Morgunblaðið - 06.05.1971, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.05.1971, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MAl 1971 15 Gullnáman á Tvldægru Okkar föður- og formæðra- land er að ýmsu leyti fátækt að náttúruauðlindum. Nytjaskógar eru hér engir til, allt timbur til húsbygginga og iðnaðar verður að flytja inn frá skógræktar- löndum Skandinaviu, Rússlandi og að nokkru leyti frá Asiulönd um. Þó hafa án efa verið hér stórskógar á fornaldar- skeiði: Magnús Einarsson bisk- up í Skálholti brann inni í Hít- ardal þrítugasta september árið ellefuhundruð fjörutíu og átta ásamt 70—80 manna fylgdarliði og heimilisfólki. Ekkert stór- býli á þessari stórbyggingaöld myndi hýsa slikan mannfjölda. Á Flugumýri i Skagafirði var húsakostur svo mikiil, að nær tvö hundruð manns sátu að veizlu, sem endaði með bæjar- brennu. Engar líkur eru á því, að stórviðir í fyrrgreinda bæi hafi verið fluttir frá Skandi- navíu til Islands á smáfleytum þeirra alda. Rekatimbur hefur að vísu verið mikið á f jörum um- hverfis landið á þeim öldum, en flutningatæki á stórviðum frum- stæð og torfærur margar á öU- um leiðum. ísland hefur verið rányrkt á umliðnum öldum í nauðvörn harðæra, kulda og kramar, sem á þessari og fá- mennu þjóð hafa dunið. Þjóðin hefur frá fyrsta landnámi til þessa dags, lifað að mestu leyti á landbúnaði og fiskveiðum. En rányrkjan heldur áfram til lands og sjávar: Búfénaður landsmanna lifir og fær sinn þroska á beitarlandi,- en álykt- anir vísindamanna telja það nú ofnýtt til stórskemmda. Sama er að segja um landgrunnið óhóf- légar netalagnir koma í veg fyr ir að fiskur nái að hrygna á beztu klakstöðvum í norðurhöf- um. Tvídægru- og Arnavatnsheið- arlönd hafa á umliðnum öldum verið matgjöful fyrir menn og búfénað nærliggjandi héraða: Órækt vitni um það er lítil tjörn á norðanverðri Tvidægru er heitir Hjónapollur, lítil tjörn varla meir en 5—8 m í þvermál. Þar má sjá ævinlega á vor- og sumardögum fjallableikju- silunga skjótast milli holbakka. Ung hjón í Miðfjarðardölum, sem voru að dauða komin af hungri og bjargarleysi í móðu- harðindum 1783—1785, drógust með veikum burðum fram að þessari litlu tjörn og burgu lífi sínu með frumstæðum veiðiskap úr henni. Síðla sumars árið 1939 fannst af tilviljun kisilgúrnáma á Tvi- dægru norðvestanverðri. Átti þar mestan hlut að þessum námu fundi Sigurlinni Pétursson fjöl- menntaður áhugamaður um land og þjóð. Náman er án efa gamall vatnsbotn, sem að iik- indum hefur náð yfir allan Vatnaflóa, sem er meginhluti af Tvídægruheiði vestanverðri. Ásgeir Þorsteinsson verkfræð- ingur, hinn merkasti maður fékk sýnishorn, hér um bil 100 kílógrömm af þessu jarðefni og hafði full not af þvi við hreins- un á meðalalýsi. Tómas Tryggvason jarðfræð- ingur skoðaði þetta námusvæði og lét svo um mælt að þar væri opin gullnáma. Jóhannes Áskelsson jarðfræð ingur leit yfir námusvæðið og fullyrti að þar væri í minnsta lagi um 10000 teningsmetra kís- ilmagn að ræða. Jóhannes Áskelsson var varfærinn vís- indamaður og ætla má, að kísil- magnið sé margfalt méira. Eyjólfur Konráð Jónsson, sem er varaþingmaður norður- landskjördæmis vestra er ðtull hugsjónamaður og vill fyrir hvern mun styðja og efla fram- íarir og hagþróun í sínu kjör- dæmi, gerði ferð sina norður á námusvæðið síðastliðið sumar og þótti sem til mikils væri að vinna fyrir Húnvetninga og hina fátæku islenzku þjóð. Á ný loknu Alþingi varð Eyjólfi auð velt að fá til liðs við sig tvo aðra hugsjónamenn: þá Jón Kjartansson og Pálma Jónsson. Þessir þremenningar báru fram á Alþingi þingsályktunartil- lögu um rannsókn á námusvæð- inu á Tvídægru. Samgöngumála- ráðherra Ingólfur Jónsson hefur mikinn áhuga á þessu máli. Hann hefur þegar heitið þvi að láta fara fram athugun á veg- arstæði til námunnar. Þar I heiðarlandinu mætti rísa á legg væn námuvinnsla jafnt að vetri sem sumri til. Um skamman veg er að fara til að handsama hita gjafa til upphitunar mannabú- staðau, aðeins sex km leið að sjóð andi hverasvæði á Sléttafelli. Landlægur atvinnuskortur hefur löngum verið sárfátækri þjóð þungur fjÖtur um fót. Fyrr á öldum fóru göngumenn um landið fjölmargir og áttu óvíst náttbói að kveldi hvers dags. Nú eru atvinnufyrirtæki skatt- lögð og framfærslustyrkur greiddur atvmnuleysingjum sem teknir eru til bænar hverju sinní af sveitarstjómum og borg arræðismönnum. Betur færi þó á þvx, að vísa þeim á arðgefandi atvinnu. Enginn íslendingur ætti að biðja um kjörfylgi til Alþingis- setu, nema hann beri í brjósti sínu hugsjónir, sem hann vill berjast fyrir fil þrautar. „Þetta land á ærinn auð ef menn kunna að nota’ann." Kvað eitt af stórskáldum landsins á þeim tíma, sem allir gluggar virtust byrgðir til framfara og hagsæld- ar hinni fámennu og sárfá- tæku islenzku þjóð. Þrír fyrrgreindir alþingis- menn: Eyjólfur K. Jónsson, Pálmi Jónsson og Jón Kjartans- son, hafa sýnt það, með tillögu- flutningi sínum, að þeim er efst í huga, að landsins gæði og að sumu leyti huldir kostir verði rannsakaðir til fullnustu og ger nýttir til hagsældar umbjóðend- um sínum og allri þjóðinni. Hug- sjónir — idealisme, er frumkraft ur allrar menningar og umbóta, jafnt með stórum og smáum þjóðum. Magnús F. Jónsson. Atthaguíélog Strandamanna Býður öllu eldra Strandafólki til skemmtun- ar og kaffidrykkju í Dómus Medica laugar- daginn 9. maí kl. 3 stundvíslega. Verið velkomin. STJÓRNIN. Rýmingarsala MELISSU stendur yfir nœstu daga að Hverfisgöfu 44 Alls konar fatnaður á konur og börn á tœkifœrisverði Síðustu forvöð að gera góð kaup Lokað í hádeginu frá kl. 72.oo-7.oo Melissa Hverfisgötu 44 Sendibíll — Diesel Höfum til sölu Ford Transit 1250, árg. 1967. Bíllinn er í góðu ástandi. Hagstætt verð. SÝNINGASALURINN Sveinn Egilsson, Ford-húsið, Skeifan 17. ooooooooooooooooooooooooooo KA UPUM HREINAR, STÓRAR OG GÓÐAR LÉREFTSTUSKUR PRENTSMIÐJAN OOOOOOOOÓOOOOOOOOOOOOOOOOOO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.