Morgunblaðið - 06.05.1971, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.05.1971, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MAl 1971 21 — Dollaraflóö Framhald af blaðsíðit 1. öðrum gj aldey rismiðstóðvum vegna þesa að hanm nýtur venndar strangra gj aldeyrils- hafta. Viðskiptuim með mörk viar hætt í Fra/kklandi. Ákvörðun Vestur-Þjóðverja um að stöðva viðskipti með doll- axa er talin tilraun til þess að stöðva dollaraflóð spákaup- manna til Vestur-Þýzkalands. Karl Schiller greip til þessa ráðs til þess að gefa stjórninni og seðlabankanum færi á að vega og meta ástandið, en sagt er að álkvörðunin beri ekki vott um að þörf sé á séirstökum alþjóðleg- um gjaldeyrisiráðstöfunum. Tals- maður stjómarirunar, Conrad Ahlers, sagði að stjórnin kæmi saman til fundar á föstudag til þesis að tafaa áfavarðanir um ráð- stafanir til að stöðva doilara- flóðið til Vestur-Þýzkalands og hina vaxandi gjaldeyriskreppu á alþjóðamönkuðum. Helztu ráð- herrar og þingmenn jafnaðar- miamnia og frjálsra demókrata koma saman til fundar um ástandið áður en stjórnarfund- urinn verðu.r haldimn. Ahlens sagði, að dollaraflóðið undanfarna mánuði ætti „tölu- verðan þátt“ í verðhækkunum sem hafa átt sér stað í Vestur- Þýzkalandi og bætti við að á stjórnarfundi á föstudag yrðu teknar ákvarðanir um ráðstafan- ir til þess að leysa þetta vanda- mál, bæði innanlandsráðstafanir og alþjóðaráðstafanir. Stöðvun gjaldeyrisviðskiptanna hefði ver- ið fyrsta skrefið og nauðsynlegt til að tryggja efnahags- og gjald eyriskerfi Vestur-Þýzkalands gegn dollarastraumnum. Heimildarmenn eru þögulir um hvaða ákvarðanir verði teknar, en talið er að tveir mö-guleikar séu fyrir hendi: að ákveðið verði að gengi marksins skuli ekki vera fastákveðið og óháð gengis- skráningu dollarans eða grípa ti'l 23. greinar utanríkisviðskiptalag- anna, sem kveður á um takmark anir á lánum iðnaðarins erlendis og stöðvun á dollarastraumi. Einin millj arður dollara streymdi til Vestur-Þýzkalands fyrstu 40 mínúturnar eftir opn un kauphallanna í gær, að sögn bankastj óra vestur-þýzka seðla- bankans, Karl Klasens. Seðla- bankinn varð að kaupa í dag 700—800 milljónir dollara. — Þessi óvænti dollarastraumur stafar af því að fjórar virtar hagfræðistofnanir lögðu til á mánudaginn, að gengi marksins yrði ekki fastákveðið. Bæði Ahl ers og Klasen sögðu í dag, að viðræður væru hafnar við hin Efnahagsbandalagslöndin fimm um hvaða alþjóðaráðstafanir þyrfti að gera í gjaldeyrismál unum Ef ákveðið verður að gengi marksins skuli ekki vera fastálkveðið veirður það áfall fyrir fyrirætlanir EBE um stofnun gj aldeyrisbandalags. Seðlabankar í öðrum Evrópu löndum flýttu sér að gera sér- stakar ráðstafanir þegar kunn- ugt varð um ákvörðun Vestur- Þjóðverja. í Am®terdam var kauphöllinni lokað og svissnesk ir bankar hafa stöðvað viðskipti með erlendan gjaldeyri. Austur ríski seðlabankinn hætti kaup- um á dollurum og sama gerði belgíski seðlabankinn. í London var ekki skráð gengi evrópskrar myntar gagnvart dollaranum. — ísraelar, Finnar og Portúgalar hafa hætt gjaldeyrisviðskiptum. Börnin ræða um íslandsferðina ásamt kennara sinum Sænsk skólabörn komatil Islands Vingjarnlegt bréf frá forsetanum vakti áhuga þeirra á Islandi forsetanum bréf sl. haust og fengu vingjarnlegt svarbréf frá honum. Bréfaskriftir þess ar urðu til þess að vekja svo mikinn áhuga hjá sænsku skólabörnunum á íslandi að þau ákváðu að hefja söfnun með það fyrir augum að kom ast í skólaferðalag til íslands í lok skólaársins Kennari barnanna Hans Forslund kemur með þeim til íslands. — Ferðaskrifstofan Sunna hefur skipulagt ferð hópsins. HÓPUR sænskra barna á aldr inum 12—13 ára kemur í skólaferðalag' til íslands í júní næstkomandi. Mun þetta vera fyrsta skólaferðalag sænskra nemenda til íslands. Börnin sem eru alls 27 eru frá bænum Eskilstuna og kostar ferðin 8.500 kr. á mann. Byrjuðu bömin að safna fé til ferðarinnar sl. haust, en auk þess hefur sænska ríkið og Lionsklúbb urinn í Eskilstuna veitt þeim fjárhagslegan stuðning. Hópurinn er væntanlegur til landsins 26. júní og dvelst hér til 30. júní. Hér munu börnin skoða Þingvelli, Hveragerði, Gullfoss og Geysi o.fl., en síðast en ekki sízt heimsækja forseta íslands að Bessastöðum. Börnin skrifuðu — Jarðarberja- flutningar Framhald af bls. 32. uim en ekki virðist nein fyriir- staða hafa verið á þvi,- að jjeir fen'gju að lenda í Sviþjóð. Og að öllium líkindum miss'um við þessa samniiniga til Englendiniga, en svo virðist sem sjáMsagt þýki að þeir fái að lenda þarna. Mað- ur fer því ósjálfrátt að vel'ta því fyrir sér, hvar þessa noiTænu velvild Svia i garð Islendinga sé að finna,“ sagði Jón. Kvað hann mjög bagalegt fyrir Þór að missa þessa flutninga, þar eð þeir hefðu fengizt með mikilli fyrirhöfn. — Súkkulaði- mjólk Framhald af bls. 32. fernur. Mun þá fernuframleiðsl- an geta aukizt um 140—150% og ætti sú aukning að fulnægja eft- irspurn. Gert er ráð fyrir, að þetta aukna fernumagn komi í verzlanir fyrir hvítasunnu. Hafinn er undirbúningur að framleiðslu og sölu súkkulaði- mjólkur. Tæki til blöndunar eru fyrir hendi og umbúðir hafa verið pantaðar. Súkkulaðimjólk er vinsæll drykkur víða erlendis og gera forráðamenn Mjólkur- samsölunnar sér vonir um, að svo verði einnig hér. Ekki er enn ákveðið, hvenær súkkulaði- mjólkin kemur á markað, en það ætti að verða á næstu mánuð- um. Þá hyggst Mjólkursamsalan setja sýrðan rjóma á markað á næstunni. Væntanlega verður það um miðjan maí. Þessi sýrði rjómi verður seldur í 200 g. plastdósum. Hann er notaður í ýmiss konar matargerð, í græn- metissalöt, með ávöxtum o.s.frv. Erlendis gengur þessi vara víða undir nafninu Cream fresh. Sala á M.S.-ís og ístertum hef- ur aukizt mjög mikið að und- anförnu, svo að erfitt hefur ver- ið að fullnægja eftirspurn. Fjöl- breytni hefur aukizt í M.S.ís- framleiðslunni og væntanlegar eru nýjar tegundir á markað i sumar jafnframt því sem afköst við framleiðsluna aukast. 1 athugun er breyting á fitu- innihaldi rjóma, þannig að seld- ur verði a.m.k. tvenns konar rjómi, þunnur kaffirjómi og þeytirjómi, sem þá yrði nokkru þykkari en sá rjómi, sem nú er í verzlunum. Ennfremur hefur nýlega verið ákveðið jöfnunar- verð á skyri. Mun sú ákvörðun koma til framkvæmda innan skamms. Verður skyr þá jafn dýrt í boxum og pökkum og lækkar þá verð á dósaskyrinu.“ Tónleikará Hvolsvelli SUNNUDAGINN 9. maí kl. 4 síðdégis efnir söngfólk úr Rvík- ur-prófastsdæmi og Gullbringu sýslu-prófastsdæmi, ásamt ein- söngvurum, til samsöngs í sam komuhúsinu á Hvolsvelli. Þrír einsöngvarar, Álfheiður Guð mundsdóttir, Guðrún Tómas- dóttir og Sigurveig Hjaltested, syngja aríur úr óratoríunni „Friður á jörðu“ eftir Björgvin Guðmundsson, 70 manna söng sveit flytur nokkra kóra úr sama verki undir stjórn Jóns Is leifssonar, organleikara Nes- kirkju. Gróa Hreinsdóttir ann- ast hljóðfæraleik með söngsveit og einsöngvurum. Þetta er annar konsert af fleiri fyrirhuguðum, sem haldn ir eru í tilefni af 20 ára afmæli Kirkjukórasambands Islands. (Fréttatilkynning) — Strandið Framhald af bls. 32. — sagði Hjálmar að sáralítið hefði komið frá skipinu nema oliusmit. Dr. Finnur Guðmundsson kom til fsafjarðar í gærdag um há- degi og fór þeir strax saman þá hina sömu leið og lýst var í Mbl. fyrir nokkrum dögum. Fóru þeir strandlengjuna frá Arnarnesi og í botn Álftafjarðar. Kvað Hjálm- ar langmest hafa farizt af fugli á svæðinu frá strandstað í Súða vík, en olía væri þó ekki alls staðar á fjörum. Alla leiðina var töluvert af dauðum eða deyjandi fugli. Höfðu þeir félagar byssu meðferðis og styttu dauðastrið fuglanna. Þeir félagar höfðu meðferðis um 200 lítra af olíuuppleysandi efni, sem þeir dreifðu á olíuna í fjörunni við Arnarnes. Virtist efn ið hreinsa klappirnar nokkuð og sagði Hjálmar að þeir myndu at huga svæðið aftur á morgun til þess að kanna hvernig flóðið hefði skolað þær. Olían er það límkennd, að Hjálmar kvaðst ekki hafa mikla trú á því að hún flyti upp aftur eftir að hún er sezt á steinana. Hann kvað það þó ekki víst. Skipið virðisit haifa töluverða ftotíhæfilieiika, þar sem það ligg- ur á strandstað og hallast á 3t:j órnborða, því að á flóði er haOiinin á því minni. Það er því ekíki mjög þuingt, þar sem það liiggur eða virðisf það ekfai a.m.k. Hjálimar kvað menn vongóða um þjörigun og um lieið og farið yrði að lyfitía s'kipinu, myndi dætt úr véiarrúmi og leki í því kannað- ur. Veðurspá er góð í Djúpinu. Þá gat Hjálmar þess, að þeir Finnur myndu ræða við bæjar- ráð Isafjarðar um varúðarráð- stafanir í sambandi við mál sem þessi í frcumtíðinni. Hjálmar R. Bárðarson kvaðst þess fullviss, að bæjarfélög þyrftu að eiga einlhvem útbúnað til þess að geta gert ráðstafanir á hættulegum augnablikum og eiga þá t. d. oM'Uiupþleysandi efni og annan útbúnað. VEITINGAHÚSID ÓDAL Annað heimili þeirra, sem telja góða þjónustu og bragðgóðan mat á þægilegum veitingastað vera ómissandi. Ljúffengir réttir og þrúgumjöður. Framreitt frá kl. 11.30—15.00 og kl. 18—23.30. Borðpantanir hjá yfirf ram reiðslumanni Sími 11322 ÖÐALÉ VID AUSTURVÖLL Vinn'mgsnúmer í ferðahappdrætti til stuðnings bindindisstarfi ungs fólks. 1. 3449 — 2. 301 — 3. 2888 — 4. 1041 — 5. 2969 — 6. 2792 — 7. 4671. Aðnlfundur Blindrnfélngsins verður haldinn þriðjudaginn 11. maí klukkan 8 siðdegis að Hamrahlið 17. DAGSKRÁ:Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Á mánudag verður dregið í 5. flokki. 4.200 vinningar að fjárhæð 14.200,000 krónur. Á föstudag er síðasti heili endurnýjunardagurinn. 5. flokkur 4 á 500.000 kr. 4 á 100 000 — 200 á 10 000 — 584 á 5.000 — 3 400 á 2.000 — Aukavinníngar: 8 á 10.000 kr. 2.000.000 kr. 400.000 — 2.000.000 — 2.920.000 — 6.800.000 — 80.000 — Happdrætti Hásköia ísiands —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.