Morgunblaðið - 07.05.1971, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.05.1971, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1971 > > Fa jl BÍLA Í.EWA X lALURf ■25555 1 ^14444 \mim BILALEIGA HVHRFISGÖTU 103 VW Sendiferðabifreið-VW 5 manna-VW svefnvagn VW 9manna-L3ndrover 7manna LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastrætí 13 Sími 14970 Eftir lokun 81748 eða 14970. BÍLALEIGA CAR RENTAL ^ 21190 21188 BÍLASALAN HLEMMTORGI Sími 25450 biláleigan AKBRAUT car ren tal serv ice S* 8-23-47 Wí scndum BÍIILlllBWill-W Sjgtúni 3. Stmi 85840-41 )AÍæ BÚNAÐARBANKINN \ er baiikl fólkwin«» HöflÐUR ÓLAFSSON hæstaréttarlögmaður skjataþýðandi — ensku Aiwturstrætí 14 aknar 10332 og 36473 0 Hver er Angela Davis? Oft er um það rætt, hve áhrif fjölmiðlanna séu mikil. Að minnsta kosti eru margir, sem vilja kenna þeim margt af þvi, sem miður fer í þjóð- félaginu. — En Velvakanda flnnst, að þeir hljóti að verða fyrir þó nokkru áfalli, þegar einn bréfritara hans spyr: Hver er Angela Davis? — Mikilli prentsvertu hefur verið eytt í fréttir af þessari ógæfusömu, bandarísku svertingjastúlku. Auk þess hefur verið skýrt frá málarekstrinum gegn henni í greinum, töluðu máli í útvarp- inu og sérstökum sjónvarps- þætti — en samt virðast marg- ir, samkvæmt fyrrgreindu bréfi, vera ófróðir um, hver hún er og hvaða sakir eru á hana bomar. „Er hún flugvélaræningi?" spyr bréfritari. „Er hún hippa- foringi, sem tók þátt í fjölda- morðum á sl. ári? Er hún eitur- lyfjasali? Er hún eiturlyfja- neytandi? Skaut hún lögreglu- þjón í óeirðum í fyrravetur? Skaut hún einnig dómara á sl. hausti? Hefur hún um mörg ár verið foringi Svartra hlébarða? Stundar hún einhver störf, og hver þá?“ Og bréfritari heldur áfram: „Ég spyr af þvi að um daginn kom drengur inn á vinnustað, sem ég vinn á, með undir- skriftalista um að fella niður sakir á hendur henni. Lítið varð honum ágengt, en upp úr því hófust deilur um, hvað hún hefði til saka unnið. Komu þar fram allar þær tilgátur, sem ég hefi talið upp, en menn urðu ekki á eitt sáttir og virðist eig- inlega enginn vita með vissu, hvorki um störf hennar né það, sem hún er ákærð fyrir.“ Ferill Angelu Davis verður ekki rakinn hér. Mál hennar á örugglega eftir að íylla marga bláðadálka enn. En í stuttu máli er hún ákærð fyrir að vera meðsek um morð á dómara og TIL ALLRA ÁTTA t NEW YORK I Alladaga REYKJAVÍK OSLÓ Mánudaga Miðvikudaga /N i ^L^igardaga GLASGOW I \ GAUTABORG y \ Mánudaga / \ Miðvikudaga / Fimmtudaga luxembourg'S'\ Alla daga d KAUPMANNAHÖFN Mánudaga Miðvikudaga 1 Laugardaga L0FTLEIDIR fleiri gíslum, sem félagar henn- ar hugðust taka —• en mistókst og myrtu. Hún tók ekki sjálf beinan þátt í þeim verkmaði, en vopnin, sem notuð voru, hafði hún keypt. 0 Er hún hafin yfir grun? Menn gætu látið sér detta í hug, að hér væri um banda- rískt innanríkismál að ræða — eins og önnur morðmál þar í landi. — En málið er ekki svo einfalt. Angela er flokksbund- inn kommúnisti, og þar af leið- andi hlýtur hún að vera alsak- laus að mati skoðanabræðra hennar vitt um heim! Málsókn gegn henni fyrir hugsanlega hlutdeild að illvirkjum er því hrein og bein ofsókn! — Dreng- inn, sem um getur í bréfinu, hafa skoðanabræður hennar hér sent út af örkinni. Ekki getur taíizt óeðlilegt að grunur falli á Angelu Davis, þar sem hún keypti morðvopn- in. Að sjálfsögðu sannar það eitt þó ekki sekt hennar, en hvernig menn hér uppi á Is- 'landi geta sýknað hana á þessu stigi málsins er vandséð. 0 María Markan og listamannalaunin Giiðmunda Jónsdóttir frá Hofi skrifar: „Kæri Velvakandi. Ég hef ekki skrifað nema einu sinni í dálkinn þinn, og það hefur nú enginn tekið eftir því af þvi að það var trúarlegs eðlis. f>að eru færri og færri, sem trúa á guð og það sem gott er. Það virðist vera úrelt. Jæja, þá það. Þetta er nú allt frjálst hvað menn trúa. En það, sem ég ætlaði að segja núna er svo ótrúlegt og óviðeigandi, að ég skil ekki annað en það sé einsdæmi hjá þjóðum. Það eru veitt lista- mannalaun árlega og nærri að segja i ótrúlegum listum, jafn- vel í því, sem er engin list að margra dómi. Hún er gleymd frægðin, sem María Markan gaf landi og þjóð hér fyrrum. Enginn hefur komizt lengra af íslenzkum söngvurum, því hún hefur komið í frægustu söng- höll heims og sungið þar við mikið lqf frægra manna á því sviði. Þess vegna hefði hún fyrst manna átt að fá ærleg listamannalaun á hverju ári. Hún ein veit, hvað hún lagði mikið á sig, en allir ráðamenn vita þó nokkuð um hana og hvaða heiður hún hefur gert Islandi. Ég vona bara að lista- mannaráð sjái sóma sinn og láti hana hafa hæstu lista- mannalaun á komandi ári. Ég er hvorki skyld né tengd henni þó að ég skrifi þetta, en ég hef margoft hlustað á listamanna- úthlutunina og alltaf beðið eft- ir nafninu hennar.“ Klekken Turisthotell Hönefoss, Noregi, óskar að ráða stúlkur í heilsársvinnu. Laun sanikvæmt launalögum. Ferð aðra leiðina greidd eftir eins árs starf. Þurfa að geta hafið starfið fljótlega. Skriflegar umsóknir sendist sem allra fyrst til hótelsins. KLEKKEN TURISTHOTEL, HÖNEFOSS, NORGE. • M OnlyínBeaufy S«ver Sticky » No Líc( mgvi hraln ALLSET er mest selda hárspray á landinu Dömur! Kaupid adeins þad bezta... 4 Kaupid ALLSET! % KRISTJÁNSSON h.f. Ingólfsstrœti 12 Simar: 12800 - 14878 %

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.