Morgunblaðið - 06.05.1971, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.05.1971, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1971 17 / Ræður þjóðhöfðingjanna í gærkvöldi Saga Svíþjóðar fátæklegri og illskiljanlegri án íslenzku handritanna Ræða Gústavs VI Adolfs, Svíakonungs í tilefni heimsóknar forseta íslands Herra forseti. Mér er það mikil ánægja að bjóða nú velkomin til Stokk- hölms íorseta Isttands, herra Kristján Eldjárn, og frú Hall- dóru Eldjárn. Þessi heimsókn er okkur Svíum enn einn votturinn um þau sterku tengsl, sem eru milli landa vorra og þjóða. Sá vinarhugur^ sem við Svíar berum í garð íslendinga, er sannur og einlægur. Tengsl þjóða vorra eru líka aldagömul. Þau eru þó ekki þess vegna hjúpi hulin. íslenzkir sagnarit- arar varðveittu handa nútíman- um í stórkostlegum ritum og fal legu máli minningar úr lífi forn norrænna manna. íslendingasög urnar varpa ljósi á líf og hugi þessara manna. Fornsaga Sví- þjóðar væri án verka íslenzku sagnaritaranna fátæklegri og illskiljanlegri. íslenzka söguhefðin er þó einn ig lifandi hefð Það vitið þér herra forseti betur en flestir, og sem sögumaður og fornleifa fræðingur hafið þér unnið að þessari hefð og skilað henni áfram. Sjálfur sannreyndi ég lífs kraft og þróunarmöguleika þess arar fornu hefðar þegar ég heim sótti hið fagra land yðar 1930 á þúsund ára afmæli Alþingis fslendinga. Þessi kynni mín styrktust þegar drottningin og ég heimsóttum ísland 1957. Ég minnist einnig með ánægju, herra forseti, viðræðna okkar þá í Þingvallaferð. Söguleg hefð tengir þjóðir vor ar saman, en tengsl nútímans á sviði menningar og verzlunar eru einnig sterk. Þau hafa auk izt jafnt og þétt með bættum samgöngum. Skilningur þjóða vorra hvorrar á annarri á þvtí sem þeim er sameiginlegt og sér- kennum hvorrar fyrir sig hefur dýpkað og aukizt. Hér í Sví- þjóð hlökkum við mjög til þess að fá meiri vitneskju um ísland þegar fslandssýningin verður haldin hér í Stokkhólmi í haust. fslenzk frásagnarlist stendur einnig hátt á okkar dögum og vekur almenna athygli Svia. Hún er verðugt framhald á auð ugri og skapandi bókmennta- hefð. Mörg nútíma bókmennta- verk íslenzk eru einnig vel þekkt utan Norðurlandanna. Þörfin fyrir gagnkvæm skipti milli þjóða nú á tímum opnar nýjar leiðir til samvinnu utan hinna formlegu tengsla. Þessi þróun hefur einnig haft sína þýðingu fyrir Svíþjóð og ísland Innan ramma Norðurlandaráðs keppum við ásamt öðrum norr ænum frændþjóðum vorum að betri samvinnu á skyldum svið uim, að varðveizlu og þelkk- ingu á sameiginlegum andleg- um og veraldlegum arfi vorum við nútímans aðstæður. Saman leitast Norðurlöndin einnig við að auka fjármunaleg tengsl sín og þar með bæta lífsskilyrði þjóða sinna. ísland nýtur álits meðal heims þjóðanna. Löngun fslendinga til friðar og frelsis og kappsamt starf þeirra — oft í erfiðri bar- áttu við náttúruöflin — til að þróa efnahag íslands og tryggja aukna velferð sína vekur aðdá un vora. Sem á menningarsvið- inu forðum á kappsamt starf ís- lenzku þjóðarinnar nú alla að- dáun skilið. Við Svíar óskum íslendingum alls góðs í baráttu þeirra fyrir betri afkomu. Með þeirri ósk og í von um gæfuríka framtíð frændþjóðar vorrar skála ég nú fyrir forseta íslands, fyrir konu hans, og fyr ir íslandi og íslendingum öllum. Forseti fslands, herra Kristján Eldjárn og Sibylla Svíaprinsessa á leið til kvöldverðar í konungs- liöllinni í gærkvöldi. Sænskra áhrifa gætir • • • víða bókmenntum og listum Ræða forseta íslands í veizlu Svíakonungs í gærkvöldi vorri, Yðar hátign. Ég þakka þau hlýju orð, sem þér hafið mælt til konu minnar og mín. Ég þakka einnig og ekki siður viðurkenningarorð yðar um íslenzku þjóðina. Ég veit að þau munu vekja gleði á fslandi. Þér hafið áður sýnt góðvild yð- ar og skilning á högum lands míns og þjóðar, fyrst sem krón- prins, síðar sem konungur. Mér er ljúft að þakka þann heiður sem yðax hátign hefur sýnt okk- ur hjónunum og íslenzku þjóð- inni með því að bjóða okkur og Svíakonungur, Gústaf Adolf og frú Halklóra Eldjárn á leið til kvöldverðar i komuigsliöllinni i Stokkliólmi í gærkvöldi. förunautum okkar að koma í op inbera heimsókn til Sviþjóðar. Land yðair er ekki á sama hátt nágranni vor og sum önnur norr æn lönd; það skilja oss bæði lönd og höf. Saga íslenzku þjóð- arinnar hefur ekki verið sam- tvinnuð sögu Svíþjóðar gegnum aldirnar. Eigi að síður hafa fs- lendingar frá fornu fari haft áhuga á hinni sænsku þjóð og konungum hennar. Fornum is- lenzkum sagnariturum tókst að afla sér allmikils fróðleiks um þá, sem þeir síðan festu á bæk- ur. Fyrir þá sök vaknaði éihugi sænskra lærdómsmanna á hinu fjarlæga landi úti í haf- inu á 17. öld. Á þeim frægðar- tíma Svíþjóðar var leitað til fs- lands eftir heimildum um forn- konunga landsins. Eftir þeim heimildum var fornsaga Svía skrifuð og í þann efnivið sóttu sænsk skáld síðari tíma efni I söguljóð. En einmitt þess vegna er undarlegt til þess að hugsa, að elzta rituð heimild, sem geym ir hið kalda nafn á landi voru, er sænsk. Það getur að lesa á litlum rúnasteini frá Gotlandi, og hann er eldri en hin elzta ís- lenzka skinnbók. Á þeim tíma áttu þjóðir vorar ekki erfitt með að skilja mál hvor annarrar. í því sambandi er skemmtilegt að minnast þess, að enn í dag er margt í hinu hljómmikla sænska tungumáli, sem lætur heimaleg- ar en önnur norræn mál í eyr- um vorum, sem búum lengst i vestri þeirra allra. Náin samskipti og kynni milli íslendinga og Svía hafa aukizt mjög verulega á síðustu áratug um. Þau hafa meðal annars auk- izt vegna vaxandi fjölda is- lenzkra námsmanna við sænsk- ar menntastofnanir og oss er ljúft og skylt að þakka þann aðbúnað og fyrirgreiðsiu, sem þeir hafa notið. Þau hafa einn- ig aukizt vegna vaxandi fjölda sænskra menntamanna, sem leggja stund á forn norræn fræði og læra í því sambandi mál vort. í þeim hópi eiga íslending- ar marga góða vini, sænska menn sem orðið hafa óopinber- ir fulltrúar íslands í landi yð- ar hátignar. En fyrst og fremst hafa þó þessi sambönd auk- izt fyrir vaxandi norrænt sam- starf á öllum sviðum. 1 því sam- starfi hafa sænskir stjórnmála- menn kynnzt landi voru og öðl- azt skilning á högum þess. Slíkt er oss mikil nauðsyn. Það er eins og vænta má, að vér, sem erum fámennastir og búum lengst úr þjóðbraut, eigum mik- ið undir því að mæta skilningi hjá frændþjóðum vorum og ekki sízt hinni stærstu þeirra. Og á fslandi er vel fylgzt með því sem fram vindur í sænskum stjórnmálum, félagsmáium og menningarmálum. Sænskra áhrifa gætir víða í löggjöf vorri og ekki síður í bókmenntum og listum. Mér er Ijúft að geta þess og leggja á það áherzlu, að sænska konungsfjölskyldan nýtur mik- ils álits og virðingar á fslandi. Yðar hátign er eini sænski kon- ungurinn sem heimsótt hefur land vort. Þér nefnduð tvær ferðir yðar til íslands og ég full vissa yðar hátign um, að íslend- ingar minnast beggja þessara heimsókna yðar með mikilli gleði. Þér hafið unnið hug ís- lenzku þjóðarinnar. Vér vitum, að í persónu yðar sameinast konungleg tign og menntaðs manns göfgi á hinn fegursfa hátt. Það er oss í senn mikill heiður og styrkur að vita göð- an hug yðar til vor og rikan skilning á málefnum vorum og viðleitni. Með mikilli virðingu fyrir landi yðar og þjóð drekk ég skál yðar hátignar, sænsku konungs- fjölskyldunnar og fyrir heill og farsæld sænsku þjóðarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.