Morgunblaðið - 07.05.1971, Page 3

Morgunblaðið - 07.05.1971, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. MAl 1971 3 Ferð forsetahjónanna: Einstæð heimsókn til Bjarkeyjar Gamall draumur forseta íslands rætist: „Mér verður þessi dagur ógleymanlegur“ Stokkhólmi í gær. Fré Freysteini Jóhannssyni. GAMALL draumur forseta ísdanids, herra Kristjáns Eild- jámis, rættist í dag, þegar G'ústoí Adolf Svíakonungur bauð f orsetahj ónunum og fylgdarliði þeirra til Bjark- eyjar, sena geymir einar merkilegustu fomleifar vík- inigaaldarinnar, staðinn Birka, siem talinn er elzti verziunar- bær Norður-Evrópu, frá því um 800. Það var greinilegt, að forsetinn naut þessarar ferðar, og þá ekki sáður gest- gjafi hans, sem fyrir utan konumgdóm sinn er þekktost- ur fyrir fomleifafræði- mennsiku. í yndislegu veðri gengu þjóðhöfðingj amir og fylgdar- iið þeirra um eyjuna og haft var á orði að sennilega hefði aldrei áður í opinberri þjóð- höfðingjaheimsókn átt sér stað skemmtileigri atburður. Til Bjarkeyjar, sem liggur um háifrar annarrar stundar sigl- ingu frá Stokkhólmi, var komið laust eftir kl. 11 i morgun. Á Bjarkeyju tók á móti gestun- um Sven B. F. Jansson, forn- minjavörður sænska ríkisins og ávarpaði hann forsetahjónin á islenzku. Jansson, sem er þekktasti rúnasérfræðingur heims, gengur venjulega undir nafninu „Rúna- Janni“ og var meðal annars um skeið lektor á íslandi. Ávarp Janssons hljóðaði svo: „Herra forseti, virðulega for- setafrú, heira konungur, virðu- legu gestir. Ég býð yður hjart- anlega velkomin til Bjarkeyjar. Ég hef boðið marga tigna gesti velkomna til Sviþjóðar, en enginn er jafn velkominn og þið, fulltrúar fslands, sem hefur verið mitt annað föðurland og ávallt tekið mér opnum örmum, frá því ég steig fyrst fæti min- um á íslenzka grund." Síðari hluta tölu sinnar flutti Jansson á sænsku og sagði þá mcðal annars, að hann hefði ekki staðizt þá freistinguað fagna islenzku forsetahjónunum á máli þeirra; þvi máli, sem líktist svo sem bezt mætti vera, því máli, sem talað var þegar Birka-stað- ur blómstraði. Porsetinn þakkaði Jansson töl una með þessum orðum: „Þakka þér íyrir falleg o.rð, þakka þér hjartanlega." 1 röska þrjá tíma rölti fólk svo um eyjuna í blíðskaparveðri Það mátti bæði sjá og heyra, að hér voru þjóðhöfðingjamir báðir á sinium hjartans stað. Þeir spurðu leiðsögumennina í þaula, slógu á létta strengi og gerðu að gasmni sínu; og gleði þeirra og ánægja smitaði allt samferðarfólkið og gerði þessa Bjarkeyj arferð að „einstæðium atburði i sögu opim berra heimsókna til Svíþjóðar". Sem fyrr segir eru á Birka-stað mestu fomminjar víkingaaldar- innar og er hann ekki aðeins merkilegur staður fyrir Svia, held ur og fyrir öll Norðurlönd; t. d. hafa fundizt ýmsar fornleitfar á Islandi, sem rekja má til Aust- ur-Skandinaviu, og að sögn for- setans beinist hugurinn þá sterk- lega til Birka-staðar. « „Mig hefur alla tíð, frá þvi ég fyrst fór að leggja stund á forn- leifafræði, dreymt um að heim- sækja Bjarkey," sagði forsetinn að ferðinni lokinni, „og mér verður þessi dagur ógleymanleg- ur.“ Móttökum öðrum í Sviþjóð lýsti forsetinn sem „eins og í Framh. á bls. 14 STAKSTEINAR Kommúnistar og verkalýðs- hreyfingin Kommiinistar hafa jafnan haldið því fram, að flokkur þeirra væri hinn pólitiski armnr verkalýðshreyfingarinnar. Verka fólk og aðrir launþegar eigi þvi að styðja kommúnistaflokkiiui tU þess að fylgja eftir hinni fag- Iegu baráttu á póUtískum vettr vangi. En hvernig stenzt þessi fullyrðing kommúnista, þegar Ut- ið er tU þeirra manna, sem þeir velja í efstu sæti framboðslista sinna. Hafa þeir vaUð vcrka- lýðsforingja tU þeirra trúnaðar- starfa? Því fer fjarri. Engúnm verkalýðsforingi skipar efsta sæti á framboðslistum kommún- ista. í Keykjavík er Magnús Kjartansson, ritstjóri i efsta sæti. Hann hefur aldrei nálægt verkalýðsmálum komið. I efsta sæti í Vesturlandskjördæmi er Jónas Árnason, slagarahöfund- ur. Hann hefur aldrei nálægt verkalýðsmálum komið. I efsta sæti á Usta þeirra á Vestfjörð- um er Steingrímur Pálsson, sim- stöðvarstjóri. Hann hefur aldre! nálægt verkalýðsmáium komið. 1 efsta sæti á Usta þeirra á Norðurlandi vestra er Kagnar Arnaids, lögfræðingur. Haiui hefur aldrei nálægt verkalýðs- málum komið. í efsta sæti á Usta þeirra á Norðurlandi eystra er Stefán Jónsson, fréttamaður. Hann hefur aldrei náiægt verka- lýðsmálum komið. 1 efsta sæti á Usta þeirra á Austurlandi er Lúðvík Jósepsson, atyinnustjörn- málamaður. Hann hefur aldrel nálægt vérkalýðsmálum komið. I efsta sæti á lista þeirra í Suð- urlandskjördæmi er Garðar Sig- urðsson, kennari. Hann hefur aldrei nálægt verkalýðsmálum komið. 1 efsta sæti á lista þeirra í Keykjaneskjördæmi er Gils Guðmundsson, forstjóri. Hann hefur aldrei nálægt verkalýðs- málum komið. Á framboðslista kommúnista i sætum, sem máli skipta, er að- eins ein undantekning frá þeirrl föstu reglu, að verkalýðsleiðtog- um er ekki trúað fyrir alvöru- sætum en það er Eðvarð Sigurðs son, formaður Dagsbrúnar, sem skipar 2. sæti á framboðslista kommúnista i Reykjavík. I kosn- ingunum 1967 skipaði Jón Snorri Þorleifsson, formaður Trésmiða- félags Reykjavíkur 3. sæti á framboðslista kommúnista í Reykjavík. Honum hefur nú verið ýtt niður í 4. sæti. Hvað um forystuna? Þá mætti spyrja, hvort verka- lýðshreyfingin eigi ekid fuUtrúa í forystuliði kommúnista en þvf er ekki að heilsa. Förmaður flokks þeirra er lögfræðingur að menntun og kennari að atvinnu. Hann hefur aldrei nálægt verka- lýðsmálum komið. Formaður þingflokks þeirra, Lúðvík Jóseps son, er heldur ekki verkalýðsleið togi. Eðvarði Sigurðssyni heíur ekki verið triiað fyrir slíku starfl sem formennsku þingflokksins. En hvað þá um málgagn komm- únista, Þjóðviljann? Hver eru áhrif verkalýðsmannanna þar? Engin. Enginn af ritstjórum Þjóð viljans né næstráðendur ha.fa starf í verkalýðshreyfingunni að baki. Hvað um aðrar valdastofn- anir flokks þeirra? Þar er sama sagan. í Alþýðubandalagsfélagi Reykjavíkur er verkalýðsmaður ekki í forystu. Það er sama hvert litið er. AUs staðar þar sem máli. skiptir halda komm- únistar verkalýðsleiðtogunum ut- an dyra. Þessi mynd er tekin á leiðinn i út í Bjarkey í gær. Forseti Islands, herra Kristján Eldjárn og forsetafrú Haiidóra Eidjárn eru tU vinstri á myndinni, þá Gu stav Adolf Svíakonungur og iengst tU hægri Sven B. F. Jansson prófessor. <4 /r < M

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.