari fæðutegund frekar en öðrum. Kaupmenn hafa ekkert við það að athuga fyrir sitt leyti að bændastéttin reki verzlun í land- inu. Það er öllum frjálst að reka verzlun í þessu landi. Mjólkur- samsalan getur haft eins margar verzlanir og henni sýnist kaupmanna vegna, hvar sem er á landinu. Kaupmanna vegna, geta samtök bænda sett upp sér stakt dreifingarkerfi fyrir kartöflur, sérstakar búðir fyrir egg, kjöt eða hvað sem þeim sýn ist. Ótti Sigurgríms Jónssonar um að kaupmenn yrðu einir um að dreifa mjólk og færu að beita verðþvingunum og verkföllum vegna einokunaraðstöðu sinnar, er þvi algjörlega ástæðulaus. En þeir sem óttast einokun- araðstöðu kaupmanna og tjón það, sem slikir verzlunarhættir valda alltaf, mega ekki beita slíkri einokun sjálfir, og það er einmitt kjarni þess máls, sem hér er til umræðu. Mjólk, rjóma og skyri á að dreifa á sama hátt og öðrum vör- um í allar þær verzlanir, sem samkvæmt heilbrigðisreglum eru hæfar til að selja þess- ar vörur og þess óska. Sölu- kerfi bænda, Mjólkursamsalan, getur haft sínar verzlanir að Hjörtur Jónsson vild, og þá verður það neyt- andinn, sem sker úr um það hvar bezt er að verzla, hvar þjónustan við neytendur er mest. En þótt kaupmenn, sem at- vinnurekendur, láti hið kostnað- arasama og óþarfa mjólkursölu- kerfi samsölunnar afskiptalaust, svo framarlega sem það hefur ekki einokunaraðstöðu, þá er ekki þar með sagt að almenning- ur sætti sig við það að viðhalda slíkri skipan. Það er nefnilega ekkert einkamál fárra manna, sem valdir hafa verið af bænd- um til þess að ráðskast með dreifingu mjólkur, hvernig hún er framkvæmd. Hinn almenni skattborgari veit að 600—700 milljónum hef- ur verið varið árlega undanfar- ið i fjárfestingu landbúnaðar- ins, án þess að framleiðsla hafi aukist, að á árinu 1970 var 600 milljónum varið til kjarnfóður- kaupa erlendis frá, meðal ann- ars til þess að geta framleitt meira af landbúnaðarvörum til útflutnings og að á útflutnings- vörur landbúnaðarins mun þurfa að greiða allt að 400 milljónir króna á árinu 1971 I útfl.upp- bætur. Ótaldir eru svo ýmsir aðr ir styrkir til landbúnaðar, sem nema hundruðum milljóna. Það kemur því ekki til mála, að neytendur og atvinnustéttir sætti sig við það að afurðir bænda séu notaðar til þess, með úreltu söluskipulagi, að þrengja hag neytenda, standa í vegi fyr- ir eðlilegri þróun í viðskiptum eða til þess að koma fram sér- hagsmunasjónarmiðum um það hvert verzlun landsmanna skuli beint. Ef lögin um Framleiðsluráð landbúnaðarins, verðskráningu og verðmiðlun og sölu á land- búnaðarvörum o.fl. frá 8. des. 1966 eru hér Þrándur í Götu, þá verður að breyta þeim lög- um. Eftir því sem verzlunarfrelsi hefur aukist, að tilhlutun nú- verandi ríkisstjórnar, hefur það sýnt sig að neytendur hafa feng- ið betri vörur og bætta þjón- ustu, þó að mikið skorti á, meðan verðlagshöft eru i gildi. Það hef- ur einnig komið i Ijós að sam- vinnuverzlunin á ekki siður í vök að verjast en einkaverzlun- in, nægir í þvi sambandi að vísa til ummæla Erlendar Einarsson- ar, forstjóra Sambands ísl. sam- vinnufélaga, sem höfð eru eftir honum í Timanum þann 26. janúar 1971, þar sem hann seg- ir, að smásöluverzlun kaupfélag anna sé víðast rekin með tapi. Ef forráðamönnum mjólkur- sölumála dettur í hug að bæta megi samkeppnisaðstöðu sam- vinnuverzlunarinnar með því að beina til hennar mjólkursölu og takmarka hana til einkaverzlun arinnar, þá eru þeir að misnota vald sitt og til þess er ekki ætl- azt með núgildandi lögum. Því miður eru dæmi til, allmörg, sem réttlæta þessa ábendingu og skulu þau ekki rakin að sinni. Ef menn standa það hátt, að þeir sjál yfir, séu lausir við aukaatriðin, þá kemur í ljós að hagsmunir allra fara saman. Hagsmunir neytandans, en þá ber oss að nefna fyrst, eru í því fólgnir að fá góða og ódýra mjólk í góðum og heppilegum umbúðum keypta þar sem þeirn hentar bezt. Hagsmunir bænda felast i því að geta selt sem mesta mjólk með sem minnstum dreifingarkostnaði og hagsmun- ir kaupmannsins eru í því fóign- ir að geta sinnt kröfum við- skiptavinarins og nýtt sem bezt sitt dreifingarkerfi. Hagsmun- ir allra þessara aðila fara sam- an, þegar réttu ljósi er yfir þetta brugðið. Nágrannalönd okkar, Sviþjóð, Noregur og Danmörk hafa horf- ið frá því sölukerfi, sem haldið er dauðahaldi í hér, og er sala mjólkur þar alveg frjáls. Reynsla þessara þjóða er sú að neyzla mjólkur hefur aukizt og dreifingarkostnaður lækkað. Síð ast en ekki sizt kemur svo það, að á þennan hátt fær hinn al- menni neytandi mun betri þjón- ustu en áður var. Það hefur verið endurtekin krafa kaupmanna og neytenda að mjólk væri seld í matvöru- verzlunum þar sem heilbrigðis- ástæður leyfa. Neytendur vilja og þurfa að fá mjólk senda heim eins og aðrar vörur og ástæðu- laust er að reka menn í tvær átt- ir eftir matvörum eins og nú er gert. Mjóikursamsalan hefur veítt leyfi til þess að einstakar kaup mannaverzlanir seldu mjólk, en slíkt er algjörlega handahófs- kennt og veldur margvíslegu misrétti milli verzlana. Um 30 verzlanir i Reykjavík einni óska nú eftir því að selja mjólk, en fá ekki leyfi einkasölunnar. Með bréfi dags. 21. janúar 1971 var Mjólkufsamsölunni enn á ný skrifað um þessi mál og bauð hún upp á viðræður um málið að afstöðnum fulltrúaráðs fundi Mjólkursamsölunnar. Bréf Mjólkursamsölunnar dags. 28. apríl s.l greinir Kaupmannasam- tökum íslands frá neikvæðri af- stöðu aðalfundarins í þessu máll og er því enn brýnni þörf fyrir viðræður milli þessara aðila en áður. Ungfrú Island 1971 valin nk. laugardag Tólf stúlkur keppa um 5 utanlandsferðir Stórt fyrirtæki í miðborginni óskar að ráða skrifstofustúlku sem fyrst. Umsóknum með sem fyllstum upplýsingum um menntun og fyrri störf sé skilað til Morgunblaðsins fyrir 11. maí, merkt: „FRAMTÍÐARSTARF — 7499". FEGURÐARSAMKEPPNI fs- lands 1971 verður haldin í Há- skólabíói næstkomandi laugar- dag. Alls munu 12 stúlkur víðs vegar að af landinu taka þátt í keppninni. Þær stúlkur, sem hlutskarpastar verða í keppninni fara síðar á þessu ári utan, sem fulltrúar íslands í eftirtöld- um fegurðarsamkeppnum: Miss Universe á Miami, Florida, USA, Miss Europe, sem haldin verður í einhverju Evrópuland- anna eða nálægum Austurlönd- um, Miss World sem haldin er í London og tvær stúlkur verða valdar til þátttöku í Miss Scand inavia, sem haldin verður í Finn landi. Einar Jónsson hefur einkaumboð fyrir þessum keppn um hér á landi. Dómnefnd skipa ritstjórar blaða og blaðamenn, frú María Dalberg snyrtisérfræð ingur, Pálína Jónmundsdóttir, formaður Módel-samtakanna og Jón Eiríksson læknir, sem er formaður nefndarinnar. Fram- kvæmd keppninnar er í höndum frú Sigríðar Gunnarsdóttur. Fegurðarsamkeppnin hefst kl. 9,15 á laugardagskvöldið, en þá koma stúlkurnar fram í síðum kjólum og sundbolum. Einnig flytur Ómar Ragnarsson skemmtiþátt, Módelsamtökin verða með tízkusýningu, nem- endur úr dansskóla Heiðars Ást valdssonar sýna dansa, Jörund ur Guðmundsson flytur skemmti þátt o. fl. verður á dagskrá. — Kynnir er Ámi Johnsen. — Auk þess að velja stúlkur, sem fulltrúa íslands í fegurðarsam- keppnir erlendis munu ljós- myndarar blaðanna velja vinsæl ustu ljósmyndafyrirsætuna og þátttakendur sjálfir velja sín á milli vinsælustu stúlkuna. Erna Jóhannesdóttir frá Vest- mannaeyjum, Ungfrú ísland 1970, krýnir þá stúlku, sem hlýt ur titilinn Ungfrú fsland 1971. Á blaðamannafundi sem frú Sigríður Gunnarsdóttir og Einar Jónsson boðuðu til í gær kom fram að Helga Eldon, sem kjör- in var Fulltrúi ungu kynslóðar innar fyrr á þessu ári mun fara 8. júlí n.k. til Tókyó þar sem hún tekur þátt í keppninni Miss Young International, en Einar er umboðsmaður þeirrar keppni hér á landi. Einar Jónsson hafði allan veg og vanda af fegurðarsamkeppn um hér á landi frá því sú fyrsta var haldin hér árið 1949 í Tívolí og fram til ársins 1966 er Sigr íður tók við. Auk þess hefur Einar umboð fyrir fjölda keppna erlendis. Þar er um að ræða Miss Universe-keppnina, Miss World-keppnina, Miss Európe- keppnina, Miss Scandinavia, Miss Young International og Miss International en tvær síð astnefndu keppnirnar verða í framtíðinni haldnar í Japan. — Miss International-keppnin hef ur í nokkur undanfarin ár ver ið haldin á Langasandi en í ár verður hún haldin þar í síðasta sinn. í framtíðinni hefur verið ákveðið að hún verði í Japan og munu nýir aðilar annast fram- kvæmd hennar. Að sögn Einars hefur hann fengið einkaumboð hinna nýju framkvæmdaaðila hér á landi. Hafði Einar umboð fyrir keppni þessa til skamms tíma en vegna ágreinings, sem kom upp vegna ákveðins fram kvæmdaaðila sleit hann sam- bandi við fyrri aðilana, sem stóðu að keppninni. Á blaðamannafundinum kom einnig fram að Sigríður Gunnars dóttir og Einar Jónsson munu i framtíðinni gangast fyrir keppni um titilinn Miss Young frá fs- landi og eiga þar að keppa stúlk ur á aldrinum 15—19 ára. Ekki er enn ákveðið í hvaða formi keppnin verður, en sú stúlka, sem sigrar í þeirri keppni hlýt ur þátttökurétt í keppninni Miss Young International í Japan. Loks greindi Sigríður Gunn arsdóttir frá því að ráðgert væri að fá ungmenna- eða íþróttafé- lög, í hverri sýslu fyrir sig á landinu til þess að velja fulltrúa viðkomandi sýslu til þátttöku í Fegurðarsamkeppni íslands í framtíðinni og hætta þar méð að velja stúlkurnar á dansieikj um eins og gert hefur verið 3tð ustu árin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.